Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 1,9 milljarðar kr. í bætur til atvinnu- lausra á liðnu ári Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi um 1,9 milljarða króna í at- vinnuleysisbætur á síðasta ári, sem er tvöfalt hærri upphæð en árið 1991, þegar rúmar 953 milljónir voru gpreiddar í bætur. Inni í þessum tölum eru ekki bætur til opinberra starfsmanna og bankastarfsmanna. Greiðslur úr Atvinnu- leysistrygginga- 1.900,0 sjóði frá 1988 • tii 1992 1988 1989 1990 1991 1992 Auknar greiðslur Á töflunni sést hve háar greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði hafa verið á undanfömum fimm árum. Afturkippur í rannsóknum Margrét Tómasdóttir, hjá atvinnu- leysistiyggingasjóði, sagði að þær tölur sem borist hefðu sjóðnum frá verkalýðsfélögum sýndu að greitt hefði verið á síðasta ári 1,808 millj- arður, en þegar allar upplýsingar hefðu skilað sér mætti reikna með að lokataian yrði nærri 1,9 milljörð- um. Árið 1991 voru greiddar 953,883 milljónir, árið 1990 var upphæðin 1,059 milljai-ðar, 1989 voru greiddar 875,961 milljónir og ’88 var upphæð- in 347,425 milljónir. Margrét sagði að í fyrra hefðu ekki mörg félög fengið aðild að sjóðn- um til viðbótar því sem verið hefði. Því hefðu greiðslur hækkað í raun hjá hveiju félagi. „Þessar tölur ná yfir bótagreiðslumar sjálfar, en sjóð- urinn þarf auk þess að greiða kostn- að við kjararannsóknanefnd og kostnaður við umsjónamefnd eftirla- una á síðasta ári var á bilinu 3-400 milljónir króna.“ Bótagreiðslurnar, 1,9 milljarðar, ná ekki til atvinnuleysisbóta opin- berra starfsmanna og bankastarfs- manna, en atvinnuleysistrygginga- sjóður greiðir þær ekki. Þær tölur liggja ekki fyrir enn, að sögn Mar- grétar. Morgunblaðið/RAX Þúsundir hrossa komin á skaflajárn Hestamenn hafa nú tekið hross sín í hús og em þeir margir hveijir komnir í fullan gang með útreiðar og farnir að reyna gæðinga sína í fönninni. Járningatíma- bilið er í hápunkti þessa dagana og þess vegna í miklu að snúast hjá járningamönnum, en gera má ráð fyrir að á höfuðborgarsvæðinu séu nú þúsundir hrossa kom- in á skaflajám. Framundan er þjálfun hrossanna fyrir átök sumarsins í hestaíþróttum, en keppnistímabilið hefst um miðjan næsta mánuð með ýmsum vetraruppá- komum. Á myndinni sést járningamaður að störfum, en hundamir sem heita Brúnó og Lotta fylgjast af athygli með því hvemig hann ber sig að við verkið. Sjá ennfremur lista yfir mót sumarsins á bls. 18 og 19. Bið á nef- úðafyrir sykursjúka AFTURKIPPUR hefur komið í rannsóknir á insúlíngjöf með nefúða, þar sem prófanir ollu vonbrigðum. Fyrstu prófanir lofuðu að visu góðu, en síðar kom í Ijós að aðeins um 10% af lyfinu skiluðu sér út í blóð- ið. Dr. Sveinbjörn Gizurarson, lyfjafræðingur, segir að hann efist ekki um að hægt verði að vinna bug á þessum erfiðleik- um og sykursjúkir geti eftir nokkur ár fengið insúlín í nef- úða í stað sprautu. Sveinbjöm starfaði um tíma við þróunarstörf hjá danska lyfja- fyrirtækinu Novo Nordisk. „Fyrstu rannsóknir á fólki lof- uðu mjög góðu og um 20% lyfsins bárust inn í blóðið," sagði Svein- bjöm. „Við framhaldsrannsóknir reyndist hins vegar minna magn berast í blóðið, eða um 10%, svo 90% af lyfínu fóra til spillis. Þar geta margir þættir hafa spilað inn í. Novo Nordisk dró saman seglin, þegar þessi niðurstaða var ljós og bandarískt fyrirtæki, sem hafði byijað rannsóknir á sama tíma, en hætti einnig fyrir nokkr- um áram þegar hjálparefni sem þeir notuðu erti mjög slímhúðina í nefinu." / dag Flug__________________________ Flugleiðir fijúga til þriggja nýrra áfangastaða í sumar 4 Bónorö Hugarangist greip Masako Owada, unnustu Naruhitos krónprins Jap- ans, þegar prinsinn bað hennar 21 Atvinnuleysi Atvinnuleysi á Akureyri með því mesta á öldinni 26 Leiðuri Gjaidtaka og náttúruvernd 22 Samskip rædd á fundi ís- lenskrar verslunar og LI Forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja innan samtakanna íslenzkrar verzlunar hittu Sverri Hermannsson, bankastjóra Landsbankans, að máli í gær og ræddu við hann horfur um framtíð Samskipa hf., en bankinn eignaðist 85% hlut í félaginu, þegar samningar tókust um skuldauppgjör Sambands íslenzkra samvinnufélaga við Landsbank- ann í nóvember sl. Að sögn Birgis