Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUD'AGUR 16. 0KTÓBER 1992 70 ára afmæli Guðmundur Magnússon fyrrverandi forstjóri Þótt ekki verði það séð á útliti hans eða framkomu, þá er það engu að síður satt að Gummi vin- ur minn á sjötíu ára afmæli í dag. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Akranesi, sonur hjónanna Krist- ínar Ólafsdóttur og manns hennar Magnúsar Guðmundssonar frá Traðarbakka sem alla sína starfs- ævi var dugmikill útgerðarmaður á Skaganum. Æskuheimili Guð- mundar var alla tíð eitt rausnar- legasta heimili á Akranesi og voru ! gestrisni og höfðingsskapur Trað- arbakka hjónanna kunn víða um byggðir þessa lands. Þau Kristín og Magnús eignuðust íjögur böm sem öll eru á lífí og búsett hér í Reykjavík og er Guðmundur þeirra elstur. Bemsku- og æskuár Guð- mundar liðu svo sem títt var um tápmikla stráka við sjávarsíðuna á þeim dögum við leik og störf, sem einkenndust fyrst og fremst ÁRNAÐ HEILLA Ljósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 5. sept. Kristín Heimisdóttir og Bjami Elvar Pétursson af sr. Þóri Stephensen í Dómkirkjunni. af því sem hæst bar í lífí bæjarbúa á þeim dögum, nefnilega öllum þeim umsvifum við útgerð og sjáv- arfang sem mættu hinum ungu, nánast frá frumbernsku. En á þessum tímum þótti ekki við hæfí að dugmiklir strákar væru mikið við ærsl og leiki, því alvara lífsins var ekki langt undan og þegar mikið aflaðist þá var hver hönd sem hjálpað gat til við verkun afl- ans vel þegin og því byijaði Guð- mundur snemma á því að hjálpa til við útgerð föður síns. Brátt kom að því að hinn ungi sveinn kæmist á skólaskyldualdur og settist hann á skólabekk í bamaskólann á Akranesi og var þar undir skóla- stjóm þjóðkunnar afburða konu, Svöfu Þorleifsdóttur. Guðmundi sóttist námið vel allt frá upphafí og kom góð hæfni hans í stærð- fræði glögglega fram í bamaskól- anum, en náminu þar lauk hann HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 29. ágúst Svanhildur Jóhann- esdóttir og Gunnar Sigurðsson af sr. Bolla Gústafssyni á Hólum í Hjaltadal. Þau em til heimilis í Raftarhlíð 24, Sauðárkróki. með mjög góðum vitnisburði. Að lokinni fermingu eða e.t.v. ári síð- ar settist Guðmundur aftur á skólabekk, og nú var hann ekki lengur á heimaslóðum því hann hóf nám að Núpi í Dýrafírði. Á Núpsskóla dvaldi hann svo við gjöfult nám næstu tvo vetur, og kemur oft fram í spjalli um þessa gömlu góðu daga ljúfsár minning um sæluárin á Núpi, horfna skóla- félaga og sérlega er honum hug- leikin og kær minningin um prest- inn og skólastjórann Eirík J. Ei- ríksson síðar þjóðgarðsvörð á Þingvöllum. Að loknu námi á Núpi sem Guðmundur lauk með hárri fyrstu einkunn, lá svo leiðin aftur á Skagann þar sem nú tók við alvara lífsins. Að námi loknu hóf Guðmundur svo störf við útgerðarfyrirtæki föður síns, og sinnti hann þar hin- um ýmsu störfum við allt það sem til féll og þótt hann væri enn ung- ur að árum létti hann mikið á föð- ur sínum því mörgu þarf að sinna bæði heima og heiman fyrir þann sem þá fékkst við útgerð og físk- verkun. Eitt helsta verkefni Guð- mundar við útgerðina var akstur á vörubíl sem annaðist flutning á óunnum og unnum afla og sitthvað annað sem til féll við útgerðina. Þannig liðu árin, uns þar kom að Magnús, faðir Guðmundar, reisti veglegt einbýlishús og á neðri hæð þessa glæsilega húss var gert úr garði hið ágætasta rými fyrir verslun. Og nú hófust þáttaskil í ævi Guðmundar, því nú hóf hann verslunarrekstur í hinu nýja hús- næði og nú var hinn ungi sveinn sjálfur orðinn kaupmaður og sinnti hann verslunarrekstrinum um