Morgunblaðið - 20.01.1993, Side 11

Morgunblaðið - 20.01.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 11 Einsöngstónleikar í Gerðubergi ÁSA LÍSBET Björgvinsdóttir, mezzosópran, og David Know- les, píanóleikari, halda tón- leika í Gerðubergi, fimmtudag- inn 21. janúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. og einnig hjá Anthony Hose. Síðastliðið ár hefur hún verið nem- andi Elsu Waage og er nú á förum til New York í framhaldsnám hjá Michael Trimble hjá hjá New York Vocal Institute. Nýr sýningarsalur í Hafnarfirði David Knowles er Englendingur af velskum og þýskum ættum. hann hefur verið búsettur á ís- landi síðastliðin tíu ár. Hann út- skrifaðist sem píanóleikari með undirleik sem sérgrein, frá Royal Northern College of Music í Manc- hester. David hefur verið þátttak- andi í ijölda námskeiða, meðal annars hjá Peter Pears, Dalton Baldwin, Gerard Sousay og Geof- frey Parsons. Hann hefur komið fram með söngvurum og hljóð- færaleikurum bæði hérlendis og erlendis. Ása Lísbet Björgvinsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Guðjón Ketilsson og Þórdis Sigurðardóttir sýna verk sín á opnunar- sýningu Portsins. Ása Lísbet byijaði að læra söng haustið 1982 við Söngskólann í Reykjavík, hjá Guðrúnu Á. Símon- ar. Síðan var hún í sex ár í ein- katímum hjá Guðmundu Elíasdótt- ur, fyrir utan eitt ár sem hún dvaldi í Austur-Berlín, hjá Cristu Nico, prófessor við tónlistarhá- skólann þar. Ása Lísbet hefur auk þess sótt námskeið hjá Eugeniu Ratti, bæði á Ítalíu og á íslandi VACHAREÚWPlSÍYTEXm nairfatnaouna hetlasoluverdi fáuívþess fjöldi snyrtivara á kynninparverdi Cáarr JJ^m^Vsm? 7't......riniiin ~ wBjFaplegraosnöf ? ’ardandt jórdunoglitiM t&OKKIihf, heildverslun^^^^^^- Haraldur Jónsson sýnir í Gerðubergi í GERÐUBERGI stendur yfir sýning áverkum Haraldar Jóns- sonar. Á sýningunni eru lág- myndir og skúlptúrar sem Har- aldur hefur unnið að á undan- förnum árum. Þetta er fimmta einkasýning Haraldar og er hún opin til 16. febrúar. Haraldur er fæddur 1961 í Hels- inki í Finnlandi. Hann stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og Kunstakademie í Dus- seldorf í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan 1990. Hann hefur haldið einkasýningar á íslandi og í Þýskalandi og tekið þátt í samsýn- ingum á íslandi, Þýskalandi, Aust- urríki, Finnlandi, Póllandi og Hol- landi. Haraldur hefur einnig stundað ritstörf og framið gjörn- inga. Verkin í Gerðubergi eru rýmis- verk og öll ný af nálinni. Þau eru unnin úr ólíkum efnum og við- fangsefnin eru gegnsæi og tak- mörk. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-18. Lokað á sunnudögum. (Fréttatilkynning) Vegna fjölda áskorana: LAUGARDAGINN 23. JANUAR Þríréttuð máltíð og sýning á aðeins kr. 2.900,- Þú sparar kr. 2.000,- Missið ekki af einni bestu sýningu sem hér hefur verið. Matseðill: Gratineruð frönsk lauksúpa Lambapiþarsteik m/rósapiparsósu Jarðarberjarjómarönd Kynnir: Hinn eldhressi Hemmi Gunn. Rúnar Júlíusson.Shady Owens og Cuba Libra leika fyrir dansi. Verð á dansleik kr. 1.000,- Morgunblaðið/Sverrir Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt listamönnunum Braga Ásgeirssyni og Sverri Ólafssyni við opnun hins nýja sýningar- salar Myndlistaskólans í Hafnarfirði. ar yrðu haldnar á ári en þar fyrir utan yrði sýningasalurinn rekinn eins og annað sýningarhúsnæði allt árið um kring. Myndlistaskólinn í Hafnarfirði tók til starfa síðasta haust. Að sögn Arnars voru um 70-80 nem- endur á haustönn en kennsla á vorönn hefst í næstu viku. Kennd er málun, vatnslitamálun, og teiknun. Skólinn starfrækir einnig barna- og unglingadeildir þar sem kennt er að vinna í leir, teikna og mála. Örn sagði að lokum stefnt væri að því að opna skúlptúrdeild næsta haust ef fjárráð leyfðu. Myndlistaskólinn í Hafnarfirði er rekinn af hlutafélaginu Himni og hafi, og eru Sverrir Ólafsson og Olgeir Skúli Sverrisson í for- svari fyrir það. Rekstur skólans er styrktur að hluta af bæjaryfir- völdum í Hafnarfirði. Að sögn Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, bæjarritara, styrkir bærinn Mynd- listaskólann í Hafnarfirði með framlagi sem samsvarar húsleigu fyrir húsnæði skólans. Þrír listamenn sýna á opnunar- sýningu Portsins. Það eru þau Bragi Ólafsson, Þordís Sigurðar- dóttir og Guðjón Ketilsson. $ HOm, Ig'LAND Húsið opnað kl. 20 Miðasala oe borðaDantanir í síma 687III, 2:hæð, RevkiavíkTsimi 677599. MYNDLISTASKÓLINN í Hafnarfirði opnaði nýjan sýn- ingarsal laugardaginn 16. jan- úar sl. Telst það nýlunda hér- lendis að myndlistaskóli reki sýningarsal. Sýningarsalurinn nefnist Portið og er á neðri hæð skólans við Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Örn Óskarsson, skólastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér væri ekki kunnugt um það að annar skóli hefði rekið sýning- arsal eins og Myndlistaskólinn í Hafnarfirði. Hann sagði að for- ráðamönnum skólans fyndist það mikilvægt að nemendur skólans væru í nánum tengslum við lista- menn sem væru orðnir fullnuma í sinni list. Þannig gætu nemendur séð hvernig framtíðin yrði. Örn sagði að forráðmenn skólans teldu þetta fyrirkomulag mjög hvetjandi bæði fyrir nemendur og starfandi listamenn. Tvær nemendasýning- Nýjar bækur Út ERU komnar fjórar nýj- ar kiljur sem íslenski kilju- klúbburinn hefur sent frá sér: ■ Hella sem er fyrsta skáld- saga Hallgríms Helgasonar kom fyrst út árið 1990. Bókin er 151 blaðsíða og kostar 790 krónur. ■ Hringsól er skáldsaga eft- ir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur sem fyrst kom út árið 1987. Bókin er 310 blaðsíður og kostar 790 krónur. ■ Leiðarbækur úr fyrstu siglingunni til Indíalands 1492-1493 eftir Kristófer Kólumbus eru nú gefnar út í nýrri þýðingu Sigurðar Hjart- arsonar í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá fyrstu landtöku Kólumbusar í Ameríku. Þýðandi samdi inngang og tók saman skýringar. Bókin er 187 bls. og kost- ar 690 krónur. I Síðasti njósnarinn er saga eftir danska rithöfundinn Leif Davidsen. í kynningu segir um sögu- efnið: „I Danmörku kemur upp dularfullt njósnamál sem teyg- ir anga sína bæði til Tékkó- slóvakíu og Rússlands. Sverrir Hólmarsson þýddi. Bókin er 281 bls. og kostar 690 krónur. Útgefandi er íslenski kilju- klúbburinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.