Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 & STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. april) IP* Þótt þú fáir góð ráð er samt réttast að íhuga betur fyrirhuguð viðskipti eða fjárfestingu áður en ákvörðun er tekin. Naut (20. apríl - 20. maí) Gerðu þér grein fyrir þeirri ástúð sem ríkir og láttu ekki smámuni spilla fyrir einlægu sambandi. Tvtburar (21. maí - 20. júní) 5» Framkoma þín og velvilji falla í góðan jarðveg. Sam- koma fellur þér vel í geð, en þú þarft einnig að sinna einkamálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI8 Rejmdu að vera ekki of annars hugar við vinnuna í dag. Þú ert með hugann við ástina, ferðalög og skemmtanir. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Ekki vasast í of miklu í einu. Njóttu heimilislífsins og bjóddu góðum vinum í heimsókn í stað þess að leita annað. Meyja (23. ágúst - 22. sentemherl <tí^‘ Leyfðu öðrum að njóta sín. Þú þarft ekki að vera með nein látalæti til að aðrir kunni að meta kosti þína. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Ekki standa í neinum inn- kaupum ef þú hefur ekki gert upp hug þinn. Þú eign- ast nýja vini og þér opnast nýjar leiðir. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú átt erfítt með að ein- beita þér í vinnunni, en átt ekki í neinum vandræðum með að skemmta þér þegar kvöldar. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Þér fínnst þú þurfa tíma til að ljúka skyldustörfum, en tímanum er betur varið í annað í dag. Slappaðu af. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hentar betur nú að fara í heimsókn en að hafa heimboð. Þeir sem óbundn- ir eru gætu fundið nýjan ástvin í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ífh Rökræður fá ekki aðra á þitt band í dag, en vin- gjamleg framkoma þín kallar á sömu viðbrögð frá öðrum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -Xk Nú er heppilegt að íhuga ferðaáætlanir, en á þeim eru margir lausir endar. Rómantíkin er ofarlega í huganum í kvöld. Stjömuspána á að tesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS EN þEGtOU NÚ. ' V/OEEUM /U/SSA AF SVN/NGJ / þ/USNA FEþ BAUO/ [SOFJCUR/UN AFTU/e.f SMÁFÓLK Vantið virðist vera heitt í dag. Það er nærri því of heitt, er það ekki? Nei, Kormákur, það kólnar ekki þótt blásið sé á það. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vandvirkur spilari reynir að samnýta alla þá möguleika sem hann hefur til vinnings. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á3 VK84 ♦ 98653 ♦ DG5 Suður ♦ K6 V ÁD73 ♦ ÁG107 + K72 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Utspil: spaðadrottning. Hvernig er best að spila? Fljótt á litið sýnist best að taka fyrsta slaginn í blindum og ráðast á tígulinn. Þá vinnst spil- ið alltaf ef austur á drottningu eða kóng í tígli, en á því eru 75% líkur að öðru jöfnu. Spilið gæti að vísu unnist án þess að fría tígulinn ef hjartað er 3-3. Þá þarf aðeins að sækja tvo slagi á lauf. En líkur á 3-3 legu eru ekki miklar (um 35%), svo fyrri leiðin virðist mun betri. En best væri auðvitað að geta prófað báðar. Norður ♦ Á3 VK84 ♦ 98653 ♦ DG5 Vestur Austur ♦ DG1085 .. ^9742 ♦ 962 ♦ G105 ♦ KD4 ♦2 ♦ 83 ♦Á10964 Suður ♦ K6 ♦ ÁD73 ♦ ÁG107 ♦ K72 Sem er í sjálfu sér einfalt. Sagnhafí tekur fyrsta slaginn heima á kóng, spilar þrisvar hjarta og endar í borðinu. Ef liturinn fellur er hægt að sækja tvo slagi á lauf. Annars er enn tími til að tvísvína í tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan hefur furðulega oft verið f hlutverki þolandans í leikfléttunum hér í skákhominu. Á útsláttarmótinu í Tilburg sem nú stendur yfír fékk hann gott tækifæri til að flétta sjálfur glæsi- lega. Seirawan (2.605) hafði hvítt og átti leik gegn pólska stórmeist- aranum Wojtkiewicz (2.530). Hvítur gat unnið glæsilega: 47. Bxg6+! - Kxg6 (Eða 47. - fxg6, 48. f7) 48. Dg8+ - Kh5 (48. - Kf5, 49. Dh7+ - Kf4, 50. Dh2+ - leiðir til sömu niðurstöðu) 49. Dh7+ - Kg4, 50. Dh3+ - Kf4, 51. Dg3+ og svarta drottningin fellur. í staðinn Iék Seirawan 47. Da7? að bragði. „Blinda hænan fínnur lfka fræ“ segir þýskur málsháttur og þrátt fyrir þessa yfírsjón marði hann sigur í skákinni eftir mikið tímahrak. Hann vann báðar skák- irnar af Wojtkiewicz. Öðrum bandarískum skákmönnum gekk ekki sérlega vel í byrjun mótsins. Larry Christiansen var t.d. sleginn út af Kortsnoj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.