Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 B 15 VÍKIN OG VIÐEY List og hönnun Bragi Ásgeirsson Ekki mun á allra vitorði, að list- húsið Nýhöfn leggur niður starf- semi sína nú um áramótin. Mörgum hefur brugðið í brún við tíðindin, því það er erfítt að hugsa sér listlíf í bænum án hins skemmtilega sýn- ingarsalar, sem alla tíð var starf- ræktur af miklum dugnaði og menningarbrag, og var orðinn að föstum punkti í tilveru innlendra listunnenda og jafnvel útlendra ferðalanga. Á öðrum vettvangi verður þessi óskemmtilega þróun fljótlega tekin til meðferðar, sem raunar og því miður er alþjóðlegt fyrirbæri um þessar mundir. En hér skal fjallað lítillega um síðustu heilu sýningu listhússins, sem er næsta óvenjuleg á staðnum og hefur með lýsingu á uppgrefti í Víkinni og Viðey að gera. Auðvitað er sýningin stórmerki- leg sem slík og ber vitni um menn- ingarást eigenda staðarins, en ein- hveijum mun þó fínnast undarlegt að þeir kveðji ekki með sterkri myndlistarsýningu eða yfírliti um starfsemi listhússins frá upphafí. Því er til að svara, að þörfin á tengslum við fortíðna hefur aldrei verið brýnni en á síðustu tímum er margur afneitar henni í stjóm- lausri eftirsókn eftir nýjungum, sem þó sjaldan eru annað en endur- ómur, og í besta falli endumýjun þess, sem áður hefur verið gert, hversu nútímalegar sem þær telj- ast. Það heimskerfi er afneitaði gild- um fortíðarinnar áþreifanlegast og boðaði nýja tíma með miklum fram- tíðaráætlunum er nú liðið undir lok og uppgjörið við áhangendur þess, sem enn útbreiða hin úreltu fræði, óumflýjanlegt. En það er nú alls ekki tilgangur- inn með þessari sýningu, heldur er hér einfaldlega á ferð úttekt og kynning á mjög merkilegu fram- taki, sem átt hefur sér stað fyrir framan nefíð á borgarbúum á und- anfömum árum og áratugum. Til að árétta þetta skal vitnað til upphafs formála fagurrar og handhægrar sýningarskrár, sem Birgir Andrésson hefur hannað, þar sem stendur: „Velkominn á þessa sýningu á fomleifum frá landnámi til siðaskipta í Reykjavík. Til hennar var stofnað að frum- kvæði borgarstjórans í Reykjavík, Markúsar Amar Antonssonar, en uppsetning sýningarinnar var í höndum Arbæjarsafns. Að verkinu unnu fomleifafræðingamir Bjami F. Einarsson, Margrét Hallgríms- dóttir og Skia í góðu samstarfi við Svölu Lárusdóttur og Svövu Ara- dóttur hjá Nýhöfn. Reykjavíkurborg hefur staðið að viðamiklum fomleifarannsóknum á síðustu áratugum í Reyjavík. Á ámnum 1971-1975 fóm fram rannsóknir í miðbænum sem leiddu í ljós byggðaleifar frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Nýlega lauk úr- vinnslu þeirrar rannsóknar, sem fram fór í Svíþjóð undir stjóm Else Nordahl fomleifafræðings. í fram- haldi af því komu gögn og minjar til íslands 1991 og em fomgripim- ir nú sýndir í fyrsta sinn sem liður í kynnir.gu á niðurstöðum upp- graftarins." Þá er einnig tekið fram, að árið 1987 hófst uppgröftur í bæjarhóln- um í Viðey, norðan við Viðeyjar- stofu, og hefur rannsókn nú staðið yfir í sex ár undir stjóm Margrétar Hallgrímsdóttur og þar hafa komið í ljós minjar frá fyrstu öldum ís- landsbyggðar og fram til þessarar aldar. Þær rústir sem kannaðar hafa verið em þó flestar frá 13.-16. öld, þegar klaustur var starfandi í Viðey. Hér er í raun allt sagt um sýn- inguna og umfang hennar og má öllum vera ljóst að hér er á ferð- inni framtak sem flesta varðar, er hafa einhveija tilfínningu fyrir fortíðinni og íslenzkri menningar- sögu. Sýningunni er ágætlega fyrir komið, en þó er dálítið erfítt að rýna í skýringartextana sem era inni í glerkössunum, letrið smátt og ógreinilegt. En sýningin stað- festir það sem allir máttu vita, að hér fór fram mikið menningarlíf og hver gripur er sannar það, er mikilvægur og verðmætur fundur sem ber að rannsaka svo vel sem nokkur kostur er á. Þessar línur em fyrst og fremst settar á blað til að hvetja sem flesta til að skoða hina stórmerku sýningu og jafnframt skulu menn vera Gripur