Morgunblaðið - 09.12.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
Af atvinnuskapandi verkefnum
eftir Þorstein
Siglaugsson
Árni Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra rafverktaka, ritar grein í
Morgunblaðið hinn 10. nóvember
síðastliðinn og gerir að umræðuefni
umfjöllun sem ég tók nýverið sam-
an fyrir tímaritið Stefni, undir yfir-
skriftinni „Forsendur framtíðar".
Árni gagnrýnir þessa umíjöllun og
skoðanir sem þar komu fram í við-
tölum við nokkra forystumenn í
íslensku þjóðlífi. Hann segist hefði
kosið að fram kæmu skýrari ábend-
ingar um „raunhæfa atvinnuskap-
andi framleiðslu eða þjónustu sem
óneitanlega kæmi sér vel þessa
dagana. “ Þetta er inntakið í gagn-
rýni Áma á umíjöllun Stefnis.
Raunhæfar hugmyndir
Hugmyndir um nýja framleiðslu
eða þjónustu eru góðra gjalda verð-
ar. Án hugmynda verður engu hrint
í framkvæmd. En góðar hugmynd-
ir em eitt af því fáa sem enginn
skortur er á í veröldinni og einar
og sér duga þær ekki til fram-
kvæmda. Því góð hugmynd er lítils
virði sé raunsæis ekki gætt við
útfærslu hennar og framkvæmd.
Það var af þessum sökum sem ég
kaus fremur að beina sjónum að
því hvað þurfí til svo góðar hug-
myndir geti orðið að raunhæfum
verkefnum, í stað þess að varpa
fram hugmyndunum einum. Þess
vegna yfirskriftin: „Forsendur
framtíðar" — skilyrðin fyrir'bjartri
framtíð, fremur en draumarnir um
það sem hægt væri að gera.
Ámi spyr hvort viðmælendur
Stefnis hefðu ekki talað öðruvísi
hefðu þeir kynnst atvinnuleysi af
eigin raun. En þetta er ekki það
sem spyija ber um. Fremur á að
spytja hvers vegna þessir ágætu
menn hafi ekki kynnst atvinnu-
leysi. Og svarið hlýtur að verða á
þessa Ieið: Það er vegna þess að
þeir kunna að nota hæfileika sína,
kunna að gera góðar hugmyndir
að raunhæfum verkefnum. Það eru
slíkir menn sem geta svarað til um
raunhæfa möguleika í atvinnumál-
um, meðan sá sem enga atvinnu
hefur er líklegri til að stökkva á
fyrsta tækifærið sem býðst án þess
að hugleiða af alvöru hvort vit sé
í því eða ekki. Því reynsla af at-
vinnuleysi kennir engum ábyrgð
og raunsæi, síður en svo. Hún er
aðeins reynsla af atvinnuleysi, ekk-
ert meira.
Svolítill misskilningur
um rafmagn
Ámi gagnrýnir forsíðumynd
Stefnis, af „hraustlegum karli, með
fisk í annarri hendi og rafstrenginn
frá íslandi í hinni“. Gagnrýnin á
þetta ágæta myndverk byggist á
nokkmm misskilningi. Myndin
kann vissulega að vera táknræn
fyrir framtíð íslensks atvinnulífs.
En ekki þannig að þar sé vísað til
þess að um alla framtíð munum
við lifa á útflutningi hrárrar raf-
orku. Þvert á móti táknar tengikló-
in möguleg tengsl okkar við aðrar
þjóðir heims. Um hana berst okkur
sá utanaðkomandi kraftur sem
nauðsynlegur er hverri þjóð í al-
þjóðlegu efnahagslífi nútímans.
Sem slík er samt gagnrýni Árna
á hugmyndir margra um útflutning
raforku góðra gjalda verð. Hann
telur skammsýni ráða hugmyndum
margra um slíkan útflutning —
ekki sé hugað að því hveijar tekj-
umar verði þegar litið er til fram-
tíðar. Hann tekur svo fleiri dæmi
um það sem hann nefnir vanhugs-
aðar leiðir í atvinnumálum, þ. á m.
rekstur sjávarútvegs eins og hann
hefur viðgengist hér í gegnum tíð-
ina. Og hér get ég verið fyllilega
sammála Árna. Þessi gagnrýni
hans á skammsýni ráðamanna og
sumra forkólfa atvinnulífsins er
bæði réttmæt og nauðsynleg. Við
höfum allt of lengi þjáðst af þeim
kvilla að grípa þau tækifæri sem
eru hendi næst án þess að hugleiða
nokkum tíma hvort þau séu raun-
hæf þegar litið er til framtíðar. Og
þetta er einmitt höfuðatriðið í um-
fjöllun Stefnis — það sem nefnt
hefur verið hugsunarháttur veiði-
mannsins. Það er ánægjulegt að
sjá forystumann í atvinnulífínu
taka undir það.
