Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 9 Sérstœð og sígild gjafabók FÓLKID j FIRPINUM UOSMYNDIR OG ÆVIÁGRIP LOKABINDI • Þriðja bindið (lokabindi) er konriið út. Verð kr. 3.200. • 220 Ijósmyndir með æviágripum 297 eldri Hafnfirðinga. • Bókin fæst á Austurgötu 10, Hafnarfirði. Sími 50764. • Fyrsta og annað bindi enn fáanleg á gömlu verði. • Öll bindin geyma 612 Ijósmyndir og 750 æviágrip. TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan spamað með áskrift að spariskírteinum öátoÉmi? Ríkjunum verði ekki sett- ir óeðlilegir kostir Þingmennirnir þrettán eru úr Sjálfstæðisflokki Bjöni Bjarnason, Ami R. Amason, Ami John- sen, Einar K. Guðfinns- son, Geir H. Haarde, Lára Margrét Ragnars- dóttir, Sigríður A. Þórð- ardóttir, Sólveig Péturs- dóttir, Sturla Böðvarsson og Tómas Ingi Olrich og úr Alþýðuflokki Karl Steinar Guðnason, Rann- veig Guðmundsdóttir og Sigbjöm Gunnarsson. Þingsályktimartillaga þeirra hljóðar svo: „Al- þingi ályktar að fela rík- isstjóminni að stuðla að því innan þeirra alþjóða- samtaka þar sem Island er aðili að Eystrasalts- ríkjunum verði ekki sett- ir óeðlilegir kostir vegna stefnu þeirra gagnvart ríkisborgararétti þess fólks sem fluttist og var flutt til landanna í skjóli sovézks hemáms.“ Opinberar umræður nauðsynlegar í greinargerð með til- lögunni segir: „Tillaga þessi er flutt í því skyni að Alþingi taki afstöðu tU málefnis sem er til umræðu víða þar sem ís- lenzka ríkið á fulltrúa hvort heldur þeir em á vegum framkvæmdar- valdsins eða löggjafar- valdshis. Að mati flutn- ingsmanna er nauðsyn- legt að fram fari opinber- ar umræður 'um málið hér og ætti tillagan að gefa tilefni til þeirra auk þess sem í henni felst stefnumótun. Flutnings- menn vilja árétta að ekki ber á nokkura hátt að skoða tillöguna sem van- traust á þá stefnu sem íslenzka ríkisstjómin hefur fylgt í þessu máli. Vandinn, sem Eystra- saltsríkin eiga við að glíma varðandi ríkis- borgararétt, á einkum Frá þin'g- og forsetakosningum í Eistlandi. Stuðningur við baráttu Eystrasaltsríkja Þrettán alþingismenn úr Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki hafa lagt fram á þingi tillögu til þingsályktunar um stuðning við réttindaþaráttu Eystrasaltsríkjanna á al- þjóðavettvangi. Með tillöguflutningnum hreyfa þingmennirnir við viðkvæmu deilu- máli, sem er réttarstaða fólks af rússn- esku bergi brotið í Eystrasaltsríkjunum. rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að Sovét- stjómin, ekki sizt í tíð Stalins, flutti hundmð þúsunda Rússa til land- anna. Er vandinn mestur í Eistlandi og Lettlandi. Markmið Sovétstjómar- innar var að grafa undan menningu og þjóðemi Eistlendinga og Letta. Var það von valdhafanna í Moskvu að þeim tækist með þessum hætti að inn- lima Eystrasaltsríkin varanlega inn í Sovétrík- in. Við upplausn Sovét- ríkjanna kom í Jjós að íbúar Eystrasaltsríkj- anna höfðu ekki látið bugast andspænis hinni sovézku ógn. Þau hafa nú öðlazt sjálfstæði og sækja fram til fullrar við- urkenningar í alþjóða- samstarfi. Eystrasaltsríkin verða ekki fullgildir þátttak- endur í samstarfi Evr- ópuríkja, t.d. innan vé- banda Evrópuráðsins, nema þau fullnægi ströngum kröfum um virðingu fyrir mann- og borgararéttindum. Þar kemur m.a. til álita hvaða reglur gilda um rétt Rússa í Eistlandi og Lett- landi til að öðlast ríkis- borgararétt í þessum löndum. Er því ekki að leyna að ýmsir hafa sak- að stjómvöld í Eistlandi og Lettlandi um að beita Rússa harðræði í þessu efni. Reglur Eist- lendinga Ef litið er sérstaklega til Eistlands gilda þær reglur að allir sem eiga fasta búsetu þar njóta sömu réttinda að öllu leyti nema varðandi kosningarétt til þings; þess réttar njóta aðeips eistneskir ríkisborgarar. Vegna þingkosninga í Eistlandi hinn 20. sept- ember sl. vaknaði sú spuming hvort þær væm lýðræðislegar þar sem um 600.000 Rússar í land- inu höfðu ekki rétt til að taka þátt i þeim. Allir útlendingar og þar á meðal Rússar geta sótt um ríkisborgararétt í Eistlandi og má geta þess að fyrir 1. júní 1992 höfðu 5.000 manns sótt um eistneskan ríkisborg- ararétt, þar af helmingur Rússar. Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa í tvö ár átt fasta búsetu í Eist- landi, þ.e. frá sjálfstæðis- yfirlýsingunni í marz 1990. Þá verða þeir að gangast undir tungu- málapróf sem sýnir að þeir hafi 1.500 eistnesk orð á valdi sínu. Glæpa- menn og eiturlyfjaneyt- endur era ekki gjald- gengir, tvöfaldur ríkis- borgararéttur er bannað- ur og umsækjandi verður að lýsa yfir hollustu sinni við Eistland. Ríkisborg- ararétturinn verður virk- ur einu ári eftir að um- sókn er lögð fram. Ekki óeðlileg skilyrði Flutningsmenn em þeirrar skoðunar að þessi skilyrði, sem sett eru fyr- ir því að innfluttir Rússar í Eistlandi fái þar ríkis,- borgararétt, séu ekki óeðlileg. Séu þau ekki talin fullnægja kröfum, sem gerðar em til ríkja svo sem vegna þátttöku í Evrópuráðinu, er verið að setja Eystrasaltsríly - unum óeðlilega kosti. í Lettlandi er verið að semja reglur sem hafa að geyma sömu megin ákvæði og reglur Eist- lendinga. Um Litháen gildir nokkm öðm máli þar sem hlutfallslega fáir innflytjendur búa þar. Ástæða er til að undir- strika mikilvægi þess að Eystrasaltsríkin fái tóm til að leysa sinn innri vanda á grundvelli eigin laga og í sátt við útlend- inga sem vilja vera um kyrrt í löndunum og ger- ast þar ríkisborgarar." ríkissjóbs. Notabu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eba 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Skattaafslá ttur Hagstœtt verð Góð langtímafjárfesting HLUTABRÉF: NÚNA ER GOTT TÆKIFÆRI! A fyrri hlutá árs 1992 lækkaði hlutabréfaverð um rúm- lega 13%, en hefur verið stöðugt að jafnaði síðan. Núna er því gott tækifæri til að kaupa hlutabréf og tryggja sér frádrátt frá tekjuskatti á næsta ári, sem er um 94 þúsund krónur á einstakling. Til eru bréf í flestum skráðum félögum. Hlutabréf geta því verið spennandi Qárfestingarkostur og góð langtímafjárfesting. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um einstök félög og markaðinn í heild. Verið velkomin í VIB. Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.