Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 10
seex aaaMaeaa e HUOAauaivaiM aia/uanuoaoM
"MURGUNBtAÐTíríIIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER1992
%
Nýjar bækur
Ævisaga Jóns
Þorlákssonar
Út er komin bókin Jón Þorláks-
son forsætisráðherra eftir Hann-
es Hólmstein Gissurarson. í kynn-
ingu útgefanda segir: „Þetta er
geysimikið ritverk, um 600 bls. og
hefur verið lengi í smíðum. Jón
Þorláksson var verkfræðingur að
mennt og sem landsverkfræðingur
var hann brautryðjandi hér í vega-
málum og byggingarmálum. Fyrir
Reykvíkinga var hann frumkvöðull
í vatns-, rafmangs- og hitaveitu-
málum. Síðan sneri hann sér að
stjórnmálum og var samherji Hann-
esar Hafsteins. Hann var einn af
stofnendum íhaldsflokksins og
síaðr Sjálfstæðisflokksins og fyrsti
formaður þess flokks, ráðherra fyr-
ir íhaldsflokksins, fyrst fjármála-
og loks forsætisráðherra. Hann
endaði feril sinn sem borgarsjóri í
Reykjavík, einhver sá fram-
kvæmdasamansti og dugmesti sem
í því starfi hefu rssetið. Líf þess
húnvetnska bóndasonar var fjöl-
breytt og beindist þó raunar alt í
Jón Þorláksson
eina átt — að verklegum fram-
kvæmdum og því að vinna þjóðina
út úr húskuldanum, samgönguleys-
inu og fátæktinni."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Útgefandi er Almenna bókafé-
lagið. Bókin er 600 bls. að stærð
og prentuð í Prentstofu G. Ben.
Verð kr. 3.995 krónur.
Gilfélagið á Akureyri
Desembervaka í Grófargili
DESEMBERVAKA hefst í Gróf-
argili 10. desember með opnun
sýningar á 100 myndverkum, gjöf
65 myndlistarmanna víðsvegar af
landinu, upp í söfnunarátak Gilfé-
lagsins, sem vinnur að uppbygg-
ingu lista- og menningarstarfsemi
í Grófargili. Tækifæri gefst einn-
ig til að skoða framtíðarhúsnæði
Gilfélagsins, þar sem myndimar
verða til sýnis. Söngur, dans, upp-
lestur og fleira verður til skemmt-
unar.
Gilfélagið er hópur áhugamanna,
sem vinnur að því að koma á fót
listsýningarsal fyrir fjölbreytta
starfsemi; gestavinnustofu og þjón-
ustumiðstöð í Grófargili, og ætlar
félagið að annast rekstur þeirra í
framtíðinnni. Starfið er nú langt
komið og í því tilefni er efnt til söfn-
unarátaks með það að markmiði að
fullgera húsnæði félagsins og hefja
blómlega starfsemi þegar á næsta
ári.
Dagskrá vökunnar er eftirfarandi:
Fimmtudagur 10. des. kl. 20.00:
Opnun myndlistarsýningar, 65
myndlistarmenn sýna yfir 100 lista-
verk af ýmsum toga. Sýningin er
opin virka daga kl. 14-21.30, um
helgar kl. 14-19.
Föstudagur 11. des. kl. 20.30:
„Höfuðverk" Spunadans — Anna
Richardsdóttir. Asláttarspuni — Karl
Petersen. Höfuðskúlptúrar og mynd-
verk — Brynhildur Kristinsdóttir.
Laugardagur 12. des. kl. 17.00:
„Vísnasöngur og glens.“ Atriði úr
Eyjafjarðarsveit í umsjá Hannesar
Blandon, Huldu Bjarkar Garðars-
dóttur og Eiríks Bóassonar.
Sunnudagur 13. des. kl. 17.00:
„Menn, blóm og ljóð.“ Atriði úr
Hörgárdal í umsjá Bjarna Guðleifs-
sonar.
Mánudagur 14. des. kl. 20.30:
„Þankar um Súrrealisma." Dr. Krist-
ján Kristjánsson flytur erindi.
Þriðjudagur 15. des. kl. 20.30:
„Um dalinn minn í tali og tónum.“
ÞEIR létu ekki deigan síga heitir
ný bók eftir Braga Siguijónsson.
í formála segir höfundur m.a.:
„Þættir þeir sem í bók þessari birt-
ast hafa til orðið við lestur og athug-
un heimilda varðandi síldarútveg við
og frá Eyjafirði árin 1880-1969.
