Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Rúmlega eitt þúsund athugasemdir bárust vegna lagningar Fijóts- dalslínu, E-leið, að Suðurárbotnum. Þúsund athugasemdir -vegna Fljótsdalslínu Krafa Kísiliðjunnar um tryggari framtíð Auðvelt að velja á milii lífríkisins og Kísiliðju - segir Þorgrímur Starri Björgvinsson „ÞAÐ var pólitísk ákvörðun að setja Kísiliðjuna hér niður. Ríkis- sfjórn og Alþingi verða því að bera ábyrgð á atvinnulegum og fjár- hagslegum afleiðingum þess að loka verksmiðjunni. En sveitarstjór- inn lætur samþykkja kröfu um að leyfa starfsemi Kisiliðjunnar í 15 ár eftir að Ijóst er að hún eyðileggur náttúruna," sagði Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi í Garði II í Mývatnssveit þegar leitað var álits hans á kröfu hreppsnefndar Skútustaðahrepps og Kísiliðjunnar um tryggari framtíð verksmiðjunnar. Heimamenn og Nátt- úruverndarráð á móti byggðalínu RUNNINN er út frestur til að skila inn athugasemdum til hreppsnefnda Jökuldals- og Skútustaðahrepps vegna lagn- ingu Fljótsdalslínu E-leið og bár- ust rúmlega þúsund athugasemd- ir til oddvita Skútustaðahrepps. Nær allir lýsa sig mótfallna lagn- ingu háspennulínunnar og flestir vilja að fylgt verði núverandi byggðalínu. Heimamenn í báðum hreppum eru mótfallnir byggða- línu og segjast Mývetningar helst geta sætt sig við E-leiðina. A næstunni munu hreppsnefndirnar fjalla um athugasemdirnar, sem síðan verða sendar Skipulags- stjórn ríkisins til umfjöllunar ásamt tillögum hreppsnefndanna. Til Skútustaðahrepps bárust 1.002 athugasemdir, sem skrifaðar höfðu verið eftir að tillagan hafði verið auglýst en 308 athugasemdir höfðu borist áður en auglýst var eftir athugasemdum. „742 athuga- semdir eru skrifaðar á staðlað eyðu- blað, sem einhver hefur útbúið," sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson, oddviti Skútustaðahrepps. „248 eru frá einstaklingum sem hafa skrifað á eigin haus og 12 frá félögum og félagasamtökum. Og þær 308 at- hugasemdir, sem áður höfðu borist, eru allar á stöðluðu eyðublaði en þeim var safnað saman í Herðubreið- arlindum í sumar og ég get ekki betur séð en að tveir þriðju séu er- lendir ríkisborgarar, sem þar hafa skrifað. Þetta er mest ferðafólk." Sigurður sagði, að athugasemdir hefðu borist frá 18 Mývetningum og ennfremur hefðu landeigendur Reykjahlíðar, þar sem línan liggur um að mestu leyti, sent frá sér ábendingu um að E-leiðin frá Þrí- hyrningsvatni að Suðurárbotnum sé sú leið sem þeir sætta sig best við. „Náttúruvemdarráð hefur tekið af- stöðu,“ sagði Sigurður. „Ráðið hafn- ÁTTHAGAFÉLAG Þórshafnar og nágrennis mun halda sinn fyrsta vetrarfagnað laugardag- inn 24. október næstkomandi. Félagið var stofnað síðastliðið vor og er tilgangur þess að viðhaldá og endumýja kynni brottfluttra Þórshafnarbúa. Samkoman verður haldin í Hreyfilshúsinu og hefst hún kl. 20.00 með borðhaldi. Að því loknu verður hátíðarræða og heima- ^.ilbúin skemmtiatriði sem skemmti- ar A-leiðinni og hafnar jafnframt að farið verði með byggðalínunni í gegnum Skútustaðahrepp eins og flestar athugasemdir benda á að frekar ætti að gera.