nokkurra ára skeið, en fékk síðan reksturinn í hendur systra sinna. Næsta skeið í lífi Guðmundar mótast svo af ýmsum störfum sem flest eru tengd físki og fískverk- un, að frátöldu tímabili sem hann starfaði hjá vamarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, en þar starfaði hann við akstur og síðar verkstjóm. Guðmundur aflaði sér nú brátt réttinda sem matsmaður á físk og síld. Nú lá leið hans austur á Nes- kaupstað og þar réðst hann til starfa sem verkstjóri og síldar- matsmaður. Nú var síldarævintýr- ið í algleymingi á Austfjörðum, og því mikil umsvif hjá Guðmundi en hann sá um rekstur eða öllu heldur um verkun síldar hjá einni af stærstu söltunarstöðvum á Austfjörðum og fórst honum þetta vandasama starf frábærlega vel úr hendi og var síldarverkun hans til hinna ýmsu kaupenda sem flest- ir voru á staðnum rómuð fyrir gæði, enda má segja að Guðmund- ur hafí lagt sál sína í að framleiða vöru sem hentaði best ólíkum smekk og kröfum kaupenda. Nú rann upp sú stund að síldveiðar minnkuðu til mikilla muna og hvarf síðan með öllu svo sem öllum landsmönnum er kunnugt. En eins og fram hefír komið þá er Guð- mundur maður athafna og unn- andi hins fíjálsa framtaks ein- staklingsins. Hann hafði á sfldar- árunum gifst konu frá Neskaup- stað og hafíð með henni búskap og fljótlega réðist hann í að reisa glæsilegt einbýlishús og fljótlega uppúr því reisti hann annað hús en nú var um að ræða verksmiðju- hús þar sem hann hóf framleiðslu á einangrunarplasti. En þó svo að ágætlega gengi með framleiðsluna á einangrunarplastinu, vildi Guð- mundur kanna aðra kosti í fram- leiðslunni sem honum þótti fysi- legri og líklegri til þess að gefa betri afrakstur. Guðmundur hafði kynnt sér að allur fískur sem flutt- ur var utan frystur fór úr landi í pappaöskjum sem þverbundnar voru með málmböndum, hann tók nú að kanna hvort ekki mætti nota plastbindingar í stað málm- bandanna. Þessum athugunum lyktaði með því að hann komst í samband við ítalskt fyrirtæki sem hannaði og framleiddi vélar sem talið var að framleitt gætu plast- bönd utan um frysta fískinn okk- ar. Nú gerast hlutimir hratt, Guð- mundur festir kaup á nefndum vélum, kom þeim fyrir í verk- smiðju sinni og nú hófst spenn- andi og jafnframt erfíður tími, því mikla nákvæmni og fagþekkingu þurfti til þess að koma þessari framieiðslu í gang en með því að leggja nótt við dag mánuðum sam- an, tóku plastböndin að streyma útúr hinum nýju vélum. Þegar þessum áfanga var náð er skemmst frá því að segja að með öllu lagðist af að binda freðfísk með hinum gömlu málmböndum, plastböndin frá Guðmundi voru orðin að veruleika og á skömmum tíma náði hann viðskiptum við alía stærstu freðfiskframleiðendur á landinu. Ég hefí hér að framan rekið í stórum dráttum lífshlaup Guð- mundar, en nú fýsir mig að fara nokkrum orðum um manninn og vininn trúa. Guðmundur hefír átt því láni að fagna að eignast fímm einkar mannvænleg börn, tvær stúlkur og þijá drengi, elsta dóttir- in er búsett í Bandaríkjunum, hin stúlkan er við háskólanám í Sví- þjóð. Piltamir þrír eru fyrir- myndarmenn, einn þeirra er menntaður listmálari og dvelur erlendis við nám og störf, einn er svo rafeindavirki á Neskaupstað og sá þriðji og sá eini sem ég hefí kynnst persónulega er við nám hér í Reykjavík og heitir sá Höskuldur og er hann að mínu mati einstakt mannsefni, afburða námsmaður og glæsimenni að velli svo sem hann á kyn til. Höskuldur hefur reynst föður sínum einstak- lega vel, og veit ég af eigin reynslu að án hans, konu hans og sonar, sem heitir í höfuðið á afa sínum, væri lífíð