Morgunblaðið - 09.12.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
11
iH-
sent H38M;
Félag íslenskra fræða
Rætt um ritun bók-
menntasögunnar
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.30 í Skólabæ við
Suðurgötu. Þar munu Vésteinn
Ólason og Sverrir Tómasson
spjalla um ritun bókmenntasögu,
en þeir fjalla báðir um íslenskar
fornbókmenntir í fyrsta bindi
Islenskrar bókmenntasögu sem
nýlega er komin út.
Vésteinn mun ræða um eddu-
kvæði, dróttkvæði og kaþólsk helgi-
kvæði. Sverrir mun fjalla um mennt-
un miðaldamanna, ævisögur bisk-
upa, konungasögur, kristnar trúar-
Vésteinn Ólason Sverrir Tómasson
bókmenntir í óbundnu máli, erlend-
an vísdóm og fom fræði í Snorra-
Eddu og málfræðiritgerðunum.
Nýjar bækur
Kólumbus í kjölfar Leifs
ÚT ER komin bókin Kólumbus í
kjölfar Leifs eftir Ian Wilson.
Þýðandi er Jón Þ. Þór.
í kynningu útgefanda segirm.a.:
„Hér er tekin til endurskoðunar saga
Kólumbusar og hlutverk hans sem
landkönnuðar í mannkynssögunni.
500 ár eru liðin síðan Kólumbus
„fann“ Ameríku en það undarlega
er að hann fór fyrst að hyggja að
vestursiglingu eftir að hafa dvalist í
borginni Bristol (og e.t.v. komið til
íslands). í Bristol bjó þá fjöldi íslend-
inga og vitað er að meðal þeirra
hafi vitneskjan um Vinland, landið í
vestri, verið almenn. Hér er rakið
hvemig hann notfærði sér upplýs-
ingar sæfaranna í Bristol en þagði
um það þunnu hljóði svo hann einn
hlyti heiðurinn af Ameríkufundinum,
en í raun sigldi hann bara í kjölfar
Leifs.“
Útgefandi er Fjölvaútgáfan.
Bókin er 256 bls., prýdd fjölda
mynda og korta. Prentuð hjá
G.Ben. Verð 2.490 krónur.
Sigrún og Selma í
Islensku óperunni
ÞÆR SIGRUN Eðvaldsdóttir
fiðluleikari og Selma Guðmunds-
dóttir píanóleikari halda tvenna
tónleika í Islensku óperunni um
næstu helgi. Fyrri tónleikarnir
verða haldnir föstudaginn 11.
desember kl. 21. Þeir síðari, sem
eru fjölskyldutónleikar, verða á
sunnudaginn 13. desember kl. 15.
Á tónleikunum munu þær Sigrún
og Selma leika lög af nýútkominni
geislaplötu sinni með íslenskum
lagaperlum, sem ber heitið Ljúf-
lingslög. í fréttatilkynningu segir
að lögin séu eftir flesta þekktustu
sönglagahöfunda íslendinga, meðal
annarra Sigvalda Kaldalóns, Þórar-
inn Guðmundsson,. Sigfús Einars-
son og Pál ísólfsson. Atli Heimir
Sveinsson hefur útsett lögin fyrir
fiðlu og píanó. Geislaplatan er gefin
út af Steinum hf. eins og fyrri plata
listakvennanna, Cantabile, sem
kom út á síðasta ári.
Allur ágóði af tónleikunum renn-
ur til kaupa á nýju fiðlunni hennar
Sigrúnar. Sigrún hefur leikið á fíðl-
una frá því hún fékk hana afhenta
í febrúar. Frá þeim tíma hefur hún
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og
Selina Guðmundsdóttir pfanóleikari.
þegar unnið til tvennra alþjóðlegra
tónlistarverðlauna, síðast í hinni
frægu Carl Flesch keppni í London.
Sigrún er nýkomin úr tónleikaferða-
lagj um Japan og hún kom fram á
tvennum tónleikum í London í nóv-
ember. Tónleikarnir um helgina eru
fyrstu einleikstónleikar Sigrúnar á
íslandi, þar sem hún leikur á nýju
fíðluna.
