Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 29 AKUREYRI ir við bæj ar stj órann Morgunblaðið/Rúnar Þór Hákarlinn hengdur upp Það er ekki víst að öllum hafi líkað lyktin sem upp gaus þegar félag- arnir Ásgeir, Agnar og Steinþór, starfsmenn Utgerðarfélags Akur- eyringa, voru að taka kæstan hákarl upp úr fiskikerum og hengja upp í þar til gerðan hákarlahjall í eigu félagsins. En þeir létu sem ekkert væri og klæddu sig eins og tilefni var til. Viðræður að undanfömu um starfslok hans VIÐRÆÐUR hafa að undanförnu staðið yfir milli meirihlutans í bæjarstjórn Ólafsfjarðar og Bjarna Kr. Grímssonar bæjarstjóra um starfslok bæjarstjórans. Ágreiningur milli hluta bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Ólafsfjarðar og bæjarstjórans leiddi á miðju síðasta ári til þess að þrír fulltrúanna tóku sér Ieyfi frá störfum í bæjarstjórn. Þeir tóku þar aftur sæti í janúar síðastliðnum en full- komnar sættir hafa ekki náðst þannig að viðræður hafa farið fram að undanförnu milli meirihlutamanna og bæjarstjóra um starfslok hans. Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, sagði að ekki ríkti fullkomið traust milli meirihlutans og bæjarstjórans, sætt- ir hefðu ekki að fullu náðst milli þeirra aðila er deildu á sínum tíma og útséð virtist vera um að menn gætu unnið saman af heilindum. Því hafi að undanförnu verið rætt af hálfu meirihlutans í bæjarstjórn Ólafsfjarðar og Bjarna Kr. Gríms- sonar bæjarstjóra um starfslok bæj- arstjórns, en niðurstaða væri ekki fengin í málinu. „Menn eru að þreifa fyrir sér um ýmsar leiðir, en við höfum ekki enn náð endapunkti í þeim viðræðum sem við höfum átt í. Það er unnið að því að leiða það til lykta og við munum þaulkanna hvort ekki finnist leið sem báðir aðilar sætta sig við,“ sagði Óskar Þór. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Sigurður Björnsson, Krist- ín Trampe og Þorsteinn Ásgeirsson, tóku sér leyfi frá störfum í bæjar- stjórn Ólafsfjarðar á miðju síðasta ári eftir að tillaga um að víkja Bjarna frá störfum var felld með atkvæðum minnihlutans og Óskars Þórs. Vara- fulltrúar tóku sæti þeirra í bæjar- stjórn, en aðalfulltrúarnir þrír komu aftur til starfa um áramót. Björn Valur Gíslason, fulltrúi minnihluta í bæjarstjóm Ólafsfjarð- ar, ræddi þetta mál á fundi bæjar- stjórnar í vikunni og óskaði minni- hlutinn eftir að kynnt yrði tilboð það sem meirihlutinn hefði gert bæjar- stjóra um starfslokasamning á næsta fundi bæjarráðs. Kvikmyndaklúbburinn Homo Fab- ersýnd um helgina ÞRIÐJA starfsár Kvikmynda- klúbbs Akureyrar er að hefjast utn þessar mundir og verður fyrsta myndin sýnd nú um helg- ina í Borgarbíói. Það er myndin Homo Faber eft- ir Volker Schöndorff. Hún íjallar um karlmann á miðjum aldri sem fær vægt hjartaáfall og lendir skömmu síðar í flugslysi. Þessir atburðir verða til þess að hann tekur að endurmeta lífsviðhorf sín. Myndin verður sýnd í Borgarbíói laugardag og sunnudag kl. 18 og mánudaginn 19. október kl. 19. í Kvikmyndaklúbbi Akureyrar eru ríflega 60 félagar, en klúbbur- inn leitast við að útvega og sýna myndir hvaðanæva úr heiminum. Á síðasta vetri sýndi klúbburinn t.d. níu myndir frá sjö löndum. Næsta mynd sem sýnd verður á vegum Kvikmyndaklúbbs Akur- eyrar er Rapsódía í ágúst eftir Kurusawa og þá mun klúbburinn væntanlega sýna ítölsku myndina Mediterrano sem hreppti Oskars- verðlaunin við síðustu afhendingu. *<(r> *?