Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 14

Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 JÓLATÓNLEIKAR _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljómsveit íslands stóð fyrir jólatónleikum í Langholts- kirkju sl. fímmtudag. Á efnis- skránni voru verk eftir J.S. Bach, Wagner, Tsjajkovskíj og jólalög m.a. eftir Jórunni Viðar og Sig- valda Kaldalóns. Auk Sinfóníu- hljómsveitarinnar komu fram Skólakór Kársnesskóla og Tómas Tómasson en stjómandi var Há- kon Leifsson. Tónleikamir hófust með þriðja Brandenborgar-konsertinum eftir J.S. Bach en þennan glæsilega konsert, ásamt fímm öðrum lista- verkum, vildi Kristján Lúðvík af Brandenborg hvorki heyra flutta af sinni ágætu hljómsveit né sjá skrásetta í sínu merkilega nótna- bókasafni. Það er rangt, eins og stendur í efnisskrá, að lokakaflinn sé „nokkurskonar fúga“ og leikinn í „tríólum", því eltingaleikur radd- anna er nær því að vera unninn eins og stuttar kanon-tónhending- ar og taktskipanin er 12/8. Það er hins vegar rétt, að vel má hugsa sér kaflann sem „léttleikandi dans“, þar sem meistarinn leikur sér að hljómbundnum „fugato" vinnubrögðum í fjörugri hrynskip- an en form kaflans er í tvenndar- formi, sem var einkennandi fyrir barokktímann á sama hátt og sónötuformið var hjá klassikerun- um. Konsertinn var leikinn blátt áfram og í föstum hryn út allt verkið. Tómas Tómasson er mjög efni- legur bassasöngvari og söng ein- söng í Grosser Herr-aríunni úr Jólaóratoríunni eftir J.S. Bach. í heild var hljómsveitin nokkuð sterk en ágætur og hljómmikill söngur Tómasar skilaði sér vel. Lárus Sveinsson átti fallegan trompetteinleik í þessum áhrifa- mikla lofsöng meistarans. Sieg- fried Idyll eftir Wagner var næst á efnisskránni og það var eins með það verk og verkin eftir Bach, að þetta tilfínningaþrungna verk var leikið slétt og fellt. Sama má segja um Hnotubijótinn eftir Tsjajkovskíj, en fjögur af dans- sýningarlögunum svonefndu voru leikin, auk þess Snjókomavalsinn, en þar bættist í hópinn Skólakór Kársnesskóla og söng með sínum yndislega æskuþokka. Tónleikunum lauk svo með fjór- um jólalögum, sem Skólakór Kársnesskóla söng fagurlega og með tærum hljómi. Þórunn Björnsdóttir hefur stjórnað þess- um ágæta barnakór og reis söng- ur hans hæst í sérlega fallegu jólalagi eftir Jórunni Viðar. Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns var sungin af Tómasi Tómassyni og bamakórnum en tónleikunum lauk með Heims um ból og tóku hljómleikagestir undir í síðasta versinu. Ekki er getið í efnisskrá hver hafí raddsett jóla- lögin en það verður að segjast eins og er, að fyrir utan Jólalag Jómnnar, sem hún auðvitað radd- setti sjálf, vom raddsetningamar eftir Pál P. Pálsson og Ed Welch, á Bjart er yfír Betlehem og Nótt- in var sú ágæt ein, langt frá því að vera í samræmi við lögin sjálf hvað snertir stíl og gerð þeirra. „Enginn verður óbarinn bisk- up“, segir í gamalli sögu og það á við um þá ungu hljómsveitar- stjóra, sem reynt hafa fyrir sér undanfarið og „Róm var ekki byggð á einni nóttu“ stendur heima, því þar er á þann brattann að sækja, sem engrar hjálpar er að vænta en allir snúa önugu við þeim, er ætlar sér þar yfír að fara. Hljómsveit er hópur manna, þar sem hver og einn kann eitt og annað fyrir sér og sá sem ætlar að stýra þeim hópi til átaka, verð- ur að vera þeim fremri, bæði er varðar leik og listræna þekkingu og það sem meira er, hafa skap- kraft góðs verkstjóra, er gerir hlýðni sjálfsagða og eðlilega í samvirkum vinnuhópi góðra verkamanna. Enn er ósagt hversu hljómsveitarstjórunum ungu og þar með Hákoni Leifssyni mun takast að vinna úr sínum efnum, en sem komið er, hefur þeim ekki tekist