Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 14
14______________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993_ Hlutdræg- fréttamennska — víti til varnaðar eftir Ragnar Arnalds í umræðum á Alþingi um EES nú fyrir skemmstu vék ég að þátta- röð ríkissjónvarpsins í nóvember sl., þar sem farið var yfir helstu rökin fyrir aðild íslands að EES í sex þátt- um á mjög hlutdrægan hátt án þess að vikið væri orði að þeirri miklu gagnrýni sem málið hefur sætt og án þess að nokkrir ókostir væru tald- ir fram. Ég kallaði það hneyksli, að þannig væri haldið á umdeildu stór- máli í opinberum fjölmiðii. Ingimar Ingimarsson, fréttamaður, hefur skorað á mig að gera nánari grein fyrir máli mínu utan þings og kemur það ekki á óvart, þar sem Ingimar mun hafa samið þessa þætti. 1. Hvers vegna EES? Þættir Ingimars hófust með þess- ari spuringu og síðan fylgdi sam- felld lofgerðarrulla um ágæti hins sameiginlega markaðar, „þar sem tryggt verður frelsi í vöru, þjónustu, fjármagns- og atvinnumálum. Hins vegar var ekkert á það minnst, að margnefnt frelsi nær Hagkaup og Vífilfell bjóða í vatnsfyrirtæki STJÓRN veitustofnana Reylqa- víkurborgar hefur fengið til um- fjöllunar rúmlega níu milljón króna kauptilboð frá Hagkaup og Vífílfell hf., í hlut Vatnsveitu Reykjavíkur í vatnsfyrirtækinu Þórsbrunni, sem fyrirtækin eiga hlut í á móti borginni. Markús Örn Antonsson borgarstjóri telur tímabært að endurskoða stöðu Vatnsveitunnar í samstarfi við fyrirtækin. „Vatnsveitan tók þátt í stofnun fyrirtækisins þegar verið var að hefja þetta þróunarstarf og það sam- starf hefur staðið á þriðja ár,“ sagði borgarstjóri. „Menn hafa þegar séð árangur þó svo að eigendur telji að leggja þurfí fram meira fé í mark- aðsathuganir til að koma þessu enn betur áleiðs á þeim mörkuðum sem þegar eru fyrir hendi. Það er ekki hlutverk borgarinnar eða borgarfyr- irtækja að vera aðili að slíkum rekstri til lengri tíma. Ef tækifæri er til þess núna að Vatnsveitan dragi sig til baka án þess að skaðast af því fjárhagslega þá er það fyllilega tímabært. Þessir aðilar taka þá yfir hennar hlut. Það tel ég vera mjög í samræmi við þann þátt, sem borgin og fyrirtæki hennar geta átt í nýsköpun og þróun nýrra verkefna, útflutningi og atvinnu- rekstri." ekki til viðskipta með sjávarafurðir, langmikilvægustu útflutningsvöru fslendinga, eins og til stóð og vonir voru bundnar við, þegar viðræður um EES hófust. Ekkert var á það minnst í þessum þætti eða þeim sem á eftir komu, að EB setti það að skilyrði fyrir gildistöku samningsins, að ríki EB fengju veiðiheimildir í íslenskri og norskri landhelgi. í þessum þætti var megináhersla lögð á gildi þess að afnema við- skiptahömlur en engin grein gerð fyrir því, að EES er ekki fyrst og fremst samningur um viðskipti eða markað heldur um víðtækan þegn- rétt sem 360 milljónir manna öðlast á íslandi sem í öðrum aðildarríkjum með þeim afleiðingum sem það hefur fyrir fámenn ríki. 2. Vöruviðskipti í þessum þætti var fjallað enn frekar um viðskiptamál, þ. á m. um samkeppnisreglur og ríkisstyrki, og sagt: „Ríkisstyrkir sem skekkja sam- keppnisstöðu með því að mismuna einstökum fyrirtækjum eða vöruteg- undum verða bannaðir á EES-svæð- inu.