Morgunblaðið - 15.01.1993, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993
OF lífid loft i hjólböróum
eykur bensíneyéslu,
jcifnvel um mörg pró-
senf. Það er betra að
hafq of hqqn þrýsting
en of lágan.
„Heimsbíll"
með öryggið
í fyrirrúmi
Toyota Corolla bíll
ársins í Finnlandi
BLAÐAMENN við Tuulilasi sem er stærsta bílablaðið í Finnlandi
hafa kosið Toyota Corolla bfl ársins í Finnlandi. Tuulilasi kemur
mánaðarlega út í 100 þúsund eintökum, og er það orðin föst venja
að blaðamenn þess kjósi bfl ársins.
ÞÝSKU bílarisarnir BMW og Mercedes Benz hafa löngum keppt um
efstu sætin á þýskum bílamarkaði og víðar hvað varðar vinsældir,
öTff&i °S gæði og raunar á öllum sviðum. Fyrirtækið sem framleið-
ir Mercedes Benz hefur þar ávallt haft forystu en nú þykja nokkur
teikn á lofti um að BMW sé að síga framúr. Þýska bílablaðið „auto,
motor und sport“ heldur þessu fram í nýlegri grein og bendir á að
BMW hafi framleitt fleiri bíla á nýliðnu ári en Mercedes Benz og
telur blaðið BMW standa betur að vígi í samkeppninni. Ástæðurnar
fyrir góðri samkeppnisstöðu BMW telur blaðið vera stefnu fyrirtækis-
ins og stjómun, hönnun, framboð í úrvali gerða, gæði, tækni, verð
öryggi og ímynd - að fyrirtækið standi betur en keppinauturinn á
öllum þessum sviðum.
í öðru sæti á eftir Toyota Co-
rolla, sem hlaut 26 stig í kosning-
unni, varð Volkswagen Vento með
21 stig. í þriðja sæti varð Renault
Safrane með 17 stig, Toyota Car-
ina E og Mitsubishi Colt/Lancer
urðu í fjórða til fímmta sæti með
11 stig, Alfa Romeo 155 varð í
sjötta sæti með 10 stig, í sjöunda
sæti varð Mazda 626 með sjö stig,
í áttunda sæti varð Fiat Cinquec-
ento með sex stig, í níunda sæti
varð Mitsubishi 3000 GT með þijú
stig og í tíunda sætinu urðu Toy-
ota Previa, Ferrari 512 TR og
Subaru SVX með tvö stig. ■
í lok síðasta árs var talið að heild-
arframleiðsia BMW yrði kringum
588 þúsund bílar og að frá Merce-
des Benz kæmu um 528 þúsund
bflar. Mest sala hjá BMW er í 300
línunni sem er orðin mun meiri en
bflar af 190 gerðinni frá Benz.
Þýska bflablaðið telur BMW mun
fljótari að bregðast við óskum
markaðarins um breytingar og
Nýr Saab 900 á markaðinn í haust
NÝR SAAB 900 verður sýndur opinberlega í
fyrsta skipti á alþjóðlegu bílasýningunni sem hald-
in verður í Frankfurt næsta haust, og auk fímm
dyra hlaðbaksútgáfunnar sem sést á myndinni
hér til hliðar verður bíllinn fáanlegur í tveggja
dyra útgáfu og með blæju.
Hinn nýi Saab 900 hefur verið í tilraunaakstri
undanfarið og hefur árvökulum ljósmyndurum þá
tekist að ná af honum mýndum. Bíllinn verður fáan-
legur með 2,3 lítra fjögurra strokka vél en auk þess
verður hægt að fá hann með 2,5 lítra V-6 vél frá
General Motors.
Dýrasta gerðin verður fjórhjóladrifin sex gíra út-
gáfa sem nær 225 km hámarkshraða, og 100 km
hraða á innan við sjö sekúndum. ■
Nýr Saab 900 verður kynntur i Frankfurt næsta
haust
bendir á að ávallt líði 10 til 12 ár
milli stórbreytinga hjá Mercedes
Benz og staðhæfir einnig að nýja
300 línan hjá BMW sé mun betur
heppnuð en S-línan hjá keppinautn-
um. Þá segir að yfirstjóm hjá
Mercedes Benz er mun fjölmennari
og ákvarðanataka hægari en hjá
BMW.
Enn eitt dæmið um betri stöðu
BMW er framboð og fjölbreytni inn-
an hverrar línu. Af bílum úr 300
línunni seldust kringum 156 þúsund
á síðasta ári meðan aðeins seldust
um 76.500 af Mercedes Bens 190
gerðunum. Árið 1982 vom báðar
þessar gerðir kynntar nýjar en
BMW hóf að endumýja 300 línuna
haustið 1990 og hefúr haldið því
stöðugt áfram meðan Benz 190
hefur tekið litlum breytingum þar
til að nýr bfll verður kynntur í ár.