“ I bréfi Náttúruverndarráðs kemur fram að ráðið er á móti legu meiri- háttar háspennulínu um Mývatns- sveit og um svæðið milli Dyngju- fjalla og Vatnajökuls. Því sé fárra kosta völ og E-leiðin sé tilraun til málamiðlunar. Ráðið gerir þó at- hugasemdir við fyrirhugaða línu og bendir á breytingar sem draga eiga úr umhverfisspjöllum. Sigurður benti á að um þúsund athugasemdir hafi borist á þeim tíma sem veittur var til athugasemda. „Þetta er rúmlega xh til 1% af at- kvæðisbærum Islendingum, sem hafa sent inn athugasemdir, en 99% teljast þá samþykkir samkvæmt skipulagslögunum," sagði hann. Arnór Benediktsson, oddviti Jök- uldalshrepps, sagði að mun fleiri hefðu sent inn athugasemdir til hreppsnefndar vegna Fljótsdalslínu nú en í fyrra og eru þær allar á einn veg og á móti línulögn um hálendið. Þó eru nokkrir sem vilja að byggðal- ínunni verði fylgt. „Þetta eru mikið sömu nöfnin og voru á síðasta ári,“ sagði Amór. „En það kom á óvart hvað það voru margir undir það síð- asta. Lengi vel barst ekkert og þá hélt ég að væri sátt um þetta. Það er nánast enginn sem býr við línuna sem sendir inn athugasemd. Þetta eru að mestum hluta íbúar í þétt- býli eða annars staðar frá. Ég get ekki betur séð en að þetta séu yfir- leitt ríkisstarfsmenn, mest kennarar sem ekki þurfa að vinna á sumrin og eru þá á ferðalagi. Við hér heima erum ekki svo sáttir við byggðalín- una. Hún fer hér um miðja sveit og við viljum frekar hafa þetta fjær og þá að línulagnir verði á svipuðum slóðum í framtíðinni. Ef af þessu verður og áfram verður virkjað þá er þetta ekki fyrsta línan sem verður lögð yfír hálendið. Hér eru virkjunar- svæðin og við erum með stærsta drauminn og veruleikann." nefnd hefur haft veg og vanda af. Veislustjóri verður Kristín María Indriðadóttir en Baldvin Elís Ara- son mun stjóma fjöldasöng undir borðhaldi. Síðan verður stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar Gunnglaðir sem er að tveimur þriðju hlutum skipuð brottfluttum Þórs- hafnarbúum. Miðasalan er þegar hafín og hef- ur hún gengið vel. Þorgrímur Starri vakti athygli á því að á blaðamannafundinum þar sem kröfur Kísiliðjunnar og sveitar- stjómar voru kynntar hafí þeir kom- ið fram saman forstjóri Kísiliðjunnar og sveitarstjóri Skútustaðahrepps en sveitarstjórinn hafí til skamms tíma verið bæði stjórnarformaður Kísiliðjunnar og starfsmaður. Þeir hafí þar rekið áróður fyrir því að Kísiliðjan fengi starfsleyfi til lengri tíma og ný námavinnsluleyfi í Mý- vatni. Þorgrímur Starri sagði að atvinnuleg og fjárhagsleg rök þeirra gætu staðist ef gengið væri út frá því að engin önnur leið væri til eða að þessi rök væru dýrmætari en náttúruauðlindin sjálf. Hann sagði það sína skoðun að hvomgt væri rétt. Auk þess sagði hann að á blaðamannafundinum hafí verið far- ið afar frjálslega með fyrirliggjandi upplýsingar um afleiðingar af starf- semi fyrirtækisins sem nú væm að koma í ljós. I ljósi þess að forráðamenn Kísil- iðjunnar fullyrtu að ekki væri rétt að þeir sem stæðu að rannsóknum á náttúm Mývatns mætu þær sjálf- ir vildi Þorgrímur Starri benda á álit sem Veiðfélag Laxár og