Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 GALDRAR ÁISLANDI ÚT ER KOMIN bókin Galdrar á íslandi eftir Matthías Viðar Sæmundsson dósent. Aðaluppistaða hennar er íslensk galdrabók frá fyrri hluta 17. aldar sem í rauninni á sér enga hliðstæðu í Norður-Evrópu því að allar galdrabækur sem til náðist voru brenndar á galdraöldinni og eigendurnir gjarnan með. Þessari bók virðist hafa verið smyglað úr landi og lenti í Svíþjóð, þar sem hún hefur verið geymd á safni síðan. Galdrahandritinu, sem er ljósprentað, fylgir viðamikil ritgerð, um 170 bls., og auk þess ítarlegar skýringar á hverjum galdri. KVENNAGALDUR Ef þú vilt vita konu svo hún rati hvergi nema til þín, gjör gröf í gólfínu þar hún gengur yfír og lát í jötungeirablóð og rist hring utan um og nafn hennar og stafí þessa: moldþuss og man[n] þrí- steypta, blað, nauð, homlu og gap- aldur; og þess særing les þú: Eg lít á þig, en þú legg á mig ást og elsku af öllum hug. Sit þú hvergi, þol þú hvergi, nema þ ú un[n]ir mér. Þess bið eg Óðin og alla þá sem kvennrúnir kunnu og ráða að þú í heimi hvergi þolir né þrífíst nema þú elskir mig af öllum hug. Svo skal þér í beinum sem þú brennir öll en í hold háflu verra. Hljót þú ógiftu nema þú un[n]ir mér, á fætur skaltu fijósa, hljóttu aldrei sæmd né sælu. Sit þú brenn- andi, rotna þú hári, rifni þín klæði, nema auðgöngul vilir eiga mig. SKÝRING Skömmu fyrir Lárentíusar- messu sumarið 1554 gekk dómur yfír séra Oddi Þorsteinssyni að Spjaldhaga í Eyjafírði. Borið var að Oddur prestur hefði svikið séra Torfa Jónsson að Saurbæ í réttri trú „og lokkað hans ómaga til samlags við sig með konstum og göldrum eptir því, sem þær gald- arbækur inni héldu, en fudizt höfðu í hans geymslu". Ómagi þessi var dóttir séra Torfa, Am- fríður, en hann hafði arfleitt hana að 100 hunduðum eftir sinn dag. Oddur prestur var dæmdur til að greiða séra Torfa miklar fébætur, en brygðist það skyldi skera af honum bæði eyrun. Auk þess átti hann að greiða 20 hundruð í máls- kostnað og vera útlægur af Norð- lendingafjórðungi, og enn átti að höggva af honum hægri höndina. Oddur lögmaður Gottskálksson samþykkti dóm þennan, en höf- uðsmaður leyfði Oddi presti að halda limum. „Ó þá óguðlegu dár, upp bólgnu bólgelti og svívirðinegu andskot- ans þræl. Þeir geta ekki þagað yfír sinni eigin skömm og það blygðunarlausa svívirðunnar nær- fat, hveiju þeir sig vefja, geta þeir ekki hulið og þan skammar- flekkinn, sem þryktur er í þeirra ennum, fá þeir ekki dulið,“ sagði séra Sigurður Torfason. Galdra- menn drýja hóranir með sjálfum Djöflinum að mati djölfafræðinga 17. aldar; athæfði þeirra snýst að miklum hluta um kynferðislegt „óeðli“ af einhveiju tagi. Með fýt- onsskap sínum geta þeir að auki gert aðra arga og óða, þessir „eld- ormar, þessar gangrænæ, sem eta í kríngum sig, þeir guðs og manna andstygð, galdramennirnir, þeir flugormar, sem stínga með munni og hala, hverra ormabit er eitrað tvöfaldlega fyrst í því að draga með sér þá endurleystu í fordæm- inguna og út veifa sínum hórdóm- um um landið og með sínu eitri að eitra þess innbyggjendur,“ sagði séra Páll í Selárdal. Það er með blóðugum tárum að harma, segir séra Páll, hversu marga Djöf- ullinn fellir fram fyrir sig með þessu tilboði: „Gimist þá [svo] kvennpersónu þér til ekta, þá gef þitt blóð í mitt charagma, og brúka það eptir minni forsögn, sem eg hefí látið í mínum bókum út gánga, og vert mér ei vantrúað- ur.