Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
13
Skattar, qárlagahalli
og kosningaloforð
eftirÁrnaM.
Mathiesen
Fyrir síðustu kosningar lofuðu
frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
því að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum
án þess að hækka skatta. Eg hef
verið spurður að því af kjósendum
Sjálfstæðisflokksins hvers vegna við
höfum ekki fram til þessa staðið
betur við þetta kosningaloforð en
raun virðist bera vitni. Þetta er rétt-
mæt spurning sem krefst heiðarlegs
og hreinskilins svars. Spumingin er
reyndar tvíþætt, annars vegar „hafa
skattar hækkað eða lækkað?“ og
hins vegar búum við enn við fjárlaga-
halla“? I þessari grein mun ég reyna
að svara báðum þessum spurningum.
Skattalækkun, skattahækkun
Skatttekjur ríkissjóðs á árinu 1993
skv. nýsamþykktum fjárlögum verða
96.891 m.kr. og hafa ekki verið
minni síðan á árinu 1988. Skattamir
í krónum talið risu hæst á árinu
1991 þegar þeir voru 99.222 m.kr.
Skattarnir, mældir sem skatttekjur
ríkissjóðs, hafa því lækkað á tveimur
árum um samtals 2.364 m.kr.
„ Af framan sögðu má
því vera ljóst að skattar
sem krónur í ríkissjóð,
skatttekjur ríkisins,
hafa lækkað en skatt-
heimtan sem hlutfall
landsframleiðslu hefur
aukist vegna þess að
landsframleiðslan hef-
ur minnkað.“
Skattheimta ríkissjóðs hefur hins
vegar aukist, þ.e. hlutfall skatta af
landsframleiðslu (VLF), úr 24,5%
árið 1990 í 24,7% á árinu 1993 skv.
fjárlögum. Hlutfallið var reyndar
24,9% á árinu 1992 en hefur lækkað
aftur í 24,7%. Landsframleiðslan
dregst hins vegar saman um tæp 4%
á tveimur árum. Þessu til viðbótar
hafa vegna atvinnuleysis og hættu á
enn auknu atvinnuleysi verið gerðar
breytingar á tekjum sveitarfélaga
þannig að aðstöðugjald sem fyrirtæki
greiddu er fellt niður en sveitarfélög-
um bætt upp með hlutdeild í hækkuð-
um tekjuskattti.
Þetta þýðir að hærra hlutfall tekna
okkar fer í skatta án þess þó að það
skili sér sem hærri skattar fyrir ríkis-
sjóðs heldur þvert á móti. I því felst
m.a. ríkisfjármálavandinn. Astæðan
eru utanaðkomandi og óviðráðanleg-
ar breytingar í efnahagsmálum, þar
sem aflasamdráttur og þ.m. mink-
andi þjóðartekjur vega mest. Þrátt
fyrir að ríkisútgjöldhafi lækkað úr
119.407 m.kr. árið 1991 í áætluð
útgjöld upp á 111.015 m.kr. árið
1993 skv. fjárlögum hefur ekki tek-
ist að lækka ríkisútgjöld í til sam-
ræmis við tekjur þjóðarinnar og í því
felst meginhluti ríkisfjármálavand-
ans.
Hvers vegna?
Haustið 1991 voru áætlaðar árs-
tekjur ríkissjóðs fyrir árið 1992
109.612 m.kr., áætlaðar tekjur árs-
ins 1993 skv. fjárlögum eru hinsveg-
ar 104.771 m.kr. eða sem samsvarar
tekjumissi upp á 4.841 m.kr. Ástæð-
an er sem áður segir utanaðkomandi
og óviðráðanlegar breytingar í efna-
hagsmálum þar sem aflabrestur veg-
ur mest en frestun á álversfram-
kvæmdum hefur einnig áhrif. Þessi
Þingræði, lýðræði og
stjórnarskrá Islands
eftir Tryggva
Gíslason
Vegna umræðu um merkingu og
gildi 26. greinar stjórnaskrár lýðveld-
isins íslands langar mig að benda
lesendum Morgunblaðsins á að lýð-
ræði og þingræði er tvennt og að
lýðræði er þingræðinu æðra. Þing-
ræði er nefnilega aðeins eitt af mörg-
um formum lýðræðis. Þjóðríki getur
búið við lýðræði þótt kosinn væri
einvaldur forsætisráðherra til að
sinna framkvæmdavaldi / umboði
þjóðarinnar, lýðsins, án þess að lög-
gjafarþingið (alþingi) hafi þar nokk-
uð um að segja. Hugsanlegt er að
þjóðþingið væri þá í andstöðu við
einvaldan forsætisráðherra, enda
þótt hann væri kjörinn beinni kosn-
ingu af miklum meirihluta þjóðarinn-
ar. Þetta er lýðræði en ekki þing-
ræði. Afbrigði af þessu lýðræði er í
gildi í einu helsta lýðræðisríki heims,
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Lýð-
ræði í borgríkjum Grikklands, þar
sem vagga lýðræðisins stóð, var líka
í ætt við þetta lýðræði — auk þess
sem það Iýðræði var beint lýðræði,
þ.e.a.s. allir atkvæðisbærir menn
kusu um allt; lög, framkvæmdir og
dóma.
