Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 2
rú Guðrún er
vel búin, í
úlpu og
silkifóðruð-
um leður-
buxum, og á
fótum hefur
hún svarta
leðurskó. Önnur höndin er umbúð-
um vafin því hún handleggsbrotn-
aði fyrir nokkrum vikum þegar hún
var að bera út póstinn og er reynd-
ar nýkomin til starfa aftur eftir
óhappið. Hún segir að draugur á
lóð Guðjóns heitins Samúelssonar
hafí brugðið fyrir sig fæti. Fær sér
svo hálstöflu, kvartar yfír kvef-
skratta sem hún hafí fengið aldrei
þessu vant og drepur í sígarettu
áður en útburðurinn hefst.
- Er ekki slæmt að reykja þeg-
ar fólk þarf að ganga svona mikið?
spyr ég.
„Eg reyki hálfan annan pakka
á dag, Pall Mall fílterslausar og
extra long; og drekk fímmtíu bolla
af kaffi á dag. Ég á að vera dauð
fyrir löngu,“ segir hún umbúða-
laust.
„Það er verst að þessi tegund
fæst ekki nema í einni búð í bæn-
um. Það er verið að tala um frelsi
og engin versiunarhöft, en ég hef
ekkert frelsi í þessum efnum. Það
fyrsta sem hann Höskuldur í ÁTVR
gerði þegar hann var orðinn einka-
sölustjóri var að taka þessa tegund
af markaðinum. Ég hringdi í hann
og sagði að þetta væri svívirða.
Ég skal sjá hvað ég get gert, sagði
hann, sérpantaði svo þessar sígar-
ettur fyrir mig, en setti þær aðeins
í eina búð og bætti hvorki meira
né minna en 50 krónum ofan á
hvem pakka. Mér fínnst ég illa
svikin."
VIÐ TUGTHÚSIÐ
„Langafí minn bjó hér, bærinn
hét Miðbýli,“ segir hún og bendir
á hornhúsið hægra megin, neðst á
Skólavörðustíg. Segir mér svo að
elta sig inn í bakgarð. Ég spyr
hvort hún láti gönguna í vinmmni
nægja, eða hvort hún hreyfi sig
eitthvað í frístundum?
„Ég geng ekki kauplaust," segir
hún vinsamlega.
Við göngum yfír götuna, förum
úr einni verslun í aðra og alls stað-
ar spyija verslunarmenn hvernig
hún sé í hendinni, skoða hana jafn-
vel og athuga, og Guðrún hvíslar
afsakandi þegar út er komið:
„Maður verður að ræða brotið í
hveijum krók.“
í einni versluninni er hún boðin
velkomin til vinnu á nýjan leik,
samræður eru fjörugar og versl-
unarkonan segir þá sögu af Guð-
rúnu, að hún hafí
komið einn daginn
fyrir nokkrum árum,
litið í kringum sig í
versluninni og sagt:
„Mikið voðalega er
þetta ljótt hjá ykícur,
ekki get ég skilið að
nokkur maður vilji
kaupa þetta.“ Versl-
unarkonan segist
ekkert hafa tekið
þessi ummæli nærri
sér og hlær hjartanlega þegar hún
riíjar þau upp. Guðrún verður hins
vegar undirleit og skipar mér að
elta sig yfir í tugthúsið.
Bréfín fara einkennilega leið inn
í betrunarhúsið á Skólavörðustígn-
um, hvorki í gegnum lúgu né inn
um dyr, heldur opnar bréfberinn
einn gluggann og paufast þar um
stund með póstinn. „Skýr fyrir-
mæli að setja þóstinn inn hér,“
segir hún ábúðamikil. „Það má
ekki opna dymar, þeir gætu slopp-
ið út.“
ÞRJÓSKOG ERFIÐ
Ferill Guðrúnar sem bréfbera
hófst fyrir tuttugu árum á Berg-
staðastrætinu þar sem hún bar út
í tíu ár. Þá tók hún að sér að bera
út stjórnarráðspóstinn um tíma
vegna forfalla starfsbróður, og í
framhaldi af því fór hún að flokka
póst inni á póstmiðstöð. ,
„Ég var flutt nauðungarflutn-
ingum upp á póstmiðstöð því eng-
inn annar gat tekið að sér flokkun
á svipstundu. Þaðan var ég síðan
rekin með skömm, vísað á dyr,“
segir- Guðrún. „Þetta var mikill
póstur sem ég flokkaði, ein 100
kíló á dag og voru þama hillur
undir stóran póst og lítinn og var
ég orðin vön að flokka póstinn með
þeirri vinnutilhögun sem fyrir var.
