Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 KIRKJAN OG ÞU - Kirkjuvika Guðsþjónustan er tindurmn sem stendur upp úr í kirldustarfinu eftirÞráin Þorvaldsson Oft heyrist sú fullyrðing að kirkjur landsins standi nær tómar milli jólahátíða en þá komast færri að í kirkju en vilja. Þeir sem sækja kirkjur reglulega vita hins vegar betur. Margar kirkjur eru vel sótt- ar og aðsókn fer víða vaxandi. Þeir eru fleiri sem gera sér ekki grein fyrir því mikla starfi sem á sér stað innail veggja kirknanna. Starfið er mun umfangsmeira en margan grunar. Guðsþjónustan er aðeins lítill hluti starfsins. Það var margt sem kom mér á óvart þegar ég fyrir tveimur árum var beðinn um að gefa kost á mér til setu_ í sóknarnefnd Bústaða- kirkju. Ég þekkti ekkert til kirkju- legs starfs nema sem kirkjugestur endrum og eins. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því um- fangsmikla starfi sem fer fram í Bústaðakirkju. Bústaðakirkja og safnaðar- heimilið eur mjög vel fallin til ýmiss konar félagsstarfsemi. Enda fer þar fram fjölbreytt félagsstarf eins og í öðrum kirkjum. Það líður vart sá dagur að ekki sé eitthvað um að vera í kirkjunni og oft er um að ræða fleiri en einn atburð á hveijum degi. Til þess að halda uppi þessu starfí þarf margt fórn- fúst fólk. Fjöldi þeirra einstaklinga sem standa að starfí Bústaða- kirkju er um 80 manns. Guðsþjónustan er sá hluti kirk- justarfsins sem flestir þekkja og taka þátt í. Kirkjumar standa ekki auðar á sunnudögum, síður en svo. Ef við tökum sem dæmi sunnudaginn 4. október komu 192 í bamamessu í Bústaðakirkju að morgni og 345 manns í guðsþjón- ustu eftir hádegi. Trúaráhugi Islendinga virðist vera mikill. í skoðanakönnun á trúarlífi íslendinga sem unnin var á vegum Guðfræðistofnunar Há- skóla íslands kom fram að 32% báðust fyrir daglega og 22% tvisv- ar til þrisvar í viku. Aðeins 10% sögðust aldrei biðjast fyrir. í könn- uninni kom fram að 76% íslend- inga trúa á Guð og 10% til viðbót- ar em í vafa. Aðeins 14% sögðust aldrei biðjast fyrir. í könnuninni kom fram að 76% íslendinga trúa á Guð og 10% til viðbótar em í vafa. Aðeins 14% sögðust vera trúlausir. Hins vegar var það upp- lýst að aðeins 10% íslendinga koma oftar í kirkju en einu sinni í mánuði. Fólk getur eðlilega rætt við Guð sinn, ef það vill, hvar sem er. En hlutverk messunnar er að leiða fólk saman til bænaiðkana í sam- félagi við annað fólk. í guðsþjón- ustu er slíkt framkvæmt undir leiðsögn. Eitthvað er samt athuga- vert við messuformið ef það er rétt að almennt sæki svo fáir kirkju reglulega á sunnudögum. Höfuðþættir guðsþjónustunnar em þrír. Í fyrsta lagi sameiginleg- ur undirbúningur safnaðarins með upphafsbæn og víxlsöng. í öðra lagi er hlustað sameiginlega á Guðsorð með því að hlýða á lesna texta og predikun. í þriðja lagi em sameiginlegar bænir með sálmum og bænum. í aðalguðsþjónustu er Qórði þátturinn hin sameiginlega kvöldmáltíð með altarisgöngu. Þetta er sá gmnnur sem messu- formið gmndvallast á. En aðferð- irnar til þess að koma því á fram- færi sem fram fer í messunni geta verið margvíslegar. í könnun Guðfræðistofnunar var spurt um hvaða breytingar fólk vildi helst sjá á messuform- inu. Það var athyglisvert að flestir vildu fá fijálslegri, léttari og líf- legri guðsþjónustur, næst var tal- að um meira efni fyrir böm og unglinga, síðan að söfnuðurinn yrði betur virkjaður í guðsþjón- ustum, efnisfjöllun yrði meira um dagleg vandamál og tónlist í kirkj- unni verði breytt. í æsku minni á Akranesi