þessi, sem er úr tré, er talinn vera leikfangabrúða. Gripurinn fannst í tréflísalagi, sem lá við strönd Tjarnarinnar eins og hún var í fyrndinni. minnugir þess, að þetta er síðasta tækifærið til að mæta á staðinn á meðan enn er þar menningarlega listhúsið er bar nafnið Nýhöfn. Svölu Lámsdóttur og Svövu Aradóttur skal þakkað fyrir að hafa gert miðbæinn menningar- legri og tilvemna bjartari. FINNSK GLERLIST Frændur vorir Finnar halda á ýmsan hátt upp á 75 ára sjálfstæði þjóðarinnar á þessu ári, og meðal listræns framlags er farandsýning á glerlist, sem nú gistir kjallara- sali Norræna hússins. Saga fínnskrar glerlistar er 70 ára, svo að snemma hafa lands- menn skilið vægi þess fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar að lyfta undir skapandi atriði. Það hefur og borið þann árangur, að fínnsk hönnun er heimsþekkt og hefur malað gull í sjóði landsmanna. Listiðnaðurinn hefur átt stóra daga í landinu og nú er það iðnhönnunin sem er í mikilli sókn. Glerlistarsýningin í Norræna húsinu er auganu hátíð og þótt maður kannist við ýmsa munina, þá er það eðlilegt að þeir séu með þar sem þróun fínnskrar glerlistar er hér sýnd í hnotskum. Um er nefnilega að ræða verk helstu gler- listarmanna þjóðarinnar og á meðal þeirra em jafnvel húsahönnuðir eins og Alvar Aalto. Það er nokkur vegur frá hreinum listiðnaði og 1 iðnhönnun, því þá er varan fjölfolduð og seld um víða veröld og hér gilda önnur lögmál. I listiðnaði hugsa menn mun síður um fjölföldun og ósjaldan er um módelgripi að ræða, sem þýðir vita- skuld að enginn gripur er nákvæm- lega eins. Sýningin er mjög fjölþætt og auðséð er hve mikla áherslu Finnar leggja á einföld og hrein form, þannig er t.d. heildarformið nær alltaf hreint og klárt þó bmgðið sé í leik um formræn útskot og áferð og gripurinn kunni að vera skreytt- ur k ýmsa vegu. Á þessum 70 ámm hefur hefð fínnskrar glerlistar verði jarðtengd, ef svo má að orði komast, og út frá þeirri sérstöku hefð er bein og greiðfær leið út í hvers konar til- raunir. Finnar hafa fundið sitt form og vinna út frá því, en náttúmlega gengur síður að byija á tilraunun- um og gleyma gmnnvinnunni. Þetta er gamalt lögmál en samt alltaf nýtt og áþreifanlegt, þótt fleimm og fleiram sjáist yfír það á seinni tímum. Þetta er mjög merkileg og falleg sýning, sem við megum vera stolt af að fá hingað á hjara veraldar, Kaj Franck: Könnur. en er mig bar að garði síðdegis sl. mánudag var ég fyrsti gestur dags- ins og er ég fór var ég trúlega síð- asti gestur dagsins! Samt hefur sýningunni verið gerð ítarleg skil í kynningarformi á síðum blaðsins, en að þessar lín- ur birtast nokkuð seint er einvörð- ungu vegna þess að sá er hér ritar var óvænt kallaður til útlanda. Það er víða mikil deyfð yfír hlut- unum um þessar mundir og þannig var Modema Mussett í Stokkhólmi nær tómt er mig bar að garði á dögunum. Auðvitað er desember- mánuður skiljanlega einn slakasti mánuður ársins um aðsókn á list- viðburði og við bætist slæmt tíðar- far hér undanfarið. En kuldi og erfíðir tímar eiga einfaldlega að verða til þess að fólk sæki á vit fegurðarinnar, menn bíða t.d. ekki sumarsins til að fara á skíði! Mannfólkinu ber einmitt að hlaða á sig eldsneyti orku og bjart- sýni á mannlífið og þessi sýning er tilvalin til jafn uppbyggilegra athafna. Nýtt Ljóðasafn til minn- ingar um Jónas Friðgeir FLASKAÐ á lífinu — úrvalsljóð til minningar um skáldið Jónas Friðgeir, heitir ný bók. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hann gaf út fimm ljóðabækur og velur Pjetur Haf- stein Lárasson úr þeim í minning- arútgáfu þessa. Hann hefur rann- sakað skáldskap Jónasar og bætir hér við ýmsum tilbrigðum sem hann hefur fundið, einnig eru hér áður óbirt ljóð og ein smásaga. Af þessu má ráða um hugsunar- hátt og lífskjör hins þjáða og smánaða. Þetta ljóðasafn er einstakt og hlýtur sess í bókmenntasögu fyrir það hvemig það opinberar þá neyð sem ríkir utan garða hins svokall- aða velferðarþjóðfélags. Birtist hér margt stórbrotið ákall sem gæti brotið himnana niður.“ Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 144 bls. Ágústína Jóns- dóttir gerði kápumynd en Prentstofa G. Ben. annaðist framleiðslu. Verð 1.980 krónur. Jónas Friðgeir Hafnarborg í aðalsai Hafnarborgar stendur yfir sýning í tilefni af 90 ára af- mæli Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Ogí Sverrissal er sýning á verkum nemenda í byggingarlist frá Arki- tektaskólanum í Osló. Á afmælissýningunni em myndir og munir sem tengjast sögu Spari- sjóðsins. Einnig em sýndar myndir úr teiknisamkeppni sem Sparisjóður- inn efndi til meðal nemenda í grunn- skólum Hafnarfjarðar. Á sýning- unni í Sverrissal em teikningar af fjölbreyttum viðfangsefnum nem- enda í byggingarlist. En á haustönn hafa 16 nemendur á fjórða ári í bygg- ingarlist við Arkitektaskólann í Osló stundað nám sitt hér á íslandi. Sýningarsalir em opnir alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Sýning- arnar standa til 22. desember. Nýjar bækur ■ Bókin íslenskir fiskar eftir dr. Gunnar Jónsson, fiskifræð- ing, erkomin útíannarri útgáfu. I kynningu útgefanda segirm.a.: „Frá því 1. útgáfan kom út fyrir 10 árum (löngu uppseld) hefur ís- lenskum tegundum fjölgað mjög eða um rúmlega 60 og teljast nú vera 293. Fjölgunin stafar einkum af því að nú toga fískiskipin oft á miklu meira dýpi en áður, t.d. eftir grálúðu og búrfiski og þá koma æ fleiri djúpfískar í ljós. En líka eykst áhugi sjómanna á nýjum tegundum og hafa þeir dr. Gunnar í huga hvenær, sem eitthvað óvænt kemur í ljós. Bókin sjálf er líka handhægt hjálpargagn því að þar fylgja ná- kvæmar myndir í svart-hvítu og margvíslegar greiningarlyklar til að ákvarða tegundir." Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er unnin í G. Ben og er 510 bls. Verð 4.680 krónur. ■ Þriðja bindið af Fuglum í bókaflokknum Undraveröld dýr- anna er komið út. Frumgerð safns þessa er á ítölsku, gefin út af Mondadori en þeir Oskar Ingimarsson og Þorsteinn Thor- arensen endursemja bækurnar og frumsemja allt sem við kemur íslensku fuglalífí. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Meginuppistaðan eru kaflar um spörfuglana enda eru þeir lang stærstir og fjölbreytilegasti ætt- bálkur fugla. Þar eru allir íslensku söngfuglarnir sem verpa hér á landi en sérstaklega em mikilvægir kafl- ar sem fjalla um flækingsfugla og gesti. Mikill fjöldi spörfugla flækist hingað til lands, bæði vor og haust, sumir í fæðuleit, aðrir reyna að nema hér land og verpa og eru margar skemmtilegar sögur að finna um þá, um tíðni þeirra og varptilraunir. Hér er um að ræða tegundir eins og svölumar, svart- þröst, krossnef, silkitoppu og er ýtarlega rætt um heimsóknir þeirra. Jafnvel lævirkinn kemur hingað á hvefyu ári.“ Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 180 bls. og er sett og filmuunnin hér á landi hjá Prent- stofu G. Ben., en prentuð í sam- prenti í Tóledó á Spáni. Verð 3.480 krónur. ■ Hugvit þarf við hagleikssmíð- ar heitir bók þar sem frætt er um farartæki og ferðabúnað ásamt kafla um glerslípun og speglagerð eftir Hauk Má Har- aldsson og Ögmund Helgason. Bókin er í ritflokknum Safn til iðnsögu íslendinga. Á bókarkápu segir: „Bókin segir frá gerð ferðabúnaðar og smíði far- artækja. Lýst er verksviði og vinnu- brögðum söðlasmiðs, s.s. hnakka-, söðla- og aktygjasmíð, meðan hest- ar og hestvagnar vora helstu farar- tækin. Vagnasmiðir vora um skeið mik- ilvæg iðnaðarstétt, bifreiðasmiðir leystu þá af hólmi. Meginhluti bók- arinnar er ítarlegt yfírlit um sögu bifreiðasmíða en umsvif á því sviði hafa verið meiri hérlendis en al- menningi er kunnugt. Þá er í bókinni greint frá ýmiss konar þjónustu sem tengist bif- reiðaiðngreinum s.s. réttingum, ryðbótum, bólstran, glerslípun og speglagerð.“ Utgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 446 bls. Verð 3.950 krónur. Höfdar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.