Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 31 Minning Guðmundur Matthías- * son frá Ospaksstöðum Fæddur 1. apríl 1897 Dáinn 8. október 1992 Kveðja frá Ástralíu Mig langar að kveðja elsku afa minn með örfáum orðum. Ég er langt í burtu en vegalengdin kemur ekki í veg fyrir að ég hugsi til hans og sakni hans, þó það sé erfítt að vera langt frá á svona stundum. En svona er lífíð. Ég var mjög ung þegar ég fór fyrst langt að heiman. Á fyrsta ári var ég hjá afa og ömmu norður á Óspaksstöðum. Það var á þessum fyrstu sjö árum ævi minnar sem við afi bundumst tryggum böndum. Hann hafði mjög mikil áhrif á líf mitt. Hann var svo blíður og góður við mig, kallaði mig alltaf „litla lambið sitt“. Ég vaknaði ekki svo sjaldan að morgni uppi í hlýju holunni hans afa eftir að hafa gengið í svefni. Og alltaf var hann með opinn faðminn og brosandi, það var hans persónuleiki. Alltaf svo glaður. Ég er ekki í vafa um að það hafi verið ástæðan fyrir hans langa heil- brigða lífí. Hann hafði áhrif á alla þá sem hann umgekkst. Ég ætla ekki að fara út í fleiri atriði, bara segja að ég þakka elsku afa fyrir öll árin og fyrir að vera Kötu og Helga dásamlegur langafi. Það eru einfaldleikinn sem gefur lífínu gildi. Ég kveð elsku afa minn og sendi einnig kveðjur frá Geira, Kötu og Helga. Gunna dótturdóttir. Þegar svo langt er liðið á þessa öld, sem raun ber vitni, verður æ fátíðara að horfa þurfi á bak og veita hinstu kveðju þeim er fyrst litu dagsins ljós á öldinni sem leið. Þessi svonefnda aldamótakynslóð hefur nú þegar, að meginhluta, runnið sitt æviskeið. Þetta var mjög styrkur stofn er oft þurfti að lúta köldum kjörum, en upplifði aftur á móti þá mestu stökkbreytingu í framförum og tækni er um getur í sögu lands og þjóðar. Síðustu ár aldarinnar sem leið voru æði erfíð íslensku þjóðinni sökum harðinda og fólk flúði land í talsverðum mæli. Sá er hér verður minnst hefur komist í nána snertingu við þessar mismunandi aðstæður og umbreyt- ingar, þar sem hann var búinn að fylla hálfan tíunda tuginn. Guðmundur Matthíasson var fæddur á Auðshaugi í Vestur- Barðastrandarsýslu 1. apríl 1897. Foreldrar hans voru Matthías Eben- esersson og Katrín Guðmundsdóttir. Eftir því sem ég best veit munu þau hjón eigi hafa stundað búskap í rík- um mæli, heldur hafi hugur hans sér í lagi beinst öllu fremur að sjó- sókn. Frá Auðshaugi fluttu foreldrar Guðmundar með litla snáðann á fyrsta ári út í eyjar á Breiðafirði til búsetu. Heimildir hef ég fremur óljósar frá þessum tíma, en þó held ég að mér sé óhætt að nefna í þessu sambandi bæði Rúfeyjar, Rifgirð- ingar og Gjarðey. Sá er bjó við Breiðafjörð var að ýmsu leyti betur settur en margur annar, því svo sem alkunna er hefur hann alloft verið nefndur matarkista íslands. Við þessar aðstæður ólst Guð- mundur upp ásamt Pétri bróður sín- um, sem var nokkru yngri. Eftir eyjadvölina flutti síðan fjölskyldan að Straumi á Skógarströnd. Hugur Guðmundar beindist að sjósókn og ungur maður hélt hann burt að heiman í leit að frama í hinum stóra heimi. Hann réð sig á togara og komst í það minnsta á einn enskan, auk nokkurra íslenskra. Um smá- tíma vann hann hjá B.M. Sæberg í Hafnarfirði, sem hafði þá nýverið stofnað bifreiðastöð og hafði hann meðal annars borið við að aka leigu- ^ bifreið. í Hafnarfírði kynntist Guð- mundur ungri konu, Jóhönnu Guðnadóttur frá Óspaksstöðum. