Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992 31 EVROPSKA VINNUVERNDARARIÐ Áhrif efna í vinnuumhverfi eftir Egil Einarsson Inngangur Alls konar efni og efnasambönd eru notuð í miklum mæli í nútíma- samfélagi. Fjöldi þeirra er trúlega mestur í • iðnaðarframleiðslu alls konar en einnig er mikil notkun ýmissa efna í landbúnaði, garðyrkju og í lyfjaiðnaði. Áætlaður fjöldi til- búinna efnasambanda í heiminum í dag er um 50 þúsund. Flest þess- ara efna eru skaðlaus eða skaðlítil heilsu manna en það á þó ekki við um þau öll. Rannsóknir á eiturvirkni efna Mikilvægar upplýsingar á þessu sviði fást úr dýratilraunum, og eru notaðar mest mýs og rottur til þeirra rannsókna. Fundið er það magn efnisins sem veldur dauða 50% tilraunadýra ef efnið er annars vegar gefið inn með fæðu (LD50) eða því andað inn (LC60). Einnig eru sum efnin borin á húð dýra til að kanna ofnæmisviðbrögð. Ekki er þó eingöngu verið að kanna líkur á að efnið valdi dauða heldur einnig áhrif á ýmis líffæri, t.d. lifur, nýru, hjarta, heila og á æxlun. Dýratilraunir skapa nauð- synlegan grundvöll til þess að meta hugsanleg áhrif efna á menn og einnig þegar settar eru reglur til um magn efnanna í umhverfí mannsins. Krabbameinsvaldandi efni Ekki er beint samband á milli krabbameins í dýrum og í mönnum. Rannsóknir á krabbameini i dýrum eru þó mikilvægur þáttur í að afla upplýsinga um einstök efni. Einnig er byggt á faraldsfræðilegum rann- sóknum þegar meta á líkur á krabbameini af völdum efna. Dæmi um efni sem sýnt hefur verið fram á að valdi krabbameini í mönnum með faraldsfræðilegum rannsóknum eru asbest, vinýlklóríð og bensen en þetta eru allt efni sem notuð hafa verið í miklum magni í iðnaði. Aðalvandkvæði þess að meta krabbameinsvirkni efna á menn er langur huliðstími (tíminn frá því að notkun efnis hefst og þar til sjúk- dómseinkenni koma fram) sem get- ur verið 10-30 ár. Efni sem hafa áhrif á æxlun Áhrif þessi geta verið tvenns konar: a. Áhrif á fullorðinn einstaklings sem koma fram í breytingum á egg- og sæðisfrumum, ófrjósemi og breytingum á hormónastarfsemi. Efnin geta valdið stökkbreytingum á kynfrumum og eru þetta í mörg- um tilfellum sömu efnin og eru krabbameinsvaldandi. b. Áhrif eiturefna á vaxtarskeiði sem geta valdið breytingum á vexti, þroska og eðlilegri líkamsstarfsemi milli getnaðar og kynþroskaskeiðs. Þau geta leitt til dauða fósturs, vansköpunar, seinkunar vaxtar og galla í líkamsstarfsemi. Dæmi um efni sem finnast í umhverfínu og talin eru hafa áhrif á æxlun hjá konum eru svæfíng- argös (eingöngu við störf), bensen, lífrænt og ólífrænt blý, PCB og metýl kvikasilfur. Ofnæmisvaldandi efni Snertiofnæmi er einn algengasti atvinnusjúkdómur af völdum efna. Eftir að ofnæmi hefur myndast hjá einstaklingi þarf mjög lítið magn af efninu til þess að framkalla of- næmisviðbrögð. Tíminn sem líður frá snertingu við efnið þar til of- næmi kemur fram er mislangur. Ofnæmi af völdum króms í sementi kemur t.d. fýrst fram eftir 10-30 ára vinnu með efnið. Önnur efni geta framkallað ofnæmi eftir eitt skipti eða fáein. Dæmi um efni sem notuð eru í iðnaði í dag og geta valdið ofnæmi Egill Einarsson eru akrýlöt og epoxí sem notuð