Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993
5
Unnið að
viðgerð
byggðalína
BYGGÐALÍNUR er
hringtengja landið
biluðu beggja megin
við Hornafjörð í of-
viðrinu er dýpsta
lægð síðari tíma gekk
yfir landið á dögun-
um. Þurfti af þeim
sökum að skammta
rafmagn í Austur-
Skaftafellssýslu í
nokkum tíma. Er
veðrinu slotaði kom í
ljós að staurastæða í
suðurlínu milli
Klausturs og Hafnar
hafði brotnað við
Lómagnúp og er þetta
í fyrsta skipti sem
staurar brotna í þess-
ari línu milli Sigöldu
og Hafnar í þau 10
ár sem hún hefur
staðið enda þarf
nokkuð til, þar sem í
þessu tilviki var ekki
ísing á línunni heldur
aðeins rok. Stauramir
em engin smásmíði,
15 metra háir og 35
cm í þvermál.
Myndin er tekin af
starfsmanni Lands-
virkjunar að vinna við
línurnar.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Islandi í þríðja sinn stefnt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu
Mál um atvinnufrelsi bíl-
stjóra tekið fyrir í febrúar
MÁL Sigurðar Sigurjónssonar leigubílstjóra gegn íslenska ríkinu verð-
ur flutt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg 22. febrúar
næstkomandi. Mannréttindanefnd Evrópu hefur samþykkt með 17 at-
kvæðum gegn 1 að flytja mál Sigurðar fyrir dómstólnum en hann tel-
ur það brjóta gegn 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu að það sé
með lögum gert að skilyrði fyrir atvinnuleyfi hans að hann sé félagi
í Frama, félagi leigubílstjóra.
í þriðja sinn fyrir
Mannréttindadómstól
Þetta er þriðja málið á nokkrum
misserum sem Mannréttindanefnd
Evrópu ákveður að höfða fyrir Mann-
réttindadómstólnum gegn íslenska
ríkinu. Fyrri málin voru mál Þorgeirs
Þorgeirssonar, sem lauk með áfellis-
dómi vegna 108. grein almennra
hegningarlaga um æruvernd opin-
berra starfsmanna, og mál Jóns
Kristinssonar, sem lauk með sátt sem
leiddi til hinna umfangsmiklu breyt-
inga sem gerðar voru á íslenskri
dómstólaskipan síðastliðið sumar.
Árið 1988 dæmdi Hæstiréttur
ólögmæta atvinnuleyfissviptingu
Sigurðar, sem hafði verið sviptur
leyfi til leiguaksturs vegna þess að
hann neitaði að greiða félagsgjöld
til Frama eins og skylt var sam-
kvæmt reglugerð. Dómur Hæstarétt-
ar byggðist á því að hömiur af þessu
tagi á atvinnufrelsi væru því aðeins
heimilar að þær styddust við sett
lög. Islenska ríkið brást við dóminum
með því að setja lög sem gerðu aðild
að Frama að skilyrði fyrir leyfi til
leiguaksturs og skaut Sigurður mál-
inu þá til Mannréttindanefndarinnar
sem samþykkti að flytja það fyrir
dómstólnum.
Dóms að vænta í sumar
Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugs-
sonar hrl., lögmanns Sigurðar Sigur-
jónssonar, er það Mannréttindanefnd
Evrópu sem verður sækjandi málsins
gegn ríkinu fyrir dómstólnum en Jón
Steinar mun ávarpa dómstólinn sem
talsmaður Sigurðar. Málstað íslenska
ríkisins veija Þorsteinn Geirsson
ráðuneytisstjóri, Markús Sigur-
björnsson prófessor og Gunnlaugur
Claessen ríkislögmaður.
Eins og fyrr sagði verður málið
flutt þann 2. febrúar en Jón Steinar
kvaðst telja að vænta megi dóms
öðru hvoru megin við sumarleyfi.
Fornleifa-
rannsóknir
neðansjávar
STEFNT er að því hjá Þjóð-
minjasafni íslands að standa
að neðansjávarkönnun á
skipunum sem eru á botni
Breiðafjarðar í sumar ef
fjárhagur leyfir. Ef af rann-
sókninni verður er þetta í
fyrsta sinn sem Þjóðminja-
safnið stendur að neðan-
sjávarkönnun.
Skipin tvö, sem fundust af
áhugaköfurum, eru á sjávar-
botni hjá Flatey í Breiðafirði.
Guðmundur Olafsson forn-
leifafræðingur hjá Þjóðminja-
safninu sagði að annað skipið
væri frá miðri 17. öld en hitt,
sem fyrst hefði verið talið frá
aldamótum, væri að öllum lík-
indum eitthvað eldra.
Sumarið er ekki langt undan hjá SAS
og ódýru sumarfargjöldin ekki heldur!
Sumarfargjöldin gilda fyrir tímabilið 15.4. - 30.9. 1993
Sölutími: 18.1. - 28.2. 1.3. - 30.4. 1-5. - 30.9.
Kaupmannahöfn 22.900.- 25.900.- 28.900.-
Gautaborg 22.900.- 25.900.- 28.900.-
Osló 22.900.- 25.900.- 28.900.-
Stokkhólmur 24.900.- 26.900.- 29.900.-
Bókunarfyrirvari 21 dagur. Lágmarksdvöl 6 dagar. Hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur 33%. 1.310 kr. innlendur flugvallarskattur er ekki innifalinn 1 uppgefnu verði auk 672 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar.
Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína
eða söluskrifstofu SAS.
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 172 Sími 62 22 11