Morgunblaðið - 20.01.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.01.1993, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993 Sýnishorn úr söluskrá: • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í járniðnaði. • Bóka- og ritfangaverslun í verslunarkjarna í Kóp. • Heildverslun með innfl. og dreifingu á hreinlætisvörum. • Þvottahús í miðbæ Rvíkur. Nýleg tæki og áhöld. • Blómaverslun í verslunarkjarna í eigin húsnæði. • Pylsuvagn, staðsettur í miðbæ Rvíkur. • Lítil kjörbúð í eigin húsnæði í miðbæ Rvíkur. • Söluturn í eigin húsnæði í versturbæ Kópavogs. • Góður söluturn í miðbæ Rvk. Góð tæki og áhöld. Fjöldi annarra fyrirtækja á skrá Höfum á skrá fjársterka kaupendur VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Rádfjöf ■ Bókhald ■ SkattaaðstoÖ ■ Kaup of.• sala fyrirtœkja SíÖumúli 31 ■ l()H Reykjavík ■ Sími 6H 92 99 ■ h'ax 6H 19 45 Krislinn B. Ra^narsson, viðskiptafrwðin)>ur J30ÁRA FASTEIpNA MIÐSTOÐIN SKIPHOLTI 50B • ■AUST WuT* IIAUSI ® 6220301 < Gufudalur - Olfushreppi § — Árnessýslu 10244 £ Gufudalur í Ölfushreppi er til sölu. Hér er fyrst og fremst ^ um að ræða húsakost, en land jarðarinnar er eign ríkis- £ ins. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu FM. ™ Seláshverfi 1418 5 Nýkomin í einkasölu mjög falleg 54 fm 2ja herb. íbúð á 'UJ1 2. hæð í fallegu lyftuhúsi. Flísar og teppi. Góðar suður- svalir. Laus fljótlega. Áhv. 2 millj. veðdeild. Frostafold - húsnlán 5 millj. 3423 Nýkomin í sölu 120 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð (efstu) í mjög fallegu fjórbýli. Stórkostlegt útsýni yfir borgina. Stórar suðursvalir. Frábær staðsetning. Innréttingaverslun Höfum fengið í einkasölu verslun með innréttingar og ýmsar skyldar vörur fyrir stofnanir og heimili. Verslunin er mjög vel staðsett með góðum sýningargluggum á móti fjölfarinni götu. Hlutasala kemur til greina. Upplýsingar eingöngu á skrifstofu, ekki í síma. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráðgjöf ■ Bókhald ■ Skattaaðstoð ■ Kaup <>)• sala fyrirtwkja Síðumúli 31 ■ I0H Reykjavík ■ Sími 6H 92 99 ■ Fax 6H 19 45 Kristinn B Raf>narsson, viðskiptafrwðinf>ur 911Rfl 01 Q7fl LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri m I I VVklO/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali Nýkomnar elgnir á söluskrá: Töluvert endurnýjuð 3ja herb. lítil íb. rúmir 50 fm á 2. haeð við Hofsvallagötu. Nýtt parket o.fl. Föndurherb. í kj. auk geymslu. Góð lán. Verð aðeins 5,5 millj. Góð eign - góð lán - gott verð Nýtt glæsil. einbhús við Þingás með 6 herb. íb. á tveimur hæðum auk bílsk. með verkstæðisrými alls 226 fm nettó. Húsið er íbhæft, ekki fullg. í hinu vinsæla Stekkjahverfi Vel byggt og vel með farið steinh. ein hæð rúmir 130 fm. Bílsk. 30,2 fm. Stór ræktuð lóð. Úrvalsstaður í hverfinu. Gott verð. Öll eins og ný 6 herb. neðri hæð á mjög góðum stað skammt frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Allt sér. Góður bílsk. Ágæt sameign. Á vinsælum stað - eignask. mögul. Steinh. ein hæð 165 fm auk bílsk. skammt frá Menntaskólanum við Sund. 5 svefnherb. m.m. Sólverönd. Glæsil. lóð. Ýmiskonar eigna- skipti mögul. Endafbúð við Stóragerði Mjög góð 4ra herb. ib. tæpir 100 fm á 1. hæð. Ágæt sameign. Mikil góð lán fylgja. Verð aðeins kr. 7,8 millj. • • • Þurfum að útvega nokkrar 3ja og 4ra herb. fbúðir sem þarfnast endurbóta. ____________________________ Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 2115D-2137D