Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 15-tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Franska stjórnin fellur? París. Reuter. FRANSKIR sósíalistar gjalda af- hroð í þingkosningunum í 21. og 28. mars ef könnun á fylgi stjórn- málaflokka sem birtist í blaðinu Le Figa.ro í gær reynist mark- tæk. Astæður fylgishrunsins eru raktar til mikils atvinnuleysis og fjármálahneyksla. Samkvæmt könnuninni fá sósíal- istar einungis 83 menn kjörna en þeir fengu 270 þingmenn í kosning- unum 1988. Stjórnarandstaða mið- og hægriflokkanna fær hins vegar 439 þingsæti miðað við 259 í síð- ustu kosningum samkvæmt könn- un. Á þinginu sitja 577 menn. Kommúnistar bæta við sig Þá bendir niðurstaða könnunar- innar til þess að Kommúnistaflokk- urinn auki við þingmannatölu sína, úr 25 í 28. Einnig að flokkur um- hverfissinna fái íjögur sæti og Þjóð- fylking Jean-Marie Le Pens aðeins eitt. I könnuninni voru sæti fran- skra yfirráðasvæða erlendis ekki talin með en fyrir þau eru 22 frátek- in sæti á franska þinginu. Samskipti viðPLO leyfileg Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKA þingið sam- þykkti í gærkvöldi ný lög sem heimila samskipti við Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO). Er litið svo á að þar með hafi verið stigið fyrsta skrefið í átt til form- legra viðræðna við PLO. Þingið afnam bann við sam- skiptum við PLO með 39 at- kvæðum gegn 20 og er litið á úrslitin sem mikinn sigur fyrir Yitzhak Rabin forsætisráð- herra og ríkisstjóm hans. ísraelar hafa talið PLO til hryðjuverkasamtaka en stjóm- málaskýrendur sögðu úrslitin í gær táknræn fyrir breytingar sem ættu sér stað í ísrael. Karadzic vill frið Pale, Daily Telegraph. RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hvatti fulltrúa á þjóðarsamkundu þeirra til þess í gær að samþykkja áætlun um frið í Bosníu sem samkomulag náðist um í viðræðum í Genf í síðustu viku. Á miðnætti höfðu umræður á samkundunni staðið í átta stundir og óvíst um niðurstöðu en í dag rennur út frestur sem Bosníu-Serb- um hafði verið veittur til að sam- þykkja friðaráætlunina. Reuter Clinton biðst fyrir við gröf Kennedys Forsetaskipti fara fram í Bandaríkjunum í dag en þá tekur Bill Clinton við af George Bush. Ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu frá embætti- stöku Clintons og hefst hún kl. 16. í gær fór verðandi forseti að gröf Johns F. Kennedys fymim forseta, lagði hvíta rós að leiðinu og baðst fyrir. Var myndin tekin við það tækifæri. Sjá „Bandaríkjamenn jákvæðir í garð Clintons" á bls. 20. Lagaprofessor gagnrýmr Tamílaskýrslu Segir Schliiter of hart dæmdan Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara Morgxinblaðsins. DEILUR fóru af stað í gær um álitsgerð Mogens Hornslets hæsta- réttardómara um Tamílamálið svonefnda og afleiðingar hennar. Pre- ben Stuer Lauridsen lagaprófessor við Kaupmannahafnarháskóla hélt því fram í grein í Berlingske Tidende í gær að dómarinn hefði gengið allt of langt í gagnrýni á Paul Schliiter sem sagði af sér sem forsætisráðherra þegar skýrslan var birt sl. fimmtudag. Segist Stuer Lauridsen ekki geta dregið þá ályktun af gögnum málsins að Schliiter hafi blekkt danska þingið. Ovissa umEES Brussel. Frá Kristófer M. Kristins- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. ANDSTAÐA Spánveija við samning Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) mun að mati viðmælenda Morgunblaðsins í Brussel ekki auðvelda lausn þess vanda sem samningurinn rataði í vegna úrslita þjóðaratkvæðis- ins í Sviss. Heimildarmenn Morgunblaðs- ins telja litlar líkur á því að Spánveijar muni beita sér af afli til að koma í veg fyrir að samningurinn taki gildi en þeir vilji reyna til þrautar að hafa af honum sem mestan ávinning. Bent er á að Spánveijar eigi ekki mikilla hagsmuna að gæta í tengslum við hann. Það geti leitt til þess að þeir muni ekki leggja í harða baráttu gegn EES-samningnum. Þá þyki það ekki sérlega eftirsóknarvert hlutskipti innan EB að vera einn í andstöðu við hin aðildarríkin. Sjá „Spánverjar..." á bls. 21 Lauridsen segir gagnrýni á Schliiter, H.P. Clausen þingforseta