Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
Rök fyrir 13% uafn-
vöxtum — ekki 15%
- segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ
HANNES G. Signrðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands, telur rök fyrir um 13% nafnvöxtum á al-
mennum skuldabréfaútlánum hjá bönkum og sparisjóðum miðað
við spár um hækkun lánskjaravísitölu næstu sex mánuði. Bankarn-
ir eru allir með hærri vexti, sumir yfir 15%. Segir Hannes eðli-
legt að bankarnir lækki vextina vegna breyttra aðstæðna frá því
þeir ákváðu að hækka þá. Vaxtabreytingadagur er á morgun.
„Við vaxtahækkanir í byijun
ársins tóku bankamir mið af spám
um hækkun byggingarvísitölu
vegna áforma um lækkun endur-
greiðslna á virðisaukaskatti af
vinnu iðnaðarmanna," sagði
Hannes. Eins og kunnugt er hefur
ríkisstjómin nú hætt við þessa
breytingu á endurgreiðslu virðis-
aukaskatts og nýjar verðbólgu-
spár Seðlabankans sýna mun
lægri verðbólgu en áður. Hannes
sagði að ef lagðar væra til grand-
vallar spár um hækkun lánskjara-
vísitölunnar næstu sex mánuði
sæist að nafnvextir bankanna
væra töluvert yfir því sem eðlilegt
mætti telja, það er að segja ef
þeir ætluðu að hafa jafnvægi milli
vaxta á verðtryggðum útlánum
og óverðtryggðum, eins og jafnan
væri stefnt að.
1 til 2% of háir
Hannes sagði að miðað við 2‘/2%
verðbólguhraða, 9‘/2% raunvexti
og 1% óvissuálag væra rök fyrir
13% vöxtum á almennum skulda-
bréfaútlánum að jafnaði. Verð-
bólgan lækkaði fljótlega niður í
l‘/2% og þá væra rök fyrir 12%
vöxtum.
Vextir algengustu skuldabréfa-
útlána hjá innlánsstofnunum era
á bilinu 13,75 til 15,35%. Meðal-
vextir eru 14,6%. Vextirnir era
því á biiinu tæplega 1 til rúmlega
2% yfir því sem Hannes G. Sig-
urðsson telur rök fyrir nú.
Hannes telur engin rök fyrir
hækkun raunvaxta, segir raunar
að hækkun þeirra um áramótin
hafí gengið þvert á þróunina á
eftirmarkaði skuldabréfa hjá
Verðbréfaþingi en þar hafí vext-
irnir farið lækkandi.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 20. JANUAR
YFIRLIT: Um 600 km suðvestur af Dyrhólaey er 964 mb lægð sem
þokast hægt norður. Yfir Norður-Grænlandi er 1010 mb hæð.
SPÁ: Allhvöss eða hvöss norðaustanátt, slydda eða snjókoma suðaust-
anlands og á Austfjörðum, él norðanlands eða skafrenningur suðvestan
til. Dálítið mun hlýna í veðri.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Nokkuð stíf norðan- og norðaustanátt. Élja-
gangur norðanlands og austan en úrkomulaust suðvestantil. Frost 2-8
stig. , ..
HORFUR Á FOSTUDAG: Lítur út fyrir minnkandi norðvestan- og vestan-
átt. Él verða á Norður- og Vesturlandi en bjart veður sunnanlands og
austan. Áfram kalt.
HORFUR A LAUGARDAG:Suð- og suðvestan strekkingur með snjókomu
suðvestan til á landinu en þurrt um landið norðaustanvert. Lítið eitt
hlýnandi.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veöurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
o & A m Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk,
Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.
r r r * f 4e * * * . * A 10° Hitastig
r r r r r * / r * r * * * * * V v V V Súld I
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka '
— -7 ————>—— ! — " ! -■■■■:
FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30fgær)
Ágæt færð er í nágrenni Reykjavíkur og Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði
eru ófær. Fært er um Suðurland og með suðurströndinni austur á Aust-
firði. Fært er um Hvalfjörö, aðalleiðir í Borgarfirði og á Snæfellsnesi og Heydal
í Dali og Reykhólasveit, þungfært um Fróðórheiði, Brattabrekka er ófær.
