Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 rv _________________________ ÚRSLIT Framhaldsskólamótið í fijálsíþróttum var haldið á Laugardalsvellinum fyrir skömmu. Tólf skólar sendu lið á mótið og keppendur voru um 140. Úrslit voru þeasi í einstökum greinum: DRENGIR lOOmhlaup: sek. Jóhannes Már Marteinsson, FÁ 11,69 Haukur Sigurðsson, MH 11,76 ValdimarSiguijónsson, MS 12,16 Rafn Steinþórsson, ML 12,21 Páll Eggertsson, FSL 12,30 800 m hlaup: mín. Sigurbjöm Ámi Amgrímsson, FRL 2.04,92 Magnús Orri Sæmundsson, ML 2.10,22 Guðmundur Siguijónsson, FVA 2.13,35 Sigurður Ómarsson, MR 2.16,90 Unnsteinn Grétarsson, FSL 2.18,80 3.000 m hiaup: Ragnar Rúnarsson, ML 9.34,22 Smári Guðmundsson, FÁ 9.37,35 UnnsteinnTryggvason, FRL 9.45,19 Þórarinn B. Þórarinsson, FL 9.50,54 Guðmundur V. Þorsteinsson, FVA 9.56,55 Hástökk: m Tómas Grétar Gunnarsson, ML 1,85 Sverrir Guðmundsson, FRL 1,80 Theodór Karlsson, FNV 1,80 Birgir Gilbertsson, FÁ 1,80 Róbert Einar Jensson, FB 1,75 Spjótkast: m Þórir S. Þórisson, FRL 49,08 Freyr Ólafsson, ML 47,86 Bergþór Ólafsson, FVA 47,30 Jón Bjami Bragason, FÁ 45,16 Pálmi Vilhjálmsson.FNV 43,86 4x100 mboðhlaup: sek. Sveit Fjölbr. Ármúla, FÁ 45,63 Sveit Msk. Hamrahlið, MH 45,72 Sveit Msk. Laugarvatni, ML 45,83 Sveit Frh.sk. Laugum, BRL 47,08 Sveit Fj. Akranesi, FVA 48,19 STÚLKUR lOOmhlaup: sek. Kristín Ásta Alfreðsdóttir, FB 13,76 Sólveig Bjömsdóttir, MS 13,95 Linda Sveinsdóttir, FRL 14,00 800 m hlaup: mín. Laufey Stefánsdóttir, MS 2.32,41 Bima Bjömsdóttir, FG 2.34,00 Hólmfríður Ása Guðmundsd., FVA 2.34,79 Langstökk: m Sylvía Guðmundsdóttir, FG 5,48 Ema Björg Sigurðardóttir, MR 5,13 Elín Þórarinsdóttir, FL 5,11 Kúluvarp: m Vigdis Guðjónsdóttir, ML 11,00 Berglind Bjamadóttir, FNV 10,92 Rakel Bára Þorvaldsdóttir, FVA 9,94 ; A4xl00mboðhlaup: sek. Sveit Fjölbr. Garðabæ, FG 54,39 Sveit Menntask. Laugarvatni, ML 54,80 Sveit Fjölbr. Suðurlands, FSL 54,85 Sveit Framh.sk. Laugum, FRL 54,98 Sveit Menntask. Reykjavík, MR 55,30 Sveit Fjöibr. Breiðhoiti, FB 55,51 ! 1 i < , t Slgurbjörn Amgrímsson, FRL sigr- aði í 800 m hlaupi drengja. KNATTSPYRNA Sigur og tap Islenska drengjalandsliðið í knatt- spymu sigraði unglingalið Partick Thistle 3:1 en tapaði fyrir Glasgow Rangers með sömu markatölu í æf- ingaleikjum í Skotlandi. Nökkvi Gunnarsson, Þórhallur Hinriksson og Eiður Smári Guð- johnsen skoruðu mörk íslenska liðsins gegn Partick en Nökkvi skoraði eina mark íslands í síðari leiknum gegn Rangers. Þess má geta að skosku lið- in tefldu einnig fram eldri leikmönn- um í liðum sínum. Leikimir eru undirbúningur fyrir síðari leik liðsins í Evrópukeppninni gegn Dönum sem fram fer ytra nk. miðvikudag. Fyrri leiknum lyktaði með 4:1 sigri íslands en það lið sem vinnur samanlagt leikur í 16-liða úr- slitum EM í Tyrklandi næsta vor. Þórður Lárusson, annar þjálfari íslenska liðsins kvaðst ánægður með ferðina og bjartsýnn á möguleikana í Danmörku. „Hópurinn er mjög sam- rýmdur og staðráðinn í að gera sitt besta í síðari leiknum. Við höfum þó verið óheppnir með meiðsli. Fimm leikmenn eru í sjúkrameðferð en