og ýmsa embættismenn óskiljan- lega og túlkun dómarans á orðum og athöfnum þeirra furðulega og vafasama. Annar lagaprófessor, Jorgen Gronnegaard Christensen segir gagnrýnina óréttmæta en þriðji lagaprófessorinn, Eva Smith, tekur undir gagnrýni Lauridsens. Ónógur stuðningur við að þingið ræði skýrsluna í gær fór Uffe Ellemann-Jensen formaður Vesntre fram á að þingið kæmi saman til að hægt væri að ræða skýrsluna og gagnrýni á hana. Henning Dyremose, sem Schliiter benti á sem eftirmann sinn, tók undir ósk hans, en síðar í gær til- kynnti Schliiter að ekki gæti orðið af þessu þar sem nokkrir í þing- flokknum væru því andsnúnir. Þar með næðist ekki tilskilinn V hluti þingmanna til að styðja hugmynd- ina. Ef allir þingmenn Venstre, íhaldsflokksins og Framfaraflokks- ins hefðu stutt tillöguna hefði málið náð fram að ganga. Ellemann-Jens- en sagðist vera vonsvikinn yfir af- stöðu íhaldsflokksins. Poul Nyrup Rasmussen leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hélt áfram sínu striki í tilraunum sínum til að mynda nýja ríkisstjórn og sagðist stefna að því að ljúka þeim fyrir helgi. Irakar reyna árangurslaust að friðmælast við Bill Clinton Merki um sundrung í röðum Vesturveldanna Bagdad, Washington, London, Moskvu. Hcuter. ÍRAKSSTJÓRN lagði í gærkvöldi til að vopna- hléi yrði lýst yfir í átökunum á loftbannssvæð- unum í írak frá og með klukkan 5 í morgun að islenskum tíma. Talsmaður George Bush Bandaríkjaforseta sagði að væru írakar tilbún- ir að virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna um lyktir Persaflóastriðsins yrði hernaðarað- gerðum sjálfhætt. Fjölmiðlafulltrúi Saddams Husseins Iraksforseta birti í gær opið bréf í sijórnarmálgagni í Bagdad þar sem hann hvatti Bill Clinton, er tekur við forsetaemb- ætti í Bandaríkjunum í dag, til að stöðva árás- ir á írak og hefja samningaviðræður. Clinton sagði friðmælingar íraka ekki nógu afdráttar- lausar, einungis væri hægt að sætta sig við að þeir færu að öllu leyti eftir samþykktum SÞ. Andstaða við stefnu Bandaríkjanna í málefnum Iraka virðist fara vaxandi í arabaheiminum en einnig á Vesturlöndum. Rússar vilja fund í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna um árásirnar. Stjórnvöld í Bagdad ítreka sem fyrr að Irakar krefjist þess að fá full ráð yfir öllu loftrými lands- ins og segja flugbann SÞ í norður- og suðurhluta landsins ekki hafa verið samþykkt í öryggisráð- inu, því sé það ólöglegt. Flugvélar bandamanna gerðu enn árásir á skotmörk í Irak í gær, að þessu sinni í norðurhlutanum. Páfagarður hefur sam- þykkt ósk íraka um að miðla málum í deilum þeirra við Vesturveldin. Óánægja vegna falls óbreyttra borgara Að sögn íraka hafa 42 fallið í loftárásum banda- manna er hófust sl. miðvikudag. Mannfallið í röð- um óbreyttra borgara veldur vaxandi óánægju í þeim ríkjum araba sem stutt hafa bandamenn þótt stjórnvöld í ríkjanna tjái sig yfirleitt lítið um málið. Fólk sem tekið er tali á götum úti í araba- löndum, segir að óbreyttir írakar séu drepnir til að refsa Saddam fyrir að ögra öryggisráðinu. Isra- elum sé hins vegar leyft að hundsa ályktanir SÞ og Serbum í Bosníu liðið að myrða múslima án þess að gripið sé til hemaðar gegn þeim. Stjórn Saudi-Araba hvetur til þess að „öllum ályktunum öryggisráðsins" sé fylgt eftir en minnist ekki á írak sérstaklega í yfírlýsingu er send var út á mánudagskvöld. Talsmaður frönsku stjómarinnar lét í það skína í gær að Frakkar væru ósammála þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að skjóta stýriflaugum á Bagdad á sunnudag, þar hefði verið farið offari. Rússar tjáðu sig sama sinnis. ítalir lýstu áhyggjum vegna mannfalls í röðum óbreyttra borgara. í Bretlandi er lýst eftir ákveðinni stefnumörkun til langs tíma í málefnum iraks, fáir mótmæla sjálf- um árásunum. „Afmarkaðir hemaðarsigrar.. . mega ekki koma í staðinn fyrir áætlun sem dugar til að knésetja Saddam Hussein," sagði í forystu- grein stórblaðsins The Times. Hollendingar segja að álit öryggisráðsins sé í hættu verði ekki notuð sama mælistika á brot íraka og Serba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.