Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Nýjar bækur ■ Skemmtílegar tilraunir er nýr flokkur tilraunabóka sem aðsögn útgefanda beinirat- hygli barna að mismunandi eig- inleikum efna. „Hér er að fínna hugmyndir að fjölmörgum tilraunum og eru leið- beiningar útskýrðar með ljósmynd- um. Það sem til þarf eru einfaldir hlutir og efni sem finnast á hverju heimili." Bækurnar sem nú koma út heita Loft og Vatn. Útgefandi er Mál og menning. Hvor bók er 29 bls. og kostar '880 krónur. ■ Tvær bækur eftir sænska höfundinn GuniIIu Bergström eru komnar út í þýðingv Sigr- únar Árnadóttur. Bækurnar heita Góða nótt Einar Áskell, sem er endurútgáfa, og Milla getur ekki sofið, en þar er á ferð ný söguhetja frá hendi höf- undarins. Sögunni er ætlað að upf)örva myrkfælin böm. Útgefandi er Mál og menning. Hvor bók er 26 bls. og kostar 740 krónur. ■ Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain er nú komin út í nýrri og myndskreyttri útgáfu í þýðingu Gissurar Ó. Erlings- sonar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Stikilsbeija-Finnur strýkur frá drykkfelldum föður sínum eftir að faðirinn reynir að stela frá hon- um fjársjóði sem hann hefur fund- ið ásamt Tuma vini sínum. Finnur kynnist strokuþrælnum Jim og saman leita þeir frelsisins og lenda í ótrúlegum ævintýrum á leið sinni niður Missisipifljótið á fleka.“ Útgefandi er Skjaldborg. Verð 990 krónur. ■ Komin er út ný útgáfa af barnasögunni ÓIi Alexander fílibomm-bomm-bomm eftir norska rithöfundinn Anne-Cath Vestly í íslenskri þýðingu Hróðmars Sigurðssonar. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Oli Alexander er lítill og fjörugur strákur sem býr í stóru húsi með mömmu sinni, pabba sín- um og hundinum Lubba. Og hann lendir í alls konar ævintýrum því það er svo margt sem hann langar að gera.“ Utgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Verð 1.298 krónur. ■ Nýr flokkur tómstundabóka fyrir börn og unglinga ber heit- ið: Þegar rignir... ogfyrstu tvær bækurnar fjalla um töfrabrögð og spilagaldra. I bókinni Töfrabrögð eru leið- beiningar um hvernig hægt er að beita ýmsum frægum brögðum: klútar og peningar hverfa og koma aftur í leitimar og aðstoðarmaður er rekinn í gegn í kassa án þess að honum verði meint af. í hinni bókinni er sýnt hvemig maður getur „séð inn í huga ann- ars manns“ og finnur spil sem stungið hefur verið í stokkinn af handahófi. Allt sem þarf er dálítið æfmg og töfraorð. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Björn Jónsson skólastjóri hefur þýtt bækurnar en þær eru prentaðar í Belgíu og kosta 980 krónur hvor. ■ Ævintýrið og Fríðu og Dýrið kemur út í tveim útgáfum, í inn- bundinni bók í stóru broti og einnig í styttri útgáfu í ódýru kiljuformi. Stærri bókina þýddi Þrándur Thoroddsen en hina minna Sigrún Árnadóttir. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan af því hvernig Fríða og Dýrið kynnast og fer að þykja vænt hvoru um annað er í senn skemmtileg og hrífandi. Fríða og Dýrið er þegar orðin ein skærasta perlan í ævintýrasjóði Disneys. í bókunum er ævintýrið rakið í máli og myndum í sama stíl og í kvik- myndinni Fríðu og Dýrinu." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Verð, innbundin bók 1.280 kr., kiljuútgáfa 395 krónur. ■ Pjakkar í Bestabæ er nýr bókaflokkur með Kobba kanínu og félögum: Kötu kanínu, Grísa, ívari önd, Sætu, Skeggja og Lindu lómi. Fyrstu tvær bæk- urnar eru nú komnar út. „Körfuboltinn" gerist daginn sem Kobbi getur ekki með nokkru móti fundið boltann 'sinn, sama hvar hann leitar og freistar þess að eignast nýjan. Þá ríður á að eigan góða vini. „Speglasalurinn“ segir frá því þegar Bestabæjarskóli sendir vin- ina til að gera vettvangskönnun á öllu því sem Bestabæjargarður hefur upp á að bjóða. Þau fara í speglasalinn og lenda þar heldur betur í ævintýrum. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bækurnar kosta hvor um sig 295 krónur. ■ Ný saga um Bangsímon er komin út. Bókin heitir Bangsím- on ogjólin. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Þar koma við sögu auk Bangsímons þeir Eyrnaslapi, Tumi tígur, Grislingur og allir hinir. Komið er fram á aðfangadags- kvöld og Bangsímon bíður þess eins að hátíðin gangi í garð. Hann er búinn að öllu en finnst samt eins og eitthvað vanti. Og allt í einu man aumingja Bangsímon hvað það er. Hann steingleymdi öllum gjöfunum handa vinum sín- um. Hvað á hann að gera? Útgefand er Vaka-Helgafell. Verð 980 krónur. ■ Bókasafn barnanna er flokk- ur léttlestrabóka sem Mál og menning gefur út í samvinnu við Barnabókaútgáfuna. Nú eru komnar út Flyðruveiðin eftir Gunnar Harðarson og Halldór Baldursson, Helga og hunangs- flugan eftir Þórgunni Jónsdóttur og Þóru Sigurðardóttur og Prins- inn sem lék á nornina eftir Gísla Ásgeirsson og Margréti E. Lax- ness. Hver bók er 24 bls. Bækurnar eru prentaðar í Hong Kong og kosta 390 krónur hver. M Stóra klukkubókin eftír Cla- ire Llewellyn er komin út íþýð- ingu Nönnu Rögnvaldsdóttur. I kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni er fjöldi þrauta og verkefna sem hvetja börnin til að læra og gera námið spennandi og skemmtilegt, einnig er í henni klukka með færanlegum vísum.