Fært frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan til Bildudals. Fært er á milli
Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar og Isafjarðar og um Isafjarðardjúp og
Steingrímsheiöi til Reykjavikur. Fært um Holtavörðuheiði og um vegi á Norð-
urlandi. Til Siglufjarðar, Akureyrar og til Ólafsfjarðar. Frá Akureyri er fært
um Víkurskarð til Húsavíkur, þaðan í Mývatnssveit, og með ströndinni til
Vopnafjarðar. Austanlands er fært um Oddskarð, Fjarðarheiði, Fagradal og
Vatnsskarð eystra og suöur með fjörðum. Breiðdalsheiði er ófær. Víða á
landinu er mikil skafrenningshætta, þar á meðal á suðurströndinni.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og
ígrænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA
kl. 12.00 í gær
Akureyri
Reykjavfk
hitl
+7
+3
UM HEIM
að ísl. tíma
veður
akýjað
skýjað
Bergen 2
Helsinki +1
Kaupmannahöfn 2
Narssarasuaq +16
Nuuk +13
Osló 1
Stokkhólmur 1
Þórshöfn 3
skýjað
snjókoma
rigning
skýjað
léttskýjað
skýjað
skýjað
skýjað
Algarve vantar
Amsterdam 7 skýjað
Barcelona 11 mistur
Berlín 6 skýjað
Chicago +14 heiöskírt
Feneyjar 8 þokumóða
Frankfurt 8 skýjað
Glasgow 5 alskýjaft
Hamborg 6 rigning
London 8 skýjað
Los Angeles 7 léttskýjaft
Lúxemborg 5 súld
Madrfd 7 heiftskírt
Malaga 16 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Montreal +18 heiðskfrt
NewYork +4 léttskýjað
Orlando 13 léttskýjaft
Parfs 11 skýjað
Madelra vantar
Róm 12 þokumófta
Vín 7 léttakýjað
Waahington +3 léttskýjað
Winnipeg +19 heiðskirt
IDAG ki 12.00
Heimiid: Veðurstofa islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
Barcelona
Flugleiðir auka sætaframboð um 8% í sumar
Flogið til þriggja
nýrra áfangastaða
í SUMAR verður 8% aukning á sætaframboði Flugleiða í milli-
landaflugi miðað við í fyrra, en sumaráætlunin verður gefin út
í febrúar. Flogið verður til þriggja nýrra áfangastaða, Mílanó,
Barcelona og Fort Lauderdale í Bandaríkjunum.
Enn er ekki fullfrágengið
hvort flug til Fort Lauderdale
hefjist í sumar eða haust, en
Flugleiðir fengu réttindi til flugs
þangað í lok síðasta árs. Flogið
verður vikulega til þessara nýju
áfangastaða. Ráðgert er að beint
flug til Barcelona hefjist um miðj-
an júní og standi fram í miðjan
september.
Flug til Mílanó hefst að líkind-
um um miðjan júlí og stendur
fram í miðjan september. Fyrri
hluta þess tímabils verður flogið
þangað með viðkomu í Ziirich,
en síðar verður beint flug. Beint
flug verður til Fort Lauderdale.
Ný þota tekin í notkun
Áfangastaðirnir verða sam-
kvæmt sumaráætlun 22 í milli-
landaflugi. Flug til tveggja
borga, Helsinki og Salzborgar,
verður fellt niður. Flugleiðir
munu taka í notkun Boeing 757
vél í tengslum við sumaráætlun-
ina, en hún hefur verið í leigu
hjá Brittania-flugfélaginu.
