Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 22

Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 22
»o 22 ífiíff ílMflMMWMO ,(} ítaíMOtlMlVUlM flK3AtlHHUffJlOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 Franskir Svisslendingar eru miklu evrópusinnaðri en þýskumæl- andi landar þeirra og kosningarnar á sunnudag kunna að reka fleyg á milli þjóðarbrotanna. Engum hurðum verði skellt á Svisslendinga Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SKIPTAR skoðanir eru um það innan Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) hvemig eigi að bregðast við úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Sviss. Flest bendir til að vilji sé til að finna lausn sem geri Svisslendingum kleift að gerast aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu síðar meir. Minnt er á að það sé engin nýlunda í Sviss að mikilvægar þjóðaratkvæðagreiðslur séu endurteknar. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Sviss ir að falla frá þessari kröfu ef þýðir að gera þarf tæknilegar breytingar á EES-samningnum í þá veru að fella nafn Sviss út auk þess sem spumingar vakna um þróunarsjóð þann fyrir fátæk EB- ríki sem EFTA-ríkin eiga að borga í. Svisslendingar áttu að standa undir umtalsverðum hluta þess sjóðs. EB hefur ekki lýst því yfír opinberlega í þessari viku hver afstaða þess sé til þróunarsjóðs- málsins, þ.e.a.s. hvort þess verði krafist að önnur EFTA-ríki taki á sig skuldbindingar Sviss. Fulltrúar EB voru þó með yfirlýsingar Lþá vem fyrir kosningamar í Sviss að þessi krafa yrði sett fram. Einnig kom fram hjá spænsku stjórninni á mánudag að hún myndi standa gegn því að spænska þingið stað- festi EES-samninginn þangað til fengist hefði á hreint að þróunar- sjóðurinn myndi ekki minnka. Heimildarmenn í Bmssel segjast búast við að Spánveijar séu tilbún- önnur EB-ríki verði rausnarleg í framlögum sínum á leiðtogafundi bandalagsins í Edinborg síðar í vikunni. ** En niðurstaðan í Sviss hefur kannski mest áhrif á starfsemi EFTA. EFTA-ríkin verða að semja upp á nýtt um mannahald, kostn- aðarskiptingu og staðsetningu stofnana EES. A ráðherrafundi EFTA í Genf í lok vikunnar mun koma til umræðu hvort hætta eigi við að hafa stofnanir EES í Sviss eins og búið var að ákveða. Heim- ildir í Bmssel herma að reynt verði að forðast slíkt. óskynsamlegt sé að torvelda þannig Svisslendingum að ganga í EES síðar. Sú mála- miðlun virðist vera að fæðast að Svisslendingar beri sinn kostnað af þeim mikilvæga þætti EFTA- samstarfsins er varðar stofnanir EES en í staðinn fái þær að 'vera um kyrrt f Sviss. Herinn til Sóm- alíu í dag Fyrstu hermennimir úr gæsluliði Sameinuðu þjóðanna koma til Só- malíu í dag en búist er við, að full- skipað teljið liðið rúmlega 35.000 manns. Verða Bandaríkjamenn flestir, 28.000, en síðan Frakkar, sem senda 2.100 hermenn. Einn helsti stríðsherrann í landinu sagði í gær, að engin mótspyrna yrði veitt fjölþjóðaliðinu, sem á að koma í veg fyrir, að vopnaðir óaldarflokk- ar ræni matvælum frá sveltandi fólki. Frönsku hermennirnir munu verða fluttir til Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, með flugvélum en með skipum til suðvesturhluta landsins þar sem frönsku hermönnunum er sérstaklega ætlað að halda uppi lögum og reglu. Reuter Átökin á rússneska fulltrúaþinginu Jeltsín býður póli- tíska málamiðlun til að halda í Jegor Gaidar og efnahagsstefnuna Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skoraði í gær á fulltrúaþingið að styðja skipun Jegors Gaidars, aðalráðgjafa síns i efnahagsmál- um, sem forsætisráðherra og bauðst til að láta að öðru leyti veru- lega undan kröfum þingsins. Jeltsín sagði, að tímabært væri að breyta ríkisstjóminni. „Við verð- um líka að efna til hreinsana — ég er ekkert hræddur við að nota það orð — í skriffinnskukerfinu," sagði forsetinn og lagði áherslu á, að tog- streitan milli þings og stjómar væri óviðunandi. Gaidar hefur legið undir árásum harðlínumanna á þingi en þeir telja, að róttækur uppskurður hans á efnahagsmálunum og einkavæðing með stuðningi vestrænna þjóða séu andstæð rússneskum hagsmunum og ógnun við iðnfyrirtækin. Málamiðlun Jeltsíns felst í því að skipun forseta á ráðhermm, sem fari með vamar-, öryggis-, innanrík- is- og utanríkismál, verði að bera undir þingið og er búist við, að það taki afstöðu til hennar í dag, mið- vikudag. Anatolíj Tsjúbais einkavæðing- arráðherra sagði í gær, að líklega segðu allir ráðherrar efnahagsmála af sér ef fulltrúaþingið féllist ekki á málamiðlunina og skipun Gaidars en í gær treystu fáir sér til að spá fyrir um afstöðu þingsins. Þingmenn em 1.000 en þeir skiptast í nokkra hópa og um 200 þeirra hafa ekki skipað sér í neina fylkingu. Óbirtar upptökur til- efni nýrra samsæris- kenninga um Nixon Hugðist bendla McGovern við tilræðið við Wallace og selja