Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 13
g(:r{M0BSÍM6MP© IMIÐVÍKUDAOUR (9HDE6BMBBR) 1992 sn3 Atvinnumál farmanna eftir Guðlaug Gíslason Um þessar mundir er mikið rætt um atvinnumál og hvernig eigi að tryggja þegnum þessa þjóðfélags atvinnu í nútíð og framtíð. Þessi umræða er ekki að ófyrirsynju því sjaldan hefir syrt eins ískyggilega í álinn og nú í atvinnumálum þjóðar- innar. Ein er sú atvinnugrein sem ekki hefir farið mikið fyrir í hinni al- mennu umræðu um þessi mál að undanfömu. Hér er átt við far- mennsku þ.e. störf á íslenskum far- skipum. A undanfömum tólf ámm hefír skipum sem gerð era út af út- gerðum innan Sambands íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) fækkað úr 51 skipi í 32 skip. Árið 1980 vora 48 þessara skipa skráð á íslandi. Nú era skipin sem sigla undir íslensk- um fána einungis 12, en útgerðimar gera nú út 20 skip sem sigla undir erlendum fánum eða samtals 32 skip. Það sem er alvarlegast við þessa þróun er sú tilhneiging útgerðanna að skrá skip sín í auknum mæli und- ir erlendum fánum og ráða á þau útlendar áhafnir frá láglaunasvæð- um heimsins. Nú er svo komið að stærstur hluti þeirrar vöru, sem flutt er í heilum skipsförmum svo sem lýsi, mjöl, byggingavörar o.fl. er flutt með skipum með erlendum áhöfnum að hluta eða alveg, að ekki sé talað um olíuvörar. Flesta daga ársins má sjá meðalstór olíuskip við bólfestar á ytri höfn Reykjavíkur, þar sem þau losa þær olíuvörar sem til landsins era fluttar. Oft hefír sú spuming hvarflað að mér hvort þarna væri ekki rakið verkefni fyrir okkur ís- lendinga sjálfa? Þvi er ekki að neita að þessi hátt- ur í rekstri farskipa, þ.e. „að flagga skipunum út“ sem kallað er, sem þýðir að skipin era skráð undir fána annarra ríkja, svo kallaða þægindaf- ána, er ekki sér íslenskt fyrirbæri. Hin Norðurlöndin hafa t.d. öll lent í þrengingum með rekstur sinna far- skipa af sömu ástæðu. Ríkisstjómir allra Norðurlandanna nema íslands hafa gert ýmsar þær ráðstafanir, sem gera útgerðunum kleift að skrá skip sín í heimalandinu m.a. með því að opna alþjóðlegar skipaskrár fyrir farskip. Að vísu hefír alþjóðleg skipa- skrá ekki verið lögfest í Svíþjóð, en öruggar heimildir segja að svo verði um næstu áramót. Jafnhliða þessum ráðstöfunum hafa ríkisstjómir hinna Norðurland- anna allar gert ýmsar þær ráðstaf- anir sem leiða eiga til þess að skip „Það er krafa íslenskr- ar farmannastéttar að siglingum til og frá Is- landi verði framvegis sinnt af íslenskum skip- um, mönnuðum íslensk- um áhöfnum.“ þeirra og áhafnir verði samkeppnis- hæf við þægindafánaskip og áhafnir frá láglaunalöndunum. Þessar aðgerðir frænda okkar Is- lendinga hafa að sönnu reynst mis- jafnlega árangursríkar og fer þá gjaman eftir því frá hvaða bæjardyr- um litið er. Eitt er þó óumdeilt að sú leið sem Danir fóra þ.e. að styrkja atvinnugreinina með skattpeningum sjómanna hefír reynst þeim vel. Um það era bæði danskir sjómenn og útgerðarmenn sammála. Um mitt ár 1988 vora flestöll farskip í eigu Dana sem vora í utanlandasiglingum skráð undir þægindafána og nær alfarið mönnuð útlendingum. Nú hefír dæmið snúist við. Næstum öll skip í eigu Dana hafa snúið heim og sigla nú undir dönskum fána og era mönnuð dönskum farmönnum að 90-95%, sem færa nú þjóðarbúinu stórfelldar gjaldeyristekjur í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur. Á undanfömum áram hafa félög yfirmanna á farskipunum ítrekað bent stjórnvöldum á að ef ekkert væri að gert af þeirra hálfu, sem gerði útgerðirnar samkeppnishæfar á alþjóðlegum flutningamarkaði mundi skipunum verða „flaggað út“ og erlendir sjómenn taka við af þeim íslensku. Þessu hafa stjómvöld ekki sinnt nema síður sé. Stéttarfélögin hafa líka margoft mótmælt því að leiguskip útgerðanna með útlendum áhöfnum skuli áram saman stunda áætlunarsiglingar til og frá Islandi. Á fyrri hluta árs 1991 skipaði þáverandi samgönguráðherra nefnd sem skipuð er fulltrúum hagsmuna- aðila, samgönguráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og Siglingamála- stofnun. Nefndinni var ætlað að end- urskoða lög og reglur um skráningu og mönnun kaupskipa með það að markmiði að skapa