> Fékk ekkert á fyrsta degi Morgunblaðið/Rúnar Þór Eflaust hafa margir hinna áköfustu meðal veiði- manna gengið til ijúpna í gær, en þá hófst ijúpna- veiðitímabilið. Veiðimaðurinn sem sést á myndinni hélt upp í Hlíðaríjall en kom tómhentur heim, eins og sjálfsagt einhveijir aðrir, a.m.k. þeir sem voru á sömu slóðum, en samkvæmt upplýsingum blaðsins var ekki mikið að hafa í fjallinu. Kristján Guðmundur Dalvíkurbær og Kaupfélag Eyfirðinga Möguleiki á fullvimislu sjáv- arafurða kannaður frekar KAUPFÉLAG Eyfirðinga og Dalvíkurbær hafa staðið að sameiginlegri athugun á möguleikum frekari fullvinnslu sjávarafurða í frystihúsi KEA á Dalvík að undanförnu og liggja nú fyrir niðurstöður úr frumat- hugunum sem Jón Þór Gunnarsson iðnaðarverkfræðingur hefur gert. Ákveðið hefur verið að halda áfram þessari könnun. í frystihúsi KEA á Dalvík hefur fiski um tæplega tveggja ára skeið verið pakkað í neyt- endapakkningar og er stefnt að fullri nýtingu tækja á næsta ári. Námskeið haldið í heimspeki NÁMSKEIÐ í heimspeki á veg- um Endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri og Félags áhugamanna um heimspeki hefst 27. október næstkomandi. Innritun fer fram á skrifstofu Háskólans á Akureyri og er þeg- ar hafin en henni lýkur miðviku- daginn 21. október. Kennarar á námskeiðinu verða dr. Guðmundur Heiðar Frímanns- son og dr. Kristján Kristjánsson heimspekingar. Farið verður í saumana á tveim- ur höfuðritum siðfræðinnar að fomu og nýju; Frumspeki siðlegrar breytni eftir Immanuel Kant og Frelsið eftir John Stuart Mill. Ritin verða lesin og skýrð og sett í sögu- legt samhengi með sérstakri áherslu á áhrif þeirra á nútímahug- myndir manna um siðfræði og stjórnmál. Námskeiðið tekur sex vjkur og verður kennt einu sinni í viku, á þriðjudögum frá kl. 17.30 til 19. Námskeiðsgjald er 6.000 krónur, en helmingi lægra fyrir þá sem eru félagar í Félagi áhugamanna um heimspeki eða gerast félagar í því. Engar kröfur eru gerðar um fyrirframkunnáttu. (Fréttatilkynning) Jón Þór Gunnarsson gerði grein fyrir athugunum sínum á fundi í vik- unni og eftir hann var það niður- staða KEA og Dalvíkurbæjar að ástæða væri til að kanna frekar möguleika á framleiðslu og markaðs- setningu fullunninna sjávarafurða áður en tekin yrði ákvörðun um hvort ráðist yrði í frekari fjárfestingar. „Það er stefnan að vinna hratt að þessu máli. Ég reikna með að á næstu mánuðum liggi fyrir ákvörðun um hvort farið verði út í frekari full- vinnslu á sjávarafurðum hjá frysti- húsinu,“ sagði Jón Þór. Byijað var að vinna að málinu í ágúst síðastliðnum, en í frystihúsi KEA á Dalvík hefur um tæplega tveggja ára skeið verið unnið að því að pakka físki í neytendaumbúðir. Keypt var pökkunarlína af Samheija hf. sem áður var í Hvaleyri í Hafnar- firði og framleiðsla hófst í janúar árið 1991. Það ár voru framleidd um 300 tonn af físki í neytendapakkn- ingar og í ár verður framleiðslan helmingi meiri, eða um 600 tonn. Gunnar Aðalbjömsson frystihússtjóri sagði að stefnt væri að fullri nýtingu á næsta ári, eða að framleiðslu um 800 til 1.000 tonna. Að sögn Gunnars eru nú fram- leiddar 11 tegundir í neytendapakkn- ingar og eru þær að mestu seldar til Evrópulanda. „Það virðast vera bjartir tímar framundan, við höfum alVeg frá verslunarmannahelgi verið á fullu í þessari framleiðslu og fyrir- sjáanlegt að svo verður áfram til áramóta. Við höfum verið að gera fleiri samninga um sölu á þessum afurðum og það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafí gefíð góða raun. Vissulega hefur þetta ferli tekið lengri tíma en við áætluð- um, en við stefnum að því að fullri nýtingu verði náð á næsta ári,“ sagði Gunnar. Pakkning físks í neytendaumbúðir hefur skapað 12 til 15 störf í frysti- húsi KEA á Dalvík miðað við að sama magn sé unnið þar árlega. Gunnar sagði að nú vantaði konur til starfa við snyrtingu eftir hádegi og gæti hann bætt við sig 15 konum á þeim tíma, en það væri alltaf vin- sælla að vinna fyrir hádegi. Mjög lítið væri af atvinnulausu kvenfólki á Dalvík og því ekki fyrirsjáanlegt að hægt væri að ráða í þessi störf. Gildran spil- ar á1929 Hljómsveitin Gildran leikur helgina 16. og 17. október á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri. Þar mun hljómsveitin leika mörg af sínum þekktustu lögum, s.s. Chicas og Steggjastuð af hljóm- plötunni Ut. Meirihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar Ekki hafa náðst sætt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.