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Trúlega var hugur Guð- L. mundar enn bundinn átthögunum, því hin ungu hjón fluttu vestur og hófu búskap á Straumi. Guðmundi og Jóhönnu varð fjög- urra barna auðið: Jóhann Gunnar, fæddur 4. júlí 1926, ókvæntur og bamlaus; Matthea Katrín, fædd 14. ágúst 1928, gift undirrituðum, þau eiga þijú böm; Sigrún, fædd 10. ágúst 1935, á tvær dætur; og Gísli, fæddur 12. nóvember 1936, kvænt- ur Guðrúnu Ámadóttur, átti tvö börn, hann er nú látinn. Bamabörn eru sjö og bamabarnabörn ellefu. Straumur var fremur lítil jörð og kostarýr. Því varð að ráði að þau bragðu þar búi á vordögum 1936 og fluttu norður í Hrútafjörð að Óspaksstöðum. Mun þar trúlega hafa ráðið talsverðu átthagatryggð, því Jóhanna var dóttir Guðna Ein- arssonar og Guðrúnar Jónsdóttur er búið höfðu þar í allmörg ár. Að flytja um þetta langan veg, á þess- um tíma, var talsvert átak og það með allan búsmala. Farið var á báti inn að Kambsnesi við Hvammsfjörð, þaðan farið á hestum inn allan Haukadal, yfír Skarð og heim til Óspaksstaða. Bömin þá þegar orðin þijú, tvö þau eldri það sjálfbjarga að þau gátu sjálf setið hross, en það yngsta var enn í móðurörmum og hún barnshafandi því drengur fædd- ist í nóvember sama ár. Við þessar aðstæður hefði mátt álykta að ham- ingjan væri í hendi, að vísu mun hún hafa verið það, en stundum er hún æði skammvinn. í hönd fóra erfíð ár. Til landsins hafði verið flutt inn sauðfé til kynblöndunar, erlend- is frá, en eigi tókst betur til en svo að með því barst skaðvænn sjúk- dómur, svonefnd mæðiveiki, er átti eftir að leggja í valinn sauðfjárstofn íslenskra bænda að stóram hluta. Sem dæmi má nefna að bústofn Guðmundar féll úr 130 ám niður í 9. Afkoma heimilisins þar með nán- ast brostin. Til þess að afla tekna varð að leita á önnur mið. Hugur Guðmundar enn bundinn sjávarafla. Hann lagði því land undir fót, ásamt eldri dóttur sinni, Mattheu, sem var þá enn komung að aldri, allt suður til Njarðvíkur til þess að vinna þar við fískverkun. Vágesturinn ill- ræmdi varð yfíranninn. Árin liðu og bömin uxu úr grasi og allt virtist leika í lyndi. Samt sem áður hneig hamingjusólin til viðar löngu fyrr en vænta mátti. Seint á árinu 1957 varð heimilið á Óspaks- stöðum fyrir miklu áfalli. Þá féll í valinn húsmóðirin sjálf, Jóhanna Guðnadóttir, löngu fyrir aldur fram, aðeins 56 ára. Má þar með segja að brostið hafi höfuðmáttarstoð heimilisins. Um þessar mundir vora flest börnin flutt að heiman og nán- ast ekkert tiltækt ráð framundan hjá Guðmundi annað en bregða búi, selja bústofn og flytja til Reykjavík- ur. Lífíð heldur áfram sinn veg og eitt tekur við af öðra. Nokkram dögum eftir fráfall Jóhönnu fæddist okkur hjónum lítil og fríð stúlka er hlaut nafn ömmu sinnar. Við vorum að koma okkur upp notalegu heim- ili á Bugðulæk 13 og gátum tekið Guðmund til okkar um nokkurt skeið, meðan hann var að átta sig á tilverunni. Síðan keypti hann sér íbúð á Hjallavegi 4. Við áttum heimilinu á Óspaks- stöðum margt gott að unna og bár- um til þess alla tíð hlýjan hug. Þar hafði Matthea, kona mín, átt