Hugsunarháttur
veiðimannsins
Kannski era gjöful fískimið það
versta sem hent hefur íslenskt
efnahagslíf. Þar kemur tvennt til.
í fyrsta lagi að við höfum treyst á
fískgengd, en látið nauðsynlega
uppbyggingu iðnaðar og þjónustu
sitja á hakanum. Við flytjum nán-
ast allan þann físk sem veiðist hér
við land út óunninn eða hálfunninn
og með þeim hætti höfum við sóað
gríðarlegum verðmætum. Sama
höfum við gert varðandi raforkuna.
Ein röksemd sem stundum er
Þorsteinn Siglaugsson
„Þeir milljarðar sem nú
eru ætlaðir til viðbótar-
framkvæmda í vega-
málum og annarra „at-
vinnuskapandi verk-
efna“ væru miklu betur
komnir í öflugri rann-
sóknarstarfsemi, hvort
sem er hér heima eða
við erlenda háskóla og
vísindastofnanir, þar
sem íslendingar eru við
nám og störf.“
hent á lofti þegar rætt er um að
setja hér niður verksmiðjur, sem
vinni úr innfluttu hráefni, er að
slíkt hljóti að vera fáránlegt, þar
sem hráefnið sé ekki numið hér.
Þetta er gríðarlegur misskilningur.
í iðnaðarþjóðfélögum nútímans er
hráefnið ekki nema lítill hluti verð-
mætanna sem sköpuð eru. Megin-
hluti þeirra verður til þegar verð-
litlu hráefni er breytt í verðmikla
iðnaðarvöra. Þar skiptir ekki máli
hvaðan hráefnið sjálft kemur, held-
ur hvað gert er við það. En síðari
afleiðingin af trausti okkar á
fiskimiðunum er einmitt sú hve við
eigum erfítt með að skilja þetta.
Við sjáum aðeins hráefnið, náttúra-
auðlindirnar, fisk og rafmagn, en
gerum okkur enga grein fyrir því
að það er fullvinnsla þessara auð-
linda og ekki síst markaðssetning
afurðanna, sem mestu skiptir. Ekki
auðlindirnar sjálfar. Að baki þess-
um misskilningi liggur einmitt
hugsunarháttur veiðimannsins og
rætur hans eru í atvinnuháttunum
sjálfum: Það er róið þegar gefur,
en legið í landi á milli. Hveijum
degi látin nægja sín þjáning meðan
framtíðin er látin lönd og leið. Ólík-
legt er, að meðan hugsað er á þenn-
an hátt verði unnin nein þrekvirki
í efnahagslífínu, sama hve miklu
fjármagni er dælt í hinar ýmsu
„atvinnuskapandi" framkvæmdir.
Hvers vegna hefur
nýsköpunin misheppnast?
Á síðustu áram hafa verið gerð-
ar tvær stórar tilraunir til nýsköp-
unar í íslensku efnahagslífi og báð-
ar misheppnast illilega. Þar á ég
annars vegar við loðdýraræktina
frægu og hins vegar fiskeldið og
fjárausturinn í það. Nú hafa menn
að mestu misst trú á báðum þessum
greinum og telja fískeldi og loð-
dýrarækt aldrei geta gengið.
En það er kolröng ályktun. Það
var ekki fiskeldið sem brást, heldur
aðferðirnar við uppbyggingu þess.
Loðdýrarækt er ekkert verri at-
vinnugrein en aðrar, þótt hún hafí
mistekist hér á landi. í báðum til-
fellum var gallinn sá að anað var
út í framkvæmdir á grandvélli póli-
tískra ríkisábyrgða, fé dælt'í hvern
skussann á fætur öðrum og aldrei
hugað að því hvort menn kynnu til
verka eða hefðu minnstu hugmynd
um hvað gera ætti við framleiðsl-
una (svo fremi hún yrði ekki
hungurmorða í keijunum eða þá
búin að éta sjálfa sig).
Lærdómurinn sem við eigum að
draga af þessu er nefnilega ekki
sá, að fiskeldi og loðdýrarækt séu
vonlausar atvinnugreinar. Hann er
sá,að atvinnuuppbygging á ekki að
vera á hendi stjórnmálamanna.
Menn sem hafa góða hugmyndir,
þekkingu og raunsæi til að bera
geta ávallt fengið það fjármagn
sem til þarf, ef ekki innanlands þá
erlendis. En þeir verða að hafa
fyrir því sjálfir, eftir að lagt hefur
verið raunsætt mat á það sem þeir
ætlast fyrir. Aðeins þannig getur
orðið vit í nýsköpun.