ég á von á því að flestir þeirra verði til- ’búnir í Danaleikinn," sagði Þórður. IÞROTTIR UNGLINGA / FRJALSIÞROTTIR HEILDARSTIG Félag Stig Gull Silfur Brons ML 108,5 3 3 1 FRL 99,0 2 1 2 FVA 84,5 0 0 4 FG 75,0 2 1 0 FSL 72,0 0 0 1 FB 71,0 1 0 0 FA 65,5 2 1 0 MS 61,5 1 1 1 MR 57,0 0 1 0 FNV 52,0 0 1 1 MH 43,0 0 2 0 FL 38,0 0 0 DRENGIR 1 Félag Stig Gull Silfur Brons ML 65,0 2 2 1 FRL 61,0 2 1 1 FA 57,5 2 1 0 FVA 46,0 0 0 2 MH 38,0 STÚLKUR 0 2 0 Félag Stíg Gull Silfur Brons FG 48,0 2 1 0 ML 43,5 1 1 0 FVA 39,0 0 0 2 MR 38,0 0 1 0 FRL 38,0 0 0 1 FSL 37,0 0 0 1 Morgunblaðið/Frosti Llö Menntaskólans á Laugarvatni hlaut flest stig samtals í framhalds- skólakeppninni og á stærri myndinni fagnar liðið ásamt þjálfara sínum Kára Jónssyni. Á myndinni hægra megin eru stúlkur úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar að fagna sigri í stúlknaflokki. Bikarinn til Laugawatns MENNTASKÓLINN á Laugar- vatni stóð uppi sem sigurvegari annað árið í röð á Framhalds- skólamótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Laugardalsvellin- um fyrir skömmu. ML hlaut 108 stig, níu stigum meira en Fram- haldsskólinn að Laugum. að voru fámennustu skólarnir sem tefldu fram sterkustu lið- unum í keppninni. Um 150 manns eru við nám í ML og Frosti um Þriátíu nemend- Eiðsson um færra að Laugum skrifar í S-Þingeyjarsýslu sem hafnaði í öðru sætinu. Fjölmennu skólamir á suð- sætið eins og áður sagði. „Það sýnir sig á lokastöðunni að frjálsíþrótta- hefðin er mun sterkari úti á landi. Við vorum hins vegar ekki með nægj- anlega breidd til að veita Laugvetn- ingum meiri keppni," sagði Gunnar Sigurðsson, íþróttakennari við skól- ann. Þijú Framhaldsskólamet féllu og athyglisverðasta keppnisgrein móts- ins var án efa 4x100 metra boðhlaup- ið í drengjaflokki sem var hörku- spennandi. Aðeins 0,2 sekúndum munaði á sigursveit Ármúlaskólans og sveit ML sem hafnaði í þriðja sætinu. Ármúlaskóli fékk tímann 45,63 sekúndur og MH hreppti silfur en allar þijár sveitimar voru undir eldra metinu í þessari grein. Góðar aðstæður í Laugardalnum hafa án efa hjálpað til, hlaupabrautin er hörð og það skilar sér með meiri hraða. Sylvia Guðmundsdóttir, fijáls- íþróttakona úr FH var fyrirliði Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og hún lét að sér kveða á mótinu og bætti fram- haldskólametið í langstökki auk þess sem hún var í sigursveit FG í boð- hlaupi kvenna. Hún stökk 5,48 m í langstökkinu og bætti met Þuríðar Ingvarsdóttir FSL um 35 sentimetra. „Við höfðum ekki hugmynd um að fyrsta sætið væri okkar. Ef við hefð- um ekki unnið í boðhlaupinu hefðum við sjálfsagt ekki beðið eftir verð- launafhendingunni," sagði Sylvía í mótslok. Þriðja metið féll í kúluvarpi stúlkna. Vigdís Guðjónsdóttir ML bætti eigið met um rúman metra þegar hún varpaði kúlunni 11,0 metra. HANDKNATTLEIKUR vesturhominu náðu ekki að veita þeim smærri teljandi keppni en Fjöl- brautaskóli Garðabæjar gat þó státað af besta kvennaliðinu. Laugvetning- ar unnu hins vegar ömgglega í dren- gjaflokki. „Við vissum lítið um hin liðin en settum okkur það markmið