Geislaplatan Ljúflingslög verður
til sölu í Operunni og munu lista-
konurnar árita hana að'tónleikun-
um loknum. Allur ágóði af sölu plöt-
unnar rennur í Fiðlusjóð Sigrúnar.
Veitingahúsið Sólon íslandus
Barna- og ungl-
ingabókakynning
Á NÆSTU dögum munu nokkrir
barna- og unglingabókahöfundar
kynna bækur sínar og lesa úr
þeim á veitingahúsinu Sólon ís-
landus. Kynningarnar hefjast um
klukkan 17.00 á daginn og verða
sem hér segir:
Miðvikudagur 9. des.: Iðunn
Steinsdóttir les úr verkum sínum,
en hún hefur að þessu sinni sent
frá sér bókina Fjársjóðurinn í Útsöl-
um og fimm smábækur um systurn-
ar Snuðru og Tuðru. Hrafnhildur
Valgarðsdóttir les úr bók sinni í
heimavist.
Mánudagur 14. des.: Gunnar
Helgason les úr bók sinni Goggi og
Gijóni. Guðlaug María Bjarnadóttir
les úr bók sinni Ævintýri á ísnum.
Þriðjudagur 15. des.: Gunnar
Helgason les úr bók sinni Goggi og
Grjóni. Þorsteinn Marelsson les úr
bók sinni Milli vita.
Miðvikudagur 16. des: Iðunn
Steinsdóttir les úr verkum sínum
Fjársjóðurinn í Útsölum og um
Snuðru og Tuðru. Kristín Steins-
dóttir les úr bók sinni Draugar vilja
ekki dósagos.
Þorgfeir Ibsen
Nýjar
bækur
HREINT og
beint — Ijóð og
ljóðlíki er
fyrsta ljóða-
bók eftir Þor-
geir Ibsen í
Hafnarfirði.
Á bókarkápu
segir: „Nýr
ljóðahöfundur
ýtir hér úr vör,
þótt seint sé, með ljóðabók, sem
hann kallar Hreint og beint. Þar
eru farnar troðnar slóðir í hefð-
bundnum stíl, en nýstárlegum
þó um sumt. Höfundur á það til
að víkja af alfaraleið í ljóðum
sínum, einkum í þeim ljóðum sem
hann nefnir ljóðlíki en ekki Ijóð
með því fororði að ljóðlíki geti
ekki kallast ljóð fremur en smjör-
líki smjör. En ljóðlíki hans eru
samt allrar athygli verð og virð-
ast standa vel fyrir sínu.“
Útgefandi er Skuggsjá. Bók-
in var sett og prentuð í Prent-
bergi og bundin í Félagsbók-
bandinu-BókfelIi. Kápu teikn-
aði Auglýsingastofa Guðrúnar
Önnu. Bókin er 96 bls. og kost-
ar 2.190 krónur.
■ Löndin í
suðri — stjórn-
mál og sngn
skiptingar
heimsins eftir
Jón Orm Hall-
dórsson.
1 kynningu seg-
ir: „Rit þetta
flallar um Jón Ormur Hall-
stjórnmál og dórsson
þróunarsögu þeirra í löndum
Suðursins, en Suðrið er samheiti
þeirra landa sem áður voru nefnd
þriðji heimurinn. Það nær yfir
Afríku, rómönsku Ameríku og
Asíu, utan Japans og fyrrum
Sovétríkjanna. Þessi lönd eru
heimkynni fjögurra fimmtu hluta
mannskyns og eru um margt
gjörólík, en eiga það þó flest
sameiginlegt að hafa verið undir
stjórn eða áhrifum Evrópuríkja
áður fyrr og bera þess mjög
merki.“
Útgefandi er Heimskringla
— Háskólaforlag Máls og
menningar. Bókin er 247 bls.,
prentuð í G. Ben. prentstofu
hf. Hún kostar 2.680 krónur.
■ Svipmynd-
ir úr réttar-
sögu heitir
bók eftir Pál
Sigurðsson.