eru t.d. í málningu. Nikkel sem notað er í skartgripi veldur snertiofnæmi og formaeldhýð sem mjög víða er notað t.d. í límum og lökkum og getur valdið ofnæmi bæði á húð og í öndunarfærum. Önnur áhrif Sem dæmi má nefna skaðleg áhrif lífrænna leysiefna. Svipað og alkóhól hafa þau deyfandi áhrif og geta valdið vímu séu þau í nægilegu magni. Þetta er t.d. þekkt af „sniffi" þar sem verið er viljandi að sækjast eftir þessum áhrifum. En þessu fýlgja önnur áhrif eins og svimi, höfuðverkur, þreyta og ógleði. Þessi áhrif hverfa þó yfirleitt fljótt sé farið út í hreint loft. En við mikla og langvarandi notkun lífrænna leysiefna geta komið fram óbætan- legar skemmdir á miðtaugakerfið, þ.e. heila og mænu. Þessi áhrif lýsa sér sem minnisleysi, sljóleiki, þreyta og erfiðleikar með einbeitingu. Reglur um mengunarmörk Til þess að fyrirbyggja heilsutjón af völdum efna hafa verið settar reglur um mengunarmörk. Meng- unarmörk segja til um leyfilega hámarksmengun í andrúmslofti starfsmanna og eru þau sett fyrir öll algengustu efni sem notuð eru í iðnaði. Þau eru skilgreind þannig að starfsmaður geti unnið 8 stunda vinnudag heila starfsævi án þess að bíða varanlegt heilsutjón af ef mengun af viðkomandi efni er ekki yfir mengunarmörkum. í reglum um mengunarmörk er einnig tekið fram hvort efnið er ofnæmisvatd- andi eða krabbameinsvaldandi. Mengunarmörk eru í stöðugri endurskoðun eftir því sem þekkingu manna á áhrifum efnanna fleygir fram og eru breytingar oftast í átt til lækkunar. Sem dæmi má nefna að mengunarmörk fyrir perklóretý- len (notað við fatahreinsun) voru 30 ppm (ppm=milljónustu hlutar af andrúmslofti) á Íslandi árið 1978 en eru nú í 20 ppm. í Danmörku hefur verið gengið enn lengra og efnið verið sett á skrá yfir krabba- meinsvaldandi efni. Eftirlit með mengun og efnanotkun Vinnueftirlit ríkisins fylgist með því að reglum um mengunarmörk sé framfylgt. Farið er reglulega á vinnustaði þar sem notuð eru efni sem hættuleg eru heilsu manna og tekin sýni af andrúmslofti starfs- manna yfir heilan vinnudag. Dæmi um slíka vinnustaði eru fyrirtæki þar sem unnið er með lífræn leysi- efni og stóriðjufyrirtæki. Ef meng- un mælist yfir mörkum eru gerðar kröfur um lagfæringar, sem geta falist í notkun hættuminni efna, bættri loftræstingu eða notkun önd- unargríma og annars hlífðarbúnað- ar. Síðastnefnda atriði er þó talið neyðarráðstöfun ef ekki er hægt að nota önnur úrræði. Einnig er fylgst með reglum um merkingar, flutning og meðhöndlun hættulegra efna á vinnustöðum sé framfylgt. Vinnueftirlit ríkisins fylgist með að ekki séu flutt til landsins efni sem bönnuð eru nema undanþágur liggi fyrir og nauðsyn- legra varúðarráðstafana sé gætt. Höfundur er efnaverkfræðingur og starfar hjá Vinnueftirliti rúdsins. 