sendiherrastöður Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. RICHARD Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna, ráðgerði að koma kosningabæklingum frá helsta andstæðingi sínum í forseta- kosningunum 1972 fyrir í íbúð mannsins sem var handtekinn fyrir að sýna George Wallace, ríkisstjóra Alabama, banatilræði, að því er fram kemur í tímaritinu The New Yorker, sem kom út á sunnudag. Wallace var óháður frambjóð- andi til forseta árið 1968 og þeg- ar hann var skotinn 15. maí árið 1972 hafði hann mátt lúta í lægra haldi fyrir George McGovem í forkosningum demókrata þrátt fyrir stuðning íhaldsafla úr röðum flokksmanna. Nixon sá sér leik á borði til að sverta væntanlegan andstæðing sinn í kosningabarátt- unni ásamt Edward Kennedy þingmanni og vinstri armi Demó- krataflokksins, segir í greininni, sem blaðamaðurinn Seymour M. Hersh skrifar. Skipaði Nixon að undirlagi Charles Colsons, ráðgjafa síns, E. Howard Hunt, fyrrum útsend- ara bandarísku leyniþjónustunnar CIA og sem síðar átti þátt í inn- brotinu í Watergate, að halda til Milwaukee og koma áróðri McGo- vems fyrir í íbúð tilræðismanns- ins, Arthurs Bremers. Ráða- bruggið fór út um þúfur vegna þess að alríkislögreglan (FBI) hafði innsiglað íbúð Bremers áður en Hunt kom á vettvang. Segir í greininni að Nixon hafi vítt Colson fyrir að tefja ekki fyrir alríkislög- reglunni um leið og hann harmaði glatað tækifæri til að skaða McGovem og undraðist skyndi- lega framtakssemi FBI. Að sögn Hersh kemur þetta fram á óbirtum segulbandsupp- tökum, sem gerðar vom upptækar frá stjómartíð Nixons. Alls bíður efni á um 950 spólum birtingar, samtals um 4.000 klukkustundir samtala Nixons og ráðgjafa hans og samstarfsmanna. Hersh vitnar hvergi beint I upp- tökurnar og hefur upplýsingar sínar sennilega frá starfsmönnum bandaríska þjóðslqalasafnsins, sem hafa haft upptökumar undir höndum allt frá því að þær voru gerðar upptækar vegna Water- gate-hneykslisins. Hersh vildi í viðtali við dagblaðið The New York Times ekki greina frá heim- ildum sínum. Hersh skrifar hins vegar að Colson, sem sat í fangelsi í tvö ár og átta mánuði fyrir aðild sína að Watergate-innbrotinu og kveðst nú „endurborinn" til krist- indóms, hafi í viðtali við sig sagt að þetta væri allt satt og rétt. Upptökumar sýna „skuggahliðar okkar“, sagði Colson við Hersh. „Við veltum sífellt fyrir okkur hvort við gætum gert hitt eða þetta. Til dæmis að grípa Teddy Kennedy í bólinu." Hersh segir að Colson kvíði því að efni upptakanna verði birt og Nixon vilji allt til vinna að koma í veg fyrir útgáfu þeirra. Skjöl og gögn forseta voru talin eign þeirra þar til því var breytt með lagasetningu eftir Watergate- hneykslið og hefur Nixon leitað réttar síns fyrir dómstólum. í síð- ustu viku vann Nixon sigur að því leyti að dómstólar úrskurðuðu að ríkinu bæri að greiða honum fyrir þau gögn, sem gerð vom upptæk. Dómarinn vefengdi hins vegar ekki rétt ríkisvaldsins til að gera upptökumar upptækar. Lögfræðingar Nixons sögðu að forsetinn fyrrverandi vildi ekkert um málið segja og lýstu að sögn The New York Times í gær yfir Richard Nixon, fyrrv. Bandaríkjaforseti (t.h.), ásamt Spiro Agnew, varaforseta sínum. reiði sinni yfir því að Hersh skyldi byggja frásögn sína á upptökum, sem enn hefði ekki verið heimilað að birta. Þáttur Nixons í Watergate í nýju yósi Einnig kemur fram í grein Hersh að ráða megi af upptökun- um að Nixon hafi ekki skipulagt innbrotið í kosningaherbúðir demókrata í Watergate-bygging- unni í Washington árið 1972, en hefði ákveðið að hylma yfír því til þess að halda vemdarhendi yfír John N. Mitchell, fyrmrn dómsmálaráðherra, sem þá stjórn- aði baráttu forsetans fyrir endur- kjöri. Hersh segir að drykkjuskapur Nixons hafi einnig valdið vand- ræðum, sem ekki hefði sprottið af því að hann drykki mikið, held- ur þyldi litið. Eftir eitt til tvö glös hefði forsetinn verið farinn að drafa og tala gáleysislega. Eitt sinn hefði hann sofnað í miðju símtali við Colson. Þá munu fordómar Nixons einnig koma fram í hinum óbirtu samtölum. Á einum stað er vitnað til samtals, sem Nixon á að hafa átt við fulltrúa ónefndrar stofnun- ar um skólastyrki á vegum henn- ar handa svertingjum. „Það er af hinu góða. Þeir em nýkomnir nið- ur úr trjánum," sagði Nixon. Hersh segir að Nixon og H.R. Haldeman hafi „rætt um að selja sendiherrastöður — landið færi eftir upphæð fjárframlags". Krafðist Nixon þess að sögn að sendiherrum á eftirsóknarverðum stöðum yrði gert að greiða árlega og missa starfann ella. Nixon hefur aldrei verið annál- aður fyrir skopskyn, en var að sögn Hersh ekki alls varnað. Um þær mundir sem Watergate-málið var að koma honum í koll útlist- aði Nixon kosti þess að hafa Spiro Agnew, sem hann annars hafði ímugust á, í embætti varaforseta: „Þeir munu aldrei víkja mér úr embætti meðan ég hef hann hér.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.