Fulltrúalýðræði
Ekki er hægt að neita því að hent-
ugt er og kostnaðarminna að búa
við fulltrúalýðræði þar sem kjósendur
kjósa sér fulltrúa á löggjafarþing á
nokkurra ára fresti (enda þótt marg-
ir eigi þá í raun enga fulltrúa á lög-
gjafarþinginu) en fá þess á milli ekki
að segja orð um löggjöf eða fram-
kvæmdir ríkisins, þótt líf liggi við.
Þingmenn eru líka teknir til að veija
þingræðið með oddi og eggju — jafn-
vel þegar þingræðið gengur í ber-
högg við lýðræðið, vilja fólksins.
Þetta er kallað dramb og er falli
næst.
Víða í löndum á bæði lýðræði og
þingræði í vök að verjast og er jafn-
vel rekið í andstöðu við þjóðina, lýð-
inn, og væri unnt að nefna mörg
dæmi þar um þótt það verði ekki
gert að þessu sinni. Á Norðurlöndum
er nú líka rætt um fórm lýðræðisins
og þingræðis því að gallar hafa fund-
ist á sem menn vilja ræða málefna-
lega og reyna að bæta. Taka þing-
menn gjaman þátt í þessari málefna-
legu umræðu.
Tryggvi Gíslason
„Ef ákvæði 26. greinar
stj órnarskrárinnar um
synjunarrétt forseta er
þar aðeins fyrir sakir mis-
skilnings við stofnun lýð-
veldisins, eins og sumir
vilja halda fram, eða bara
upp á punt er ástæða til
að efla umræðu um lýð-
ræði og þingræði og taka
stjórnarskrá landsins til
algerrar endurskoð-
unar.“
Þingræði gegn lýðræði
En svo vikið sé að 26. grein stjórn-
arskrárinnar þá er hún þar til að
tryggja lýðræðið — og til að tryggja
lýðræðið gegn þingræðinu. Væri
unnt að sýna fram á það með sögu-
legum samanburði og með saman-
burði á stjórnarskrám annarra landa.
Hugsanlegt er að löggjafarþingið
(alþingi) gangi gegn vilja þjóðarinnar
og skerði jafnvel hagsmuni almenn-
ings, lýðsins, enda þótt það sé ekki
líklegt. Þá er gott — eða jafnvel
nauðsynlegt — að geta skotið málum
til þjóðarinnar — ef okkur er í raun
einhver alvara með því að viðhalda
og efla lýðræði. Auk þess styrkir
slíkur málskotsréttur fremur sam-
stöðu og samheldni þjóðarinnar en
veikir. Jafnframt veitir þjóðarat-
kvæðagreiðsla alþingi og. ríkisstjórn
aðhald — sem ég tel ekki af veita.
Vandi og vald forseta
Hins vegar er þjóðhöfðingjanum,
forseta íslands, mikill vandi á hönd-
um, enda á það starf ekki að vera
vandalaust. En forseti er ekki aðeins
sameiningartákn þjóðarinnar heldur
er honum falið mikilsvert hlutverk.
Hann einn allra embættismanna og
fulltrúa þjóðarinnar er kosinn beinni
kosningu. Við kosningu hans gildir
beint lýðræði. Forseti á auk þess að
fela þingmanni — eða embættis-
manni — að mynda ríkisstjórn eða
eins og segir í stjórnarskránni: „For-
seti skipar ráðherra og veitir þeim
lausn.“
Ef ákvæði 26. greinar stjórnar-
skrárinnar um synjunarrétt forseta
er þar aðeins fyrir sakir misskilnings
við stofnun lýðveldisins, eins og sum-
ir vilja halda fram, eða bara upp á
punt er ástæða til að efla umræðu
um lýðræði og þingræði og taka
stjórnarskrá landsins til algerrar
endurskoðunar. Að vísu er fyrir
löngu þörf á að endurskoða stjórnar-
skrá landsins í ljósi breyttra að-
stæðna, bæði hvað varðar aukna
menntun og skilning aimennings á
hlutverki stjómmálamanna og gildi
þingræðis og lýðræðis — og þá ekki
síður með tilliti til umbyltingar í sam-
skiptum þjóða og breyttra hugmynda
um fullveldi og sjálfstæði.
