Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 28
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Fyrsta umræða um frumvarp um Framkvæmdasjóð aldraðra Vil ekki liggja undir ásökunum um lögbrot - segir Guðmundur Bjamason fyrrverandi heilbrigðisráðherra GUÐMUNDUR Bjarnason (F-Ne) fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra vísar á bug ásökunum Sighvats Björgvinssonar núver- andi heilbrigðisráðherra um að hafa gengið lengra í embættis- færslu sinni en lög heimila. Guð- mundur fellst hins vegar á að það hefði mátt standa að greiðsl- um úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra með skilvirkari hættí. Fyrstu umræðu um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð aldr- aðra var framhaldið í gær. Frum- varpið gerir ráð fyrir því að að rýmkaðar verði heimildir sjóð- stjómar til að ráðstafa tekjum sjóðsins til reksturs á stofnunum aldraðra. í umræðum bæði í gær og fyrradag komu fram mjög skipt- ar skoðanir. T.d. taldi Svavar Gestsson (Ab-Rv) að verið væri að gera sjóðinn upptækan í ríkis- sjóð. En hins vegar var Finnur Ingólfsson (F-Rv) þeirrar skoðun- ar að miðað við aðstæður væri það skynsamlegt að ráðstafa nokkru af fé sjóðsins til reksturs stofnana. En það væri ástæða til að hugleiða hvort veita ætti þessar heimildir tímabundið. Finnur sagði að þetta hlyti að verða athugað vandlega í heilbrigðis- og trygginganefnd. Finnur lýsti sig fylgjandi þessu frumvarpi þó að sér væri léttari stuðningurinn við frumvarpið ef -rinhverjar vonir væru um úrbætur á því neyðarástandi sem ríkti í Reykjavík. Finnur spurði eftir því hvort möguleikar væm til þess að hefja rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi. Sakargiftum svarað Guðmundur Bjarnason (F-Ne) fyrrverandi heilbrigðisráðherra kvaddi sér hljóðs. Fyrrverandi heil- brigðisráðherra kvaðst tilknúinn til að svara nokkm ásökunum eða sakargiftum sem Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra hefði beint til hans. Heilbrigðisráðherra hefði ásakað hann um lögbrot og látið að því liggja að þau hefði •^fcann framið vitandi vits. Þetta meinta lögbrot hefði verið að hann hefði með bréfi 29. apríl 1991 milli- fært til sjúkratryggingadeildar Tryggingarstofnunar 107 milljónir króna til að greiða fyrir rekstur stofnana sem tekið hefðu til starfa á árinu eða breytt um rekstrarform. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist hafa beitt sér fyrir því að lögunum um Framkvæmdasjóð hefði verið breytt í febrúar árið 1991, á þann veg að heimilt yrði að veija allt að þriðjungi af tekjum sjóðsins til reksturs stofnana fyrir Sighvatur Guðmundur Björgvinsson Bjarnason aldraða sem breyttu eða hæfu starfsemi eftir að fjárlagaár hæf- ist. Hann hefði beitt sér fyrir þess- ari breytingu í ákveðnum tilgangi. Hann hefði heimilað að ákveðnum dvalarheimilum væri breytt í hjúkr- unarheimili. Það hefði auðvitað þýtt aukin rekstrarútgjöld fyrir sjúkratryggingadeild Tryggingar- stofnunar ríkisins, sem sæi um þessar greiðslu í gegnum dag- gjaldakerfíð. Það hefði ekki verið óeðlilegt að hann gengi frá þessum málum áður en hann hefði yfirgefið embætti heilbrigðisráðherra. „Það taldi ég mig vera að gera með bréfí 29. apríl 1991 og látið var að liggja í umræðum í gær að það hafi verið torkennilegt," sagði Guðmundur. Skilvirkara vinnulag Fyrrverandi heilbrigðisráðherra ítrekaði að hann hefði talið það skyldu sína, eðlilegt og rétt, að skiljast ekki við þetta mál ófrá- gengið áður en hann yfirgæfi ráðu- neytið. Guðmundur Bjamason kvaðst fúslega geta fallist á að hann hefði e.t.v. ekki leitt hugann nægjanlega að því hvernig ætti að standa að þessum íjárveitingum; inna þessar greiðslur af hendi. Nú væri einungis greiddar úr Fram- kvæmdasjóði hveiju sinni þær upp- hæðir sem ákveðnar hefðu verið af ráðherra vegna rekstur sem hafinn væri á yfírstandandi ári. Guðmundur féllst á að þetta væri eðlilegri leið en hann gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum legið undir ásökunum um vísvitandi lögbrot. Guðmundur sagði að hann hefði