Engum vafa þykir undirorpið að
báðir bflamir þykja vandaðir en
bent er á að í lesendakönnunum
tveggja síðustu ára sé BMW að
sækja mjög á þótt Benz hafi yfír-
höndina hvað varðar gæði og svip-
aða sögu er að segja af tæknilegri
stöðu. Minnt er á þá stefnu Merce-
des Benz verksmiðjanna að nýjung-
HELSTA nýjungin frá Ford á þessu ári er Ford Mondeo sem
er arftaki hins vinsæla Sierra sem fyrst kom á markaðinn
fyrir 10 árum síðan, en 3,4 miiyónir bfla af þeirri gerð hafa
selst. Hulunni var svipt af Mondeo í síðustu viku, en bíllinn
verður frumsýndur opinberlega á alþjóðlegu bflasýningunni
sem haldin verður í Genf í mars og hefst þá sala á honum I
Evrópu. Mondeo þýðir alheimur í lauslegri þýðingu, og hefur
Ford kynnt nýja bílinn sem „heimsbO“, enda verður hann seld-
ur í nánast sömu útgáfu um allan heim. Hingað tO lands er
bíllinn væntanlegur næsta haust.
Toyota Corolla
fara framúr
Mercedes Benz?
Mazda með mávavængi
MAZDA kynnti nýlega nýjan
smábíl með dyrabúnaði sem oft
hefur verið kallaður „máva-
vængir“, en bílar með þessum
búnaði komu fyrst fram fyrir
40 árum og hafa nokkrum sinn-
um skotið upp kollinum síðan.
Það hefur þótt mæla á móti
búnaðinum að erfítt getur verið
að komast úr úr bílum með slík-
um dyrum, ef þeir velta á þakið
og er það meginástæðan fyrir
að þeir hafa ekki orðið algengir.
Þetta er sportbíll sem kallazt
Mazda AZ-1 og rúmar hann einn
farþega auk ökumanns. Hann er
eingöngu seldur í Japan enn sem
komið er og verða 800 bílar fram-
leiddir á mánuði, en ekki hefur
verið upplýst hvort um útflutning
til annarra landa verði að ræða í
framtíðinni. í bílnum er þriggja
strokka 12 ventla 675 rúmsentí-
metra vél sem afkastar 65 hestöfl-
um. Yfirbyggingin er úr plasti,
enda vegur bíllinn aðeins 720 kfló.
Vélin er að baki sætanna og liggur
þversum í bflnum. Bfllinn nær 150
km hámarkshraða og 100 km
hraða nær hann á 10 sekúndum.
Mazda AZ-1 með „mávavængjum".
Mondeo verður framleiddur í
verksmiðjum Ford á fjórum stöð-
um í heiminum þegar fram líða
stundir, en fyrstu bflamir verða
framleiddir í verksmiðju fyrirtæk-
isins í Belgíu þar sem framleiðslan
hófst fyrir nokkru síðan. Þar verða
framleiddir 2.000 bflar á dag, en
þegar eru rúmlega 100 bflar í til-
raunaakstri í Þýskalandi, Bret-
landi og í Finnlandi. Framleiðsla
í Bandaríkjunum hefst hins vegar
ekki fyrr en um mitt næsta ár.
Mondeo er framhjóladrifínn og
í flokki meðalstórra bfla, en með
honum hefur Ford sagt skilið við
bfla með afturhjóladrifí. í bílnum
verður hin nýja Zeta vél úr Ford
Escort, og er minnsta gerðin ný
1,6 lítra útgáfa. Stærsta vélin
verður ný 2,0 lítra vél, en einnig
verður bfllinn fáanlegur með 1,8
lítra vélinni sem þegar er í Ford
Escort. Vökvastýri er í bílnum og
ABS-bremsukerfi verður fáanlegt
sem aukabúnaður. Líkt og var með
Sierra verður Mondeo einungis
fáanlegur sem fjögurra dyra stall-
bakur og fimm dyra hlaðbakur,
en einnig verður hann fáanlegur
sem skutbíll.
í Mondeo er lögð mikil áhersla
á allan þann nýjasta tæknibúnað
sem finna má í bílaiðnaðinum, og
þá ekki síst hvað varðar öryggis-
búnaðinn. Meðal nýjunga sem
verður staðalútgáfa í öllum gerð-
um bílsins er loftpúði í stýri og
innan tíðar verður loftpúði einnig
farþegameginn. í tengslum við
Nær BMW að
J