Nú stjórnarskrá lýðveldisins
íslendingar búa enn við ófull-
komna þýðingu á grundvallarlögum
Dana frá upphafi 1866 sem Kristján
konungur IX færði íslendingum af
náð sinni árið 1874 og flikkað var
upp á við stofnun lýðveldisins 17.
júní 1944. Eftir rúmt ár verður ís-
lenska lýðveldið 50 ára. Væri ekki
ástæða til að fara ða huga að endur-
skoðun stjórnarskrárinnar og kjósa
fámennt stjómlagaþing til að vinna
að gerð nýrrar stjórnarskrár sem að
sjálfsðgðu yrði lögð fyrir þjóðar-
atkvæði og tæki gildi 17. júní 1994.
Tíminn er nægur.
Höfundur er skólameistari á
Akureyri.
Árni M. Mathiesen
þróun mála hefur jafnframt leitt til
atvinnuleysis og hættu á enn auknu
atvinnuleysi sem leitt hefur til aukins
kostnaðar fyrir ríkið vegna atvinnu-
leysisbóta og vegna framlaga til at-
vinnuskapandi framkvæmda.
Samtals er tekjumissir og kostn-
aður ríkissjóðs vegna breytinga í
efnahagsmálum frá því sem áætlað
var haustið 1991 til fjárlaga ársins
1993 6.825 m.kr. eða 581 m.kr.
hærri en áætlaður fjárlagahalli árs-
ins 1993. Ef við byggjum við þær
efnahagsforsendur sem ríktu þegar
kosningar fóru fram vorið 1991 væri
í dag ekki gert ráð fyrir halla á fjár-
lögum heldur afgangi.
Af framansögðu má því vera ljóst
að skattar sem krónur í ríkissjóð,
skatttekjur ríkisins, hafa lækkað en
skattheimtan sem hlutfall landsfram-
leiðslu hefur aukist vegna þess að
landsframleiðslan hefur minnkað.
Við búum enn við fjárlagahalla þrátt
fyrir sparnað í ríkisrekstri upp á
8.392 m.kr. vegna þessa ð tekjur
ríkissjóðs hafa minnkað frá því sem
ætlað var og vegna þess að við höfum
lagt verulega fjármuni í það að
stemma stigu við atvinnuleysi hér á
landi.
Aðrir möguleikar
Þessi grein er ekki talnaleikur
heldur er hér um raunverulegar tölur
að ræða. Það er afar nauðsynlegt
fyrir okkur öll að líta yfir þær tölu-
legu forsendur sem lágu fyrir þegar
ákvarðanir voru teknar ekki síður
en þær tölulegu staðreyndir sem við
höfum í dag og þær áætlanir og
markmið sem við setjum okkur. Þá
getum við spurt okkur hefðum við
getað gert eitthvað betur eða öðru-
vísi. Hefðum við átt að auka skatt-
heimtuna frekar til þess að auka
tekjur ríkissjóðs og minnka þannig
fjárlagahallann? Ég held ekki því þá
hefði þrengt um of að fjárhag ein-
staklinga. Hefðum við átt að setja
minna fé í atvinnuskapandi fram-
kvæmdir en gert var? Ég held ekki
því þá væri hættan á auknu atvinnu-
leysi enn meiri en hún er í dag.
Hefðum við átt að skera meira niður
af ríkisútgjöldum en gert hefur ver-
ið? Það hefði verið æskilegt en afar
erfitt þar sem of miklar breytingar
hefðu leitt til átaka og hættu á meiri
atvinnuleysi.
Haldið áfram
Gerð fjárlaga ársins 1993 og þær
efnahagsaðgerðir sem fjárlagagerð-
inni voru samfara voru ekki auðveld-
ar. Ljóst er að það má ekki mikið
út af bera til þess að illa faii. Það
hvílir því þung byrði á herðum ráð-
herra og embættismanna sem ábyrg-
ir eru fyrir framkvæmd fjárlaga.
Ef ytri aðstæður væru þær sömu
í dag og vorið 1991 og ríkisstjómin
hefði gert sömu aðgerðir og gerðar
hafa verið, væri búið að uppfylla
kosningaloforðin sem nefnd voru í
upphafi greinarinnar. Því miður hafa
aðstæður breyst og taka hefur þurft
tillit til annara þátta sem þá voru
ófyrirséðir, marklínan hefur færst.
Hér mun hinsvegar ekki verða staðar
numið heldur haldið áfram því verki
sem hafið er til þess að við getum
uppfyllt loforðin.
Höfundur er 3. þingmaður
Reykjaneskjördæmis.
3iuoui.nooo
fyrír kröfuharöa skíöamenn
Firebird skíbi.
St. 190-205 cm meb LOOK 60 öryggisfestingum.
Verö ábur kr. 21.190,- Verb nú kr. 15.800,-
5% stabgreibsluafsláttur. Póstsendum samdægurs.
SH UTILIFH HH
GLÆSIBÆ • SÍMI812922