enn að klífa þrítugan ham- arinn. Tómas Tómasson og Hákon Leifsson Magnús Baldvinsson 'Yrn ■'iiMilllt*^ Rannveig Fríða Bragadóttir Kór Langholtskirkju Jolaóratóría Baehs KÓR OG Kammersveit Langholtskirkju ásamt einsöngvurunum Ól- öfu Kolbrúnu Harðardóttur, Rannveigu Fríðu Bragadóttur, Michael Goldthorpe og Magnúsi Baldvinssyni flytja Jólaóratóríuna eftir Bach 29. og 30. desember. Tónleikarnir verða í Langholtskirkju og hefj- ast kl. 20. Þetta er sjöunda skiptið sem kórinn flytur þetta verk. Jólaóratórían er í sex hlutum og segir hver hluti sinn þátt sögunnar af fæðingu Jesú. Kór Langholts- kirkju hefur tvisvar flutt verkið óstytt en þá á tveimur dögum þar sem verkið þykir full langt til flutn- ings á einum tónleikum. I þetta sinn verður óratórían flutt í styttri út- gáfu. Fyrstu þrír hlutar verða óstytt- ir, þá verða fluttar tvær aríur úr Ijórða hluta og síðan upphafskór fímmtu kantötu. Fyrsti þátturinn er fagnaðarlof- gjörð og lýsir eftirvæntingunni eftir komu Krists. Annar þáttur er um fæðingu Jesúbamsins, segir frá fjár- hirðinum á Betlehemsvöllum og boð- skap englanna. Þriðji hlutinn lýsir því þegar fjárhirðarnir fara til Betle- hem og veita Jesúbaminu lotningu. Ur fjórða hluta era síðan sungin hin þekkta bergmálsaría og einnig þekkt tenóraría. Tónleikunum lýkur svo á upphafskór fimmta hluta, „Ehre sei dir Gott gesungen", Dýrð sé Guði sögð og sungin. Þau Ólöf Kolbrún og Michael Goldthorpe er óþarft að kynna svo oft sem þau hafa sungið með kór Langholtskirkju Jólaóratóríuna og önnur verk. Rannveig Fríða Braga- dóttir syngur nú í fyrsta skipti með kómum. Hún er búsett í Vínarborg og hefur verið fastráðinn einsöngv- ari við Vínaróperuna. Magnús Bald- vinsson syngur við óperuna í San Francisco. Hann hefur undanfarið verið að syngja hlutverk í óperunum Toscu, Boris Goudonov og Fidelio. Magnús söng bassahlutverkið í flutningi Kórs Langholtskirkju á H-moll messunni eftir Bach árið 1990. (Fréttatilkynning) ----♦ Nýjar bækur Orgill Hljómplötur Árni Matthíasson Þó þjóðleg popptónlist frá ýmsum iöndum utan Evrópu og Norður- Ameríku hafí verið áberandi seinni ár og áhrifa frá slíkri tónlist hafi gætt víða hefur ekki borið ýkja á þeim hér á landi. Orgill er eina hljóm- sveitin sem hefur sótt í þann hafsjó sem til er af frábærri popptónlist sem ekki lýtur vestrænum popplögmál- um. Framan af ferlinum voru áhrifín kannski full mikil og lítið bar á sér- stökum stíl Orgla sjálfra, en hægt og sígandi hefur hljómsveitin sótt í sig veðrið. Það má og heyra á fyrstu hljómplötu sveitarinnar, samnefnda henni sem kom út fyrir skemmstu. Á plötunni bregður vissulega fyrir áhrifum úr ýmsum áttum, en Orglar nota þau áhrif að mestu til að þoka fram eigin hugmyndum. Þannig er platan á köflum bráðskemmtileg og sprettir á henni með því besta sem íslensk hljómsveit hefur sent frá sér á árinu. Upphafslag plötunnar er sungið á ensku og reyndar bregður fyrir ýms- um torkennilegum mállýskum á plöt- unni í bland við ensku og íslensku. Lagið, The Moon is Full, er afbragð og sérstaklega er gítarhrynur vel útfærður. Annað lag plötunnar, Ak- sjón, veldur aftur á móti vonbrigðum eftir svo skemmtilega byijun, en það er greinilegt að Orglar vilja koma á óvart og ekki hafa plötuna auðlesna. Á milli laganna er stef, sem verkar sem einskonar „afstilling", en slík stef tengja öll lög plötunnar saman og er vel til fundið að flétta þannig saman ólík lög. Þó Aksjón sé vart nema stefnulaus hugmynd, er þriðja lagið, Les Moscas Zumban afbragð og sýnir á sér ólíkar hliðar við hveija í sókn hlustun. Afrísku áhrifín era áberandi í laginu Eram við svört, en það líður fyrir full miklar hiyntilraunir. Þannig er reyndar með