Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 19 FRA FISKIÞINGI Verðum að taka auð- lindaskatt til umræðu - sagði Einar Hreinsson frá ísafirði í umræðum á Fiskiþingi TALSVERÐAR umræður urðu um auðlindaskatt og veiðileyfagjald á Fiskiþingi 1992 í gær. Urðu þær i framhaldi af framsöguerindi Einars Hreinssonar frá ísafirði um stjórnun fiskveiða er var á dag- skrá þingsins. Einar sagði að þingið yrði að taka auðlindaskattinn til umræðu og hætta að forðast umræðu um hann enda um grund- vallaratriði að ræða í öllum umræðum um stjórnun fiskveiða. Marg- ir þeirra sem til máls tóku að loknu erindi Einars voru hlynntir umræðu um auðlindaskattinn og töldu hann það sem koma skyldi en aðrir voru alfarið á móti því að ræða mál þetta á þinginu. í upphafi máls síns rakti Einar þær tillögur sem liggja fyrir um stjómun fiskveiða á þessu 51. Fiski- þingi en vék síðan máli sínu að veiðistjórnarkerfum. Hann sagði að menn í sjávarútvegi stæði eins og bjálfar frammi fyrir því að finna sér veiðistjórnarkerfi sem væri til frambúðar. „Þegar veiðileyfasala hefur komið til tals eru rökin á móti ávallt sú að nóg sé skattlagt fyrir,“ segir Einar. „En menn hafa ekki skilið fyllilega kosti þessarar stjórnunaraðferðar. Og málið er að útgerðin greiðir auðlindaskatt nú þegar, en gerir það bara innan síns hóps með sölu og kaupum á kvóta í stað þess að greiða hann til þjóðfé- lagsins. Ég vil að við fömm af al- vöru að skoða auðlindaskatt sem tæki til að stjórna sókninni.“ í máli Einars kom fram að al- menn óánægja væri í þjóðfélaginu með kvótaviðskiptin enda hætta á að með þeim missi heilu byggðalög- in lífsviðurværi sitt. Auk þess leiði kvótakerfið og kvótaviðskiptin til þess að allur sjávarútvegurinn sé meira og minna rekinn á forsendum útgerðarmanna. Pétur Bjarnason flutti næst framsöguerindi um nýtingu fiski- stofnanna og fiskveiðilögsögunnar en að því loknu urðu almennar umræður um þessi tvö erindi. í máli Péturs kom m.a. fram að það væri ekki umdeilanlegt að fiski- stofnamir við landið væru sameig- inleg eign þjóðarinnar samkvæmt lögum. Innan sjávarútvegsins væru hinsvegar raddir sem segðu að þeir væru einfærir um að ráðskast með þessa eign. Það væru helst ritstjór- ar Morgunblaðsins sem hefðu andæft þeim sjónarmiðum. „Ég tel að sjávarútvegurinn verði að þola gagnrýni og taka mark á henni ef hún á við rök að styðjast," segir Pétur. „Og á milli greinarinnar og þjóðarinnar má ekki myndast gjá eins og nú stefnir í með vaxandi gagnrýni almennings." Sveinbjörn Jónsson tók fýrstur til máls í almennu umræðunum. Hann sagðist hafa verið að velta fyrir sér auðlindaskatti en hinsveg- ar hefðu íslendingar fyrir sér slæm- ar afleiðingar þess að einhver auð- lind þeirra væri seld hæstbjóðanda. Nefndi hann það er Danir seldu verslunarrétt hérlendis hæstbjóð- anda fyrr á öldum og gengið hefði undir nafninu „einokun“. Hann gagnrýndi síðan núverandi kvóta- kerfi harkalega og taldi það þarfn- ast mikilla lagfæringa. Sigurbjörn Svavarsson taldi hvað auðlindaskattinn varðaði að þingið yrði að ræða málið. En í framhaldi af því vöknuðu spurningar um hvernig fýrirkomulag ætti að hafa á skatti þessum og til dæmis hvort bjóða ætti allar aflaheimildir út. Ogeðfellt váeri að hugsa til slíks því þá myndu hinir ríku hirða stærstan hluta kökunnar. Sá er fýrstur mótmælti þessum umræðum var Jakob Sigurðsson. Hann kvaðst ekki geta lengur orða bundist eftir að fjórir ræðumenn hefðu lýst sig hlynnta, eða ýjað að stuðningi sínum, við auðlindaskatt. „Ég furða mig á þessum umræðum og er hissa því ég hélt að búið væri að ræða þetta mál,“ segir Jak- ob. „Ég veit ekki betur en þjóðin fái arðinn af fiskveiðunum og að honum sé dreift til hennar með stjórnun veiðanna. Ég átti frekar von á að heyra þetta raus í Moggán- um en að heyra það hér. Ef selja á aðgang að fískimiðunum hverjir eiga þá að kaupa? Það er alveg ferlegt að heyra þetta. Svona vit- leysu eiga menn að hætta að tala um.