Mý- EVRÓPSKA efnahagssvæðið eyk- ur þjóðartekjur EFTA-ríkjanna um allt að 5%. Ríkin fá sama ávinning og EB-ríkin af innri markaðnum, án þess að til komi sömu stjórnmálalegu skuldbind- ingar og felast í EB-aðild Þetta kemur fram í þriðju árs- skýrsiu CEPR, Centre for Economic Policy Research, óháðri rannsókn- arstofnun er samræmir rannsóknir 170 hagfræðinga í um 100 stofnun- um, sem flestar eru í Evrópu. Skýrsl- una sömdu níu fræðimenn sjö há- skóla í Sviss, Englandi, Noregi og Þýskalandi. Þar segir, að samkeppn- isstaða fyrirtækja í EFTA-ríkjum gagnvart fýrirtækjum í EB-ríkjum batni verulega með tilkomu EES, samhliða innri markaðnum, vegna þess að EFTA-ríkin muni njóta ávaxtanna af niðurfellingu ýmissa hindrana í viðskiptum. Það komi í veg fyrir að sala EFTA-fyrirtækja og hagnaður minnki á mikilvægasta útfutningsmarkaði þeirra, en slíkt hefði dregið úr velferð og afkomu EFTA-ríkjanna. Þá segir, að tap EFTA-fyrirtækja án EES jafngilti 0,1% af vergri landsframleiðslu, í stað 0,7% hagn- aðar með aðgangi að innri markaðn- um, ef aðeins eru tekin bein áhrif fyrir iðnaðinn. Hagfræðingamir segja í skýrslu sinni að ávinningur neytenda af sam- keppni í þjónustugreinum _gæti þýtt 16-31% lægri útgjöld. I skýrslu framkvæmdastjórnar EB, um innri markaðinn árið 1993, segir að ávinn- ingur fjármálaþjónustu af honum geti orðið allt að 0,7% af vergri landsframleiðslu. Hagfræðingar vatns hefði fengið hjá bandaríkja- manni sem þeir fengu hingað upp til þess að fara yfir öll gögn um rannsóknir á svæðinu. Þessi maður, Carl Parker, sem hefði haft það trúnaðarstarf að vera einskonar verndari vatna og lífríkis New York ríkis og væri gagnkunnugur því hvað valdið gæti tjóni á vötnum, hefði lýst því yfir að rannsóknirnar væm vel unnar. Hann hefði kveðið fastar að orði um niðurstöðurnar en vísindamennirnir, hann teldi að Kísiliðjan yrði að loka og að ekki mætti hefja dælingu á nýjum svæð- um í vatninu. „Friðrik Sigurðsson forstjóri Kís- iliðjunnar fullyrti á blaðamanna- fundinum að ekkert hafí komið fram um það að Kísiliðjan væri völd að þeirri lægð sem gengið hefur yfir Mývatn. Til dæmis hafí engin efna- megnum fundist. Þetta er rangt. í skýrslu um rannsóknir á Mývatni sem kynnt var fyrr á þessu ári er sannað að köfnunarefnisbreytingar í lindarvatni eru geypilegar. Þær em vegna Kísiliðjunnar. Rannsóknar- mennirnir segja það efamál að þetta hafí áhrif á lífríkið. En Bandaríkja- maðurinn segir að þetta sé algengt CEPR telja, að ástæða sé til að ætla að ávinningur norrænu EFTA- ríkjanna á EES verði ekki minni en þetta. Þá gæti hagnaður Austurríkis og Sviss orðið enn meiri. í skýrslunni segir, að EES komi í veg fyrir að fjárfestingar og fjár- magnsmyndun dragist saman innan Það er mjög sjaldgæft að tvær jarðarfarir séu frá sömu kirkju sama dag í fámennu sveitarfélagi. Þó skal þess getið hér að það em 63 ár síðan það gerðist hér í sveit. Þá vom tvö fermingarsystkini jarð- sett í Miklaholti, þáverandi sóknar- prestur, sr. Árni Þórarinsson, jarð- söng. Þau sem jarðsett vom þá vom Halldóra Stefánsdóttir frá Borg, hún lést í Reykjavík og var banamein