íslenskum kaup- skipaútgerðum sambæritegan rekstrargrandvöll og er í nágranna- löndunum. Þessi nefnd hefír engu skilað af sér enn enda mun hún ekki hafa haldið fund það sem af er þessu ári, sem sýnir að hinn pólitíski vilji er ekki fyrir hendi. Vilhjálmur kvað eftirsjá í að frádráttarheimildir vegna arð- greiðslna lækki úr 15% í 10% af nafnvirði hlutabréfa. „Stefna Verslunarráðs hefur verið að hætta viðmiðun við nafnverð hlutabréfa, og miða við raunveru- legt verð þeirra. Það var reyndar í .samvinnu Verslunarráðsins og ágætra manna sem þá voru í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar, sem frádráttarheimildin var hækkuð í 15%.“ Vilhjálmur sagði skattastefnu Guðlaugur Gíslason Því standa málin nú svo að 63% farskipa á vegum útgerða innan SÍK sigla undir þægindafánum og ein- ungis 37% undir íslenskum fána. Á skipunum er 265 (74%) stöðugildum sinnt af íslendingum en 93 (26%) af útlendingum. Væra íslenskir far- menn í öllum stöðunum sem útlend- ingar starfa í nú væri það fullt starf fyrir um 150 farmenn. Af þessum mönnum fær íslenska ríkið hvorki skatta né skyldur, en íslenskir far- menn á atvinnuleysisbótum. Á þessum skipum öllum er því um 358 stöðugildi að ræða sem væri full vinna fyrir 537 farmenn. Hér er því um atvinnuveg að ræða sem íslensk þjóðfélag hefír ekki efni á að líta á sem afgangsstærð sem engu máli skipti. Og enn syrtir í álinn. Nú eru boð- aðar uppsagnir og enn frekari fækk- un skipa. Utgerðir eru að flytja af landi brott með hluta eða alla sína starfsemi. Þannig era allar líkur á að íslensk farmannastétt geti heyrt sögunni til ef ráðamenn þessara þjóða þekkja ekki sinn vitjunartíma. í gegnum tíðina hefir oft verið um það rætt og ritað hversu mikilvægt það væri fyrir eyþjóð sem íslend- inga, að eiga sjálfír skipin og stjóma alfarið siglingum að og frá landinu. Þessi hugsun var m.a. hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar í upp- hafi aldarinnar og án efa einn helsti aflgjafinn í þeirri mögnuðu fjölda- hreyfíngu sem batt endahnútinn á stofnun Eimskipafélags íslands árið 1914. Það verður aldrei nógsamlega bent á þá hættu, sem er fyrir hendi, þeg- ar milliríkjadeilur eða striðsástand skapast að útgerðir missi yfirráð fyrir skipum, sem skráð era í öðrum löndum. Það er krafa íslenskrar farmanna- stéttar að siglingum til og frá ís- landi verði framvegis sinnt af íslensk- um skipum, mönnuðum íslenskum áhöfnum. Einnig er það krafa stétt- arinnar að litið sé á siglingar sem sjálfstæðan atvinnuveg, nauðsynleg- an sjálfstæði eyþjóðar, atvinnuveg sem gæti skilað miklum arði í þjóðar- búið sé rétt á málum haldið. Höfundur er framkvæmdasijóri Stýrimannafélags íslands. Frumvarp um tekju- og eignarskatt Stuðlar að sparn- aði í fyrirtækjum - segir Vilhjálmur Egilsson SKATTLAGNING fyrirtælya, samkvæmt frumvarpi um tekjuöfl- un ríkissjóðs á næsta ári, gerir bæði ráð fyrir lækkun tekjuskatts í áföngum og afnámi eða lækkunum frádráttarliða. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdasljóri Verslunarráðs íslands, kvað megin- stefnuna í breytingunum virðast vera þá, að stuðla eigi að því að hagnaður verði skilinn eftir í fyrirtækjunum. Raunveruleg tekjuskattslækkun yrði þó nær engin á næsta ári, því niðurfell- ing 10% framlags í fjárfestingasjóð vegi þar á móti. Afnám að- stöðugjalds væri þó mikilvægast fyrir fyrirtækin. þá sem stuðlaði að því að hagnað- ur verði skilinn eftir í fyrirtækjun- um ekki aðeins af hinu góða. „Maður veltir því fyrir sér hvort ekki sé gengið of langt í þessum efnum, ekki síst þegar afnema á í áföngum frádráttinn vegna hlutabréfakaupa. Þetta blandast líka saman við hátekjuskattinn, sem ásamt lágri tekjuskattspró- sentu gæti orðið til þess að mörg- um sameignarfélögum yrði breytt í hlutafélög." KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF VANDAÐAR VORUR A GOÐU VERÐI Heimilistæki hf hafa tekið.við CASIO umboðinu á íslandi CASIO vörurnar fást hjá okkur og umboðsmönnum um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 15 ■ KRINGLUNNI SlMI 69 15 20 Umboðsmenn um land allt Ssk Jmíiim, Æ&féh. Æ&mis. .Æwks.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.