Mér hefur orðið hugleikinn dugnaður
og áræði ýmissa þeirra sem þar
koma við sögu og talið þess vert að
halda fordæmi þeirra á loft. Ein-
göngu er hér sagt af mönnum er
stóðu að síldarútvegi sínum sem
búsettir Akureyringar eða í næsta
nágrenni við bæinn.“
Bókin skiptist í þessa kafla: Odd-
eyrarkonungurinn, Jakob V. Havste-
en, etatsráð, Eggert Grímsson Laxd-
Atriði úr Svarfaðardal í umsjá Krist-
jáns E. Hjartarsonar frá Tjörn. Flytj-
endur: Tjarnarkvartettinn.
Miðvikudagur 16. des. kl. 20.30:
„Kvæðakvöld". Tólf konur flytja eft-
irlætiskvæði sín.
Fimmtudagur 17. des. kl. 20.30:
„Leiklist — tónlist." „Þegar ég varð
óléttur" eftir Þórberg Þórðarson.
Einleikur Eggert Kaaber. Tónlistar-
flutingur hljómsveitanna Briminnst-
ungu og Skrokkabandsins.
al 1846-1923, Athafnasamir feðg-
ar, Snorri Jónsson 1848-1918 og
Rögnvaldur Snorrason 1886-1923,
Otto Tulinius, útgerðarmaður,
1869-1948, Enginn meðalmaður á
ferð, Ásgeir Pétursson, útgerðar-
maður, 1875-1942, Reksturfjár-
tryggingar Ásgeirs Péturssonar,
kaupmanns og útgerðarmanns,
Hann var Húnvetningur, Björn Lín-
dal Jóhannesson 1876-1931, Hann
kunni fótum sínum forráð, Guð-
mundur Pétursson, útgerðarmaður,
1876-1966, Listelskur athafnamað-
ur, Anton Jónsson 1979-1958, Ing-
var Guðjónsson, síldarsaltandi
1888-1943 og Sígandi lukka er
best, Valtýr Þorsteinsson frá Rauðu-
vík 1900-1970.
Dagarnir 18. 19. og 20. des. eru
án uppákomu, en sýningin er opin.
Mánudagur 21. des. Dregið í
listaverkahappdrætti. Sýningu lýk-
ur.
Dagarnir 21.-23. des. verða sér-
stakir markaðsdagar, þar sem öllum
er boðin endurgjaldslaus aðstaða til
að selja vaming sinn.
Fréttatilkynning
Bragi Siguijónsson
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Bókin er 157 bls. og kostar 2.990
krónur.
Nýjar bækur
Bók um útvegsmenn
911CA 04 Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
fal I vv'a I 0 / v KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. löggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Skammt frá Landspítalanum
Efri hæft með 3ja herb. íb. tæpir 80 fm og rishæð í reisulegu timbur-
húsi. Nýklætt með nýju þaki og hýjum þakgluggum. Bílskúr 21 fm með
sérbílastæði. Titboð óskast.
Á vinsælum stað í Vogunum
Velbyggt og vel með farift steinhús ein hæð 165 fm auk bílskúrs. 5
svefnherb. m.m. Sólverönd. Glæsileg lóð. Ýmiskonar ejgnaskipti mögul.
Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti
Einstaklingsíbúð í lyftuhúsi um 45 fm. Suðursv. Góð sameign. Tilboð
óskast. Ennfremur 3ja herb. íbúð með rúmg. bilskúr, 5 herb. mjög góð
íb. á sanngjörnu verði og glæsil. endaraðhús ný endurbyggt.
í gamla góða vesturbænum
5 herb. 2, hæð 116,1 fm nettó við Holtsgötu. Nýtt sérsmíðað eldhús.
Nýtt bað. Nýl. parket. 3 rúmg. svefnherb., 2 saml. stofur. Góð lán fylgja.
Skammt frá Árbæjarskóla
Glæsilegt 11 ára raðhús á tveimur hæðum með 6-7 herb. ib. um 170
fm samtals. Innréttaður kj. um 85 fm með fráb. fjölskylduaðstöðu.
Gufubað. Heitur pottur. Góður sérbyggður bílskúr. Góð lán áhv.
Glæsileg íbúð í nýja miðbænum
4ra herb. endaíb. 104 fm. Sérþvhús. Tvennar svalir. Góður bílsk. með
geymslurisi. Langtímalán kr. 5,9 millj. Útsýni. Tilboð óskast.
Helst í vesturborginni
Leitum að 2ja herb. lítilli ib. á 1. eða 2. hæð. Skipti mögul. á nýl. 3ja
herb. íb. á úrvalsstað i vesturborginni.
• • •
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf og traustar
upplýsingar.
