Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 B 9 Húmanisti og raun- sær ættjarðarvinur Páll Sigurðsson árum. Auk þess er til mikil álits- gerð Kirkjueignanefndar, þar sem höfundur mun hafa komið við sögu. Hefði ekki verið heppilegt að fá rækilega samsteypu þessa efnis alls? Ein ritgerðin stendur á mörkum kanadískrar og íslenskrar réttar- sögu. Fjallar hún um stjómarlög og stjórnskipan Nýja íslands, sem var íslensk nýlenda við Winnipeg- vatn í Manitoba. Var þetta ijöl- mennasta nýlenda íslendinga vest- an hafs og sú eina alíslenska. Lýst er landnáminu og sérstæðu fyrirkomulagi sjálfstjómar, sem stóð þó ekki nema skamman tíma. Fram kemur hjá höfundi, að hann skortir heimildir (bls. 368-369). Er forsvaranlegt að láta sér nægja heimildir, sem liggja við nefíð á manni, þegar samdar em fræðirit- gerðir? Er ekki réttara að afla sér heimildanna og í þessu tilfelli að gera sér jafnvel ferð vestur um haf og skrifa svo ritgerðina? Öflun heimilda er nú einu sinni aðalvinn- an. Eins og fyrr segir em þijár rit- gerðir fmmbirtar í bókinni. Tvær þeirra þykja mér ekki ýkja merki- legar. Höfundur skrifar um hið margtuggna „brúðarrán" Odds V. Gíslasonar. Ég hélt, að nógu mik- ið hefði verið skrifað um þessa atburði, sem urðu í Kirkjuvogi í Höfnum. Út frá þessu spinnur höfundur réttarsögulega þræði um brúðarrán og brúðarkaup aftan úr grárri forneskju og vitnar í skræður miklar. Eg sé nú engin tengsl þarna á milli. Málið virðist einfaldlega hafa verið þannig, að foreldrar Önnu vildu ekki að hún giftist Oddi. Stúlkan, sem ekki var fullmyndug, virti vilja foreldranna að vettugi og strauk að heiman með unnusta sínum. Það er nú meira hvað hægt er að japla á þessu. Mér er nær að halda að eitthvað viðlíka sé að gerast alla daga. I greininni Lagastefnur gegn látnum mönnum er aðallega fjallað um hinn lítt geðslega sýslumann á Þingeyrum, Bjarna Halldórsson, og stefnubirtingu hans á Bessa- stöðum yfír Lafrentz amtmanni dauðum. Dæmi Bjarna notar höf- undur til að skjótast inn í tímavél sína og áður en varir eru lesandinn kominn inn í haug Gunnars á Hlíð- arenda, austur í Karpatafjöll á vampíruslóðir og á fleiri annarlega staði á þeysireið að leita að upp- runa lagastefna gegn látnum mönnum_ og heimfæra upp á Bjama. Ég held, að ekki hafi ver- ið þörf á því. Éins og höfundur segir sjálfur voru engin ákvæði er heimiluðu að stefna dauðum mönnum á þessum tíma. Er ekki næg skýring, að svo sjálfmiðaður frekjuhundur sem Bjarni var hafí ekki þolað að amtmaður var lát- inn, þegar Bjarni fékk skilríki fyr- ir því að hafa unnið málið? Var þá ekki betra en ekkert að garga eitthvað á leiðinu úr því að ekki var hægt að niðurlægja amtmann- inn í lifanda lífí. í ritgerð, sem nefnist Fyrsta borgarlega hjónavígsla á íslandi, fjallar höfundur um mál Magnúsar Kristjánssonar og Þuríðar Sigurð- ardóttur á Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum, sem létu „turnerast" til mormónatrúar. Hafði Loftur mormónabiskup gefíð þau saman eftir lögum þerrar trúar. Ekki er vígslan talin gild og var sambúðin álitin hneykslanleg og refísverið. Hinn 5. ágúst 1874 gekk stjórnar- skráin í gildi og þar með stjórnar- skrárvarið trúfrelsi. Rekur höf- undur aðdragandann að því að Magnús og Þuríður voru gefin saman í lögmætt hjónaband af Aagaard, sýslumanni, í þinghúsi Vestmannaeyja í mars 1876. Fjall- ar höfundur um þróunina frá trú- arnauðung til trúfrelsis og um aðdraganda og þróun lagaákvæða um borgaralegar hjónavígslur. Þetta er góð ritgerð um merkilegt