marga notalega sumardvalarstund og börn okkar notið sveitasælu í faðmi afa og ömmu. Ég sem þessar línur rita hafði fengið þar húsaskjól, lítill drengur, móðurlaus á tíunda ári, í fylgd með ömmu minni og áttum við þar aðset- ur um tveggja ára skeið. Kom síðan þangað aftur röskum áratug síðar ungur sveinn og sótti mitt ágæta kvonfang. Eftir að Guðmundur sett- ist að í Reykjavík fékk hann starf hjá Landsíma íslands og vann þar allt til þess dags er aldur setti stól fyrir dyrnar. Allmörg síðustu árin bjó hann í lítilli einstaklingsíbúð í húsi aldraðra í Lönguhlíð 3. Nota- legt heimili og vel að vistfólki búið. Að vísu er þar eigi sjúkradeild. Skulu hér færðar innilegar þakkir og kveðjur til alls samferðafólksins, bæði tengt dvöl og starfí. Þann 7. apríl 1989 varð Guð- mundur fyrir mikilli lífsreynslu. Þá missti hann yngri son sinn, Gísla að nafni, aðeins rúmlega fímmtugan að aldri. Þetta var mikil raun fyrir öldung, kominn yfir nírætt. Guðmundur var að eðlisfari ljúfur í lund, félagslyndur með afbrigðum, naut I ríkum mæli mannfagnaða og var afar vinmargur. Hann lagði ríka áherslu á að viðhalda tryggðabönd- um. Hann hafði mjög ákveðnar og óhaggandi skoðanir um stjómmál. Hvikaði aldrei um hársbreidd frá sinni stefnu, dáði sína forystumenn og vann fyrir þá dyggilega. í nóvember 1991 varð hann fyrir miklu áfalli, datt á sléttu gólfi og braut annan lærlegginn og var flutt- ur á Landakotsspítala, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Við þetta hrak- aði heilsu hans æði mikið og lá hann rúmfastur að mestu eftir þetta til lokadægurs. Við hjónin voram þá búin að bóka ferð alla leið til Ástralíu, til samfunda við ástvini okkar. Við voram uggandi um fram- vindu mála, en létum það samt eigi hefta okkar för. Brátt varð okkur ljóst að hann ætti eigi afturkvæmt af sjúkrahúsi. Hann naut þeirrar náðar að fá að dvelja á Landakots- spítala þar til yfir lauk. Dvölin þar var farin að nálgast eitt ár. Það er æði langur og strangur rúmlegu- tími. Hann bar sig samt ævinlega vel, sagðist ekki líða miklar þrautir og var ávallt hress í tali, þar til veralega af honum dró undir það síðasta. Hann fékk afar hægt and- lát, yfir honum hvíldi þessi sanna hæverska, ró og heiðríkja á einum dýrlegasta degi haustsins. Guð- mundur átti hér í Reykjavík allmörg notaleg ár, en þrátt fyrir það áttu sjórinn og sveitin hug hans allan. Hann unni afar heitt sinni ástkæra fóstuijörð. Það má með sanni segja að hjartsláttur hans hafi slegið í takt við tilbrigði hinnar íslensku náttúru, því að í sama mund og bliknuð laufblöð era að falla til jarð- ar í ríkum mæli og liljur vallarins drúpa höfði í foldar skaut, hneigði hann einnig sitt höfuð til hinstu hvílu. Fyrir hönd þess látna og aðstand- enda okkar færi ég alúðarkveðjur og þakkir til alls starfsfólks, lækna og sjúkrahússprests á Landakots- spítala. Börn hans þakka föðurum- hyggju og handleiðslu. Afa- og lang- afabömin senda hlýjar kveðjur og þakkir. Ennfremur þökkum við tengdabömin, íjölskyldan í Ástralíu, aðrir ættingjar og vinir ánægjulega samfylgd og vináttu um langan æviveg. Himneski Faðir, ég fel f forsjá þína sálu þessa framliðna öldungs og megi náð þín og miskunn fylgja öllum afkomendum hans um ókomna