Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 ■‘•iHi: HNIIOTMO .! iriDiWWBVtflM (jlG/n..lH.'iUi»IOK VIÐURKENNING Forsetinn fær gull- merki Gigtarfélagsins HREYFIMYNDAFELAGIÐ Kjamsað á kvikmyndum Ilok síðasta mánaðar fóru fulltrúar Gigtarfélagsins á fund forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og afhentu henni gullmerki félagsins, fimm tár, límd á tinnu, en merkið var útbúið í tengslum við Nor- ræna gigtarárið. Merkið var afhent í heiðurs- og þakklætis skyni þar sem forsetinn er vemdari gigtar- ársins hérlendis. Tárin eiga að tákna þrautir og þján- ingar gigtveikra og þess að fímmti hver íslendingur fær gigt. A myndinni em auk forseta f.v.: Frosti F. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Norræna gigtar- ársins á íslandi, Ámi Jónsson, formaður Gigtarfé- Iags íslands, og lengst t.h. er Jón Þorsteinsson, læknir og varaformaður Gigtarfélagsins. HEILDSOLU-BAKARI! Údýri brauöa- og kðkumarkaöurinn, Suðurlandsbraut 32 Opinn mánudaga til föstudaga kl. 8.00-18.00 Seljum um það bil 50 tegundir af nýbökuðum brauðum og kökum á heildsöluverði eða án 25% smásöluálagningar. Verðdæmi Smósöluverð Okkar verð Sparnaður Formbrauð, hveiti og heilhveiti 116.00 83.80 23.86 Formbrauð, hveiti og heilhveiti, sneidd 126.00 93.68 33.80 Öll gróf sérbrauð 182.00 146.68 36.88 Öll gróf sérbrouð, sneidd 192.00 146.68 46.60 Jólokökur 286.00 228.60 57.80 Vínartertur 295.00 236.88 59.80 Brúntertur 308.00 246.68 62.00 Djöflatertur 668.00 S34.08 134.80 Dagsgömul brauð seld með 50% afslætti frá smásöluverði. Komið og gerið verðsamanburð. Tökum greiðslukort. Ódýri brauða- og kökumarkaöurinn, Suðurlandsbraut 32 - kominn til að vera. ^ r Hreyfimyndafélagið heita sam- tðk sem áhugamenn um kvikmyndalistina hafa stofnað. Yfírlýst markmið þeirra er að sýna háskólastúdentum og öllum þeim sem tekið hafa ástfóstri við hvíta tjaldið rjómann af ijóma kvik- myndasögunnar. Fyrsta verkefni félagsins var sýning á kínversku kvikmyndinni Ju dou eftir Zhang Yimou, en myndin hlaut tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna eins og myndin Rauði lampinn eftir sama höfund. Kvikmyndaklúbbur íslands leið undir lok á síðasta ári, þrátt fyrir töluvert sterka spretti og fýlgi, og um nokkra hríð hefur stofnun nýs félags verið í burðarliðnum. Áherslur eru þó nokkuð aðrar en í Kvikmyndaklúbbnum sáluga. „Ég held t.d. að fjölbreytnin verði meiri hjá okkur,“ segir Skúli Helgason, sem situr í stjóm félags- ins, „Hreyfímyndafélagið verður ekki klúbbur sem gerir þá kröfu að menn séu sérmenntaðir í kvik- myndafræðum, heldur reynir fyrst og fremst að gera betur við kvik- myndahúsagesti en gert hefur ver- ið. Ástandið hefur eitthvað skánað á síðustu árum, en samt er hvergi að fínna stöðugan vettvang til þess að sjá sígildar myndir á breið- tjaldi, né þær myndir sem rata sjaldan hingað af erlendum kvik- myndahátíðum.“ Hyggst Hreyfí- myndafélagið reyna að gefa þver- skurð af verkum helstu meistara kvikmyndanna og ákveðnum stefnum sem hafa verið við lýði á þessari öld, jafnframt því að kynna eftir efnum og ástæðum kvik- myndagerð sem sjaldan rekur upp 20% AFSLATTUR ápermanenti og strípum út október . ^ Hárgreiöslustofan ^ffyena Leirubakka 36 S 72053 á íslandsstrendur. Myndir úr kvik- myndasöfnum og innlendar sem erlendar stuttmyndir eru einnig innan ramma félagsins. „Við von- umst líka til þess að geta tekið á móti erlendum gestum og fyrirles- urum, og vonum að heimsóknir geti orðið nokkuð reglulegar," seg- ir Skúli. „Segja má að ekkert það sem viðkemur gómsætum kvik- myndum verði okkur óviðkom- andi, og óspart kjamsað á þeim sem sýndar verða.“ Ætla má að hinn fomfrægi Fjalaköttur sem menntaði ófáa þá kvikmyndagerðarmenn sem hafa sig mest í frammi um þessar mundir, hafi að nokkru leyti verið hafður til hliðsjónar þegar stefna félagsins var mörkuð, ekki form- lega þó. Einn forvígismanna Fjal- akattarins á sínum tíma var leik- stjórinn Friðrik Þór Friðriksson, og situr hann í stjóm Hreyfí- myndafélagsins ásamt fulltrúum stúdenta; Skúla Helgasyni, Guð- brandi Emi Amarsyni og Einari Loga Vignissyni, Friðbert Pálssyni forstjóra Háskólabíós og Bjama Ármannssyni markaðsstjóra Kaupþings. Næsta verkefni Hreyfímyndafé- lagsins er kvikmyndahátíð sem hefur að þessu sinni bandarískar, franskar og fínnskar kvikmyndir innan sinnan vébanda. „Þema há- tíðarinnar er ódýrar kvikmyndir, þ.e. kvikmyndir sem gerðar em í raun fyrir sambærilegt fjármagn og íslenskar bíómyndir." Fyrir at- beina Friðriks Þórs og bandaríska kvikmyndaframleiðandans Jim Starks er verið að reyna að fá nýjustu myndir eftir leikstjóra eins og Jim Jaramusch, en sú ku ger- ast í leigubílum í nokkram löndum, Zombie and the Ghost Train eftir fínnska leikstjórann Mika Kaur- ismáki og La Vie de Boheme eftir bróður hans Aki, sem hefur getið sér frægðarorð víða um heim. Einnig mynd eftír ungan kvenleik- stjóra að nafni Clair Denis er kem- ur frá Frakklandi. Frá Bandaríkj- unum kemur leikstjórinn Gregg Araki en mynd hans kallast The Living End og var sýnd í Cannes á þessu ári og á sjálfstæðri banda- rískri kvikmyndahátíð í Hamborg í síðasta mánuði, en hún fjallar að einhveiju leyti um veröld sam- kynhneigðra eins og flestar fyrri myndir Araki. Fleiri leikstjórar og verk þeirra eru innan seilingar, og skýrast þau mál á næstu vik- um. Enn fremur er frönsk kvik- myndavika í sjónmáli í nóvember, ef að líkum lætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.