Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 09.12.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 29 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Skattbyrði yfir á almenn- ing til að forða atvinnuleysi FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingar í skattamálum. Þetta frumvarp er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styrkja íslenskt atvinnulif og sporna gegn at- vinnuleysi. Stjómarandstæðingum fínnst byrðamar núna sérstaklega vera lagðar á bamafólk með miðlungstekjur. Fjármálaráðherra dregur enga dul á að verið sé að færa byrðar frá fyrirtækjum yfír á almenn- ing. En ráðstafanir ríkisstjómarinnar miði að þvi að fólk hafí atvinnu og tekjur. Fjármálaráðherra benti á að frum- varpið væri að hluta til ætlað til að fylgja eftir þeim áætlunum og áform- um ríkisstjómarinnar sem birtust í fjárlagafrumvarpi. Að hluta til væri þetta frumvarp liður í þeim efna- hagsráðstöfunum til að efla atvinnu- líf og vinna gegn atvinnuleysi sem hefðu verið kynntar fyrir nokkru. Einnig væri að finna í frumvarpinu nokkrar breytingar og lagfæringar á skattalögum til að efla sjálfstæði skattrannsóknarstjóra ríkisins. Fjármálaráðherra rifjaði síðar nokkuð upp helstu efnisatriði í ráð- stöfunum ríkisstjómarinnar s.s. nið- urfellingu aðstöðugjalds o.fl. Hann sagði að efnahagsaðgerðimar krefð- ust sérstakra ráðstafana í ríkisfjár- málum enda mikilvægt að þær yrðu ekki til þess að veikja stöðu ríkis- sjóðs þar sem slíkt ynni gegn megin- markmiðum aðgerðanna um að treysta atvinnulífíð. Hann fór í nokkru máli í gegnum helstu ráðstaf- anir frumvarpsins s.s. að gert væri ráð fyrir að tekjuskattshlutfall ein- staklinga hækki úr 32,8% í 34,3%. Að meðtöldu útsvari sveitarfélaga hækkaði innheimtuhlutfall í stað- greiðslu úr 39,85% í 41,5%. Næstu tvö ár yrði lagður á sérstakur 5% hátekjuskattur utan staðgreiðslu. Áformað væri að lækka útgjöld ríkis- sjóðs vegna bamabóta um'500 millj- ónir króna. Undanþágum frá virðis- aukaskatti yrði fækkað og starfsem- in felld inn í nýtt og lægra 14% skatt- þrep. Gert væri ráð fyrir sérstarkri hækkun bensínsgjalds um 1,5 krón- ur, ráðherra tók fram að þessi hækk- un væri til viðbótar þeirri sem frum- varp til fjárlaga gerði ráð fyrir. Friðrik sagði áhrif aðgerða ríkis- stjómarinnar koma fram í minni við- skiptahalla gagnvart útlöndum og þar með draga úr erlendri skulda- söfnun. Ræðumaður sagði að þegar á heildina væri litið hefðu þessar sérstöku ríkisfjármálaaðgerðir lítil áhrif á verðlag. Á móti verðhækkun- aráhrifum vegna fækkunar undan- þága í virðisaukaskatti og hækkunar bensínsgjalds vægi niðurfelling að- stöðugjalds og lækkun trygginga- gjalds í ferðaþjónustu. En ræðumað- ur dró þó ekki dul á að á næstu mánuðum mætti þó búast við heldur meiri verðbólgu en verið hefði að undanfömu á meðan áhrif gengisfell- ingarinnar væm að ganga yfir. Telguskattur hlutafélaga lækkar í áföngum í sinni rasðu vék íjármálaráðherra að því að í frumvarpinu væri að því stefnt að gera breytingar á tekju- skatti lögaðila sem miðuðu að því að samræma skattakjör Islenskra fyrirtækja því sem tíðkaðist í helstu