'eijoð í tilefni af 50 óra afmæli fyrir- tækisins bjóðum við vörur ó afmælistilboði út þessa viku. NÝBÝLAVEGUR 12, sími 44433. Honda Civic '88, hvit, sj.sk. 55 þ.km, 4 dyr., forláta Honda, kr. 620 þ. Chrysler Le Baron '88, rauður, 4. dyr., sjálfsk., o.fl. 34 þ.m. Góður bíll frá USA. Skipti og skuldab. kr. 880 þ. Volvo 240 DL 87, gullbr., 28 þ.km, aðeins. Bíll til eignar. Kr. 650 þ. Fiat Uno 45-S 88, 5 dyr., rauður, 49 þ.km, kr. 270 þ. Peugeot 205 XL 88, hvitur, 69 þ.km, 320 þ. Subaru Justy 4x4 '88, hvítur, 4 dyr., 61 þ.km, kr. 400 þ. MMC Colt EXE '87, hvítur, 56 þ.km, kr. 390 þ. MMC Galant 1600 '87, hv. 4 dyr., 87 þ.km, kr. 420 þ. Monza SLE 2000 '88, rauð, sj.sk. o.fl. 50 þ.km, aðeins, 4 dyr. Dömubíll frá upph. Góður gripur, kr. 520 þ. Mazda 323 '85, rauð, 4 dyr., kr. 290 þ. Colt GLX '86, blá, 4 dyr., 90 þ.km, kr. 320 þ. Corolla 86, rauð, 114 þ.km, kr. 300 þ. Citroén AX 14 TRX '88, svartur, 81 þ.km, kr. 300 þ. Daihatsu Charade TX 88, blár, 73 þ.km, kr. 350 þ. Citroen BX Leader '86, grár, 66 þ.km, kr. 360 þ. Daihatsu Cuore '87, 4x4, blár, 68 þ.km, frábær snjóbill, kr. 275 þ. Nissan Migra '87, svört, 89 þ.km, kr. 240 þ. Maxda 626 '86 2000, GLX, st.grá, toppl., sjálfsk., v + s dekk, fordekraður, skuldabréf æskil. kr. 460 þ. Colt EXE '87, rauður, 67 þ.km, kr. 395 Þ. Toyota Tercel station '87, grænn, 71 þ.km, v + s dekk, einn eig. kr. 620 þ. Mazda 626 GLX 2000, '85, blá, 4 dyr., kr. 290 þ. Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til, allir kaupa eitthvað fallegt, í það minnsta bíl og spil. ÞJÓÐMÁL 50 ára lýðveldi 1994 Þá verða og 90 ár frá heimastjórn, þ.e. stofnun Stjórn- arráðs Islands, o g 120 ár frá endurreisn Alþingis sem löggjafarþings og samþykktar fyrstu fjárlaganna SUMARIÐ 1994 verða 50 ár lið- in frá stofnun islenzka lýðveld- isins. Ríkisstjórnin hefur flutt þingsályktunartillögu um und- irbúning að hálfrar aldar af- mæli lýðveldisins það ár. Skal hver þingflokkur tilnefna einn fulltrúa til setu í nefnd er gera á tillögur um hátiðarhaldið. Forsætisráðherra skipar for- mann nefndarinnar, án tilnefn- ingar. I Þijú ártöl eru öðrum minnis- stæðari úr fullveldisbaráttu þjóð- arinnar: 1904, 1918 og 1944. Árið 1904 er tengt merkum áfanga í fullveldisbaráttunni, heimastjórn, en það ár var stofn- sett innlent ráðherraembætti, samkvæmt stjórnarskrárbreyt- ingu samþykktri á Alþingi 1902 og 1903. Þá vóru embætti lands- höfðingja í Reykjavík og ráðu- neyti Islandsráðgjafa í Kaup- mannahöfn lögð niður en við tók Stjórnarráð íslands. Fyrsti ráðherrann var Hannes Hafstein, sem sat frá 1. febrúar 1904 til 31. marz 1909. Þessu embætti gegndu síðan: Bjöm Jónsson 1909-11, Kristján Jóns- son 1911-12, Hannes Hafstein aftur 1912-14, Sigurður Eggertz 1914- 15 og Einar Amórsson 1915- 17. Fyrsta íslenzka ráðuneytið var síðan skipað 4. janúar 1917: Jón Magnússon forsætisráðherra, Björn Kristjánsson fjármálaráð- herra og Sigurður Jónsson at- vinnumálaráðherra. Árið 1994 verða 90 ár liðin frá stofnun Stjómarráðs íslands og embættis fyrsta íslenzka ráðherr- ans. II Nokkurt los var komið á tengsl íslands og Danmerkur í fyrri heimsstyijöldinni, 1914-18. Hug- myndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðarbrota fengu ríkari hljómgrunn en áður. Danir hugðu á endurheimt Slésvíkur, sem þeir töpuðu til Þjóðveija 1864, og juku þau áform trúlega á skilning þeirra á sjálfstæðiskröfum íslend- inga. Tilraun með „uppkastinu 1908“ til að koma viðunandi skipan á réttarsamband Íslands og Dan- merkur fór út um þúfur. Áfram var samt sem áður unnið að settu marki. Löggiltur heimafáni fékkst um leið og breytingar vóm gerðar