Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 28
MORGUNBLARip MYWDASOGUR :sunn,uda(;l;k i^, desembbr 1992 ■2*Lj£ STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Auðvelt er að særa aðra þegar ástin á hlut að máli, og viðhorfin breytast ef ástin kulnar. Reyndu að bæta samskiptin. Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Ættingja gæti þótt þú ekki sýna næga umhyggju. Láttu ekki eigingirni bægja öðrum frá þér. Réttu fram hjálparhönd. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Margskonar skemmtanir eru á boðstólum í dag. Ein- hver gæti óverðskuldað ásakað þig fyrir ístöðuleysi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI8 Einhver gæti kvartað yfir eyðslusemi þinni, og pen- ingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Temdu þér spamað. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Dagurinn byijar vel og þú ert í sólskinsskapi. Aðrir vilja ráða ferðinni, og félagi þarfnast athygli þinnar. Meyja (23. ágúst - 22. scptember) Þróun peningamála er þér hagstæð, en þér líkar ekki hægagangur við lausn verkefnis. Gerðu þitt bezta. Vog (23. sept. - 22. október) Þótt úr mörgu sé að velja á skemmtanamarkaðnum er ekki víst að ástvinur vilji deila þér með öðrum í kvöld. Sporðdreki (23. okt. — 21. nóvember) Þú færð frábæra hugmynd varðandi vinnuna og þig langar að hefjast strax handa. En fjölskyldan kall- ar einnig. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Einhver gæti verið afund- inn og gagnrýnt þig fyrir seinagang. En kvöldið býð- ur upp á fjölbreyttar skemmtanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þú kunnir að meta velgengni þína í starfi gæti skortur á reiðifé hrjáð þig í bili. Úr því rætist fljótlega. Vatnsberi (20. janúar — 18. febrúar) ðh Þú hlakkar til einhvers sem er í vændum, en varastu að særa tilfinningar ann- arra. Náin samvinna skilar árangri. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) *£t Þú gætir verið með allt of margt á þinni könnu í dag og þessvegna þurft að slá á frest lausn einhverra einkamála. Stjörnuspána á ad lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. HVD A/^l rMC UYKAuLtNb UÓSKA FERDINAND BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Millispilin í tígli gegna lykil- hlutverki í vörninni gegn þremur gröndum suðurs: Vestur gefur; NS á hættu. Vestur ♦ 9743 ♦ 83 ♦ KG108 ♦ 762 Norður ♦ ÁK6 ♦ 965 ♦ Á4 ♦ ÁDG93 il Suður ♦ 1052 ♦ DG2 ♦ D752 ♦ K104 Austur ♦ DG8 ♦ ÁK1074 ♦ 963 ♦ 85 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 hjarta 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Úspil: hjartaátta. Austur sér um leið og blindur kemur upp að sagnhafi á níu slagi ef hann fær einn á hjarta. Eina vonin er því að finna makk- er feitan fyrir í tígli. Austur drepur þess vegna á hjartakóng og spilar nákvæmt tígulsexu. Ekki níunni, því hana þarf að nota síðar, og ekki þristinum til að gefa makker ekki falskar upplýsingar um litinn. Suður lætur lítinn tígul heima og nú er röðin komin að vestri að spila tíglinum rétt. Hann verður að láta tíuna! — ekki átt- una, því hún á að fara undir níuna síðar. Sagnhafi drepur á ásinn og spilar hjarta. Austur drepur og spilar nú tígulníu. Dúkki suður, heldur austur innkomunni og spilar aftur í gegnum drottning- una. Umsjón Margeir Pétursson Á helgarskákmótinu í Búðardal um síðustu helgi kom þessi staða upp í skák þeirra Helga Ólafsson- ar (2495) stórmeistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Ásgeirs Þórs Ámasonar (2.270). Svartur er tveimur peðum yfir en hefur boðið hættunni heim á kóngs- væng. 31. Be6! (Þessi leikurer nauðsyn- legur til að bijóta niður varnir svarts. Sóknin eftir h-línunni dug- ir ekki ein sér, eftir 31. Hhl — Bf6 væri 32. Bg6! aftur nauðsyn- legt) 31. - Bf8, 32. Dxg6+ - Bg7, 33. Bh6 — fxe6, 34. Dxe8+ — Kh7, 35. Bcl! og svartur gafst upp. Sævar Bjamason vann óvæntan sigur á mótinu. Hann vann mikla vamarsigra gegn landsliðsmönnunum Helga og Hann- esi Hlífari. Þreytumerki sáust á taflmennsku þeirra og Jóns L. Ámasonar sem voru allir nýkomn- ir af Evrópumeistaramóti lands- liða í Ungveijalandi. Jóhann Hjartarson sem deildi þar gull- verðlaunum á fyrsta borði með sjálfum Kasparov náði heldur ekki sfnu besta um síðustu helgi á geysifjölmennu atskákmóti í Ovi- edo á Spáni. Jóhann varð í u.þ.b. 20. sæti af 500 keppendum, en hinn þrautreyndi atskáksérfræð- ingur Viktor Gavrikov frá Lithá- en hafði sigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.