Rafns Jónssonar, formanns ís- lenzkrar verzlunar, var tilgangurinn einkum sá að fá upplýsingar um stöðu mála Samskipa og var ekki rætt um að fyrirtæki í ís- lenzkri verzlun eignuðust hlut í skipafélaginu. íslenzk verzlun er samtök þriggja félaga í verzlun og viðskiptum; Félags íslenzkra stórkaupmanna, Bílgreinasambandsins og Kaup- mannasamtakanna. Þessi félög klufu sig út úr Verzlunarráði ís- lands í fyrra. Birgir Rafn sagði í samtali við Morgunblaðið að áhugi fyrirtækja í íslenzkri verzlun á málum Samskipa væri óviðkomandi undirbúningi hóps fyrirtækja innan Verzlunarráðs að stofnun hlutafé- lags um kaup á Samskipum. Hagsmunir verzlunarinnar „Við erum einungis að afla okkur upplýsinga um hvernig þessi mál standa. Eins og allir vita er bankinn að reyna að selja Sambandsfyrir- tækin, sem hann tók yfír,“ sagði Birgir Rafn. „Það era ekki komnar áþreifanlegar upplýsingar í þessu máli og þetta var grandvallarathug- un.“ Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins úr Landsbankanum, er litið á fundinn í gær sem framkönn- unarviðræður og enn er með öllu óljóst hvort samningar geta tekizt um sölu á 85% hlut Landsbankans í Samskipum. Landsbankinn mun ekki telja að neitt hasti í þessum efnum, þar sem nú fer fram verð- mat og úttekt á eignum Samskipa, sem bankinn vill að liggi fyrir, áður en nokkuð verður ákveðið um sölu. Ur verinu ► SÍF verði breytt í hlutafélag - Áhugi á að stórauka raforku- sölu til skipa - Þorskgildran gæti orðið veiðarfæri framtíð- arinnar - Þorskur á 960 kr. kg. Myndasögur ►Skíðastökk - Vaxtaverkir - Snjókarlar - Sæhestaböm - Hjól- koppar - Málshættir - Orðaorm- ur - Ávextir - Hver á pokann - Eldspýtnastokkaspil. Ljóst mun þó vera, að Landsbank- inn mun ekki selja við lægra verði en bankinn keypti þennan hlut í Samskipum á af Sambandinu, þeg- ar samningar á milli eignarhaldsfé- lagsins Hamla og Sambandsins vora frágengnir í nóvembermánuði í fyrra. Birgir sagði að verzlunin væri mikil samkeppnisgrein og félags- menn í Islenzkri verzlun vildu gjam- an hafa samkeppni í skipaflutning- unum. „Þetta er mikið hagsmuna- mál. Aðilar í þessum félögum kaupa mjög stóran hluta af allri sjófragt, bæði í inn- og útflutningi, þannig að það er mjög eðlilegt að við fylgj- umst með þessu," sagði hann. I kringum síðustu áramót sýndi hópur fyrirtækja innan Félags ís- lenzkra stórkaupmanna áhuga á að kaupa Skipaútgerð ríkisins, sem þá var verið að leggja niður. Ekki varð hins vegar af þeim kaupum. Þýsk sjónvarpsstöð greiðir kvikmynd- ina Garðastríð fslenskri dagskrá sjónvarpað heilt kvöld í Frakklandi og Þýskalandi GARÐASTRÍÐIÐ heitir kvikmynd sem fyrirtækið Magma film hyggst framleiða í Þýskalandi fyrir þarlent fé að mestum hluta en með ís- lenskum leikurum og tækniliði. Ralf Christians stjórnandi Magma film er nú að ganga frá samningum um þetta við þýska sjónvarps- stöð og hann gerir jafnframt ráð fyrir að semja um heils kvölds dagskrá um Island á nýrri menningarstöð sem sjónvarpar til Frakka og Þjóðveija. Marteinn Þórisson, sem nýkom- inn er úr námi í Los Angeles, skrif- aði handrit að Garðastríði. Ralf seg- ir að sagan gerist í götu nokkurri sem íbúarnir vilji helst og mest að hljóti útnefninguna fegursta gata bæjarins en ný fjölskylda flytji í eitt húsa götunnar og móðirin þar á bæ hafi ofnæmi fyrir hverskyns gróðri. Þess vegna breyti fjölskyld- an garðinum úr gróðurvin og grannar þeirra bregðist hinir verstu við. „Þannig hefst stríðið," segir Ralf, „við erum mjög ánægðir með handritið." Sjónvarpsstöðin NDA í Hamborg leggur 48 milljónir íslenskra króna í gerð myndarinnar og er það 80% af áætluðum kostnaði. Ralf Christ- ians verður framleiðandi myndar- innar og Snorri Þórisson annast kvikmyndatöku en ekki hefur verið ákveðið um leikstjóra. Fransk-þýska menningarrásin Arte hóf útsendingar í apríl og hef- ur síðan í desember sjónvarpað daglega inn á hvert heimili f Frakk- landi og 10 milljónir þýskra heim- ila. Stöðin mun á næstunni ná til fleiri heimila í Þýskalandi og segir Ralf ætlun stöðvarinnar að hafa fjögurra stunda dagskrá um ísland á besta útsendingartíma. Send verði út íslensk bíómynd og síðan muni hann framleiða 140 mínútna kynn- ingarefni um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.