“ En hvað innihéldu bækur séra Odds; hvemig kom hann fram vilja sínum? Kannski er svarið að fínna í galdraformála þeim sem hér er til umræðu. Það er ekki Djöfullinn sem er ákallaður í þessum kvennagaldri heldur Óðinn sem náð gat valdi yfir konum með fjöl- kynngi ef marka má 161. erindi Hávamála: Það kann eg ið sextánda ef eg vil ins svinna mans hafa geð allt og gaman. Hugi eg hverfí hvítarmri konu og sný eg hennár öllum sefa. í kvennagaldr- inum á sér stað dulúðug samein- ing; goðsöguleg gildi íklæðast raun veruleika. Hér er táknræn athöfn fram- in á moldargólfí. Galdramaðurinn grefur holu í jörðina og lætur í jötungeirablóð, en jötungeiri er kenning fyrir orm eða slöngu. Að því loknu er hringur dreginn utan um, en innan hans á að rista nafn konunnar auk nokkurrá galdra- 'stafa. Þessi gjörningur byggist á snertilögmálin því að nafnið er virkur þáttur þess sem ber það; allt galdrabrask með það hefur áhrif á eigandann. Með því að rista _nafn konunnar og tengja það við tákn sjálfs sín, ormsblóð sem stendur fyrir sæði, myndar galdra- maðurinn tengsl er jafngilda lík- amlegum mökum. Þetta er tákn- ræn nauðgun sem efld er með særingu og galdrastöfum, og markmið hennar er kynferðisleg fullnæging. Goðsögutengsl þesssa galdurs eru flóknari en gengur og gerist. Þannig er jörðin staðgengill kon- unnar, en jörðin var samkvæmt heiðinni heimsmynd lostafull gýg- ur, kvenlegt goðmagn, er hafði látlaus mök við Óðinn til að við: halda hringrás náttúrunnar. í galdrinum er reynt að endurskapa mök þeirra með táknrænum hætti — atburði sem er samtíða öllum tímum; Óðinn er beðinn um að fylla stafí sem dregnir eru í líkama jarðar kynferðislegum árásar- krafti. Það má því sjá útlínur forn- ar fijósemisathafnar í athæfi galdramannsins, auk þess sem það á sér augljósa fyrirmynd í fornum texta. Galdarmaðurinn sparar konunni hvorki bölbænir né hótanir jafn- framt því sem hann ristir henni kynngimagnaða stafi: Moldþurs og Man(n)srún þrítekna, Blað, Nauðarrún, Homlu og Gapaldur. Sé hugsað að þessari stafagerð opnast ýmsir túlkunarmöguleikar. í efra stafnum til vinstri má greina öfuga Þursrún sem efld er með tölugildi sínu, 3:3; en um leið myndar stafurinn rétta Þursrún sem aukin er með_ tölugildinu 3:4; en það visar á Ósrúnina, fjórða staf þriðju ættara. Sé lesið réttsæl- is kemur hið sama út, 3:3 og 4:3. Vera kann að leggur stafsins myndi stílfærða Nauð ásamt þver- strikinu, en það eykur enn tor- tímingarkraft stafsins; . Nauðin nuddar þá saman Ós og Þurs með óskaplegum afleiðingum. Svipaða formgerð má víða sjá í svörtum stafagaldri. Þetta tákn felur án efa í sér Moldþurs, villurún sem haft hefur enn meiri áhrif en venjuleg Þursrún. í efra stafnum til hægri er að finna einstæða heimild um útlit Jan Luiken: „Kona missir syni sína sjö“ (1711). Til vinstri getur að líta tákn og áletranir Djöfulsins og fylgiliðs hans. Myndin er sótt í sáttmála er Urban Grandier kvaðst hafa gert við Satan og var hann lagður fram í réttar- \ höldurn árið 1643. Gapaldurs. Kvíslarnar til hægri geta táknað 3:3/3 sem er tala Þursrúnar, á meðan greinarnar til vinstri vísa á tölugildi Kaunar, þ.e. sjötta staf þriðju ættar (talið að neðan), en Kaun stendur fyrir líkamlega jafnt sem andlega þraut, ástand sem fer versnandi ef ekki er að gáð. Þetta galdratákn er engu áhrifaminna en Moldþursinn. Stafurinn fyrir neðan Þursinn vís- ar svo á galdramanninn sjálfan. Hér