Fyrir utan sumaráætlunina
verða Flugleiðir með leiguflug til
Kölnar og Kulusuk.
Yfír hásumarið fljúga Flug-
leiðir daglega til sjö borga, Ósló-
ar, Stokkhólms, Kaupmanna-
hafnar, London, Lúxemborgar,
New York og Baltimore.
Akstursgjald hækkar
- dagpeningar lækka
Ferðakostnaðamefnd ríkisins hefur ákveðið dagpeninga til
greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum og
akstursgjald. Dagpeningar innanlands lækka frá fyrra ári en aksturs-
gjaldið hækkar. Dagpeningar vegna ferðalaga erlendis verða óbreytt-
ir.
Dagpeningar vegna gistingar og
fæðis í einn sólarhring voru 7.200
kr. en lækka í 6.600 kr. Gisting í
einn sólarhring lækkar úr 3.700 kr.
í 3.000 kr. Hins vegar hækka
greiðslur vegna fæðis fyrir hvern
heilan dag úr 3.500 kr. í 3.600 kr.
og fyrir hálfan dag úr 1.750 kr. í
1.800 kr.
Kílómetrinn hækkar um 1,70
Þá hefur Ferðakostnaðarnefnd
ákveðið akstursgjald í aksturs-
samningum ríkisstarfsmanna og
ríkisstofnana. Almennt gjald fyrir
fyrstu 10 þúsund km verður 31,20
kr. fyrir hvem ekinn km, var áður
29,50 kr., fyrir 10-20 þúsund km
verður gjaldið 27,95 fyrir hvern
ekinn km, var áður 26,40 kr., um-
fram 20 þúsund km verður gjaldið
24,65 kr. fyrir hvem ekinn km, en
var áður 23.30 kr.
Sérstakt gjald fyrir fyrstu 10
þúsund km verður 35,90 kr. fyrir
hvern ekinn km, var 34 kr., fyrir
10-20 þúsund km verður gjaldið
32,15 kr., var 30,45 kr., umfram
20 þúsund km verður gjaldið 28,35
kr. fyrir hvern ekinn km, var 26,85
kr.
Torfæragjald fyrir fyrstu 10 þús-
und km verður 45,05 kr. fyrir hvern
ekinn km, var 42,45 kr., fyrir
10-20 þúsund km verður gjaldið
40,30 kr., var 38 kr., umfram 20
þúsund km verður gjaldið 35,55
kr., var 33,55 kr.
Fjögur prósent gjaldskrárhækkun tyjá Landsvirkjun
Hækkunin snýr eink-
um að fyrirtækjunum
RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur er eina rafveitan á landinu sem
hefur hækkað alla taxta um 4%, eða jafnmikið og hækkun gjald-
skrár Landsvirkjunar um áramótin nam. Rafmagnsveita ríkisins
hefur hækkað alla taxta um 4% nema hcimilistaxta. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Sambandi islenskra rafveitna hækka flestar rafveitur
afltaxta þannig að hækkun Landsvirkjunar beinist einkum að fyrir-
tækjunum en ekki heimilunum. Rafveita Akureyrar hækkaði alla
taxta um 3% um áramótin.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sambandi íslenskra rafveitna
hyggst Rafveita Vestmannaeyja,
altént fyrst í stað, hagræða í rekstri
þannig að hækkun Landsvirkjunar
fari ekki út í raforkuverðið, en hjá
Orkubúi Vestfjarða, Rafveitu Akra-
ness og Rafveitu Sauðárkróks eru
þessi mál í athugun.
Hjá Rafveitu Hafnarfjarðar eru
á döfinni formbreytingar á hlutfall-
inu milli afls og orku og því ekki
alveg ljóst hvort, og þá hvaða,
hækkanir verða á töxtum. Rafveita
Hveragerðis hækkaði um áramótin
alla almenna taxta nema heimilis-
taxta um 4%.