“ Guðjón A. Kristjánsson sagði að auðlindaskattur væri nær en menn héldu og að með núverandi kvóta- kerfi væri stefnt hraðbyri í auð- lindaskatt. „Meðan útgerðarmenn selja og kaupa kvóta hvorir af öðr- um út og suður er stefnt að auð- lindaskatti," segir Guðjón. Árni Jón Sigurðarsson var ekki fremur en Jakob hrifinn af því með hvaða hætti umræður um auðlinda- skatt þróuðust á þinginu. „Það er alveg ljóst að útgerðin þolir ekki auðlindaskatt í dag,“ sagði Árni Jón. Veiða má 100.000 tonn af úthafskarfa árlega - segir dr. Jakob Magnússon forstjóri Hafrannsóknastofnunar DR. JAKOB Magnússon, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, telur að varlega áætlað megi veiða um 100.000 tonn af úthafskarfa á ári en veiðar íslendinga í ár eru áætlaðar 16-17 þúsund tonn. Þetta kom fram í erindi sem Jakob hélt á Fiskiþingi um úthafskarf- ann og nýtingu djúpslóðarinnar. Veiðar íslendinga á úthafskarfa hafa vaxið frá 3.200 tonnum árið 1989 upp í 9.900 tonn í fyrra. í erindinu rakti Jakob þær rann- sóknir sem framkvæmdar hafa verið á úthafskarfa á síðustu árum og áratugum, einkum af Sovét- mönnum. Islendingar hafa stundað þessar rannsóknir kerfísbundið frá árinu 1989. Nú er talið að stofn- stærð þessa fisks sé tæplega 2 milljónir tonna og tekur mat Jak- obs á veiðanlegu magni þessarar tegundar mið af því. Hvað djúpslóðina að öðru leyti varðar á Jakob ekki von á að rek- ast á annan stofn sambærilegan við úthafskarfann, sem hægt væri að gera út á í jafnmiklum mæli. Nokkrar tegundir eru kunnar og farið að hirða eins og gulllax, lang- hala og búra og vitað um aðrar sem ekki er farið að hirða eins og litla karfa. „Þótt ég vilji alls ekki gera lítið úr möguleikum á djúp- slóð mega menn ekki heldur gera sér of miklar væntingar," segir Jakob Magnússon. Jakob segir að þótt ýmislegt sé vitað um djúpslóðina séu stór svæði hennar ókönnuð og því miður hef- ur Hafrannsóknastofnun ekki get- að kannað hana með nægilega skipulögðum hætti. Innan stofnun- arinnar sé hinsvegar unnið mark- visst að undirbúa átak í þeim efn- um og sú starfsemi í höndum sér- staks starfshóps. Búið sé að kynna LÍÚ þær hugmyndir sem stofnunin hafi um víðtæka rannsókn á djúp- slóðinni en til þess þurfi að nota verulegan hluta togaraflotans ákveðið tímabil. Ætlunin er að þessi könnun fari fram í nóvember og yrði síðan endurtekin til dæmis í febrúar/mars á næsta ári. .^^r^ Skráning stúdenta í Háskóla íslands v ijSkólaárin 1991-1992 og 1992-1993 Skráning í upphafi haustmisseris 1991 - 1992 ■ • Skráningar Hökli studenta í námskeið Nýskráðir Alte 1992-1993 Skráningar fíöldi stúdenta i námskeið Nýskráðir AJIs Viðskipta- og hagfræðideild 3.178 258 745 2.919 163 620 Féiagsvísindadeild 2.896 353 912 2.871 297 858 Raunvísindadeild 2.641 195 499 2.826 195 505 Heimspekideild 3.198 488 1.237 2.655 249 923 Hjúkrunarfræði 1.443 163 405 1.459 83 376 Læknisfræði 1.105 184 386 1.096 176 372 Verkfræðideild 872 89 278 858 103 272 Sjúkraþjálfun 587 80 129 549 73 126 Lagadeild 443 178 403 503 154 414 Lyfjafræði 328 24 85 399 24 86 Guðfræðideild 300 28 80 378 15 82 Tannlæknadeild 229 19 55 214 24 59 Samtals 17.220 2.059 5.210 16.727 1.556 4.693 Skráningar við Háskóla íslands Ekkí fækkað í námsskeið- um eins og búist var við SKRÁNINGUM í námsskeið við Háskóla íslands hefur ekki fækkað í sama hlutfalli og fækkun á heildarfjölda nemenda hefði gefið til- efni til. Þannig eru skráningar í námsskeið veturinn 1992-93 16.727 samanborið við 17.220 í fyrravetur, en heildarfjöldi nemenda nú er 4.693 samanborið við 5.210 í fyrravetur. Nýskráðum stúdentum hef- ur fækkað mest, þeir voru 2.059 Skráningum í námsskeið hefur þannig nánast ekkert fækkað í Fé- lagsvísindadeild þrátt fýrir fækkun nemenda, einkum nýnema, um rúm- lega 50. Nemendum í viðskipta- fræði fækkar um 125 en fækkun á skráningum í námsskeið eru um 250. Nemendum í hjúkrunarfræði fækkar um 30, en skráningum í námsskeið fjölgar hins vegar lítil- lega. Þá fækkar nemendum um fjórðung í heimspekideild milli ára en námsskeiðaskráningum fækk- fyrravetur, en eru nú 1.556. ar ekki hlutfallslega í sama mæli. Árni Finnsson, prófstjóri við Há- skóla íslands, segir að skýringa á þessu sé væntanlega að leita ann- ars vegar í breyttri samsetningu nemendahópsins vegna tilkomu hærri skráningargjalda og hins veg- ar hugsanlega vegna breyttra út- hlutunarreglna Lánsjóðsins og stíf- ari krafna hans um námsframvindu en verið hefur. Það sé alveg greini- legt að nemendur séu að skrá sig í fleiri námsskeið en áður. GOOD/YEAR VETRARHJÓLBARÐAR GOODýYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 11 HEKLA FOSSHÁLSI 27 SÍMI 695560 674363

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.