Forsendur framtíðar
Þetta þýðir þó ekki að ríkið hafí
hér ekkert hlutverk. En hlutverk
þess er ekki bein þátttaka í fram-
kvæmdum og fjármögnun þeirra.
Það hlutverk er allt annars eðlis:
Til að undirbyggja þann hugsunar-
hátt og nákvæmni í vinnubrögðum
sem era nauðsynlegar forsendur í
iðnaðarþjóðfélagi ber ríkinu að sjá
til þess að veita fólki sem besta
menntun, fyrst og fremst í tækni-
og markaðsgreinum, ásamt þekk-
ingu á tungumálum og menningu
helstu viðskiptalanda okkar. Þar
liggja stærstu verðmætin. Ekki í
hráefni eða draumórakenndum
hugmyndum, heldur í nútímalegum
vinnubrögðum og raunverulegri
þekkingu. Þeir milljarðar sem nú
eru ætlaðir til viðbótarfram-
kvæmda í vegamálum og annarra
„atvinnuskapandi verkefna" væra
miklu betur komnir í öflugri rann-
sóknarstarfsemi, hvort sem er hér
heima eða við erlenda háskóla og
vísindastofnanir, þar sem Islend-
ingar eru við nám og störf. Þeir
væru betur komnir væri þeim eytt
í gagngera endurskoðun á grunn-
og framhaldsskólamenntun í land-
inu, með það eitt að markmiði að
bæta skírleik í hugsun og efla vís-
indaleg vinnubrögð með nemend-
um. Aðeins þannig getum við unn-
ið bug á hugsunarhætti veiði-
mannsins og alið hér upp fólk sem
hefur raunsæi, nákvæmni og þekk-
ingu til að bera — fólk sem hugsar
og skrifar eins og Árni Brynjólfs-
son.
Höfundur hefur BA-prófí
heimspeki og stundar
framhaldsnám íhagfræði.
Nuddarar opna félagsheimili
FÉLAG íslenskra nuddara og
Svæðameðferðarfélag íslands
hafa nú tekið á leigu húnsæði
fyrir starfsemi félagsins í Aspar-
felli 12 í Breiðholti (gengið inn
að aftan). Þarna er fyrirhugað
að vera með nuddaðstöðu fyrir
nema og þá sem vilja halda nudd-
kunnáttu sinni.
Fræðslufundir og námskeið
verða haldin í húsakynnum félags-
ins. Skrifstofutími félagsins er
mánudaga og miðvikudaga kl.
9.30-11.30 og þriðjudaga, fimmtu-
daga og föstudaga kl. 11.30-12.30.
Húsnæði félagsins verður form-
lega opnað kl. 20, 11. desember.
Þar mun saga félagsins verða rak-
in, jólaguðspjall, skemmtinefnd með
skemmtun, jólaglögg og fleira. Fé-
lagsmenn og velunnarar eru hvattir
til að mæta.
(Úr fréttatilkynningu)
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Með betlistaf
eftir Njörð P.
Njarðvík
Miðvikudaginn 18. nóvember
sl. birtist hér í Morgunblaðinu
athyglisverður leiðari um sam-
skipti bandaríkjahers og Islend-
inga og afstöðu ýmissa íslendinga
til þeirra samskipta, einkum Suð-
umesjamanna.
Nú er það kunnara en frá þurfi
að segja, að vera hersins á Mið-
nesheiði hefur alla tíð verið alvar-
legt pólitískt deilumál og skipt
þjóðinni í andstæðar fylkingar,
þótt ekki hafí borið eins mikið á
þeim deilum hin síðustu ár. And-
stæðingar herstöðvarinnar eiga
það sameiginlegt að líta svo á,
að það sé óeðlilegt að sjálfstæð
þjóð hýsi erlendan her. Flestir
stuðningsmenn hersetunnar hafa
í raun tekið undir þetta, en talið
á hinn bóginn að vera hersins hér
hafi verið ill nauðsyn í viðsjár-
verðum heimi. En síðari flokkinn
hafa einnig fyllt menn, sem hafa
fyrst og fremst litið á herinn sem
féþúfu. Og þeir virðast ekki glað-
ir nú, þegar deilur stórveldanna
heyra sögunni til og friðvænlegar
horfír í heiminum, og því tæki-
færi til að draga úr vígbúnaði og
kostnaði við hervarnir.