En þá gerðist það í skjóli nætur
að hillumar vom fjarlægðar og
gamall flokkunarskápur settur í
staðinn. Ég kom að þessu skrímsli
um morguninn, varð mjög ósátt við
þessar aðgerðir og spurði hvers
vegna ég hefði ekki verið höfð með
í ráðum. Sagði þá yfírmaðurinn að
ef ég gerði ekki eins og mér væri
sagt, gæti ég bara farið. Allt í lagi,
sagði ég, vertu sæll og blessaður.
Ég var fegin að losna þaðan, því
loftið var vont og ekki fyrir hvítan
mann að vinna þarna.
í framhaldi af því flaug sú físki-
saga að ég væri bæði þijósk og
erfíð, og þurfti nefnd til að fjalla
um hvort ég væri hæf sem bréf-
beri. Síðan fór ég að bera út á
Hverfísgötunni. Var þar um tíma
en var þá klöguð af lögfræðingum
sem skrifuðu póstmeistara og
sögðu að þeir fengju aldrei póstinn
fyrr en klukkan fímm. Það var
haugalygi, það kom aðeins fyrir í
einn dag því þá var ég með svo
mikinn aukapóst. Ég heimtaði auð-
vitað að sjá bréfið. Annars var
ágætt að losna við Hverfísgötuna,
hún er erfíð, bæði bílaumferð og
skítur í loftinu.
Síðan fór ég á Skólavörðustíginn
og hef verið þar síðan. Það er
skemmtilegasta gatan af þeim sem
ég hef borið út á.“
- Er það rétt Guðrún, að þú
hafír ekki viljað fara með eigin-
manni þínum til Brussel þegar hann
var sendur þangað til starfa, því
þú vildir ekki skilja Skólavörðustíg-
inn eftir í reiðileysi?
„Það var nú kannski líka heimil-
ið sem ég vildi ekki skilja eftir í
reiðileysi," segir hún kímin og
bendir niður á Vegamótastíginn þar
sem hún er borin og bamfædd. Þar
býr hún enn ásamt eiginmanni og
móður sinni. „Ég hef aldrei farið
úr föðurhúsum," segir hún. „En
þetta er ekkert ómerkilegt hús, það
er byggt árið 1905 og þama leigðu
þeir báðir, Kjarval og Kiljan. Og
hér á horninu þar sem Sparisjóður-
inn er bjó Engeyjarættin. Pörupilt-
ar mpluðu gjaman rófum úr garð-
inum hjá henni á kvöldin."
- Mér er sagt að þú sért stórefn-
uð, eigir bæði íbúð og raðhús úti
í bæ?
Hún horfír mæðulega á mig:
„Við komum okkur upp íbúð en
íhaldssemin kom í veg fyrir að við
yfírgæfum Vegamótastíginn. Það
varð því hlutskipti drengjanna okk-
ar fjögurra sem nú em uppkomnir
að nýta íbúðina. Maður verður að
hýsa bömin sín. En þeir borða
heima hjá mér, þar fer fram öll
þjónusta. Nú, raðhúsið byijuðum
við að byggja fyrir tíu árum og enn
vantar sex milljónir til að fullgera
aÖ vera ríkur?
það. En ég þijóskast við. En svo
láta þeir mig borga 20 þúsund í
aukaskatt á mánuði.“
- Hvað segirðu! Af hveiju?
„Nú af því að ég er svo stórefn-
uð eins og þú segir."
- Hvað ertu annars með í laun
á mánuði?
„Tuttugu og níu þús-
und.“
LYKTÁ
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Bréfberinn gengur
áfram en stöðvar skyndi-
lega og segir: Finnurðu
lyktina? Maður getur
ekki gengið um miðbæ-
inn án þess að fínna lykt
úr Kínabúllum. Á sunnu-
dögum þegar ég ætla að
anda að mér sjávarloftinu eins og
í gamla daga fínn ég einungis þenn-
an óþef.“
- Þú ert þó ekki á móti útlend-
ingum?
