Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 ÆSKUMYNDIN . . . ER AFSIGURÐIL. HALL MATREIÐSLUMEISTARA OGLIÐSSTJÓRA ÓLYMPÍULIÐS MATREIÐSL UMEISTARA ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Vildi bam kjötfráSÍS! ÆSKUMYNDIN þessa vikuna er af Sigurði L. Hall matreiðslumeistara. Sigurður hefur verið liðsstjóri Ólympíuliðs íslenskra matreiðslumanna og hefur að auki verið með vikulega þætti um matreiðslu á Stöð 2 í vetur. Sigurður fæddist árið 1952 og er næst elstur fjögurra systkina. Bróðir hans Frank er elstur, þá kemur Sigurður og síðan systurnar Ragnheiður og Sigurveig. Móðir þeirra er Katrín Hall og faðir var Þórir Hall. Sigurður telur náttúrlega að hann hafi verið „stilltur og prúður“ á umræddu æviskeiði, þ.e.a.s. fram að fermingu eða svo. Hann ólst upp ýmist vestur í bæ eða á Vatnsenda og þótt nægur hafi verið félagsskapurinn „var hann löngum stundum dund- andi einn“, eins og hann segir sjálfur. Það var auðvitað margt brallað, t.d. var Roy Rogers snar þátt- ur í tilverunni og lengi vel snerist allt um hann. Ég var oftast Roy. Að vísu voru helvíti margir líka Roy, nema þegar Lone Ranger var með, þá dreifðist það nokkuð. Ég varð einnig mjög snjall hornsíla- veiðimaður, þróaði veiðitækni á Vatnsenda sem nýttist mér vel við Tjömina," segir Sigurður hróðugur. Sigurður minntist eitthvað á hrakfallamennsku, beinbrot og fleira, en vísaði á móður sína til frekari skýringa. Katrín Hall kann- ast við það, hann hafi tvisvar fót- brotnað sem bam, annað skiptið er hann var reiddur á reiðhjóli og fót- urinn flæktist í teinunum. „Hann var hrakfallabálkur. Einu sinni var stelpa að passa hann í kerru, en kerran rann frá henni og út í Tjöm- ina. Honum var þó bjargað á land. Hann var líka uppátækjasamur, enda ansi sérvitur. Þannig hvarf hann einu sinni fjögurra ára gam- all og við vissum ekki fyrr en ein- hver drengur kom með hafin heim og hafði hans þá verið leitað um allar jarðar í nokkra klukkutíma. Siggi vissi af bíói á næstu grösum og hafði lallað sér þangað og smygl- að sér inn. Þar sat hann síðan og horfði á stríðsmynd sem hann lét þó getið að hefði ekki verið skemmtileg. „Það var alltaf verið að skjóta,“ sagði Siggi. Ég man alltaf að myndin hét „Odette“, þetta var einhver njósnaramynd úr stríð- inu,“ segir Katrín. Én í dag er Sigurður landsþekkt- ur matreiðslumeistari. Katrín segir að hvað mat varði þá hafi Sigurður snemma verið sérvitur. „Hann vildi til dæmis aldrei borða kjöt af kind. Vildi bara kjöt frá SÍS! Einu sinni vomm við hjónin að heiman í nokkra daga og fréttum síðan að drengurinn hafði ekki borðað annað en kótilettur. Öðm sinni átti hann að gista hjá mágkonu minni í nokkra daga, en það varð að senda hann til baka því hann Iét ekki annað en normalbrauð og matarkex inn fyrir varir sínar! Annars var Siggi ósköp rólegur og hrekklaus sem bam,“ em lokaorð Katrínar. Sigurður L. Hall, „fyrir og eftir“. Happafleyið Selfoss Ifebrúarbyijun árið 1956 birtist Morgunblaððsins og ljósmyndari frétt í Morgunblaðinu þess efnis sér um borð, ásamt Viggó E. að elsta skip flotans, Selfoss, hefði Maack, skipaverkfræðingi, og segir kvatt ísland eftir langa svo frá í grein í Morgun- blaðinu að fróðlegt hafi verið að ganga um skipið og bera það saman við nýju skipin sem þá lágu í höfninni. „Við hliðina á þeim var Selfoss hrein- lega fomgripur. Allt er þar með svo gjörólíku sniði og fomlegt saman- foss var í fömm milli íslands og borið við nýju Fossana," segir í Evrópulanda og kom á flestar hafn- Morgunblaðinu frá þessum tíma. ir á Islandi. A stríðsámnum 1939 Hér á síðunni sjáum við nokkrar til 1945 sig]di Selfoss meðal annars af myndunum sem teknar voru um á milli íslands og Ameríku. borð í Selfossi í Reykjavíkurhöfn, Skömmu áður en skipið hélt í sína skömmu áður en hann sigldi til hinstu för bmgðu tíðindamaður Belgíu til niðurrifs. og happasæla þjónustu í 38 ár. Skipið hafði þá verið selt til niðurrifs í Belgíu. Skipið var smíð- að í Porsgmnn í Noregi 1914 og hét upphaflega Willemoes, en Éimskipa- félagið keypti skipið af Ríkissjóði árið 1928. Sel- Séð upp eftir brúnni á gamla Selfossi. ÉG