málefni. Pjöldi mynda er í bókinni, sér- staklega í aðalritgerðinni um af- tökur og örnefni. Gefur það rit- gerðinni stóraukið gildi. Ýmsar myndanna í bókinni voru teknar sérstaklega vegna útgáfu hennar. Höfundur er drátthagur og prýða bókina nokkrar teikningar eftir hann. í bókinni eru skrár yfir staða- og mannanöfn og höfunda eða varðveislustaði myndefnis. Bókin er vel úr garði gerð og hin veglegasta. Bækur________________ Pétur Pétursson Björn Sigfússon: Klofinstefja til ættlands, borgar og upplanda. Háskólaútgáfan 1992, 228 bls. Höfundur þessarar bókar lést fyr- ir einu og hálfu ári þá orðinn 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti há- skólavarðar á árunum 1945-74. Doktorsritgerð um íslendingabók varði hann við HÍ 1944. Eftir að hann lét af embætti lauk hann próf- um í landafræði og sænsku frá HÍ. Snemma komu í ljós frábærir náms- hæfileikar hans. Árið 1928 lauk hann kénnaraprófi frá Kennaraskóla íslands og las hann næsta ár undir stúdentspróf sem hann tók utan- skóla. Stundaði hann síðan auk náms í HÍ nám við háskólana í Ósló og Kaupmannahöfn. Ég man eftir Birni sem bjó rétt við háskólalóðina í húsi sínu við Aragötu. Út um glugga vinnuher- bergis míns í Odda sá ég oft til hans seinustu tvö árin hans, þar sem hann var stundum að sýsla í garði sínum og gjarnan að flytja eitthvað í hjól- börum niður í mýrina. Hann minnti mig notalega á bónda í sveit enda stundaði hann lengi framan af land- búnaðarstörf með námi. Ekki virtist hann taka eftir bílaumferð, hvorki glæsivögnum né rútum með erlend- um ferðamönnum. Síst grunaði mig þá að þessi öldungur væri að leggja síðustu hönd á stórmerka bók um stöðu íslands í hinni nýju Evrópu, að hann læsi sérfræðirit um stjóm- mál og hagstjórnun og að hann væn að leggja á ráðin um það hvern- ig ísland gæti best lagað sig að breyttum aðstæðum á 21. öldinni. Klofinstefía hans er sérkennilegt og ekki sérstaklega aðgengilegt rit. Þeir sem vanið hafa sig á að lesa ágrip og yfirlit ættu ekki að leggja í það að lesa þessa bók. Hún er í senn fornleg íslendingabók og nú- tímalegt fræðirit. Kvæði frá ýmsum tímum verða höfundi uppspretta hugmynda og athugasemda um við- fangsefni nútímans. Bókin er fjöl- fræðirit og ekki auðvelt að flokka. Það er og best að sjá hvar það hafn- ar í flokkunarkerfi Háskólabóka- safns, en helst dettur mér í hug að það falli undir stjórnmálaspeki. Hug- myndaheimur höfundar er öðmm þræði heimur íslenskra fornbók- mennta og að hinu leytinu efnahags- mál og nútíma alþjóðastjórnmál. Sögulega spannar bókin vítt svið. Þar em leiðtogar eins og Snorri Sturluson og Saddam Hussein leidd- ir fram og gagnrýndir, hinn síðari þó meir. Bókin samanstendur af sjö köflum sem gjarnan má lesa sem sjálfstæða þætti, enda kallar höfundur þá ein- mitt þætti. En þeir em einnig sam- fléttaðir og það er enginn svikinn sem leggur á sig að lesa bókina í heild. Oft vitnar höfundur í textan- um í nánari umfjöllun í öðrum þátt- um og greinilegt er að hann hefur ekki týnt þræðinum þó svo að hann fari út einu í annað. Bókin er hugsuð sem drápa eða ávarp til Fjallkonunnar sem nú eða í náinni framtíð stendur frammi fyr- ir nýjum himni og nýrri jörð. Fjall- konan er þjóðin, ættjörðin sem höf- undur vill kveðja í lotningu því henni á hann allt að þakka, fyrir hana hefur hann unnið og stritað allt sitt líf. Hann skrifar: „Dauðinn, vetrar- koma og aldahamskipti em hand- viss, en heildartilvera landgróinnar arfþjóðar og tungu ber traustið í sér og tryggum niðjum." Á sömu blaðs- íðu kemur fram hvers vegna þessi aldni fræðimaður leggur á sig að grandskoða nútímann og skyggnist inn í næstu öld. Það er til: „ .. .að afhenda niðjum skammlífar fyrirætl- anir okkar dánarhausts ...