„Nei, ég er alls ekki á móti út-
lendingum. En ef við göngum í EB
ætla ég að leggjast í vímu, ég
gæti ekki tekið því að sjá allt þetta
fólk flæða yfír landið. Eg geri eng-
an greinarmun á EB og EES, ef
við geram samning um Evrópskt
efnahagssvæðí eram við komin
langleiðina í EB. Við erum fáar
hræður hér á móti sterkum fjár-
málaöflum úti í heimi og hvað verð-
um við annað en sorptunna fyrir
það sem aðrar þjóðir þurfa að losna
við?
Þjóðinni er neitað um þjóðarat-
kvæðagreiðslu í þessu mikilvæga
máli. En það era ekki allir sáttir
við að skammsýnir framagosar í
pólitík ráði örlögum óborinnar kyn-
slóðar.
Nú stendur rófugarður En-
geyjarættarinnar öllum opinn. Það
verða stresstöskukarlar með kokk-
teil í hendinni sem byggja hér verk-
smiðjur og gera landið að sama
drullupyttinum og Evrópa er orðin.
Flytja svo inn ómenntaðan vinnu-
kraft, sem við þurfum síðan að
kosta upp á, menntunar- og heilsu-
farslega séð. Flestir vilja vera góð-
ir og umburðarlyndir, en hvað kem-
ur á daginn þegar á reynir? Þegar
einhver tekur krónur úr buddunni
þinni? Er vandamál innflytjenda
ekki orðið nógu stórt í Evrópu?
Ég sé ekki fram á annað en að
útlendingar geti keypt landið og
það er alltaf til fólk sem vill vera
lepþar.“
- En fáum við ekki vörar á
betra verði ef við gerum samning
um Evrópskt efnahagssvæði?
„íslenskar landbúnaðarafurðir
era þær bestu í heimi og þær eigum
við að borða. Ég vil ekki sjá út-
lenskan mat sem kemur úr þessum
eitraða skítajarðvegi þarna úti.“
Bréfin fljúga inn um lúgurnar.
„íslenskunni fer hrakandi.
Skólafólk sem vinnur í fríum á
póstinum skilur varla algengar ís-
lenskar vendingar. Við erum fá,
og við eigum að varðveita okkur
sem sérstaka þjóð á Norðurlöndum.
Allt tal um að varðveita það sem
er íslenskt er þó aðeins orðið
skrautyrði á hátíðastundum. Hvað
ætlar frú Vigdís að tala um í ára-
mótaræðunni þegar við eram búin
að gera EES-samning? Og hvað
ætlar forsætisráðherrann að segja
fyrir framan styttuna af Jóni Sig-
urðssyni?
Annars get ég varla séð að þetta
Evrópubandalag verði nokkum
tíma að veruleika. Þeir geta aldrei
setið á sárshöfði, Frakkar, Bretar
og Þjóðveijar. Það nægir að benda
á hrokann í Frökkum."
- Ertu mjög íslensk í þér?
„Ég er svartasta íhald.“
- En hvað eigum við þá að gera,
Guðrún?
„Hvað höfum við að selja? Fisk
sem verður uppurinn eftir nokkur
ár ef erlendur fískifloti fær að veiða
hér. Við verðum bara að vera nógu
fljót að stoppa upp þorskinn, því
líklega fer fyrir honum eins og
geirfuglinum.
Þetta er svo lítið magn sem við
veiðum, því getum við ekki selt það
í austur og vestur eins og við höf-
um gert?
Við eigum að selja hvalinn til
Japans og gömlu íslensku hrossin
til annarra landa. Og hér verður
slegist um raforkuna þegar fram í
sækir. Það verður slegist um hreint
land og hreint loft.“
DRAUGAR OG KETTIR
Það er nepja í loftinu en bréfberinn
roðnar ekki einu sinni á nefbroddin-
um. Við skjótumst með póst inn í
eina verslunina og talið berst að
hitateppum sem verslunardaman
er að selja og dásamar og segir
að sé hið besta svefnmeðal, Guðrún
segist eiga svona teppi en hún
noti það aldrei því hún sofi hvort
eð er alltof mikið og þurfí það ekki
því hún sé svo frísk. Það er að
segja fyrir utan þetta kvef sem hún
fær einu sinni á ári. Svo stingur
hún upp í sig hálstöflu.