viðskiptalöndum. Tekjuskattshlutfall hlutafélaga lækkaði úr 45% í 33%. í fjárlagafrumvarpinu hefði verið mið- að við að þessi breyting kæmi til framkvæmda í einum áfanga um næstu áramót. En hækkunin á telqu- skattshlutfalli einstaklinga hefði hins vegar skapað ákveðið vandamál í skattlagningu félaga, þar sem við það yrði talsverður munur á__skatt- lagningu lögaðila, þ.e. hlutafélaga og sameignarfélaga annars vegar og einstaklingsrekstrar hins vegar. Þess vegna væri lagt til að lækkun tekju- skatts kæmi til framkvæmda í tveim- ur áföngum, þannig að á næsta ári lækkaði hlutfallið úr 45% í 38%, og árið 1994 niður í 33%. Jafnframt væri gerður munur á skattlagningu sameignarfélaga og hlutafélaga. Þannig gæfist færi á að endurskoða gildandi lög um skattameðferð ein- stakra félagaforma. Fjármálaráðherra taldi að lækkun tekjuskattsins ætti eftir að reynast lyftistöng fyrir atvinnulíf hér á landi og örva nýja Qárfestingu. U.þ.b. þriðjungur lögaðila greiddi tekju- skatt, mörg fyrirtæki borguðu ekki tekjuskatt og því miður væri svo komið í flestum sjávarútvegsfyrir- tækjum að ekki væri fyrirsjáanlegt að þau myndu borga tekjuskatt á þessari öld Fjármálaráðherra gerði einnig grein fyrir því að frádráttur úthlut- aðs arðs lækkaði úr 15% í 10%. Fjár- málaráðherra rifjaði upp að þetta hlutfall hefði fyrir nokkrum árum verið hækkað til að greiða fyrir upp- byggingu hlutafjáreignar í fyrirtækj- um. Fjármálaráðherra sagði að ávallt hefði verið litið á þessa aðgerð sem tímabundna aðgerð þangað til komið hefði verið á verðbréfa- og hluta- bréfamarkaði. Hið sama gilti um ív- ilnanir vegna hlutabréfakaupa. Fjár- málaráðherra nefndi í sinni ræðu að í frumvarpinu væri m.a. gert ráð fyrir þvi að heimildir einstaklinga til skattaafsláttar vegna hlutabréfa- kaupa yrðu þrengdar í áföngum. Að endingu lagði framsögumaður til að þessu frumvarpi yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Ráöist á barnafólk Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) ítrekaði gagnrýni framsókn- armanna og annarra stjómarand- stæðinga á stefnu ríkisstjómarinnar; sem hefði að dómi ræðumanns „glutrað niður einstöku tækifæri til að viðhalda þeirri þjóðarsátt sem tókst árið 1990“. Sumt í ráðstöfunum ríkisstjómar- innar var Jóhannes Geir þó fagnaðar- efni, einkum og sér í lagi afnám aðstöðugjaldsins. En um margt eða flest annað taldi hann að ráðherrum ríkisstjómarihnar hefði reynst mis- lagðar hendur, s.s. um lækkun á telquskattshlutfalli hlutafélaga en gert hefði verið ráð fyrir því að lækka það strax úr 45% í 33% en það hefði þurft endurskoðendur og reikni- meistara til þess að sýna ríkisstjórn- inni fram á hvað þessi „flumbrugangur þýddi". Það mátti ráða að Jóhannes Geir gmnaði ríkis- stjómina um að vera að hygla vel- stæðum fyrirtækjum í ýmis konar þjónustu- og útgáfustarfsemi. Fleira var það í frumvarpinu sem ræðumanni þótti orka tvímælis, t.d. það að lækka frádrátt vegna úthlut- aðs arðs úr 15% niður í 10% og lækk- un skattaafsláttar vegna hlutabréfa- kaupa. Jóhannes Geir taldi þessar breytingar ótímabærar. Það mátti glöggt skilja að breyt- ingar á fyrirkomulagi bamabóta og fyrirhugaðar lækkanir vaxtabóta voru ræðumanni óskapfelldar. Þama hefði ríkisstjómin fundið „hin breiðu bök“; bamafólk sem væri að koma sér upp húsnæði. Jóhannes Geir vildi þó í þessu sambandi vekja athygli á því að heilbrigðisráðherrann hefði upplýst það í fjölmiðlum að það væra helst fullfrískar konur á besta aldri sem ættu böm. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) hafði einnig líkt og fyrri ræðu- maður miklar áhyggjur af fullfrísku fólki á besta aldri sem átti böm og væri að koma undir sig gólfí og yfír höfði þaki. Honum virtist þessir þegnar vera orðnir „sérstakur mark- hópur" þessarar ríkisstjómar. Stein- grími var spum hvort þetta væri stefna ríkisstjómarinnar eða „aula- gangur og handabakavinnubrögð". Steingrímur dró enga dul á það að hann myndi Lstarfí sínu í efnahags- og viðskiptanefnd beita sér fyrir því að aflað yrði ítarlegra gagna og út- reikninga á áhrifum þessa fram- varps. Ræðumaður taldi fyrirhugaðan 5% hátelquskatt vera „óveru sem litlu skilaði". Hann hefði viljað hafa þessa prósentu hærri og hækka þá eitthvað persónuafsláttinn. Steingrímur vakti athygli á því að tekjuskattshlutfallið væri hækkað en persónuafsláttur væri óbreyttur og ekki einu sinni -færður upp til samræmis við verðlag. Honum var spum hve mikið væri Hlutafélag stofnað um Norræna skólasetrið UNDANFARNA 10 mánuði hefur verið unnið að undirbúningi þess að stofna hlutafélag um rekstur norræna skólabúða og ráðstefnuset- urs þar sem nemendur frá Norðurlöndunum munu koma til vikudval- ar með íslenskum jafnöldrum. Mikil áhersla verður lögð á vandaða kennsludagskrá þar sem helstu þættir verða umhverfisfræðsla, saga lands og þjóðar, tungumálakennsla og menningarmiðlun. Á Norður- iöndum er víða til slík aðstaða til vettvangsfræðslu, ýmist á vegum opinberra aðila, einkaaðila eða félagasamtaka. Hugmyndin er sprott- in af þörf, því stöðugt vi(ja fleiri hópar koma til íslands og nú þegar koma um 800 nemendur á ári á aldrinum 12-19 ára. Mikilvægt er að taka vel á móti þessu unga fólki, því þetta eru „ferðamenn fram- tíðarinnar“. Því var hafinn undirbúningur að stofnun hlutafélags um rekstur slíks skólaseturs. Margt áhugafólk og sérfræðingar hafa lagt hönd á plóginn, undirbúningur er allur hinn vandaðasti og er þetta gert í fullu samráði við skólayfirvöld. Miklum tíma hefur verið varið í að leita að góðum stað fyrir þessa starfsemi og þá sérstaklega ef um væri að ræða vannýtt skólahúsnæði á Suður- eða Vesturlandi, þar sem hópamir koma með flugi, nýr hópur í hverri viku. Að sögn menntamála- ráðherra er ekki um neitt slíkt hús- næði að ræða og þvi var horfíð til þessa ráðs að teikna einfalt, en hent- ugt hús sem fellur að þeirri starf- semi sem á að rúmast þar. Staðarv- alið var einnig vandað mjög og á Hvalfjarðarströnd voru fyrir hendi allir þeir kostir sem leitað var að. Rekstur skólasetursins mun skapa atvinnu 5-10 manna á staðnum, auk þjónustuaðila sem fá um 100 nýja viðskiptavini og um 50-60 far- þegar bætast við í flugi til landsins vikulega yfir veturinn. Fjármögnun byggir annars vega á styrkjum og lánum, en hins vegar á hlutafé. Sótt er um lán til Vest- Norden Fonden og styrki til ýmissa aðila s.s. Norræna félagsins, Norræ- ænu ráðherranefndarinnar, Nor- ræna menningarsjóðsins og Byggðastofnunar. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, hefur teiknað húsið. Kostnaðaráætl- un fyrir bygginguna er um 52.000.000. Einnig liggja fyrir rekstraráætlanir fyrir fyrstu 5 árin en þær hafa verið unnar af Ólafí Nilssyni og Ragnari Guðgeirssyni hjá Endurskoðun hf. Tómas Gunn- arsson, lögmaður, sér um formlega stofnun hlutafélagsins. Áætlað er að safna 30.000.000 í hlutafél. Sig- urlín Svéinbjarnardóttir hefur verið helsti hvatamaður að þessu verk- efni, en hún hefur haft umsjón með norrænum nemendaskiptum síðustu 8 árin. Við eram mörg sem trúum því að aldrei hafí verið mikilvægara en nú, á tímum örra breytinga í Evrópu og í heiminum öllum, að gefa ungu fólki á íslandi tækifæri til að kynn- ast jafnöldram sínum í nágranna- löndunum, læra erlend tungumál og vinna saman að málefnum sem snerta okkur öll, með þeim tilgangi að stuðla að friði og samvinnu í framtíðinni. Því er afar mikilvægt að stofna Norræna skólasetrið, en það getur orðið miðstöð menning- armiðlunar og samskipta milli ís- lenskra nemenda og nemenda frá hinum Norðurlöndunum og væntan- lega'víðar að úr heiminum. Stofnfundur hlutafélags um Nor- ræna skólasetrið verður haldinn í Norræna húsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 10. desember kl. 17. Allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur þetta mál eru hvatt- ir til að mæta. (Fréttatilkynning) Úr myndinni Aleinn heima 2. Sagabíó og Bíóborgin Aleinn heima 2 frumsýnd SAGABÍÓ og Bíóborgin hafa hafið sýningar á myndinni Aleinn heima 2 eða „Home Alone 2“. Framleiðandi er John Hughes og leikstjóri er Chris Columbus. Aðalleikarar eru Macaulay Culk- in og Joe Pesci. McCallister-fjölskyldan hugsar sér enn til hreyfíngs og nú er stefn- an tekin á Flórída um jól. Kevin langar frekar að fara til New York þar sem snjóar og jólatré eru á nær hveiju götuhorni. Forlögin haga því þannig til að Kevin verður viðskila við foreldra sína á flugvellinum og endar í New York. Félagamir Harry og Marv eru mættir eina ferðina enn og hugsa Kevin þegjandi þörf- ina. búið að rýra og þrengja hag þeirra lægst launuðu. Ekki taldi Steingrímur allt í þessu frumvarpi vera atvinnufyrirtækjun- um til hagsbóta. Það vari „afar vit- laust" að lækka frádráttaFhlutfallið vegna úthlutaðs arðs. Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) lagði áherslu á að skoða yrði mál í samhengi, eitt virkaði á annað. Hún spurði eftir fjölskyldustefnu ríkis- stjómarinnar. En það mátti leiða að því líkur að hún teldi sig finna ófög- ur merki hennar í skattastefnu stjómarinnar. Ráðist væri á bama- fólkið enn einu sinni. Kristín vildi þó fagna því að aðstöðugjaldið væri fellt niður og að í þessu framvarpi væri gert ráð fyrir bættu skattaeftir- liti. Kristín vildi og hvetja fjármála- ráðherrann til að nýta sér nýtt heim- ildarákvæði í þessu framvarp, nr. 48: „Fjármálaráðherra getur með reglu- - gerð veitt undanþágu frá skattskyldu vegna innflutnings á prentuðu máli enda sé innflutningur ekki í við- skiptaskyni. Finnur Ingólfsson (F-Rv) sagði að