Fjöldi fjársterkra kaupenda. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA
FASIEIGHASAIAH
Nýjar bækur
Sögur eftir Sverri
Pál Erlendsson
LITLAR sögur heitir smásagna-
safn eftir Sverri Pál Erlendsson
á Akureyri.
Á kápu segir: „Litlar sögur eru
safn sextán sagna um fólk og fyrir-
bæri og óvenjulegar hliðar hvers-
dagsleikans. Meðai annarra koma
við sögu Þórunn Sveinsdóttir, fyr-
irmyndarhúsmóðir, Heijólfur skó-
smiður, Jóhanna af Örk, ungling-
urinn Gunnar og ég. Farið er á
tónleika á gulum Renault, í leik-
hús, fylgst með kosningadegi, hlýtt
á söng fiskanna og horft á húsið
málað svart.“
Útgefandi er Skuggsjá. Bókin
er 217 bls. Höfundur setti sjálfur
bókina og gekk frá henni til prent-
unar en hún var prentuð í Prisma
og bundin í Félagsbókbandinu-
Bókfelli. Kápu gerði Friðrik Ó.
Friðriksson, Akureyri. Verð 2.680
krónur.
Sverrir Páll Erlendsson
Nýjar
bækur
S Maj Darling heitir ný
unglingabók eftir Mats Wahl
í þýðingu Hilmars Hilmars-
sonar.
í kynningu segir m.a.: „Þeg-
ar Maj flytur í bæinn breytist
líf vinapna, Hasse og Harry.
Þeir eru 13 ára og til þessa
hafa æskuleikir átt huga þeirra.
Allt í einu verður ekkert
skemmtilegt nema í návist
Maj. Heilt sumar eyðir þessi
þrenning öllum stundum saman
og tíminn líður í ljúfum draumi
allt þar til daginn sem allt
breytist."
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 251 bls. Verð
l. 190 krónur.
■ Bamasagan Hundurinn
sem hljóp upp til sijörnu eft-
ir Henning Mankell er komin
út í þýðingu Gunnars Stef-
ánssonar.
í kynningu segir m.a.: „Jóel
gefur sig á vald ímyndunarafl-
inu og stofnar leynifélag til að
ieita hundsins sem hleypur upp
til stjömu. Stundum fær raun-
veruleikinn líka á sig ævintýra-
legan blæ þótt heimur fullorðna
fólksins sé kaídranalegur."
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 178 bls., prent-
uð hjá Prentstofu G.Ben.
Verð 1.190 krónur.
■ Komin er út ný þýðing
Sigrúnar Arnadóttur á Línu
Langsokk eftir Astrid Lind-
gren.
í kynningu útgefanda segir
m. a.: „Þegar bókin kom út árið
1947 olli hún miklu fjaðrafoki
og þótti ýmsum að órabelgur-
inn Lína gæti haft vafasöm
áhrif á vel uppalin börn. En
þrátt fyrir gagnrýnisraddir
hafa fáar bækur notið meiri
vinsælda."
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Ingrid Vang-Nyman
myndskreytti bókina sem er
112 bls. og prentuð í Prent-
smiðjunni Odda hf. Verð
1.190 krónur.
■ Litlir lestrarhestar er
bókaflokkur prentaður með
stóru letri og góðu Iínubili.
í ár bætist í safnið Nýjar skóla-
sögur af Frans, sem er fjórða
bókin um Frans eftir Christine
Nöstlinger. Erhard Dietl mynd-
skreytti og Jórunn Sigurðar-
dóttir íslenskaði.
Mál og menning gefur úr
bókina sem er 61 bls. og unn-
in hjá Prentstofu G.Ben.
Verð 780 krónur.
■ Komnar eru út sex litlar
litmyndabækur um Múmín-
álfana.
Sögurnar eru endursagnir á
sögum Tove Jansson og héita
Ferðin út í vitann, Múmínsnáð-
inn og hattifattarnir, Múmín-
snáðinn og snorkstelpan, Nýir
nágrannar, Vorið kemur og
Vetur í Múmíndal. Bækurnar
eru ætlaðar litlum börnum og
eru hver um sig 20 bls.
Útgefandi er Mál og menn-
ing.
■ Umönnun gæludýra er
nýr flokkur handbóka fyrir
unga gæludýraeigendur.
Tvær fyrstu bækurnar í þess-
um flokki heita Hvolpar og
Kettlingar.
Bækumar eru þýddar úr
ensku og í þeim er fjöldi ljós-
mynda. Höfundur bókanna er
dýralæknir og efnið er lagað
að aðstæðum hérlendis í sam-
ráði við íslenskan dýralækni.
Útgefandi er Máí og menn-
ing. Hvor bók er 45 bls. og
kostar 1.190 krónur.