hennar lungnabólga. Lík hennar var flutt með skipi í Borgar- nes, síðan var það flutt á bíl að Hólslandi í Eyjahreppi, þá var bíl- vör ekki komið lengra. Ungmenna- félagar í Miklaholtshreppi bám lík hennar frá Hólslandi í Miklaholt. banamein vatna. Friðrik verður að sitja undir því að ekkert iðnfyrir- tæki hér á landi er gmnað um jafn stórkostleg náttúmspjöll og Kísiliðj- an. Það er því mikil kokhreysti að lýsa því yfír að fyrirtækið sé alger- lega hættulaust. Ekki er hægt að ráðast af meiri mddaskap á lífríkið en að dæla á land botninum úr vatni enda er mikilvægasti hlekkurinn í lífkeðju vatna á botni þeirra. Það gat aldrei endað nema með ósköpum þegar byrjað var að dæla úr Mývatni, eins og ég varaði við þegar í upphafí. Við sem höfum búið hér á bakkanum í 70 ár eða lengur getum ekki látið menn vaða svona áfram,“ sagði Þorgrímur Starri. Hann benti á að Mývatns- og Laxársvæðið væri bæði undir er- lendri og innlendri vernd. í Ramsar- sáttmálanum um vemdun votlendis væri það talið eitt af 40 dýrmæt- ustu votlendissvæðum jarðar. Carl Parker hafí nú sent umhverfisráðu- neytinu alvarlega viðvömn um að raska því ekki. „Á umhverfísráð- stefnunni í Ríó var staðfest sú stefna að náttúmvemd ætti að njóta vaf- ans. Ef gmnur er um náttúmspjöll verður fyrirtæki að sanna mál sitt en ekki þeir sem benda á skaðvald- inn. Umhverfísráðherra skrifaði upp á þessa yfírlýsingu og menn verða að gera sér grein fyrir því að hún verður staðfest hér. Menn geta ekki lengur beðið með að velja á milli lífríkis Mývatns og Laxár annars vegar og Kísiliðjunnar hins vegar. Það val er flestum auðvelt," sagði Þorgrímur Starri Björgvinsson. EFTA. Annars kæmi minna í vasa launafólks og hætta væri á að fram- leiðni minnkaði. Slíkur samdráttur hefði leitt til þess að faglært fólk leitaði úr landi eftir vinnu og fyrir- tækin flyttu jafnvel starfsemi sína inn á innri markaðinn. Þar með yrði vandi EFTA-ríkjanna enn meiri. Hinn sem jarðsettur var hét Gunnlaugur Einar Jónasson, þá vinnumaður í Syðra-Skógamesi. Hann lést líka úr lungnabólgu. Ungmennafélagar bám hann frá Skógarnesi í Miklaholt. Það hafa orðið margvíslegar breytingar á lífsháttum fólks frá þessum tíma þá vom ekki til fúkka- lyf sem eflaust hefðu getað bjargað þessu fólki frá dauða. Það vill svo vel til að til eru reikningar yfír kostnað við útför Halldóru. Flutn- ingsgjald með skipi frá Reykjavík til Borgarness kostaði 12 krónur og líkkistan kostaði 254 krónur. - Páll. Hljómsveitin Gunnglaðir. Vetrarfagnaður Atthagafé- lags Þórshafnar og nágrennis Skýrsla evrópskra fræðimanna um áhrif EES-samnings Hagur EFTA-ríkja af EES meiri en EB-ríkja Miklaholtshreppur Tvær jarðarfarir frá sömu kirkju sama dag BorjjJ Miklaholtshreppi. UTFOR Jónasar Þórólfssonar frá Lynghaga var gerð laugardaginn 10. október sl. kl. 14 og var hann jarðsettur á Fáskrúðabakka. Kl. 17 síðdegis sama dag fór svo fram útför Pálínu G. Þorgilsdóttur frá Kleifarvöllum frá sömu kirlgu. Sóknarpresturinn, sr. Hreinn S. Hákonarson, jarðsöng og var mikið fjölmenni við þessar jarðarfarir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.