Hernám hugarfarins
Tilefni áðurnefnds leiðara er
sú ósk bandarískra stjómvalda,
að íslendingar taki meiri þátt í
kostnaði við rekstur Keflavíkur-
flugvallar, enda sé hann „að vera-
legu leyti orðinn borgarlegur
flugvöllur en ekki fyrst og fremst
herflugvöllur". Greint er frá því,
að íslenska flugvallarstjóranum
lítist illa á þetta vegna þess að
rekstur flugvallarins sé mjög dýr.
Sem era auðvitað engin rök, eins
og bent er á. Með sams konar
málflutningi mætti allt eins halda
því fram, að það sé einfaldlega
of dýrt fyrir okkur að vera sjálf-
stæð þjóð.
Umræða af þessu tagi hlýtur
að kalla á svar við spurningunni,
til hvers herstöðin sé hér. Er hún
hér vegna þess að meirihluti þjóð-
arinnar telur hana illa nauðsyn
til að tryggja vamir landsins, eða
er hún hér til þess að reka al-
mennan millilandaflugvöll fyrir
farþegaflug — og til að tryggja
atvinnu almennings á Suðurnesj-
um? Svo er helst að skilja á máli
sumra sveitarstjómarmanna þar.
Margir herstöðvaandstæðingar
hafa þráfaldlega klifað á hætt-
unni á því sem þeir nefna
„hernám hugarfarsins“, að áhrif
hersins nái ekki aðeins til utanrík-
is- og varnarmála, heldur teygi
sig einnig inn í huga landsmanna
með þeim afleiðingum, að þeir
verði beinlínis háðir vera hersins.
Þeir fari þá að líta á herinn sem
eðlilegan hluta af íslensku þjóðlífi
og bindist honum fjárhagstengsl-
um, sem erfitt geti reynst að losa
um. Þetta er nú að koma á dag-
inn. í stað þess að fagna því að
dregið sé úr umsvifum hersins
og vona að loks renni upp sú
stund að ísland verði á ný her-
laust land, þá lítur helst út fyrir
að sumir áhrifamenn í íslenskum
stjórnmálum séu að fara bónar-
veg að bandarískum stjórnvöldum
að auka þessi umsvif á ný af fjár-
hagsástæðum en ekki varnarþörf,
til að tryggja atvinnu fólks og
afkomu á Suðumesjum.
Snílqulíf
Það er skiljanlegt, að menn
leiti ýmissa úrræða á þrenginga-
tímum þegar böl atvinnyleysis
leggst yfir. Allir vita, að það er
niðurlægjandi að vera atvinnu-
laus, að fá þau svör að ekki sé
þörf fyrir framlag manns, verkk-
unáttu og elju. Og það er líka
vitað, að niðurlægður maður glat-
ar oft stolti sínu. En það er ná-
kvæmlega það sem aldrei má
gerast. Sá sem týnir stolti sínu
og heilbrigðum metnaði, breytist
óhjákvæmilega í aumkunarverð-
an ónytjung. Þess vegna er það
dapurlegt að sjá viðbrögð sumra
forystumanna á Suðurnesjum. í
sjónvarpi mátti nýlega sjá einn
áhrifamann í sveitarstjórnar-
mönnum þar syðra lýsa þeirri
hugmynd á fundi, að setja ætti
upp eins konar spilavíti í Leifs-
stöð. Og það var klappað! Eru
það þess konar tekjur sem Suðr-
nesjamenn vilja lifa af! Má
kannski búast við hugmynd að
vændi fyrir ferðamenn, meðan
þeir eiga hér viðdvöl?
Sami maður telur einnig, að
hefja eigi beinar viðræður við
bandarísk stjómvöld um bein
Ijárframlög til Suðumesjamanna,
líkt eins og sjálfsagt sé að þeir
séu á framfæri Bandaríkja-
manna. Hann lítur með öðrum
orðum á bandaríkjastjóm sem
einhvers konar félagsmálastofn-
un fyrir atvinnulausa Suðumesja-
menn. Þetta heitir á gamalli og
góðri íslensku að bera betlistaf.
Þetta heitir að lifa sníkjulífi.
Þetta heitir að hafa týnt stolti
sínu og heilbrigðum metnaði.
Þarf kannski að fara að breyta
kvæðinu góða og syngja nú: Sagt
hefur það verið um Suðumesja-
menn, þeir vilja lifa á áníkjum
og snöpunum enn? Ég trúi því
ekki, að sú sé afstaða almennings
á Suðurnesjum. Ég vil ekki trúa
því að íslenskt fólk sé slegið slíkri
blindu, að það sjái ekki þá niður-
lægingu, sem felst í gervi hins
„feita þjóns“ sem nefndur er í
Islandsklukkunni. í hans brjósti
á frelsið ekki heima.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóia íslands.