I kynningu
útgefanda seg-
ir: „í þessari
bók, sem hefur
að geyma níu
ritgerðir um PáU S,^rðsson
réttarsöguleg efni, fléttar höf-
undurinn, dr. Páll Sigurðsson,
saman réttarsögu og almennri
sögu þjóðarinnar og bregður upp
svipmyndum af tengslum ís-
lensks réttar við þjóðfræðileg
efni. Hann segir m.a.: „Er gott
að vera þess minnugur, að réttur-
inn er „spegill þjóðfélagsins" á
hveijum tíma, og er ekki um að
sakast nú, þótt sumar spegil-
myndirnar þyki ekki fagrar, þeg-
ar litið er til liðinna alda.“
Útgefandi er Skjaldborg.
Bókin er 300 blaðsíður og kost-
ar 2.990 krónur.
■ Dulrænn veruleiki heitir
bók eftir Einar Ingva Magnús-
son
í kynningu útgefanda segir:
„í þessari bók segir hann frá
reynslu sinni og annarra af dul-
rænum upplifunum, skynjunum
sem oft tengjast amstri hins dag-
lega lífs. Þó ekki séu þær allar
tengdar stórum atburðum, þá eru
þær óijúfanlegur hluti þess lífs
þess næma, dulrænn veruleiki.
Útgefandi er Skjaldborg. Bók-
in er 235 bls. og kostar 2.490
krónur.
»ior/>
P •
Nýjar bækur
Bók um galdra
GALDRAR á íslandi heitir bók
eftir Matthías Viðar Sæmundsson.
í kynningu útgefenda segir m.a.:
„Þessi bók inniheldur galdrahandrit
sem er einstæð heimild um galdra
eins og þeir voru iðkaðir hérlendis á
17. öld. Galdrahandritinu fylgir viða-
mikil ritgerð • eftir Matthías Viðar
Sæmundsson og nefnist hún „Var
þá þytur í loftinu. Frá rúnaristum
til dauðsmannsbeina“. í henni er
brugðið óvæntu ljósi á þekkingar-
heim sem að mestu hefur vefið á
huldu. Fjallað er um galdra hér á
landi og í alþjóðlegu samhengi,
heiðnar rætur og átök sem urðu í
íslensku þjóðfélagi eftir siðaskiptin
og á 17. öld, en þá fór fram
„kristnitaka hin síðari", að mati höf-
undar, heiðinni þjóðmenningu var
útrýmt með báli og brandi. Matthías
Viðar skrifar að auki ýtarlegar skýr-
ingar við einstaka galdra, þar sem
fjallað er um táknmál þeirra, tækni,
sögulegar fyrirmyndir og ekki síst —
virkni þeirra og áhrifamátt."
Útgefandi er Almenna bókafé-
lagið. Bókin er 460 bls. Haildór
Þorsteinsson, hönnuður í Odda,
hefur teknað upphafsstafi og ann-
að útlit bókarinnar, en hún er
prentuð í Odda. Verð 3.495 krónur.
Hotel
Island
■SaraÉ
LAUGARDAGINN 12.DESEMBER
Af því tilefni verður Hótel ísland
með frábært afmælistilboð sem þú
hefur ekki efni á að missa af:
Þríréttuð máltíð og sýning á aðeins kr. 1.950
Þú sparar kr. 3.000
Matseðill:
(Kœkjukóngasúpa
(jrillsteiktur lamba-
firycjgvöðvi ‘Tondant
‘Trönsk súkkulaðimús
Cointrau
Missið ekki af einni bestu sýningu
sem hér hefur verið.
Kynnir: Hinn eldhressi Hemmi Gunn.
Stjomin og Cuba Libra
Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson, Rúnar
Júlíusson, Otis og Shady Owens leika fyrir
dansi og kynna lög af nýrri hljómplötu
Rúnars „Rúnar og Otis“
Verð á dansleik kr. 1000
Húsið opnað kl. 20
Miðasala og borðapantanir
ísima 6871II
HQTEI, pg,T,AND