á stjómarskrá 1915. Fullveldis- sigur vannst loks 1. desember 1918 er ísland varð fijálst og fullvalda ríki. Danir fóm þó áfram með íslenzk utanríkismál í okkar umboði, unz tengsl slitnuðu milli landanna við hernám Danmerkur í síðari heimsstyijöldinni, og við deildum þjóðhöfðingja/konungi með þeim þar til embætti ríkis- stjóra var stofnsett 1941. Fyrsti og eini ríkisstjóri landsins og síðan fyrsti forseti lýðveldisins, þegar það var stofnað, var Sveinn Björnsson, fyrrv. sendiherra f Danmörku og ráðunautur ríkis- stjórnar um utanríkismál. Á næsta ári, 1993, em því 75 ár frá því að Island varð fijálst og fullvalda ríki. III Þjóðaratkvæði um uppsögn STEFÁN FRIÐBJARNARSON sambandslaga við Dani og stofn- un Lýðveldisins Íslands fór fram 20.-23. maí 1944. Sambandsslit- in vóm samþykkt með 98,61% atkvæða og lýðveldisstofnunin með 95,04% atkvæða. Alþingi staðfesti síðan einróma uppsögn sambandslaga og lýðveldisstofnun á Þingvöllum 17. júní 1944. Þar og þá var og fyrsti forseti lýðveld- isins kjörinn, Sveinn Björnsson. Sú þingsályktunartillaga, sem greint er frá í upphafi þessa grein- arkoms, gerir ráð fyrir skipan nefndar til að gera tillögur um hvernig fagna skuli hálfrar aldar afmæli þessa merka atburðar í þjóðarsögunni, ákvörðunar þings og þjóðar um stofnun Lýðveldisins íslands. Árið 1994 verður mikið afmæl- isár hjá íslendingum. Þeir fagna þá fimmtíu ára afmæli lýðveldis- ins. En fleira kemur til. Þá verða og 90 ár liðin fram heimastjóm, er Stjórnarráð íslands tók við af landshöfðingja hér og íslandsráð- gjafa í Kaupmannahöfn, og emb- ættistöku fyrsta íslenzka ráðherr- ans. Að auki vill svo til að á árinu 1994 eru 120 ár frá því Alþingi var endurreist sem löggjafarþing, 1874. Það ár fékk Alþingi löggjaf- arvald í íslenzkum sérmálum ásamt konungi og fjárveitinga- vald með stofnun sérstaks lands- sjóðs. Það ár samþykkti Alþingi fyrstu fjárlögin, fjárlög áranna 1975 og 1976, en fjárlög giltu framan af fyrir tvö almanaksár í senn. Lada 1500 station '89, blár, 44 þ.km aðeins, kr. 290 þ. Lada 1200 '87, hvít, 40 þ.km, kr. 120 þ. Lada 1500 st. '90, hvít, 40 þ.km, kr. 300 þ. Nissan Laurel '81, 2,4 I., grænn, kr. 120 þ. Saab 81 turbó, 4 dyr, vökv.st. o.fl., kr. 250 þ. Volvo 244 '79, blár, kr. 150 þ. Toyota Tercel '80, ný v.dekk, f. sum- ard. Gæðavagn. Kr. 120 þ. Maliþu '79, tvíl., grænn, einn eig. Kr. 190 þ. wtjwn a£ta lib Isuzu Trooper '90, 6 cyl., sjálfsk., rauð- ur, 31 þ.km, v + s dekk. kr. 1.850 þ. Nissan Vanetta '92, rauö, 18 þ.km, nýr vagn, kr. 975 þ. m/vsk. Isuzu Trooper, dísil '82, hvítur, 110 þ.km, mælir. kr. 350 þ. Bronco XLT '85 (sá stóri), blár-hvítur, Windsor 351, m/kapteinsstólum og öll- um búnaði, 88 þ.km, Sá albesti. kr. 1.100 þ. Blazer S-10 Tahoe '83, grár, upph. dekk 32“ brettak., beinsk. Kr. 890 þ. Daihatsu Rocky 85, rauður, 99 þ.km, ný dekk, skoðum skipti og bréf. kr. 690 Þ. MMC L-300 '87, 6 sæti, hvítur, 87 þ.km, Kr. 520 þ. Suzuki Fox 413-3X, grár, 75 þ.km, kr. 520 þ. Allir bílarnir á staðnum. Getum endalaust bætt við bilum á stærsta sölusvæði borgarinnar. . VIÐ HÖFUM SELT BÍLA FRÁ UPPHAFI v/Miklatorg, s. 15014 og 17171. Meísölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.