var ég vanur að sækja kirkju með for- eldram mínum. Einkum var það vegna þess að móðir mín söng í kirkjukómum. Mér fannst mess- umar yfirleitt vera langdregnar og leiðinlegar. Ef sóknarprestur- inn hefði ekki alltaf sagt eina dæmisögu í predikun sinni hefði ég án efa komið mér undan því að fara í messu. Eftir þessari sögu beið ég alltaf. Ég sótti oft samkomur trúfé- laga sem haldnar vom í kirkjunni. Það var ekki vegna trúaráhuga sem ég fór á þessar samkomur. „Fólk sækir í griösþjón- ustu af margvíslegu til- efni en allir hafa það sammerkt að þeir vilja þar iðka trú sína í sam- vistum við annað fólk. Kirkjan og trúin er mikilvæg kjölfesta í þjóðfélaginu. Því er mikilvægt að starf kirkjunnar sé eflt sem mest.“ Tónlistin sem flutt var á þessum samkomum var afar lífleg og skemmtileg og ólík tónlistinni í hinum hefðbundnu messum þjóð- kirkjunnar. Hið talaða orð hefur án efa haft áhrif á bamssálina en það var fyrst og fremst tónlistin og söngurinn sem ég sóttist eftir. Fólk sækir guðsþjónustu af margvíslegu tilefni en allir hafa það sammerkt að þeir vilja þar iðka trú sína í samvistum við ann- að fólk. Kirkjan og trúin er mikil- væg kjölfesta í þjóðfélaginu. Því er mikilvægt að starf kirkjunnar sé eflt sem mest. Til þess að laða fólk í vaxandi mæli að starfí kirkjunnar þarf kirkjan að alaga framsetningu boðskapar síns svo hann nái til stærri hóps fólks. Boðskapur kirkj- unnar breytist ekki þótt hann sé settur fram á misjafnan hátt. Ytri umbúnað má laga að breytilegu áhugasviði fólks til þess að laða fleiri til kirkju en reglulega koma þangað. Sumir kirkjugestir vilja hafa hefðbundnar messur með hefðbundinni tónlist. Aðrir vilja hafa messur með léttara yfir- bragði og hlýða t.d. á léttari tón- list. Mikil rækt hefur verið lögð við tónlistarflutning í Bústaða- kirkju og er t.d. reglulega fluttur einsöngur eða hafður hljóðfæra- leikur í messum. Á þetta án efa sinn þátt í góðri aðsókn að kirkj- unni. Sinfóníuhljómsveit íslands tók þann hátt upp með góðum árangri að hafa tónleikaraðir þar sem tón- listarefnið er flokkað niður í nokk- ur áhugasvið. Því skyldu messur TIME MANAGER Á ÍSLENSKU TÍMASTJÓRNUN, MARKMIÐASETNING, FORGANGSVERKEFNI, MANNLEG SAMSKIPTI OG AUKNAR HUGMYNDIR. Stjórnunarft 2. Haukui TMI Upplýsingar í síma 621066 Haukur Haraldsson ▲ Stjórnunarfélag íslands ekki á sama hátt geta tekið mið af mismunandi áhugasviði fólks, t.d. á sviði tónlistar. I Bústaða- kirkju verður gerð sú tilraun í vetur að í einni messu í hveijum mánuði verður flutt léttari tónlist. Þess má einnig geta að sunnudag- inn 18. október verður messa í Bústaðakirkju þar sem fæmstu jazzleikarar landsins munu annast um tónlistarflutninginn. Hér er verið að fara inn á nýjar brautir með það fyrir augum að laða fleira fólk til þess að sækja guðsþjón- ustur. Starf kirkjunnar er mikilvægt. Guðsþjónustan er sá hluti kirkju- starfsins sem er sýnilegastur fyrir allan almenning. Én hún er aðeins sá hluti fjallsins sem stendur upp úr. Annar hluti starfsins sem er miklu umfangsmeiri er ekki eins sýnilegur. En með því að fá fleiri til þátttöku í guðsþjónustunni verða fleiri áhugasamir um al- mennt starf kirkjunnar. Þráinn Þorvaldsson Kirkjuvikan sem haldin er þessa viku er tilvalið tækifæri fyrir alla að kynna sér betur þá umfangs- miklu starfsemi sem fer fram inn- an veggja kirkjunnar. Ég hvet því sem flesta til að taka þátt í dag- skrá kirkjuvikunnar þessa viku sem og aðrar vikur ársins. Höfundur er formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju. í