“ Útgefandi er Iðunn. Verð 1280 krónur. Menningarverðlaun Staalhanzk Hinn táknræni Gullni kíkir GULLNI kíkirinn, menningar- verðlaun Staalhanzk-sjóðsins, hefur verið veittur í annað sinn á þessu ári. Viðurkenningin kom að þessu sinni í hlut myndlistar- mannsins Hallgríms Helgasonar og var hún afhent við formlega athöfn um leið og sýning á verk- um Hallgrims var opnuð í Ný- listasafninu, laugardaginn 28. nóvember. Að sögn Hallgríms er heitið Gullni kíkirinn táknrænt. Kíkirinn á að opna nýja sýn til fjarlægra landa. Og íslandsvinurinn Staal- hanzk, sem stendur fyrir verðlaun- unum, veitir þau aðallega til lista- manna sem unnið hafa erlendis og borið nýja strauma inn í íslenskt menningarlíf. Staalhanzk er af pólskum ættum og höfuðstöðvar sjóðsins eru í Varsjá í Póllandi. Hann er búsettur í Þýskalandi og fylgist vel með listviðburðum á sviði myndlistar hérlendis, og kemur hingað að minnsta kosti einu sinni á ári. Þetta er í þriðja sinn sem Gullni kíkirinn er veittur. Haraldur Jóns- son fékk hann 1990 og Þorvaldur Þorsteinsson fyrr á þessu ári, báðir myndlistarmenn. „Kíkirinn er veitt- ur eftij hentugleikum Staalhanzk og að hans frumkvæði, engin regla á veitingu," segir Hallgrímur, „að- allega viðurkenning til að styrkja mann í trúnni á því sem maður er að gera.“ Fréttatilkynning Hallgrímur Helgason myndlistarmaður veitir skjalinu viðtöku, en Dani- el Þ. Magnússon, stjórnarmeðlimur í Nýlistasafninu, sá um afhendingu. Frá æfingu. Ballettskóli Guðbjarg- ar sýnir Hnetubrjótinn HJÁ Bailettskóla Guðbjargar Björgvins er verið að leggja síðustu hönd á undirbúning að uppsetningu á jólaballettinum „Hnetubrjótur- inn“ við tónlist P.I. Tsjaíkovskíjs. Ballettinn verður sýndur í fullri lengd, dansaður af nemendum skólans frá sex ára aldri. Sýningar verða í Islensku óperunni sunnudaginn 13. desember, mánudaginn 14. des. og miðvikudaginn 16. des. og hefjast allar kl. 20.00. Ballettskóli Guðbjargar Björg- vins hefur starfað í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi síðastliðin tíu ár og nemendasýningar hafa verið árlegur viðburður í skólastarfinu. Þetta er þó í fyrsta skipti sem þekkt verk er sýnt, verk sem árlega er sýnt í mörgum leikhúsum og ball- ettskólum víða um heim um jóla- leytið. Og í fréttatilkynningu segir að Hnetubijóturinn sé óijúfanlegur hluti af jólastemmningu margra fjölskyldna. Miðasala verður daglega í skól- anum kl. 17-19 og sýningardagana í íslensku óperunni frá kl. 15.00. íslensk bókatíð- indi komin út Bækur á samaverði síðastlið- in þijú ár 1 ÍSLENSK bókatíðindi 1992 eru komin út . Fjöldi nýrra bókatitla er nánast sá sami og í fyrra, nokk- uð á fimmta hundrað og verðið er einnig það sama og síðustu tvö ár. Upplýsingar um verð fylgja hverri bókarkynningu að þessu sinni. Bókinni er skipt í flokka eftir efni og hefur mest fjölgað ævisögum og endurminningum á kostnað bóka al- menns efnis, sem er þó enn fyrirferð- armesti flokkurinn. Barna- og ungl- irigabækur, íslenskar og þýddar sam- anlagt, eru um fjórðungur titlanna sem er sviþað og í fyrra, en mun t meira en var fyrir nokkrum árum. Aðrir flokkar eru íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, ljóð, handbækur og | matreiðslubækur. Bókatíðindin eru gefin út af Fé- lagi íslenskra bókaútgefenda og hef- ^ ur verið lögð mikil vinna í að tryggja að þau gefi sem gleggsta mynd af þeim nýju bókum sem nú eru á boð- stólum og geri notendum unnt að skoða og velja í ró og næði heima áður en lagj; er af stað í jólagjafaleið- angurinn. Bókaútgefendur vekja at- hygli á að enginn virðisaukaskattur er á bókum og treysta að þetta verði ekki síðustu jólin sem bókin er góða gjöfín á góða verðinu. (Fréttatilkynning) Slysavamafélag íslands Gjöf á Gjöf, til bjargar mannslífum Útsölustaðir á höfuðborgarsvæðinu eru: Flestir stórmarkaðir, bókaverslanir, blóma- búðir, útsölustaðir Lottós, bensínstöðvar Olís og skrifstofa SVFÍ. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS, sími 627063.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.