Þegar við eram komnar út aftur
spyr ég hana hvað hún borði eigin-
lega til að viðhalda frískleikanum
og hún segist helst borða sem
minnst. „Ég fær mér hafragraut
með sykri og ijóma á morgnana
og það dugar mér oft yfír daginn
ásamt þessum fimmtíu bollum af
kaffí. Eg borða aldrei grænmeti,
aldrei ávexti, drekk aldrei mjólk,
en borða gjarnan kjöt og rúgbrauð
með kæfu.“
Nú eram við komrtar að húsi
Guðjóns heitins Samúelssonar
húsameistara, þar sem draugurinn
brá fæti fyrir Guðrúnu með þeim
afleiðingum að hún brotnaði.
„Arkitektafélagið átti þetta hús,
en þeir seldu það. Ég er alveg
hneyksluð á þessum arkitektum að
halda ekki húsinu, eins og þeir era
ríkir þegar þeir slá sarnan."
- En hefurðu orðið vör við
drauga héma á lóðunum?
„Eg sagði nú við prestinn héma
á þijátíu, að það væri eitthvað
óhreint í hlaðvarpanum hjá honum.
Ég fletti af fíngranum á mér þegar
ég var að reyna að opna hliðið,
enda er ég bara farin að sparka í
það, og svo hrukku af mér gleraug-
un á tröppunum.
Nei, auðvitað era engir draugar
hérna. Maður fjasar bara svona.“
- En hvað um kettina? Hjálp-
arðu þeim inn í hús ef þeir mjálma
fyrir utan?
„Ég hringi helst bjöllunni til að
láta eigenduma hirða þá. Ég er
dauðhrædd við ketti og varð voða- —
lega fegin þegar eitt fressið flutti |
úr einu húsinu hérna. En þá tók
nú ekki betra við, því félagið Kynja-
kettir keypti húsið og það fylltist
af þessum skepnum á nýjan leik.“
- Þekkirðu ekki alla í götunni?
„Ekki lengur, en ég þekkti hér
flesta þegar ég var barn. Það era
svo margir fluttir. Það er merki-
legt, en maður rekst örsjaldan á
fólk þegar maður ber út póstinn.
Það era flestir útivinnandi. Það er
helst að maður lendi í hálkudansi.
Eitt sinn kom ég stjórnlaust fljúg-
andi í glerhálku og roki niður trað-
imar á Bergstaðastræði og kloss-
aði fýrir framan mann á gangstétt-
inni. Hann fékk víst taugaáfall."
- En um hvað hugsar bréfber-
inn þegar hann gengur með póstinn
hús úr húsi?
„Um pólitík, aldrei um fólkið í
götunni."
MYGLUÐ AFINNIVERU
Skólavörðuholtið blasir nú við og
Guðrún segist vel muna eftir
bröggunum og hermönnunum á
stríðsáranum. „Ég man sérstak-
lega eftir Skotunum. Þeir gengu
hér fylktu liði í pilsum niður holtið
á sunnudagsmorgnum og spiluðu á
sekkjapípur. Þeir vora víst að fara
til messu niður í Dómkirkju.
Ég fór hér yfír holtið á leið í
bamaskólann. Þá voru alltaf hrafn-
ar hér í holtinu. í kringum gamlan
mann sem hjó gijót frá morgni til
kvölds.“
Og hún horfír á holtið og sér
greinilega karlinn fyrir sér. Þegar
Guðrún hafði lokið skyldunámi fór
hún í Menntaskólann í Reykjavík
og útskrifaðist þaðan sem stúd-
ent.„Það var enga vinnu að fá svo
mér þótti ráðlegast að fara í skóla.
Ég svaf þar í ein þijú ár og opn-
wmmmmmmmmmmmmmmm
I
Ég vil ekki sjá útlenskan
mat sem kemur úr
þessum eitraÖa
skítajarðvegi þarna úti
Þegar ég fór til Parísar
var sultukrukk'a það
eina sem ég kom með.
Við lá að égyrði látin
laxera í tollinum