fyrir mótið að veija bikarinn," sagði Magnús Orri Sæmundsson fyrirliði ML. „Fijálsíþróttir eru valgrein við skólann og það hefur dregið mikið af íþróttafólki að og því gátum við stillt upp heilsteyptu liði. Allir kepp- endur æfa fijálsar íþróttir, flestir með HSK og við lentum aldrei neð- arlega í grein,“ sagði Magnús. Þingeyingar voru ekki með í keppninni í fyrra en mættu með sterkt lið til leiks og hrepptu annað Morgunblaðið/Frosti Handknattlelksvertíðln hefst fyrir alvöru í yngri flokkunum um næstu helgi er leikið verður í 2. og 4. flokki. Myndin er frá úrslitaleik Stjömunnar og KR í 2. flokki kvenna sl. vor. Vertíðin hafin JV Íslandsmótið í yngri flokkum í handknattleik hefst um næstu helgi þegar leikið verður í öðrum og fjórða aldursflokki karla og kvenna. Eins og á síðasta keppnistímabili er keppnin riðlaskipt. Leikið verður í riðlum fjórum sinnum í vetur, yfirleitt með fjögurra vikna millibili í öðrum, þriðja og fjórða flokki. Síðan er leikið í undanúrslitum og til úrslita. Sami háttur er á hjá yngstu aldursflokkunum nema hvað þar fara fram þijú mót í vetur áður en úrslitaumferðimar hefj- ast. Leikið verður um helgina á eftirtöldum stöðum: 2. fl. karla: Digranes, Vfkin, KA-hús. 2. fl. kvenna: Garðabær og Selfoss. 4. flokkur karla:Kaplakriki, Vestmannaeyjar, Strandgata Hf., Austurberg og Akureyri. 4. fl. kvenna: Seljaskóli, Varmá, Seltjamamesi, Austurbergi og á Akureyri. KNATTSPYRNA Takmarkið að vinna sæti í landsliðinu segir Edda Garðarsdóttir sem fékk tækifæri með KR í 1. deild Morgunblaðið/Frosti Edda Garðarsdóttlr. Edda Garðarsdóttir, miðvallarspil- ari hjá KR var yngsti leikmaður til að leika í 1. deild kvenna í sumar. Hún hélt upp á þrettán ára afmælis- daginn í júlí og fékk eldskírn sína með meistaraflokki tæpum tveimur mánuðum síðar þegar hún kom inn á sem varamaður í leik KR og ÍA. Edda lék í sumar með bæði 2. og 3. flokki KR en hún er á yngra árinu í þriðja flokki. Hún mætti á æfíngar hjá meistaraflokki félagsins í sumar ásamt vinkonu sinni Karlottu Markan sem er ári eldri. „Við mættum á æfingarnar meira af gríni en alvöru og það kom okkur á óvart þegar þjálf- arinn [Gísli Jón Magnússon] boðaði okkur í leikinn gegn Akranesi," sagði Edda sem kom inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Það er alltaf gaman að fá tæki- færi eins og þessi og ég held að ég hafi staðið mig ágætlega þó að ég hafi lítið fengið boltann," sagði Edda sem mátti þola tap 0:1 í leiknum. Edda gekk til liðs við KR fyrir tveimur árum en fram að þeim tíma æfði hún með drengjaflokkum Þrótt- ar í Reykjavík þar sem kvennaknatt- spyrna var ekki til staðar hjá félag- inu. Hún æfir einnig handbolta með Vesturbæjarfélaginu og rétt eins og í knattspyrnunni hefur hún leikið með tveimur aldursflokkum, fimmta og fjórða flokki. Knattspyrnan er þó sú íþrótt sem hún leggur mun meira kapp á og hún fer ekki feimin að segja að hvað markmiði hún stefni að í framtíðinni. „Takmarkið er að vinna sæti í landsliðinu, en hvenær það verður vil ég ekki spá neitt um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.