Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1992 B 7 DRAUMASTARF JET BLACK JOE Jet Blaek Joe, Jón Örn Arnarsson, Páll Rósinkrans, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Starri Sigurðarson og Hrafn Thoroddsen. eftir Árno Matthíasson. Mynd Björg Sveinsdóttir ENGIN hijómsveit hefur vakið viðlíka at- hygli síðustu vikur og hafnfirska rokksveit- in Jet Black Joe. Hún sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir stuttu sem er með söluhæstu hljómplötum á jólamarkaðnum, sem verður að teljast harla gott af hljóm- sveit sem vart er hægt að kalla ársgamla. Síðustu ár hefur upprunalegt rokk sótt verulega í sig veðrið, sem eins konar andsvar við fáguðu hátæknipoppi og þungarokki sem farið var að snúast um akade- mískar skalaæfmgar og of flóknar taktæfingar til að hægt sé að tala um tónlist. Víða um heim hafa sprottið upp hljómsveitir sem leika einfalt rokk og ról og leita þá gjarna aftur til sjöunda áratugarins að innblæstri. Ekki eru þó allar slíkar hljómsveitir fastar í fortíðar- fíkn, en það að þær hafí lagt stærðfræðireglur og tölvutól til hliðar við lagasmíðar er nóg til að fólk fínni samhljóm við fortíðina. Jet Black Joe skipa þeir Páll Rósinkrans, Gunnar Bjami Ragnarsson, Starri Sigurðar- son, Jón Örn Amarsson og Hrafn Thoroddsen. Hljómsveitin á sér upphaf í því að þeir Páll, sem þá var nýhættur í hafnfírsku rokksveit- inni Nirvana, og Gunni Bjarni, sem kom úr þungarokksveitinni góðkunnu Bootlegs, ákváðu að fara eitthvað að malla saman í tón- list og byijuðu að semja saman. Þeir segja að þó þeir hafi komið úr ólíkum áttum í tónlist hafí þeir strax náð vel saman í því að vilja spila flestar gerðir tónlistar. Þeir fóru og strax að semja af krafti, en þegar lagabunkinn var orðinn allnokkur fóru þeir að svipast um eftir spilafélögum. Meðal annars sem þeir höfðu í huga var að ná feitum rokkhljóm ogtil þess að það mætti lukkast fengu þeir til liðs við sig Hammondorgelleikara, auk hefðbundnari rokkhljóðfæra, en líklega hafa Hammondorgel- leikarar sjaldan eða aldrei verið fleiri hér á landi en um þessar mundir. Eftir aðlögunartíma ákváðu piltarnir að leggja aðra iðkan en tónlistina á hilluna, þó ekki segist þeir hafa fengið mikinn skilning aðstandenda á þeirri ákvörðun. Hljómsveitalífí fylgir óreglulegur vinnutími og margar sveitir snúa nánast sólarhringnum við. Það getur því verið erfítt fyrir venjulegan launamann að ná tali af piltunum, því þeir fara á kreik þegar langt er liðið á dag. Á endanum var og ekki önnur leið fær til að ná viðtali við sveitarmenn en að mæta á æfíngu hjá þeir í skúr í Garðabæ, en æfíngin hefst kl. 23 og stendur fram eftir nóttu, allt eftir „fíling“ eins og þeir segja sjálfír. HRAÐFERÐ Á TOPPINN Jet Black Joe vakti fyrst athygli fyrir lög á safnplötu sem kom út í sumar, en þau lög nægðu til að koma sveitinni á allra varir. Þeir félagar segja að ör velgengni hljómsveitarinnar hafi komið þeim í opna skjöldu þó þeir hafi alltaf verið vissir um að þeir væru að gera góða hluti. Hver skýringin á skyndivinsældun- um sé segjast þeir lítið vita um en kannski sé skýringarinnar að leita í þreytu unglinga með þá tónlist sem boðið hefur verið upp á síðustu misseri. „Við ákváðum að fara aðrar leiðir en þær hljómsveitir sem við sáum í kringum okk- ur og skapa okkar eigin tónlist. Við þekkjum það vel að vera „neðanjarðar" og ákváðum því að fara einnig aðrar leiðir þar og byija strax á að kynna það sem við vorum að gera sem víðast og spila fýrir alla sem á annað borð vildu hlusta.