HEITI. . . LUSIA GUÐNÝ JÖRUNDSDÓTTIR Morgunblaðið/Kristinn Lusia með dóttur sína, Steinunni Mörtu, sem hún ákvað að hlífa við því að heita sérkennilegu nafni. Lúsíumessa er í dag, 13. desember. Lúsía var, samkvæmt helgi- sögn, kristin jómfrú í Sýrakúsu á'Sikiley sem dó píslarvættisdauða árið 304. Nafn Lúsíu er talið leitt af karlmannsnafninu Lucius og eiga rætur að rekja til latneska orðsins lux, sem þýðir Ijós. Hin ljós- krýnda og góða Lúsia sem heiðruð er í Svíþjóð mun þó vera miklu yngra fyrirbæri. Sá siður náði fótfestu hér á landi árið 1954 fyrir tilstilli Sænsk-íslenska félagsins, segir bók Árna Björnssonar, Sögu daganna. Lúsíur em fremur fáar hérlend- is. Er nafn þeirra ritað á ýmsan hátt, m.a. Lúsía, Lucia, Lussia og Lusia. Sú Lúsía sem hér um ræðir er skírð Lucia Guðný Jömndsdóttir í höfuðið á ömmu sinni sem aftur hét eftir ömmu sinni. Hins vegar er hún nefnd Lusia í þjóðskrá og skrifar sig þannig nú. Fjögur bamaböm ömmu Lusiu heita nafninu en auk þeirra segist hún þekkja til nafna sinna í Skaftafellssýslu, þaðan sem langalangamma hennar var. Lusia segist ekki hafa neinar taugar til lúsíuhátíðarinnar sænsku en hún er engu að síður oft spurð að því hvort hún sé sænsk vegna nafnsins. Lúsíunafnið er íslenskt, þrátt fyrir að það beri erlendan hljóm, það kemur fyrst fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum árið 1646. „Fólk hváir gjaman þegar það heyrir nafnið fyrst og ég er oft kölluð Lovísa, Louisa eða þvíumlíkt. Þegar ég var yngri var mér oft strítt á nafninu og langaði stundum til að skipta um nafn. Það er hins vegar löngu hætt, ég hef sætt mig við nafnið mitt og finnst vænt um það.“ ÞANNIG ... HJÁLPAR ÁSTA KRISTRÚN ÓLAFSDÓTTIR FULL ORÐNUM BÖRJNUM ALKÓHÓLISTA VÍTAHRINGUR ROFINN „FJÓRÐUNGI bregður til fósturs" segir gamalt máltæki og víst er að mótun bernskuáranna fylgir manninum alla ævi. Börn alkóhól- ista bera þess mörg merki að hafa alist upp í heimilum þar sem skuggi áfengisfíknarinnar var allstaðar nálægur, jafnt þótt einungis annað foreldrið neytti víns. Bamið lærir ákveðin viðhorf og mótast tilfmningalega. Oft einkennist þessi líðan af öryggis- leysi, ótta, spennu, skömm og van- metakennd," segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir ráðgjafi, sem hefur sér- hæft sig í áfengismeðferð og vanda- málum fullorðinna barna alkóhól- ista. „Bömin eru meira og minna vanrækt, því þótt aðeins annað for- eldrið stundi ofdrykkju, þá fer bein- ist öll orka og athygli hins að alkó- hólistanum. Það verður lítill tími fyrir bömin og þeirra þarfir." Ásta segir að þessi mótun sé hlið- stæð við að bamið læri tungumál, þegar það eldist leitar það kynna við aðra sem kunna sama mál. Hún ólst upp með alkóhólista og talar af eigin reynslu. „Við leitum að ein- hveijum sem þekkir sama lífs- mynstur og erum allt í senn tor- tryggin og trú, stjórnsöm og full vanmetakenndar, eigum bágt með að tjá tilfinningar og leika okkur. Svo finnur maður einhvem „vand- ræðagemling" á svipuðu plani fyrir lífsförunaut og vítahringurinn held- ur áfrarn." Meðferð Ástu er fólgin í viðtölum. Hún greinir eðli vandans og kennir fólki að vinna sig út úr honum. Hún segir fullorðin börn alkóhólista oft fíkla af einhveiju tagi. „Ef það er ekki áfengisfíkn, þá getur það verið átfíkn, sjónvarpsfíkn, spilafíkn eða kynlífsfíkn. Áðrir fá einhveija manneskju á heilann. Þessum ein- staklingum finnst þeir ekki elsku- verðir nema þeir afreki eitthvað. Það er algengt að þeir bíði alla ævi eftir því að verða hamingjusamir.“ Enginn þarf að reikna með skjótum bata, þetta er langtímaviðfangs- efni. „Mótunin hefur kannski tekið 20 ár og því má reikna með að lækningin taki einhvern tíma. Þetta er mikil vinna, en fólk getur losnað við þennan klafa. Öðlast sálarör- yggi, sjálfstraust og orðið sátt við Ásta Kristrún Ólafsdóttir ráð- gjafi, segir fullorðin börn alkó- hólista oft fíkla af einhverju tagi. sjálft sig. Tólf spora aðferðin hefur reynst mörgum vel til að losna úr fíkn og hér eru starfandi ýmis sam- tök sem fullorðin börn alkóhólista geta leitað til og sótt stuðning hjá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.