“ Stíl höfundar í þessari bók má skoða sem bragarhátt þar sem reynt er að draga saman öll mikilvæg at- riði í þeirri mynd sem bregða þarf upp til að skilja, aðgreina og hag- ræða örlagaþráðum stórviðburða. Þannig virkar bókin sem heild ekki ósvipað á lesandanum eins og Völu- spá og hygg ég að sú hugsun hafi heldur ekki verið höfundi fjarri (sbr. umfjöllun hans um kvæðið á bls. 155-157). Ég held að það sé ekki hægt að draga saman efni þessarar bókar í stuttum ritdómi, hún er eins og stór- brotið Ijóð, menn verða að setjast niður eða hlusta á aðra lesa og gefa sér tíma til að láta orð, hugtök og myndir renna saman í innsæi og nýja sýn og mun dýpri og stærri en þá sem einkennir umræðuna um ís- land og Evrópu yfirleitt. Þó held ég að meginstefið í þess- ari drápu sé fyrst þjóðin og síðan spurningin um ríkisvaldið. Tengslin þarna á milli eru margræð og verða höfundi tilefni til fjölskrúðugra pæl- inga sem virða ekki takmörk eða landamæri ákveðinna fræðigreina eða tímabila. Þjóð og ríki eru óhugs- andi án valds og oftast er það vald miðsækið, safnast saman í miðstöð, og hvar á það vald að vera? Þjóð og ríki eru einnig óhugsandi án Björn Sigfússon landamæra en hvar á að draga þau? Um þetta fjallar bókin. Þó svo að við íslendingar höfum látið Atlants- hafíð telja okkur trú um að landa- mæri séu einfaldur veruleiki þá sýn- ir mannkynssagan eins og hún legg- ur sig að svo er ekki. Bjöm tekur landakort með í bók sína og sýnir ísland frá ýmsum hliðum. Ef við skoðum hernaðarstöðu þá era mæraáherslur alltaf að breytast og ísland er engin undantekning. Sama gildir um efnahagsþróun og meng- unarvanda. Hugmyndakerfí hafa einnig sín eigin landabréf og stór ríki hafa tilhneigingu til að koll- steypast snögglega segir Björn og bendir á díalektík Hegels sér til stuðnings og hrun marx-lenínismans í Austur-Evrópu sem nærtækt dæmi. ísland mun nálgast Evrópu hvort sem það verður gegnum bandalag eða samband, það veit Bjöm og sýt- ir það ekki. Én hann er ekki svart- sýnn á framhaldslíf Fjallkonunnar hvernig og hvar svo sem mærin liggja. Hann bendir á að oft skart- aði hún sínu fegursta utan hólmans t.d. í Kaupmannahöfn og í Ameríku. Kostir og gæði landsins gera það að verkum að hingað kemur fólk frá öðrum landsvæðum til að lifa og starfa. Hér er komið að málefni sem er viðkvæmara en flestir þora að kannast við. En Bjöm hugsar það til enda. Hugmyndir og tillögur hans á þessu sviði eru merkar. Þær sýna held ég best hvað þessi sérkennilegi maður var. Hann var húmanisti en um leið raunsær ættjarðarsinni. Ritaskrá Björns er aftast í bók- inni og ber hún vitni um ritstörf þessa afkastamikla fjölfræðings og er hún náma fyrir fræðimenn, ekki síst á sviði bókmennta, sögu og fé- lagsvísinda. Þar er einnig að fmna atriðisorðaskrá sem auðveldar mönnum að kynna sér skoðanir Björns á mönnum og hinum marg- víslegum málefnum sem hann lét til sín taka. Spennandi saga Sveinn Óskar Sigurðsson orðaleppurinn „hjákúrur“ sem mér fínnst minna um of á prókúru og lágkúru til að mér geti þótt það fallegt. Sveinn ræðir meira að segja um hjákúruvilja. Ljóðið Blóm er kannski dæmigert fyrir helstu gallana á kveðskap Sveins. Þar líkir hann ástinni við blóm og heldur þeirri mynd þar til í lokin að hann eyðileggur hana með óþarfa athugasemd: „Örlaga- valdar/ vogið ei ykkur/ yfir að ganga/ gleðina mína/ því munaður- inn var/ vel vaxin stúlka." Kvæðið hefði orðið sterkara án tveggja sein- ustu vísuorðanna. Lesandi er vænt- anlega löngu búinn að gera sér grein fyrir tengslum ástar og stúlku og skýringin eyðileggur ljóðið í ljóð- inu. Kvæðið Trefíllinn er dálítið öðm- vísi en önnur ljóð Sveins. í því er kímni og léttleiki. Það byggist á einfaldri mynd eða sögu sem les- andi verður að ráða í sjálfur og er blessunarlega laust við þunglama- leg lýsingarorð. Kvæðið segir frá ungum manni sem fylgir stúlku heim af dansleik: Tók af mér trefilinn tyllti á hana Kominn til hennar hún og ég Þakka lánið Hún bjó til stóra slaufu úr treflinum tjóðraði mig brosti Vertu blessaður Þótt kvæðið sé ekki fullkomið tel ég að hér sé miklu lífseigari tónn á ferð en í öðmm kvæðum Sveins og ætti hann að hyggja að því f framtíðinni. Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Ævintýri á isnum Höfundur: Guðlaug María Bjarna- dóttir Myndskreyting: Snorri Sveinn Friðriksson Einn morguninn þegar þær syst- umar Jóhanna og Siguijóna vakna og snjórinn nær upp að þakbrún, himininn er heiður og frændi þeirra, Ernir Snær, skríður upp úr svefnpok- anum sínum, er kominn tími til að göslast út í ævintýraleit. Sagan gerist á Akureyri. Ernir er frá Reykjavík, þar sem mamma hans er á sjúkrahúsi og hann fær að vera hjá frændfólkinu fyrir norðan á með- an. Frænkur hans er miklar athafna- manneskjur og draga hann með sér í alls konar volk, þegar hann vill helst sitja inni og lesa Andrésblöð. Enda kalla þær hann „Bómullarbam- ið.“ Þær em hressar, fullar af orku og hræðast ekki neitt; þekkja sína heimahaga og ganga alltaf örlítið lengra en leyfilegt er. Emir Snær er aftur á móti rólyndur og vill helst fá að hlýða — takk fyrir. Daginn sem sagan gerist, er sem- sagt komið dúnalogn og bjartviðri; dýrðardagur til að fara á skauta. En það nægir þeim systrum ekki að renna sér á Pollinum. Þær taka með sér veiðarfæri til að dorga þorsk í gegnum vök á ísnum. Veiðiskauta- ferðin verður að miklu ævintýri, því ísinn er viðsjáll og þegar Emir Snær vill drífa sig heim, magnast athafna- þrá systranna og þær fínna sig knún- ar til að storka örlögunum. Þær ögra Erni Snæ langt umfram hættumörk, en láta engan bilbug á sér fínna. Þetta er merkilega spennandi saga, þótt stutt sé. Hún er vel skrif- uð og málfar sérlega gott. Þótt syst- urnar, Jóhanna og Siguijóna, séu svo stórmennskar að manni dettur helst í hug að þær ætli að verða skipstjór- ar á fsbijótum þegar þær verða stór- ar, em þær aldrei ótrúverðugar. For- sendan að ögmn þeirra við Erni Snæ er það vel unnin og eðlileg. Þær verða bara bráðskemmtilegar. Sagan er líka með marga góða speki í poka- hominu, eins og þegar pabbi stelpn- anna segir: „En hún mamma ykkar segir að skilningurinn fari ekki inn um rassinn heldur höfuðið, og við skulum vona að það sé rétt hjá henni.“ Auðvitað langar hann mest til að rasskella þær fyrir að stofna sínu lífi og Ernis í hættu. Ef eitthvað er hægt að fínna að sögunni, þá er það helst að oft er skipt um sjónar- Guðlaug María Bjarnadóttir horn. Hún byijar á þvf að Jóhanna vaknar, en í gegnum söguna er skipt um sjónarhorn; stundum fylgir það systmnum og stundum Emi. Þetta hefði verið í lagi, ef einhveijar kafla- skiptingar væm í sögunni, en svo er ekki, þannig að skiptingin verður stundum dálítið kröpp. Þessi litli ágalli kemur þó ekki í veg fyrir það að bókin er bráðskemmtileg, bygging sögunnar góð og persónusköpun lif- andi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.