“ En ekki var orð um það, að EB-ríkin tryggðu sér, að þau geta haldið áfram stórfelldum ríkisstyrkj- um til sjávarútvegs- og fískfram- leiðslu hjá sér en það mun að sjálf- sögðu lækka fískverð og þar með halda niðri lífskjörum Islendinga. Ekkert var heldur á það minnst, að EB-ríkin tryggðu sér undanþágur frá almennu reglunni um tollfrelsi í iðnaði með því að fá það fram, að þau geta áfram ríkisstyrkt aðalþjón- ustuiðnað sjávarútvegs, skipasmíð- arnar, en þessi sérkennilega undan- þága kemur sér einkar illa fyrir ís- lendinga. 3. Fjármálastarfsemi í þessum þætti voru tíundaðir kostir þess að afnema hömlur á fjár- festingum og fasteignakaupum. Þegar talið barst að kaupum útlend- inga á bújörðum, laxveiðihlunnind- um og útivistarsvæðum sem flestir íslendingar vilja tryggja að verði áfram í höndum landsmanna sjálfra var fullyrt að til væri fær leið til að koma í veg fyrir uppkaup útlendinga en hún væri sú að setja mjög ströng skilyrði fyrir sölu bújarða. Skilyrðin yrðu þó að gilda jafnt fyrir íslend- inga sem 360 milljónimar sem hér öðlast sama rétt og við og því gæti „dregið úr sölu og verði bújarða hér á landi“. Þetta er að sjálfsögðu rétt og er eitt örfárra dæmi um, að ýjáð sé að ókostum samningsins. En hvaðan Ingimar Ingimarssyni kemur réttur til að fullyrða, að þetta sé fær leið er öllu vafasamara, þeg- ar flest bendir til, að hvorki bændur né aðrir landsmenn muni una reglum um jarðakaup sem yrðu svo stífar, að þéttbýlisbúar yrðu útilokaðir með öllu frá kaupum og jarðir yrðu verð- litlar fyrir bændur á samdráttartím- um. Fær leið hefði hins vegar talist að tryggja skýlausan fyrirvara um forgangsrétt íslendinga á þessu sviði. Ekkert var á það minnst, að með EES-samningnum verður að rífa niður þær öryggisreglur gagnvart fjárfestingum útlendinga sem verið hafa í gildi, t.d. regluna um að stjórnvöld geti tekið í taumana, ef heildarfjárfesting erlendra aðila í hverri atvinnugrein fyrir sig fer yfir 25% og margar aðrar núgildandi öryggisreglur. Ekkert var á það minnst, að út- lend stórfyrirtæki geta laumað sér inn í íslenskan sjávarútveg með óbeinum hætti, þ.e. með því að eign- ast fyrirtæki hér á landi sem aftur kaupa upp fyrirtæki í útgerð eða fiskvinnslu. Rætt var um, að lög sem kveða á um, að orkufyrirtæki skuli vera í höndum opinberra aðila, standist áfram, en ekkert var minnst á það vandamál að útlendingar gætu keypt upp orkuauðlindir Islendinga, ef orkufyrirtækin verða einkavædd, eins og núverandi ríkisstjórn hefur haft áform um. 4. Þjónustustarfsemi I þessum þætti var haft eftir tals- mönnum EFTA, að ávinningur „af auknu frelsi í þeim þjónustugreinum sem nefndar hafa verið jafngildi því að landsframleiðsla aukist um 1% að jafnaði í EFTA-löndunum“. Þessi fullyrðing er umdeild enda úr lausu lofti gripin. Enginn getur spáð því mörg ár fram í tímann, hvernig þró- unin verður. Auk þess verður að fylgja með, að stóraukin samkeppni kemur misjafnlega út fyrir aðildar- ríkin, og í þeim löndum þar sem erlend stórfyrirtæki í verslun, við- skiptum og þjónustu ryðja burt inn- lendum smáfyrirtækjum í stórum stíl, kemur margt til frádráttar áformuðum hagnaði. Því hefur verið spáð af íslenskum sérfræðingum, að allt að 30% við- skipta