kvíslast þijár Mannsrúnir út úr lokuðum belg, en talan 2 innan hans merkir sennilega að táknið sé þrefalt að afli. Stafurinn fyrir neðan Gapaldur er öllu erfiðari viðfagns. Sennilega er þetta galdratáknið Homla, en leggur þess endar í Hagalsrún auk þess sem lesa má tölugildi Þursrúnar úr viristir hlið táknsins. Stafur þessi minnir að lögun á hjálp og er e.t.v. skyldur helmum og mið- helmum Bjöms á Skarðsá; þá er þetta öfugur hjálmur, aukinn með Hagalsrún og tölugildum. Ekkert skal þó fullyrt um það að svo komnu máli. Hvað sem öllum óvissiþáttum líður er ljóst að þessi stafagaldur felur í sér rúnirnar Þurs, Mann, Nauð, Hagal, og sennilega Ós og Kaun. Allt eru þetta kröftugar rúnir sem haft geta ógnarleg áhrif á sameiningu. Galdramaðurinn gefur sig öflum þeirra á vald í gegnum Mannsrún- ina; rökhugsunin er hin sama og við annan stafagaldur. í þessu samhengi skiptir tenging Manns- og Þursrúnar höfuðmáli en sam- kvæmt formálanum á að rista ,5moldþurss og man[n] þrísteypta“. Ymsar heimildir eru til um slík tengsl — og þijár Mannsrúnir og þijár Þursrúnir myndi til samans galdrastaf Nat. Lindquist sýnir eftir- farandi dæmi um það í útgáfu sinni: Eins og fyrr getur á þessi kvennagaldur sér fyrirmynd í forn- um texta. Þannig minnir allt athæfi galdramannsins á framgöngu Skírnis, sendiboða Freys, í Skírnismálum; galdraaðferð þeirra og bölbænaflaumur eru af sama toga, konunni er hótað öllu illu ef hún lætur ekki að vilja þess sem galdrar. Hér er nauð- synlegt að rifja goð- söguna upp í grófum dráttum: Fijósemis- guðinn Freyr sest dag nokkurn í Hlið- skjálf og sér hann mey fagra, Gerði Gymisdóttur, í Jötu- heimum. Felldi hann ofurást til hennar og fékk hugsóttir mikl- ar. Var þá Skírnir, skósveinn Freys, sendur til hans að leita frétta. Freyr segir honum allt af létta, gefur honum hest og sverð, og fel- ur honum að fara í Jötunheima og ná astum meyjarinnar. Eftir örðuga ferð finnur Skímir Gerði og ber upp erindið sem tekið er fálega. Skírnir reynir þá að snúa huga hennar með gjöfum og síðan hótunum sem' aukast stig af stigi. Hótar hann að höggva höfuðið af stúlkunni og drepa föður hennar. Hún situr þó við sinn keip og þiðnar ekki fyrr en Skírnir tekur að beita gald- rakunnáttu sinni. Hann gelur henni magnaða galdra með aðstoð töfrasprota, hótar henni athlægi, vitfírringu, sorg og skorti, einsemd og karlmannsleysi. Hámarki ná hótanir Skírnis í eftirfarandi er- indi: Þurs ríst eg þér og þijá stafi, ergi go æði og óþola; svo eg það af ríst sem eg það á reist ef gerast þarfar þess. Oft hefur veríð bent á að þessi texti vísi á eldgamla frjósemisat- höfn. Með særingu sinni reynir Skírnir að endurnýja samband guðs og náttúru svo að veröldin falli ekki í stafi. Særing hans hef- ur í ljósi þess jákvæða merkingu andstætt formála galdamannsins sem þó er sniðinn eftir henni að ákveðnu marki. Þannig eiga mein- stafir hans að valda ergi, æði og óþoli líkt og galdratákn Skírnis. Markmkiðið er hins vegar ekki sameining í lundinúm Barra heldur er það hrárra, myrkara og djöful- legra; hið erótíska hefur snúist í andhverfu sína og táknar nú ofsa- lega nauðgun, ruddalegt ofbeldi sem hefur engan goðsögulegan ljóma. Þrátt fyrir það eru tengsl fyrir hendi. Með særingu sinni reynir galdamaðurinn að end- urskapa atburðarás goðsögunnar, virkja kraft hennar, fleyga veru- leikann. Meðan á henni stendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.