dag í kirkjuviku Árbæjarkirkja: Kirkjan er opin frá 9-14. Heitt á könnunni. Gest- ir velkomnir. Fermingarfræðsla kl. 8-9.30 (opið almenningi). Böm úr Árbæjarskóla koma í heimsókn kl. 10.00. Áskirkja: Kirkjan er opin alla daga frá 15.00. Heitt á könn- unni. Gestum boðið að skoða sýn- ingu á skrúða og kirkjumunum í eigu Áskirkju. Bústaðakirkja: Kirkjan er opin allan daginn. Kl. 12.15-12.45 orgelstund í kirkjunni. Kl. 18.15 kyrrðarstund með fyrirbænum. Fella- og Hólakirkja: Kl. 10-12 opið hús fyrir 6-8 ára börn. Kl. 13.30-15.30 opið hús fyrir 9-12 ára böm úr Hólabrekkuskóla. Grensáskirkja: Kl. 14.00 heim- sókn leikskólabama. Kl. 17.00 orgelstund og orðið helga. Kam- mertónlist. Strengjasveit frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Kl. 17.00 TTT-fundur (tíu til tólf ára börn). Hallgrímskirkja: Kirkjan er op- in alla daga. Kársnesprestakall: Kópavogs- kirlq'a er opin frá 11.30-12.30 og frá 16.00-18.00. Langholtskirkja: Opið hús í kirlq'unni frá 10-18. Starfsmaður leiðbeinir gestum um húsið og kynnir það starf sem fer fram í kirkjunni. Kl. 17-18 er boðið upp á fræðslu í tengslum við aftan- söng sem hefst kl. 18.00. Laugameskirkja: Kirkjan er opin allan daginn og gestum er velkomið að fylgjast með starfinu. Kl. 10.00 feðra- og mæðramorg- unn. Óformleg samvera í safnað- arheimili Laugarneskirkju fyrir foreldra og börn. KL. 12.00 Dúfa Einarsdóttir syngur einsöng í há- deginu. Kl. 18.00 bænastund í kirkjunni. Kl. 20.30 safnaðar- og kynningarkvöld í safnaðarheimili Laugameskirkju. Sóknarprestur kynnir starfið og svarar fyrir- spumum. Tónlist, söngur og stutt helgistund. Kl. 20.30 fundur eldri deildar ÆSKR í kjallara Laugar- neskirkju. Neskirkja: Kl. 10.00-12.00 kynning á kirkjuskjóli. Börn á aldrinum 7-12 ára ásamt að- standendum velkomin. Boðið verður upp á hressingu. Kl. 20.30 fundur með aðstandendum ferm- ingarbama. Einar Gylfi Jónsson flytur erindi: Hlutverk uppaland- ans og samskipti kynslóðanna. Kaffíveitingar. Kyrrðarstundir verða í Kringl- unni á þriðju hæð kl. 12.00 og 17.30. Á kyrrðarstund kl. 12.00 mun Tómas Tómasson veitinga- maður svara spurningunni „Hvers vegna fer ég í kirkju?“ Kl. 17.00 syngur barnakór Grensáskirkju í Kringlunni á 2. hæð. Að auki er bent á Dagbók Morgunblaðsins þar sem fastir lið- ir kirkjustarfsins eru kynntir. Námstefna um sljórnun um- hverfismála í fyrirtækjum Endurmenntunarstofnun Há- skóla, Félags íslenskra iðnrek- enda, Gæðastjórnunarfélag ís- lands og Staðlaráð munu þann 21. október standa saman að námstefnu. Námstefnan er einkum ætluð stjórnendum fyr- irtækja bæði iðnfyrirtælqa og þjónustufyrirtækja. Á námstefnunni verður fjallað um þann ávinning sem íslensk fyrirtæki geta haft af því að taka skipulega á umhverfismálum. Kynntur verður nýr stjómunar- staðall um umhverfismál og um- hverfisúttektarkerfi sem nokkur íslensk fyrirtæki hafa tekið upp. Stjórnendur úr íslenskum fyrir- tækjum munu fjalla um reynslu sína af því að vinna skipulega að stjórnun umhverfismála. Fyrirlesarar verða Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri FII, Gunnar H. Guðmundsson, Ráðgarði hf., Guðjón Jónsson, Iðn- tæknistofnun og frá Eimskipafé- lagi íslands hf., Thomas W. Möll- er, frá Plastos hf. þau Sigurður Oddsson og Jenný Jensdóttir og frá Vífilfelli hf. þeir Páll Kr. Páls- son og Pétur Helgason. Skráning þátttakenda og allar frekari upp- lýsingar fást hjá Endurmenntun- arstofnun Háskólans. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.