hér á landi, einkum í banka-, fjármagns- og tryggingastarfsemi, í flutningum á sjó og í lofti svo og í hvers konar viðskiptum og þjónustu, færist í hendur erlendra aðila á kom- andi árum. Enginn getur fullyrt, hve mikið tapast í vinnuafli og gjaldeyri við þessa auknu erlendu samkeppni; tapið gæti eins orðið meira en ávinn- Ragnar Arnalds „Hér var hvorugt gert heldur blandað saman almennum upplýsing- um og áróðri frá ann- arri hliðinni á ísmeygi- legan hátt. Slík mis- notkun sjónvarpsþátta sést vonandi aldrei aft- ur.“ ingurinn, og víst er, að hagnaður íslendinga af sameiginlegum mark- aði verður minni en annarra, vegna þess að við njótum ekki jafnræðis á sviðum, þar sem sóknarmöguleikar okkar eru hvað mestir, þ.e. í sjávar- útvegi, skipasmíðum og þjónustu við eigin flota. Þessu var öllu sleppt í þáttum sjónvarpsins en látið nægja að bera á borð hrá áróðursslagorð forystu- manna EFTA um áformaðan hagn- að. 5. Atvinnustarfsemi I fimmta þættinum sem fjallaði um sameiginlegan atvinnumarkað var dæmi tekið af atvinnulausum, íslenskum verkamanni „sem gæti farið hvert á land sem er á efnahags- svæðinu, segjum tii Brussel, og leit- að sér að vinnu“. Meira en hálfur þátturinn fór síðan í að gylla fyrir Fyrirgefðu að ég skuli vera til Útsalan er hafin 40—50% afsláttur af frönskum og ítölskum herrafatnaói. Vaxjakkar á sérstöku tilboósverói. LAUGAVEGI 66, - SÍMI 24494. Tölvuendurmenntun Sérstakt námskeið fyrirkonur! Námskeiðiö er einstakt tækifæri fyrir konur til þess að fá þjálfun í grunnatriðum tölvunotkunar: Daaskrá: Grunnatriöi tölvunotkunar og Wndows stýrikerfið Bréf, skýrslur og alhliöa textavinnsla meö Word Bókhald með töivu 36 klukkustunda námskeið á föstudögum ki. 9:00-12:00 eða á laugardögum kl. 13:00-16:00. Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tðlvuskóli Halldórs Kristjanssonar t hk-93015 é> > Kristjá Grensásvegi 16 • stofnaður 1. mars 1986 © eftir Jónínu Þ. Stefánsdóttur Þannig lýsti kunningjakona mín eitt sinn líðan sinni gagnvart fólki sem hún umgekkst. Hún reyndi að láta fara sem minnst fyrir sér og tók því sem aðrir skömmtuðu henni. Slík var minnimáttarkenndin. Síðan hef ég sannfærst um að miklu fleiri hafa svipaða sögu að segja. Eða réttara sagt gætu sagt, ef þeir treystu sér til. Þetta er alvarlegt mál, því að sjálfstraust er nauðsynlegt til þess að geta tekist á við verkefni, sem maður er ekki fyrirfram 110% viss um að kunna upp á hár. Hvernig er þá hægt að auka þekkingu sína og reynslu ef maður gerir bara hluti sem maður kann? Hvemig er þá hægt að sækja um nýtt starf, prófa nýja tækni eða taka upp ný viðfangs- efni og áhugamál, ef maður hefur enga trú á að geta það að minnsta kosti jafnvel og einhver annar. Hví- lík sóun á hæfileikum, því hæfileikar og sjálfstraust fara ekki alltaf sam- an. í starfi ITC takast aðilar á við margvísleg verkefni. Byrja smátt, margir eiga nóg með að standa upp og segja nafnið sitt á fyrsta fundi. Síðan tekur við 1-2 mínútna undir- búið verkefni og svo koll af kolli upp í óundirbúnar ræður, ræðukeppni, dagskrárstjórn og forsetastörf. Hver og einn getur ráðið sínum hraða. En þjálfun fæst með því að taka virkan þátt í verkefnum. Aðilar hvetja og aðstoða hvern annann