Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ORTOBER 1992 ál © 1986 Universal Press Syndicate *Sem betur fer v&r ^jönvorp 1 SveFn- terbergintL c brúá&nsi//frJnrU-." minjasafninu og báðu um mynd af mér sjálfum ... HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Kórvilla í háskólanum Frá Ingólfi Sverrissyni: • Þessi spámannlegu orð koma fram í grein í Mbl. 10. október sl. sem er undirrituð af fjórum nemendum við Líffræðiskor Háskóla íslands. Af þeim gætu ókunnugir dregið þá ályktun að engin nýsköpun af nokkru tagi hafi séð dagsins Ijós hér á landi nema fyrir tilstilli Háskóla íslands eða slíkra ágætra stofnana. Auðvitað vita allir, sem eru í ein- hveijum tengslum við raunveruleik- ann, að fjölmargt hefur gerst og er að gerast í nýsköpun án þess að háskóli hafi komið þar nálægt. ís- lenskt atvinnulíf stundar sem betur fer enn nýsköpun af ýmsu tagi og er það raunar fastur liður í starfsemi margra fyrirtækja. Þessi viðleitni hefur oftar en ekki leitt til arðvæn- legrar framleiðslu og jafnvel stórfells útflutnings. Fæst þessara fyrirtækja hafa eytt svo mikið sem einu símtali til háskóla eða háskólamanna til þess að ná árangri við nýsköpun. Ekki er vakin athygli á ofan- greindum staðreyndum til að draga mátt úr þeim sem hafa lokað sig inni í Háskóla íslands og langar til að leggja sitt af mörkum í þessum efn- um. Öllu fremur er tilgangurinn sá að benda því góða fólki á að nýsköp- un er ekki eingöngu bundin við störf þeirra sem búa í háskólum enda þótt slíkir skólar séu þýðingarmiklir hlekkir í þeirri löngu keðju sem hver þjóð þarf að mynda til þess að ná árangri við nýsköpun, framleiðslu og sölu afurða sinna. Það er þó kannski ekki að undra að vel meinandi nemendur Háskóla íslands haldi að nýsköpun geti ekki átt sér stað án tilstillis háskóla þegar þessa dagana glymur sífellt í eyrum landsmanna að eitt helsta bjargráð þessarar þjóðar til að auka atvinnu sé að dæla fé í aðskiljanlegar rann- sóknir, af þeim spretti síðan væntan- lega arðbær atvinna hingað og þang- að í þjóðlifinu. I því sambandi má benda á það álit margra, að mun nærtækara og árangursríkara sé að efla þá fjölbreyttu nýsköpun sem fram fer nú þegar úti í starfandi fyrirtækjum. Þau hversdagslegu sannindi hrjá hins vegar þessi sömu fyrirtæki að þau vantar sárlega fé til þess að koma nýsköpun sinni í framleiðslu og út á alþjóðlega markaði. Öll slík viðleitni kostar mikla flármuni en eins og allir vita er mjög dýrt að taka fé að láni og ekki á færi fyrirtækja sem þykjast góð að geta haldið rekstrinum gangandi frá degi til dags. Þessi sömu fyrirtæki gætu gert ýmislegt Frá Páli Hannessyni: Vegna hörmulegs fjármálasukks í Færeyjum, og væntanlegs niður- skurðar á fjáriögum hjá þeim, og reyndar hjá okkur íslendingum líka skv. fjárlögum sem nú eru til af- greiðslu á Alþingi þessa dagana, finnst mér að við frændþjóðimar ættum að tengjast nánari böndum, t.d. í úthafsveiðum í heiminum. Fær- eyingar hafa stundað slíkar veiðar áratugum saman, svo sem við Græn- land og Nýfundnaland. I lokin varð þetta þeim að falli vegna ofuppbygg- ingar fískveiðiflotans, sem miðaðist aðallega við fiskveiðar á fjarlægum miðum. Og það getur farið svo að öll ríkisstjómin og bankamenn Iands- ins verði látnir fara frá og að efnt verði til kosninga. En þeir em þó reynslunni ríkari, og það gæti komið okkur Islendingum að gagni, þ.e.a.s. Útflutningsráði íslands, Icecon hf. og fleiri aðilum sem hafa sambönd um fiskveiðar vítt og breitt um ver- öldina. I þessu dæmi ættum við þess vegna að hafa Færeyinga með í spil- inu, því þeir hafa síðustu árin fiskað við Suður-Afríku, og víðar annars staðar, en urðu frá að hverfa og urðu að selja sína nútímalegu frysti- togara til íslands eins og kunnugt er. Undirritaður hefur í áratugi haft kynni af Færeyingum. Fyrst er þeir stunduðu handfæraveiðar í salt hér við land á skútum sínum. Þetta voru öndvegismenn allt saman, æðmlausir sem skapaði arðvænleg verkefni ef þeim væm færðir að gjöf þeir fjár- munir, sem stjómmálamenn tala nú um að afhenda til rannsóknar- starfa í opinbera geiranum. Hver veit nema með því yrði komið í veg fyrir að vatnið yrði enn einu sinni sótt yfir lækinn. INGÓLFUR SVERRISSON, Úthlíð 16, Reykjavík og þolgóðir sjómenn, drengir góðir og trúhneigðir mjög. Verið gæti þó að Danir kæri sig ekki um sammna eða samvinnu okk- ar við þá eða við Grænlendinga. Þessu þarf að breyta ef svo er og hafa Dani með í spilinu. Það