að sjálfsögðu reynt að ganga frá þessum málum; að úr sjóðnum yrðu greiddar þær upphæðir sem bæri að greiða, í þeirri góðu trú að þess- um fjármunum yrði ráðstafað í þeim tilgangi sem lögin kvæðu á um. Nú væri komið í ljós sam- kvæmt úttekt að þessum 107 millj- ónum hefði vart verið varið til reksturs nýrra eða breyttra stofn- ana. Kostnaðaraukinn vegna nýrra eða breyttra stofnana hefði e.t.v. ekki numið nema 37 milljónum. Sú væri að a.m.k. niðurstaða heil- brigðisráðuneytisins. Reyndar ekki Ríkisendurskoðunar eins og sér hefði skilist af orðum heilbrigðis- ráðherra í gær. En hann véfengdi í sjálfu sér ekki þessar tölur. Gull fyrir Eir Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra tók til máls undir lok umræðunnar og svaraði ýmsu sem fram hafði komið í ræðum þingmanna. Heilbrigðisráðherra taldi koma til greina að ákvæði um ráðstöfun á tekjum sjóðsins væru tímabundin en hann lagði áherslu á að sjóðsstjórn yrði að hafa svig- rúm. Steinsteypa leysti ekki öll vandamál aldraðra, það væri nauð- synlegt að greiða fyrir t.d. heima- hjúkrun og hvfldarinnlgnir. Heilbrigðisráðherra sagði um orð fyrirrennara síns í embætti, Guð- mundar Bjamasonar, að það væri hægt að orða hlutina með margvís- legum hætti en það breytti ekki niðurstöðunni. Það hefði verið óheimilt lögum samkvæmt að flytja 107 milljónir króna frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra yfír til Sjúkratrygginga því ekki hefði ver- ið búið að taka ákvörðun um að svo miklu fé skyldi varið til að opna nýjar stofnanir eða breyta elliheimilisvistun í hjúkrunarvistun. Fyrirrennari sinn myndi trúlega vilja orða það þannig að „teflt hefði verið á tæpasta vað“. Niðurstaðan væri samt að þessi gemingur hefði verið óheimill. Það þýddi að vænt- anlega yrðu til ráðstöfunar úr Framkvæmdasjóði 70 milljónum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þetta mál væri ekki að fullu útkljáð en heilbrigðisráðherra dró enga dul á að hann hefði fullan hug á því að nýta þessa fjármuni til þess að heija rekstur á Eir til að leysa úr því neyðarástandi sem væri í hjúkr- unarmálum aldraðra á höfuðborg- arsvæðinu. Það teldi hann vera forgangsverkefni. Það tókst að ljúka fyrstu um- ræðu um frumvarpið og var því vísað til heilbrigðis- og trygginga- nefndar til nánari skoðunar og umfjöllunar. MMMI Stuttar þingfréttir ímynd íslands Ámi Mathiesen (S-Rn) mælti í gær fyrir tillögu til þingsálykt- unar um kynningu á ímynd ís- lands erlendis. Framsögumaður vill ásamt fjórum öðrum þing- mönnum úr flokki sjálfstæðis- manna að Alþingi álykti að fela forsætisráðherra að skipa nefnd þriggja manna sem hafí að verk- efni: 1) Frumkvæði að samræm- ingu á því hvemig ímynd ís- lands sé kynnt á erlendum vett- vangi í samvinnu við hagsmu- anaaðila. 2) Fimm ára áætlun um kynningu á ímynd íslands erlendis. Kostnaður við fram- kvæmd áætlunarinnar greiðist af hagsmunaaðilum og ríkissjóði samkvæmt því sem Alþingi ákveði á fjárlögum. 3) Úttekt á því hvemig aðstæður og aðgerð- ir innan lands samræmast þeirri ímynd landsins sem kynnt sé erlendis. Framsögumaður sagði m.a. í sinni ræðu að skynsamlegt væri að ríkið hefði meira frumkvæði og tæki meiri þátt í hinni al- mennu landkynningu í samstarfi við hagsmunaaðila en léti fyrir- tækjum og einstaklingum eftir framkvæðið í hinni eiginlegu sölu. Ámi tilgreindi hvaða mynd ætti að kynna erlendis: „Helst þyrfti að leggja áherslu á að ná árangri í kynningu á hrein- leika og gæðum umhverfisins, þjónustu og framleiðslu. Góður árangur á þessu sviði væri þeg- ar nafn íslands væri nefnd kæmi upp í huga manna ímynd hrein- leika og gæða.“ En Ámi lagði jafnframt ríka áherslu á að það væri „forsenda árangurs í kynn- ingarstarfí sem þessu að sú mynd sem dregin er sé sann- leikanum samkvæm". Og því sé ráð fyrir því gert að sannleiks- gildi kynningarinnar verði kannað sérstaklega svo að hægt sé að bæta snarlega úr ef þörf krefur. Þingsályktunartillögunni var vísað til allsheijamefndar með 32 samhljóða atkvæðum. Menningarsjóður á Skálholtsstíg 7 fékk tilsjónarmann. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Einungis einn tilsj ónarmaður verið skipaður TILSJÓNARMENN voru m.a. nefndir „kommisarar", „sérsveitir fjár- málaráðuneytis“ í umræðum um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992. í gær upplýstí Friðrik Sophusson að frá því að lögin voru samþykkt 23. janúar hafi einungis þurft að skipa einn tilsjónarmann. Sá hafi litið tíl málefna Menningarsjóðs. Þetta kom fram í svörum við fyrirspumum Kristínar Ástgeirsdóttur (S-Rv). A 32. fundi Alþingis í gærmorgun voru tvær fyrirspurnir Kristínar Ástgeirsdóttur (SK-Rv) á dagskrá. Fyrirspyrjandi vitnaði til þess að 23. janúar síðastliðinn hefði í lögum um ráðstafanir í ríkisQármálum á árinu 1992 verið samþykkt ákvæði um svonefnda tilsjónarmenn. Þessum tilsjónarmönnum hefði verið ætlað „að halda stjómendum stofnanna við efnið og sjá til þess að þeir héldu sig innan ramma ijárlaga." Þetta hefði verið mikið þjóðþrifamál að mati ríkisstjómarinnar og „liður í krossferð hennar gegn ríkishallan- um.“ Kristín saknaði upplýsinga um „þessar sérsveitir Qármálaráðuneyt- isins“. Hún taldi því tímabært að leita til fjármálaráðherra eftir upp- lýsingum um tilsjónarmenn s.s. flölda þeirra, hvaða stofnanir hefðu fengið tilsjón, hvaða verkefnum til- sjónarmönnum væri ætlað að sinna? Og einnig hvaða árangri þeirra störf hefðu skilað og á hvaða launakjörum þessir starfsmenn hefðu verið? Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra upplýsti að einungis einn til- sjónarmaður hefði verið skipaður frá samþykkt laganna um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992. Þessi tilsjónarmaður hefði verið skipaður hjá Menningarsjóði. Fögnuður Kristínu Ástgeirsdóttir var spurn hvort ástandið í opinberum stofnunum væri svona miklu betra heldur en ríkisstjómin hefði ætlað í janúar. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra benti á að ekki hefðu verið áform um að að skipa tilsjónar- menn sem víðast heldur hafa þetta úrræði ef í nauðir ræki. Fjármálaráð- herra var það fagnaðarefni að geta greint frá því að ekki hefði reynst þörf á að setja tilsjónarmenn annars staðar en í Menningarsjóði. Fjár- málaráðherra upplýsti í sínum svör- um að lögin gerðu ráð fyrir að kostn- aður vegna starfa tilsjónarmanna greiddist af viðkomandi stofnun en í þessu tilviki hagaði svo til að til- sjónarmaðurinn væri starfsmaður hjá Hagsýslu ríkisins og ákveðið hefði verið að hann héldi sínum launakjörum þar. Hefði því starf til- sjónarmannsins ekki orðið útgjalda- auki Menningarsjóðs. Kristínu Ástgeirsdóttur var til efs að starf þessa eina tilsjónar- manns væri í samræmi við gildandi lagaákvæði m.a: „Starfssvið tilsjón- armanna er að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og gerð fjárhagsáætlana stofnana og taka ákvarðanir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um umfang starfs- mannahalds, í samráði við ráðherra, eftir því sem nánar er lýsti í erindis- bréfi hveiju sinni." Þessum tilsjónar- manni væri ætlað að leggja sjóðinn niður en fyrir því væri engin laga- heimild. Þingmenn ræddu nokkuð um málefni Menningasjóðs, meintar ónauðsynlegar ógnanir í garð ríkis- starfsmanna, vel heppnað rekstrar- legt aðhald eður ei. Guðrúnu Helga- dóttír (Ab-Rv) kvaðst hafa litið á frumvarp til fjáraukalaga þá um morguninn. Henni sýndist frumvarp- ið gefa til kynna að ekki hefði veitt af tilsjónarmönnum hér og þar í kerfinu. Nú væri beðið um fimm milljarða þijú hundruð áttatíu og þijú þúsund krónur, umfram upphaf- lega áætlun. Friðrik Sophusson íjármálaráðherra taldi tillegg Guð- rúnar til umræðunnar frekar vitna um spaugsemi hennar heldur en fjár- málakunnáttu. Hún héldi varla að rekstrartilfærslur hefðu eitthvað með rekstur einstakra stofnana að gera. Það einkenndi framkvæmd fjárlaga þessa árs að rekstur ein- stakra stofnana væri almennt innan heimilda en öðm máli gegndi um rekstrartilfærslumar þar sem sjálf- virkni væri mikil, t.d. í landbúnaði og Tryggingarstofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.