ALMENNA FASTEIGNASAL AN Nýjar bækur Ljóðabók eftir Saint- Að lyfta Grettistaki Leiklist Hávar Sigurjónsson Hala-Ieikhópurinn sýnir: Aura- sálina eftir Moliere í þýðingu Sveins Einarssonar. Leikstjór- ar: Guðmundur Magnússon og Þorsteinn Guðmundsson. Leik- endur: Ómar Bragi Walder- haug, Kolbrún Dögg Krisfjáns- dóttir, Ingólfur Birgisson, Sig- urður Björnsson, Sara Mjöll Marteinsdóttir, Kristinn Guð- mundsson, Valerie Harris, Helga Bergmann, Helga Guðnadóttir, Orn Omarsson, Elín Erna Hartmannsdóttir, Elín Jónsdóttir, Sigríður Geirsdóttir, Hrafn Ragnars- son, Lilja Hrönn Halldórsdótt- ir. „Hala-leikhópurinn var stofn- aður sl. haust sem sjálfstætt leik- félag með það takmark fyrst og síðast að iðka leiklist með að- gengi fyrir alla. Félagið hyggst einbeita sér að leiklist með þátt- töku fatlaðra og ófatlaðra sem áhuga hafa á slíku leikhúsi." Það er stundum talað um að fólk lyfti Grettistaki ef það fram- kvæmir eitthvert það verk sem flestir hefðu annars talið nánast ómögulegt. Eitthvað slíkt kom mér í hug þegar ég sat og horfði hugfanginn á félaga í Hala-leik- hópnum leika Aurasálina af slík- um krafti og innlifun að allt það, sem fyrirfram hefði mátt telja slíkar hindranir að útilokað væri að ráðast í þessa sýningu, varð henni beinlínis til framdráttar. Þar á ég við þá staðreynd að nokkrir aðalleikenda eru fatlaðir; tveir með þeim hætti að orðmarg- ur texti gæti helst orðið þeim að fótakefli, aðrir tveir eru bundnir við hjólastól, en hvorugt kom að sök. Ut af fyrir sig er það mark- verður leikstjórnarárangur að flétta slíkt saman í uppsetningu á „ófötluðu" leikriti á þann hátt að svo virtist sem leikritið hefði verið samið með slíkan leikhóp í huga. Aurasálin er klassískur franskur gamanleikur frá 18. öld eftir einn helsta jöfur gaman- leikjanna, Moliére, og sem önnur klassísk leikrit hefur Aurasálin mátt þola margar eftirlíkingar, misgóðar. Það er því ekki verkið sjálft sem býður upp á mesta nýnæmið í sýningu Hala-leik- hópsins, heldur leikendur sjálfír; og mesta hrósið á Ómar Bragi Walderhaug skilið, fyrir að leika titilhlutverkið af slíkri innlifun, tilfinningu og hörku, að textinn, sem hlýtur að hafa litið út í upp- hafí sem óyfírstíganleg hindrun, opnaðist fyrir honum eins og töfrahlið í austurlensku ævintýri. Að öðrum ólöstuðum stóðu þau Kolbrún Dögg, Ingólfur Birgis- son, Sigurður Bjömsson, Valerie Harris og Örn Ómarsson hreint ágætlega fyrir sínu og í samein- ingu tekst hópnum að gera þessa sýningu að hinni bestu skemmt- un. Leikstjómendur hafa valið sýningunni einfalda umgjörð, enda býður fjárhagur nýstofnaðs leikfélags tæplega upp á mikinn íburð í þeim efnum, en úr þessu er unnið af smekkvísi þannig að sýningin hefur á sér stílhreint yfírbragð. Það er full ástæða til að hvetja áhugafólk um leiklist til að sjá þessa sýningu, vegna þess að þetta er einfaldlega góð leiksýning. Nemendaleikhúsið sýnir Bensínstöðina John Perse ÚTLEGÐ heitir ljóðabók eftir Saint-John Perse í íslenskri þýðingu Sigfúsar Daðasonar. í kynningu útgefanda segir m.a. að Saint-Leger-Leger hafi hrakist úr embætti aðalritara franska utanríkisráðuneytisins vorið 1940 þegar Þjóðveijar sóttu inn í Frakk- land og Pétain kom til valda. Fór hann þá til Bandaríkjanna og dvaldist þar lengi síðan, lengstum í Washington. A fyrstu ámm sín- um í Bandaríkjunum orti hann flokkinn Útlegð, kvæðið „Útlegð“ 1944; „Kvæðið til útlendu konunn- ar“ 1942; „Rigningar" 1943; „Snjóa“ 1944. Hann snéri svo aftur til Frakk- lands en þá höfðu vinir hans búið honum samastað á suðurströnd- inni austarlega, og dvaldist hann þar öðm hveiju á sumrin með konu sinni bandarískri sem hann kvæntist árið 1958; en mun ann- ars hafa kunnað best við sig á skútu sinni sem hann sigldi víða um höf. Sigfús Daðason hefur nú þýtt Útlegð (öll fjögur kvæðin), sem birtast ásamt franska frumtextan- um, og fylgir þýðingu sinni úr hlaði með ritgerð um Alexis Leger og lífsferil hans.“ Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Bókin er 70 bls. og kostar 2.500 krónur. -----♦ » ♦----- Fyrirlestur um skoskar bókmenntir DR. JULIAN D’Arcy, deildar- stjóri enskudeildar Háskóla Islands, flytur fyrirlestur um skoskar bókmenntir í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudaginn 20. janúar, klukkan 20. Fyrirlesturinn, sem er fluttur á ensku, nefnist „Scottish Literature — Past and Present“ og er hiuti dagskrár skoskrar bókmenntaviku sem stendur yfir í Norræna húsinu dagana 16. til 24. janúar. Síðar í vikunni munu heiðurs- gestir bókmenntavikunnar, skosku rithöfundarnir Edwin Morgan og Alasdair Gray, lesa úr verkum sín- um og spjalla við áheyrendur. Alla þessa viku verður sýning á skosk- um bókum í Bókasafni og anddyri Norræna hússins. Bókmenntavikan er þáttur bók- mennta í skosk-íslensku menning- arhátíðinni Skottís. Aðgangur er ókeypis. NEMENDALEIKHÚSIÐ frum- sýnir 23. janúar nk. annað verk- efni leikársins Bensínsstöðina eftir Gildas Bourdet. Leikritið gerist á ástheitum sum- ardögum á afskettri bensínstöð í Frakklandi. Móðir og þijár dætur hennar beijast við að halda stöðinni gangandi og þegar faðirinn birtist eftir 18 ára fjarveru taka hlutirnir nýja stefnu. Höfundurinn er franskur og er virt leikritaskáld og ieikstjóri og leikmyndahönnuður í sínu heima- landi. Bensínstöðin er fyrsta frum- sýning á verkum Borudet á Norður- löndum en hún var fyrst sett upp í Frakklandi árið 1985 af höfundi sjálfum og hlaut strax góðar viðtök- ur. Meðlimir Nemndaleikhússins eru: Björk Jakobsdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Jóna Guðrún Jóns- dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Dofri Hermannsson, Hinrik Ólafssson og Kristina Sundar Hansen og gesta- leikarar sýningarinnar eru Erling Jóhannesson, Þröstur Guðbjartsson og Hilmar Jónsson. Þýðandi verksins er Friðrik Itafnsscn. Höfundur leikmyndar Grétar Reynisson. Búningahönnuð- ur Helga Stefánsdóttir og leikstjóri Þórhallur Sigurðsson. (Fréttatilkynning) VASKHUGI Nú er rétti tíminn til að bæta vinnuumhverfið þitt svo um mun- ar. Með Vaskhuga uppfyllir þú ekki aðeins kröfur hins opinbera um skattskil, heldur er staða rekstrarins alltaf á hreinu. Vaskhugi er eitt forrit með öllum kerfum, sem venjulegur rekstur þarfnast, þ.e. sölukerfi, fjárhagsbókhaldi, birgða-, viðskipta- manna- og verkefnabókhaldi, hefti, ritvél og mörgu fleira. Tugir gagnlegra skýrslna sýna sölusögu, útistandandi kröfur, skulda- stöðu, virðisaukaskatt o.fl. o.fl. Vaskhugi prentar sölureikninga, gíróseðla, póstkröfur, víxla, lím- miða o.s.frv. Allt þetta fæst með einföldum skipunum. Og það besta er að Vaskhugi kostar aðeins 48.000 kr. Prófaðu Vaskhuga í 15 daga án skuldbindinga. Hringdu og fáðu sendar upplýsingar um þetta frábæra forrit, eða komdu við og skoðaðu möguleikana. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13, sími 682680, fax 682679.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.