fleiri lög, þó í mis- miklum mæli sé; að þeim fatast flug- ið fyrir rótleysi, sem líklegast myndi mást af sveitinni með meira tónleika- haldi. Fimmta lag plötunnar, Digida, má kalla vestrænt popplag með til- brigðum og sem slíkt ekki ýkja merkilegt. Því lyfta þó góðir sprettir í röddun, en það fjarar út í lokin. Gler er ágætt rólegt popplag, með þunnum texta, en þó er enski textinn í Einn og enn þynnri og skemmir fyrir annars ágætu lagi. Wonder er þvælið lag, en þá kemur Sommwebo, lag sem margir kannast við af safn- plötu frá því í sumar. Þar eru enn mikil afrísk áhrif og í raun stingur það nokkuð í stúf við annað á plöt- unni, eins og það sé ekki í sama fasa. Það er þó ekkert þegar kemur að lokalögum plötunnar, því því er líkast að raglingur hafí orðið í sam- setningu og óvart hafí tvö óútgefín Spilverkslög lent á plötunni. Orgill er ein eftirtektarverðasta nýsveit landsins um þessar mundir, sérstaklega ef litið er til þess besta sem sveitin er að gera á þeirri plötu sem hér hefur verið gerð að umtals- efni. Platan er þó mörkuð af ungæð- ingshætti, sem hefði mátt forðast ef utanaðkomandi eyra hefðu lagt Orgl- um lið á plötunni, þó ekki sé gott að benda á svo víðsýna upptökumenn hér á landi um þessar mundir. Lög eins og The Moon is Full, Las Mosc- as Zumban og meirihluti Digida sýna að hljómsveitin hefur alla burði til að hrista skemmtilega upp í íslensk- um poppheimi, en til þess vantar hana aga og reynslu. Umslagið bygg- ist á aulegum menntaskólahúmor og meira hefði mátt vera af upplýsing- um. Nýjar bækur Limrur Jóhanns S. Hannessonar ÚT ER komin ljóðabókin Hlymrek eftir Jóhann S. Hannesson. í kynningu útgefanda segir: „Jóhann S. Hannesson (1919- 1983) er trúlega þekktastur fyr- ir störf sín sem kennari. Eftir hann komu út nokkrar ljóðabæk- ur og var hann frumkvöðull hér á landi í limrugerð. Þessi bók geymir limrurnar úr bókinni Hlymrek á sextugu sem skáldið lét eftir sig. Kristján Karlsson bjó hana til prentunar." Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 47 bls., prentuð I G. Ben. prentstofu hf. og kostar 1690 krónur. Jóhann S. Hannesson M Úter komin bókin Fjölskyldu- handbókin um hjúkrun heima. Hjúkrunarbókin er ensk að upp- runa en þrír hjúkrunarfræðingar hafa íslenskað hana þær Eydís Sveinbjamardóttir, Herdis Sveinsdóttir og Svanhildur Þeng- ilsdóttir. Formála ritar dr. Krist- ín Björnsdóttir. í kynningu útgefanda segirm.a.:„í Hjúkranarbókinni er farið reglulega í öll grandvallaratriði og aðferðir, bæði ytri þætti um fyrirkomulag sjúkraherbergis og sjúkrarúms, hreinlæti, hreyfíngu, daglega umönnun, mælingar, lyfjagjöf, notk- un þvagleggs og stómu, en líka hin andlegu viðhorf um sjálfsvirðingu og sjálfsbjörg sjúklings undir kjör- orðinu: Veitum líkn með ljúfu geði. Sérkaflar eru varðandi umönnun barna, eldra fólks, fatlaðra og dauð- vona. Hér er ýtarlegri þáttur um Skyndihjálp en áður hefur komið út og sérstakur kafli eftir Hildi Helga- dóttur um hjúkrun alnæmissjúkl- ings. Þá fylgir bókinni ýtarlegur listi yfír þær mörgu hjálparstofnanir og félög sem upp hafa komið á síðari árum og eru svo mikilvæg. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 224 bls. Verð 2.980 krón- ur. Tónleikar á Solon Islandus TÓNLEIKAR Sigurðar Halldórs- sonar og Daníels Þorsteinssonar verða haldnir á efri hæð Sólon íslandus í kvöld, 19. desember, kl. 20. Tónleikamir áttu að vera á Hvammstanga í kvöld, en voru færðir til höfuðborgarinnar sakir slæmrar færðar. Á efnisskrá eru 20. aldar verk fyrir selló og píanó: Moderato eftir Sjostakóvítsj, Sónata eftir Debussy, Sónata nr. 2 eftir Martinu og Sónata eftir Schnittke.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.