tíð. Ingimar Einarsson. Elsku afí er sofnaður svefninum langa, saddur lífdaga og búinn að skila góðu lífsstarfi og sáttur við guð og menn. Eftir sitja minningar um síglaðan og jákvæðan mann sem var vinmargur og hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann kom. Hann vildi alls staðar vera með þar sem eitt- hvað var að gerast og hafði sér- staka unun af að dansa hér á áram áður. Hann dó á fallegasta sólskins- degi sem komið hefur á þessu hausti og það er táknrænt fyrir afa og hans gleði sem alltaf var stutt í. Lítill langafastrákur, þriggja ára, er að bijóta heilann um dauðann og tengir þetta við fölnuðu sumar- blómin fyrir utan gluggann og seg- ir: „Aumingja langafí og aumingja blómin, þau era öll að deyja og Guð er nú að passa þau.“ Ég vil að lok- um þakka elsku afa fyrir öll árin sem við höfum verið saman og þakka honum heilræði sem hann kenndi mér eitt sinn. Hann sagði: „Þú skalt alltaf koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.“ Hafi elsku afí þökk fyrir allt. Jóhanna S. Ingimarsdóttir. Nú er hann afi okkar og langafi dáinn. Okkur mæðginin langar að minnast hans með orðum. Alla tíð var afi ljúfur maður. Aldrei man ég hann öðravísi en skapgóðan og hlát- urmildan. Hann afí skilur eftir sig stórt skarð því hann var alltaf svo stór partur af lífí okkar. Hann átti stóran stað í hjörtum okkar, sérstak- lega hjarta sonar míns sem er 7 ára. Langafi var perla í hans aug- um. Hann talaði mikið um hann og þegar við fóram til hans í heimsókn faðmaði hann langafa sinn og horfði á hann aðdáunaraugum, en sonur minn fann líka að langafi var orðinn gamall og lúinn. Það var stórkostleg sjón að fylgjast með 7 ára barni nostra í kringum gamla manninn því honum fannst langafi vera svo- lítið brothættur, rétt eins og lítið bam. En einmitt svona er lífíð: Við fæðumst brothætt, við eldumst og styrkjumst, en síðan er eins og við verðum aftur lítil og brothætt. Með þessum orðum langar okkur að kveða afa og langafa, en við vit- um að langamma og sonur hans, er lést fyrir þremur áram, munu taka á móti honum með bros í hjarta. Megi góður guð varðveita þau öll. Kolbrún og Hermann Þórir. I dag kveðjum^ við Guðmund Matthíasson frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Hann andaðist í Landa- kotsspítala 8. október síðastliðinn, á 96. aldursári. Fundum okkar bar fyrst saman í Grænumýrartungu á fögru vor- kvöldi 1936. Guðmundur var þá nýfluttur að Óspaksstöðum frá Straumi á Skógarströnd. Mér varð starsýnt á þennan þrekvaxna glað- lynda mann. Hann var á einhvem máta öðruvísi en aðrir menn sem ég þá þekkti. Ég minnist þess hve hann var óþvingaður, léttur í lund, hló og gerði að gamni sínu. Ég var því óvanur að ókunnugur maður væri svona opinskár og spaugsam- ur. En þannig var Guðmundur alla tíð. Hann var ófeiminn og fljótur að kynnast, átti auðvelt með að blanda geði við fólk og hafði gaman af að spjalla. Þeir sem era fæddir um síðustu aldamót eru oft nefndir aldamóta- menn. Það var svo sannarlega ekki mulið undir aldamótakynslóðina og Guðmundur fékk snemma að kynn- ast miklu erfíði og harðri lífsbar- áttu. Hann ólst upp í Breiðafjarðar- eyjum og komst því fljótt í nána snertingu við sjó og sjósókn. Árið áður en hann fermdist