og fá fljótt aukið sjálfstraust við að sigrast á verkefnum og eru metnir að verðleikum. Sjálfstraustið verður svo til þess að glímt er við stærri verkefni, sem gefur svo enn betra sjálfsöryggi. Það hefur verið mér mikið lán að hafa notið þeirrar þjálfunar sem ITC býður upp á. Það skilar sér vel í starfí og samskiptum við aðra. Það er frábært að njóta félagsskaparins og fylgjast með framförum annarra. Kannski hefur þú, lesandi góður, möguleika á að slást í hópinn. Gefðu fólki, hvað EES gæfí því mikla möguleika erlendis. Hins vegar var ekkert minnst á atvinnuleysið í Evr- ópu og beinlínis reynt að gera sem minnst úr því, að einhver hluti þeirra 15 millj. manna sem nú eru án at- vinnu í Evrópu leiti hingað og þrengi að atvinnumöguleikum fólks hér á landi, þar sem atvinnuástand hefur þó verið miklu betra en á meginland- inu undanfama tvo áratugi. Um þetta var sagt: „Líklegt er að útlendingar sæki fyrst og fremst í þau störf, þar sem þeir geta nýtt sér eigin tungu eins og í ferðamannaþjónustu eða í störf sem byggjast á sérþekkingu [...] Ótti um að hingað sæki í miklum mæli launþegar frá ríkjum þar sem laun eru lægri en hér í því skyni að undirbjóða íslenska launþega er að líkindum ástæðulaus." Þessar fullyrðingar flokkast að sjálfsögðu ekki undir óhlutdræga fréttamennsku heldur rakalausan áróður. 6. Stofnanir EES í seinasta þættinum var fjallað um stjómarstofnanir EES. Þar var ítarlega fjallað um samráð aðildar- ríkja og setningu nýrra laga. Þó kom hvergi fram, að ný lög og reglur em settar einhliða af EB, ekki af EES. Þess var heldur ekki getið, að Al- þingi á engan hiut að samráði um setningu laga og reglna á svæðinu. Alþingi á almennt aðeins tveggja kosta völ: Að samþykkja reglur sem EB hefur þegar sainþykkt eða hafna þeim, en síðari leiðin myndi kalla yfir okkur refsiaðgerðir, ef Alþingi sýndi mikla óhlýðni. Vikið var að því í einni stuttri setningu, að deilt væri um, hvort valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA stæðist ákvæði íslensku stjórnar- skrárinnar, en ekkert var minnst á aðra þætti deilunnar um EES og stjórnarskrána. Að sjálfsögðu hefur enginn neitt við það að athuga að sjónvarpið geri grein fyrir stórmáli sem þessu. En þá em tvær leiðir til: Annars vegar hlutlaus lýsing á meginefni samningsins; hins vegar lýsing ásamt meginrökum með og á móti. Hér var hvorugt gert heldur blandað saman almennum upplýs- ingum og áróðri frá annarri hliðinni á ísmeygilegan hátt. Slík misnotkun sjónvarpsþátta sést vonandi aldrei aftur. Þessi alvarlegu mistök hljóta að verða stjórnendum sjónvarpsins víti til varnaðar og minna þá á nauðsyn þess, að voldugasti fjölmiðiil þjóðar- innar gæti lagaskyldu um „fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð" þegar pólitísk stór- mál eru kynnt, sbr. 15. gr. útvarps- laga. Höfundur erformaður þingflokks Alþýðubandalags. Jónína Þ. Stefánsdóttir þér tíma. Þitt tækifæri er komið. Fundir ITC-deildanna eru kynntir í dagbókum dagblaða og símanúmer fylgir hjá félaga sem er reiðubúinn að veita upplýsingar. Það er ekkert mál að mæta ein(n). Það er tekið vel á móti gestum í ITC. Höfundur er félagi í ITC og ma tvælafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.