hlýtur að finnast lausn á þessum málum við Dani, engu síður en í handrita- málinu forðum daga. Þar kemur einnig til greina hafnaraðstaða fyrir grænlensk skip vegna íss með ströndum fram á Grænlandi. Aftur þar getur verið að Danir óttist of náin samskipti okkar við þessar þjóð- ir, og að þeir muni missa ítök á þess- um fyrrum „nýlenduþjóðum“. Það má á þetta reyna hvom tveggja; við látum utanríkisráðuneytið og Jón Baldvin um þá hlið málsins. Annað mál og skylt er það að í fréttum fyrir nokkmm dögum var greint frá því í fjölmiðlum, að Rússar vilji fá hafnaraðstöðu og fyrir- greiðslu fyrir Atlantshafsfiskveiði- flota sinn á Irlandi og því spyr ég: Emm við að missa þarna af strætis- vagninum? Stöndum við ekki betur að vígi með að veita Rússum aðgang að höfnum okkar og liggur ekki land okkar betur við fískveiðisvæðum Atlantshafsins en írland? Mér fínnst að senda beri Rússum orðsendingu og fyrirspum og tilboð nú þegar um þessa hluti. PÁLL HANNESSON Ægissíðu 86, Reykjavík N or ð vesturlönd- inogRússar Víkveiji skrifar Skuggahliðar hins íslenska vel- ferðarþjóðfélags em ekki svo oft til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, nema þá helst í tengslum við afmörkuð fréttatengd mál, svo sem um fíkniefnabrot, vímuefna- notkun og hvers konar glgepi. Þó eru málin sem betur fer iðulega sett í stærra samhengi, svo sem hin mikla umræða sem farið hefur fram að undanförnu um kynferðis- glæpi gagnvart bömum og sifja: spell. Þá er ekki svo langt um liðið frá því að hér var mikil umræða um einelti barna, og enn skemmri tími er síðan ítarleg umræða fór fram um ólæsi íslenskra barna. Nú í síðustu viku vöktu samtök eins og Kiwanishreyfíngin, Svæðisskrif- stofa um málefni fatlaðra, land- læknisembættið, aðstandendur geð- fatlaðra, geðhjúkrunarfólk og lög- regla upp umræðu um stöðu geð- fatlaðra í íslensku þjóðfélagi, í tengslum við sölu á K-lyklinum. Þetta er þörf umræða og nauðsyn- legt að halda henni vakandi, því það er smánarblettur á íslensku samfélagi að hér skuli að minnsta kosti vera 60 geðfatlaðir einstakl- ingar í reiðileysi. Landlæknir skýrði reiðileysi í þessu samhengi á þann hátt að hér væri um einstaklinga að ræða sem ýmist hefðu útskrifast af geðdeildum, eða sjúkrahús og heimili gefíst upp á viðkomandi ein- staklingum. Þá hefðu þeir í engin hús að venda og þeirra biði ekkert annað en gatan eða fangelsisvistun. xxx Þetta er auðvitað sorglegra en tárum taki, sérstaklega þegar horft er til þess að á næstunni er gert ráð fyrir lokun tveggja stofn- ana sem hafa iðulega vistað um lengri eða skemmri tíma einhveija geðfatlaða einstaklinga, þ.e. Vífíls- staða og Gunnarsholts, sem hefur það í för með sér að mati landlækn- is að geðfatlaðir einstaklingar í reiðileysi munu innan tíðar verða í kringum 100. Lárus Helgason, yfir- læknir geðdeildar Landspítalans hefur jafnframt greint frá því að hér á landi séu um 200 geðfatlaðir einstaklingar að auki sem ekki fái alla þá aðstoð sem þeir þurfí á að halda. Sú þriggja ára áætlun sem Svæðisskrifstofa fatlaðra hefur kynnt í húsnæðismálum geðfatl- aðra, þar sem ráðgert er að Ieysa vanda 55-65 einstaklinga á næstu þremur árum, virðist því alls ekki vera fullnægjandi. Er ekki full ástæða til þess að staldra við og hugsa á hvem hátt hægt er að leysa vandann fyrr, eða eru stórborgar- einkenni Reykjavíkur að verða slík, að flestum standi á sama, og fæst- ir vilji skipta sér af því hvemig náunginn hefur það? xxx að setti hroll að Víkveija þegar hann las litla frétt á baksíðu Morgunblaðsins sl. fímmtudag, þar sem greint var frá því að talið væri að kveikt hefði verið í úti- gangsmanni, sem fannst brenndur á baki og með þriðja stigs brunasár á mjöðm í biðskýli SVR við Lækjar- götu um hábjartan dag. Þegar svona lagað getur gerst í hjarta borgarinnar um hábjartan dag, er engin furða að menn spyiji sig, hvað sé eiginlega að gerast og hvernig hægt sé að bregðast við. Þetta væri vissulega engin frétt í New York borg, þar sem útigangs- menn sofa undir húsveggjum, á bekkjum, á gangstéttum, með dag- blað eitt sem ábreiðu og vegfarend- ur stmnsa framhjá og passa það eitt að Iáta eins og þeir sjái ekki viðkomandi einstaklinga og hafa nákvæmlega engar áhyggjur af því hvort einstaklingurinn undir dag- blaðinu dregur andann eða ekki. En þetta er frétt í Reykjavík, ógn- vænleg frétt, sem ætti að vera okk- ur öllum áhyggjuefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.