réð hann sig á skútu frá Stykkishólmi sem var á handfæraveiðum. Næstu vertíðir er hann svo á skútum frá hann í Tímanum þegar hann var níræður, að vissulega hafi vinnan á skútunum verið erfíð fyrir hann, unglinginn, og viðurværið ekki beysið. Þetta eru að sjálfsögðu orð að sönnu. Árið 1917 fer Guðmundur á tog- ara, fyrst enska. Þá voru vökulögin ekki komin og sem dæmi um vinnu- hörku og þrældóm, segir í áður- nefndu viðtali, að þegar mikið físk- erí var þá hafí menn stundum verið látnir vera í aðgerð, standa í fisk- kösinni, í allt að fimmtíu tíma án hvíldar. Á toguram var Guðmundur meira og minna til 1932. Hann lenti i hinu svonefnda Halaveðri 1925. í því illræmda óveðri fórast tveir ís- lenskir togarar á Halamiðum með allri áhöfn og aðrir sluppu naum- lega. Sjórinn heillaði Guðmund og sjó- mennskan átti vel við hann. Það fór samt svo að hann hætti á sjónum og gerist bóndi, fyrst að Straumi á Skógarströnd og síðar á Óspaks- stöðum í Hrútafirði. Á Óspaksstöð- um bjó Guðmundur frá 1936—1959. Þá hættir hann að búa og flytur til Reykjavíkur. Jafnframt búskap fór hann oft á vertíðir suður með sjó. Eftir að Guðmundur kom suður vann hann fyrst hjá Grænmetinu, en lengst af hjá Landssímanum. Fulla vinnu stundaði hann þangað til hann var kominn hátt á áttræðis- aldur. Guðmundur Matthíasson hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og fylgdist vel með því sem gerðist á þeim vettvangi. Hann var alla tíð einlægur og eldheitur stuðnings- maður Framsóknarflokksins. Gengi flokksins var hans hjartans áhuga- mál. Ég held hann hafí mætt á hvem einsta auglýstan fund hjá Framsóknarflokknum eftir að hann kom til Reykjavíkur. Þegar nálgað- ist kosningar færðist hann allur í aukana og var í essinu sínu. Hann kom daglega á kosningaskrifstofu flokksins. Alltaf var hann hress og kátur og lífgaði upp á mannskapinn í misjöfnu veðurútliti með gaman- semi og kímni. Slíkt er ómetanlegt. Við síðustu alþingiskosningar og einnig borgarstjórnarkosningar 1990 keyrði ég hann á kjörstað. Þá vora fætumir orðnir mjög lélegir og hann átti erfítt með gang, skyldi engan undra. En Guðmundur kvart- aði ekki. Hann hló og gerði grín að sjálfum sér þegar erfíðlega gekk að komast inn í bílinn eða ganga upp tröppur Sjómannaskólans. Ég spurði Guðmund hvort hann þyrfti ekki að fá aðstoð við að kjósa, því ég vissi að hann var orðinn sjóndap- ur. Þá sagði hann glettnislega: „Ætli ég rati ekki á B-ið.“ Eins og áður hefur komið fram var Guðmundur alla tíð lífsglaður og um leið gleðigjafi samferða- mannanna. Hann kunni þá list að ýta áhyggjum til hliðar, njóta líð- andi stundar, og skemmta sér í góðra vina hópi, t.d. dansaði hann af lífi og sál fram á níræðisaldur. Guðmundur var svo lánsamur að vera jafnan hraustur og heilsugóð- ur. En fyrir tæpu ári varð hann fyrir því óhappi að lærbrotna og eftir það átti hann ekki afturkvæmt af spítala. Ég sá Guðmund síðast á Landakotsspítala á 95. ára afmæl- isdegi hans. Þá vora kraftar hans á þrotum. En þrátt fyrir það var hann með bros á vör og glettni í auga. Ég þakka Guðmundi Matthíassyni fyrir góðar samverastundir. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum færi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.