Guðmundi ekki eins ljúft og það er í dag. Guðmundur er maður mjög trú- aður og treystir á handleiðslu Guðs í stóru jafnt sem smáu. Við hjónin sendum vini okkar Gumma innilegustu hamingjuóskir og biðj- um honum blessunar Guðs á kom- andi tímum. Þorvaldur Sigurðsson. Uppáhaldsréttur Gissurar gullrass (Gyldenspjets livret) Það var áður en Andrés Önd fæddist eða var hann kannski fæddur? En hann var áreiðanlega ekki kominn til íslands. Þá voru íslensk böm ekki mötuð á mynd- um og myndasögum. En Familie Joumal og Hjemmet voru flutt inn og í þeim voru tvær myndasögur fyrir böm. Gyldenspjæt (Gissur gullrass) og Bamse og Dukke Lise. Þetta gleyptu mörg íslensk böm í sig og höfðu það upp úr því að læra bara þó nokkuð í dönsku. Gyldenspjæt átti samúð okkar allra, þar sem Rasmine kona hans var versta skass. Rasmine bjó til mat, sem var ekki í uppáhaldi hjá Gyldenspjæt. En þegar hann sá sér færi á fékk hann sér sinn uppáhaldsrétt sem var Sprængt oksebryst með spids- kál. (Söltuð nautssíða með topp- káli). I mínum huga er þetta eitt- hvað gómsætt og forboðið, sem- ég varð aldrei svo fræg að smakka. En um daginn rakst ég á uppskrift að „Gyldenspæts livr- et“ í Hjemmet frá því í mars og þóttist hafa himin höndum tekið. En einn hængur var á, ég leitaði um allt Reykjavíkursvæðið að bita úr nautssíðu, sem ég ætlaði mér að salta, en saltað nautakjöt virð- ist alls ekki notað á íslandi og engir ósaltaðir bitar, sem pössuðu í þennan rétt. I hverri búð voru fínir dýrir nautakjötsvöðvar, svo sem roast, fílet, lund og T-bein- steik en nautssíðan var greinilega notuð í hakk eða eitthvað annað. En ég gafst ekki upp. í frysti- kistu vinkonu minnar leyndist ein- mitt kjörinn biti í réttinn. Hún gaf mér hann og þeim hjónum var að sjálfsögðu boðið til veisl- unnar, þegar kjötið var matreitt. Heppnin var með mér, í garðinum var enn toppkál (spidskál), sem ekki hafði orðið frostinu að bráð. Lagt var á borð eins og í konung- sveislu, þar sem stór teikning af Gyldenspjæt trónaði á miðju borði. Tilhlökkun skein úr hveiju and- liti, þegar sest var til borðs. Söltuð nautssíða 2 kg nautssíða (sjá teikn- ingu) 1 dl gróft salt (helst sjáv- arsalt) ‘A dl sykur ‘A tsk. saltpétur, ef þið viljið nota hann. 1. Blandið saman salti (saltpétri) og sykri, bleytið kjötið undir kalda krananum og nuddið saltblöndunni vel inn í það. 2. Setjið kjötið í plastpoka og geymið hringa. hveiju. í kæliskáp í 5-6 sólar- Snúið pokanum öðru Suðuvatn 3 lítrar vatn 1-2 lárviðarlauf 6 piparkom 6 negulnaglar 1 gulrót í sneiðum 1 lítill laukur skorinn í ljóra hluta 1. Setjið allt í pott, látið sjóða upp. 2. Takið kjötið úr pokanum og skolið undir kalda krananum, setj- ið í sjóðandi vatnið og sjóðið við hægan hita í 1 'h klst. Soðið toppkál (hvítkál) 1 stór toppkálhaus eða 2 minni (nota má hvítkál í staðinn) 'h lítri vatn 'h tsk. salt Umsjón: KRISTÍN GESTSDÖTTIR Teikningar SIGURÐUR ÞORKELSSON 1. Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða. 2. Skerið toppkálið (hvítkálið) frekar smátt og sjóðið í um 7-10 mínútur. Athugið að toppkál þarf lengri suðutíma en íslenskt hvít- kál, en innflutt hvítkál er grófara og þarf álíka langan suðutíma og toppkál. Jafningur 75 g smjör 1 dl hveiti 8 dl nýmjólk 1 dl ijómi 2-3 dl toppkálssoð 'h tsk. salt '/# tsk. múskat örlítill sykur, ef þið viljið 1. Bræðið smjör í potti, hafíð meðalhita, hrærið hveitið út í. 2. Þynnið með mjólkinni, kál- soðinu og ijómanum. 3. Setjið salt og múskat út í. 4. Hellið kálinu á sigti, setjið það síðan saman við jafninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.