“ Þeir félagar segja að þrátt fyrir húllumhæið í fjölmiðlum hafí þeir ekki orðið svo ýkja varir við frægðina eða vinsældimar. „Sú tilfínning sem við finnum helst fýrir er að ætlunarverk okkar sé að takast og það er góð tilfinning, en við göngum ekki um með þá grillu að við séu eitthvað ofsalega frægir. Þessi plata var gerð til að frumkynna okkur og sýna hvað við gætum gert og við ætluðum líka að nota hana til að auðvelda okkur að komast áfram úti. Velgengnin hefur gert það mögulegt og líka verið nauðsynleg til að sanna fyrir aðstandend- um okkar að það væri eitthvað vit í þessu hjá okkur, að hætta að vinna aðra vinnu en að vera í hljómsveit, og fólk er hætt að spyrja okkur En hvað gerirðu? þegar við segjumst vera í hljómsveit.“ ENGIN TÓNLIST ÚTILOKUÐ Það er fyrir tónlistina sem Jet Black Joe hefur slegið í gegn, en þeir segja að tónlistars- mekkur sveitarmanna sé ólíkur að mestu. Þó eigi þeir það sameiginlegt að útiloka enga gerð tónlistar og þeir nái vel saman í tónlist einmitt þeirrar gerðar sem sveitin er að fást við. Margir hafa viljað stimpla tónlist Jet Black Joe sem afturhvarf tíl sýrurokks og þunga- rokks áttunda áratugarins; einkonar síðsýru. Ekki taka þeir félagar greiðlega undir það; segjast vera að semja og spila nýja tónlist, en líklega villi um fyrir fólki að veigamikill þáttur í tónlist sveitarinnar sé Hammondorgelið, en þeir segja að skipti æ meiru í tónsmíðum. „Það má halda því fram að tónlistin sem við erum að spila sé að vissu leyti uppreisn gegn tæknihyggjunni sem tröllríður öllu, því við forð- umst að nota rafeindatól sem frekast við get- um.“ Liðsmenn Jet Blaék Joe eru að vonum boru- brattir þegar framtíðina ber á góma, enda segjast þeir fyrirsjáanleg að næstu mánuðir verði ekki síður erilsamir en þeir sem liðnir eru síðan hljómsveitin varð til. Næst á dag- skrá sé að endurbæta frumsmíðina til að nota til kynningu ytra, því sveitin stefni að því að leggja umheiminn að fótum sér. Þegar hefur Jet Blaek Joe boðist samningur um plötuút- gáfu í Danmörku, en sveitarmenn hyggja á meiri landvinninga en svo. Hvaða leið verður farin er þó ekki fullmótað, enda liggur ekki mikið á að taka svo afdrifaríkar ákvarðanir. Líklega muni þeir þó fara álíka leið og Deep Jimi and the Zep Creams, sem fluttust einfald- lega til New York á meðan þeir voru að kom- ast á samning í Bandaríkjunum. Það kostar mikla vinnu og mikið snap hjá hljómsveitinni, en þeir víla ekki fyrir sér að legga þannig vinnu á sig: „Við erum í draumastarfí hvers tónlistar- manns; gerum ekkert annað en að spila og semja tónlist og hvers er hægt að óska sér frekar?" ■ ■ ér ■ ■ ONDVEGISHUSGOGN Saeta - 3ja sæta sófi og tveir stólar, kr. 249.891stgr. Georgia - 3ja sæta sófi og tveir stólar kr. 260.214,- stgr. 3ja sæta sófi kr. 123.225,- stgr. 2ja sæta sófi kr. 113.925,- stgr. 5 ^ | Chesterfield með handverkuðu antikleðri - 3ja sæta sófi og tveir stólar kr. 204.414,- stgr. 3ja sæta sófi kr. 91.884,- stgr. 2ja sæta sófi kr. 75.330,- stgr. Hábaksstóll kr. 61.845,- stgr. Síðumúla 20 - sími 688799. Petworth - 3ja sæta sófi og tveir stólar kr. 176.514,- '3ja sæta sófi kr. 87.792,- 2ja sæta sófi kr. 78.306,- stgr. Hábaksstól kr. 45.477,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.