ijármálaráðherra hefði nú mælt fyrir „skattormi" sem hann taldi í litlu eða engu endur- spegla fyrirheit Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksmanna fyrir síðustu kosningar. Finni þótti nú keyra um þverbak í því að persónuafslátturinn væri óbreyttur en fyrir kosningar hefði fagurt verið talað um að hækka fritekjumarkið. Páli Péturssyni (F-Nv) þótti og mikið til um það hve stjórnarflokkamar hefðu fjarlægst yfirlýst markmið um skattalækkanir en þetta framvarp gerði ráð fyrir stórfelldum álögum á allan almenn- ing. Páll vildi þó geta þess sem vel væri gert en það væri að létta af þeim rangláta skatti sem aðstöðu- gjaldið væri. En það yrði að huga að því hvemig sveitarfélögum væri bætt upp þetta telqutap. Ræðumaður taldi Reykjavík nánast eitt sveitarfé- laga halda sínu. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rv) sagði ríkisstjóm- ina hafa rangláta stefnu í skattamál- um. Skattaálögumar væra fyrst og fremst á bamafólk og láglaunafólk. Því að miðlungslaunin sem væríf”* skattlögð á íslandi væra lág laun. Ræðumaður taldi þá tillögu að hækka meðlagið vera siðferðilega rétta en hins vegar ætti ekki að nota það sem átyllu til að klípa bætur af þeim sem þyrftu á stuðningi að halda. Kristni H. Gunnarssyni (Ab-Vf) reiknaðist svo til, allt samantekið, til að ríksstjómin stefndi að 14 milljarða skattahækkun á næstu tveimur áram. Þetta væra svimandi tölur og miklu hærri en fram hefðu komið. Meginhlutinn af þessu myndi lenda á einstaklingunum. Tckjur ríkissjóðs lækkað Friðrik Sophusson Qármálaráð- herra gagnrýndi Pál Pétursson og Kristin H. Gunnarsson fyrir að ragla saman skattahækkunum og þjón- ustugjöldum. Hann nefndi sem dæmi að hækkun fargjalda væri t.a.m. ekki skattahækkun. Fjármálaráð- herra sagði að menn yfðu að líta á allar skattahækkanir og skattalækk- anir saman og ekki mætti sleppa niðurfellingu aðstöðugjaldsins í því framtali. Ráðherra sagði að sam- kvæmt nýjustu upplýsingum væri að sjá að tekjur í fjárlagaframvarpi næsta árs yrðu heldur lægri eftir efnahagsaðgerðimar heldur en gert hefði verið ráð fyrir þegar íjárlaga- framvarpið var framlagt, munaði hér um 500 milljónum króna. Fjármála- ráðherra dró enga dul á það að með efnahagsráðstöfunum ríkisstjómar- innar væri verið að flytja gífurlega skattbyrði af fyrirtækjum yfír á al- menning. Ráðherra sagði það rétt vera að hækkun tekjuskatts að óbreyttum persónuafslætti lækkaði skattleysismörkin. En það væri fyrir- sjáanlegt að persónuafslátturinn myndi hækka nokkuð á miðju næsta ári vegna hækkunar lánskjaravísi- tölu. Fjármálaráðherra bað menn um að skoða ráðstafanir ríkisstjómarinn- ar í ljósi þess að verið væri að vemda þann hóp sem væri að missa atvinn- una. Allar þessar aðgerðir miðuðu . að því að koma í veg fyrir að fólki á atvinnuleysisskrá fjölgaði. Það fólk hefði engar tekjur. Á atvinnuleysis- skrá væri spumingin ekki um, há- tekjur, miðlungstekjur eða lágtekjur. Það sem skipti máli í allri þessari umræðu væri spumingin um hvort fólk hefði tekjur eða ekki. Laust eftir kl. 20 var umræðu lok- ið en atkvæðagreiðslu frestað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.