Morgunblaðið - 09.12.1992, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1992
PP
í*r>ot o .qTTrurTnvnmn/r mru TqT/nngnT/
félk í
fréttum
UTG AFU STARFSEMI
Það sem við þorum ekki
að sýna ættingjunum
Hin góðkunna hljómsveit Sykur-
molamir hefur staðið í
ströngu að undanfömu. Skemmst
er að minnast hljómleikaferðalags
Molanna um Bandaríkin með hinni
jafnvel enn-víðfrægari sveit U2 og
er velgengninni nú fyigt eftir með
útgáfu tveggja myndbanda sem að
sögn hafa að geyma senur sem
Molamir hafa ekki enn þorað að
sýna nánustu ættingjum. „Annað
myndbandið er um tónleikaferðina
með U2, en hitt er einskonar íjöl-
skyldumyndband, tekið upp af
tveimur aðdáenda okkar, þeim Mike
og James, og þykir eitt af þeim
bestu sem tekin hafa verið af okk-
ur,“ sagði Einar Öm Benediktsson,
Sykurmoli. „Þar er meðal annars
að finna atriði sem við höfum ekki
þorað að sýna ættingjum okkar
hingað til.“
Auk þessarar myndbandaútgáfu
Smekkleysu s.m. hf., hefur Öm og
Örlygur gefið út bók um Sykurmol-
ana eftir Áma Matthíasson. Fjöldi
Sigtryggur og Árni skoða bók. Á milli þeirra má sjá Gunnar „Dr.
Gunna“ Hjálmarsson.
VEUIÐ ÞAÐ BESTA
VEUIÐl fö
Ifö HREINLÆTISTÆKI
- SÆNSK GA iÐ, AVARA
FASTI BYGGINGAVORU-
VERSLUNUM UM LAND ALLT.
gesta var á kynningu útgáfanna í
kjallara Bíóbarsins á föstudag.
Einar Örn Sykurmoli og mynd-
bandið ógurlega.
SUNDRUNG
„Stærsta“ skilnaðarmál
Hollywood í uppsig’lingn
Einu af stormasamari hjónabönd-
um fræga fólksins fyrir vestan
haf er nú að ljúka, en leikkonan
Tatum O’Neil hefur krafist skilnaðar
frá hinum geðstirða.eiginmanni sín-
um, tenniskappanum John McEnroe.
Míðað við þær sögusagnir sem geng-
ið hafa um handalögmál og glímutök
þau sem notuð hafa verið til að útkljá
deilumál á þeim bæ er með ólíkindum
talið hvað sambandið hefur staðið
lengj, eða í sjö ár. Samán eiga þau
Tatum og John þijú börn, sex, fimm
og eins árs.
Tatum lagði leikferilinn til hliðar
er hún giftist McEnroe, en hún var
aðeins 11 ára gömul er hún sannaði
rækilega hvers hún er megnug á
hvíta tjaldinu með leik sínum í kvik-
myndinni „Paper Moon“, en fyrir
vikið fékk hún Óskarsverðlaun. Kvik-
myndaframleiðendur hafa ætið
fylgst vel með henni og boðið henni
hlutverk af og til, en hún hefur ekki
talið tímabært að slá til fyrr en nú.
McEnroe varð æfur af reiði er frú-
in tilkynnti honum að hún ætlaði að
snúa sér að kvikmyndaleik á ný,
sagði hana hafa í nógu að snúast í
—
Tatum O’Neil og John McEnroe.
eldhúsinu og við bamauppeldi, að
hann talaði nú ekki um hvað það
væri sér mikilvægt að hún ferðaðist
með sér um allan heim á tennismótin.
Nú er hagstætt verð á íslenskum æðardún.
Hann er fáanlegur hjá framleiðendum,
útflytjendum og sængurfataverslunum.
Dúnsæng er vegleg jólagjöf - Veljum islenskt.
Æðarræktarfélag íslands.
LAUFIÐ
Frönsku vinsœlu stretsbuxurnar
komnar aftur - stceröir 38-50
LAUFIÐ,
Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1,
sími 11845.
Áður en McEnroe vissi af var frú-
in þó flogin með börnin, búin að
skrifa undir samning við kvikmynda-
framleiðanda og búin að ráða tvo af
snjöllustu skilnaðarlögfræðingum
Hollywoodborgar. McEnroe má
muna sinn fífil fegri sem tennis-
kappi, en er þó enn snjall og vinnur
mót af og til. Á árum áður var hann
þó engum líkur og sópaði til sín
stærstu titlunum og þeim fúlgum
sem þeim fylgdu. Hann fjárfesti
skynsamlega og er vellauðugur.
Eignir hans eru taldar nema allt að
20 milljörðum íslenskra króna og
Tatum fer fram á helming þeirra
eigna.
Faðir McEnroes, sem er lögfræð-
ingur, segir að verði Tatum kápan
úr því klæðinu að ná helmingi eigna
Johns verði skilnaðurinn sá „stærsti"
sem sögur færu af í Hollywood.
„Hitt er svo annað mál, að John
hefur sjálfur aflað þessara eigna með
þrotlausri og ósérhlífínni vinnu og
þar kom konan hvergi nærri. Það
er sjálfsagt að hún fái væna sneið,
barnanna vegna, en hún er ung og
fílhraust og getur unnið fyrir sér.
Hún ætti að sjá sóma sinn í því að
gera það og bjarga sér sjálf í staðinn
fyrir að mergsjúga aðra,“ segir
McEnroe eldri.