Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
15
Ár aldraðra 1982 og 1993
eftir Pétur
Sigurðsson
Það mun hafa verið á árinu 1980
sem alvarlega kom til tals að halda
heimsráðstefnu um hagsmunamál
aldraðra, en endanleg samþykkt var
gerð á vegum Sameinuðu þjóðanna
um að hún yrði haldin í Vín 1982.
Margt réði þessum góðu undir-
tektum t.d. í Evrópu, en þar voru
bæði Evrópu- og Norðurlandasam-
tök starfandi í þessum málum. Hér
heima hafði Oldrunarráð íslands
verið stofnað með miklum myndar-
brag og fleiri samtök störfuðu í
þágu aldraðra, bæði að sérhönnuð-
um byggingum og félagslegum úr-
lausnum.
Þótt ótrúlegt megi virðast var
aðeins eitt þjóðþing sem tók undir
áskorunina um ráðstefnu þessa, en
það var Alþingi íslendinga. Fór fjöl-
menn sendinefnd héðan undir for-
ystu Svavars Gestssonar þáver.
heilbrigðisráðherra og dr. Sigurðar
H. Guðmundssonar þáver. for-
manns Oldrunarráðs Islands.
Hér heima tóku mörg félagasam-
tök til óspilltra málanna strax á
árinu 1981 til að undirbúa næsta
ár — ár aldraðra. Þannig sam-
þykktu félagar mínir í Sjómanna-
dagsráði einróma á aðalfund sínum
í maí 1981, að beina þeirri áskorun
til allra félaga og hagsmunasam-
taka, sem hafa á stefnuskrá sinni
menningar- og mannúðarmál og
allra annarra, sem vilja starfa að
hagsmunamálum aldraðra hér á
landi. Og samtök okkar létu ekki
þar við sitja heldur samþykktu á
sama fundi ítarlega tillögu til að
herða á þeirri fyrri og hljóðar hún
svo: „Aðalfundur Sjómannadags-
ráðs í Reykjavík og Hafnarfirði,
haldinn dagana 2. og 9. maí 1981
samþykkir að til þess að vinna þess-
um málum lið verði þegar á þessu
ári efnt til opinberrar umræðu um
þessi mál innan kjördæma eða sveit-
arfélaga eins eða fleiri og á næsta
hausti kallað saman til landsráð-
stefnu þessara áhugaaðila til að
ræða m.a. eftirfarandi spurningar:
Er áhugi í þínum samtökum fyr-
ir ári aldraðra og virku starfi í þágu
öldrunarmála?
Er um að ræða staðbundin og
einangruð verkefni sem þú telur að
sérstaklega verði að vinna að?
Að hvaða þáttum þessara við-
fangsefna vilja þín samtök vinna?
Vilja þau vinna ein eða með öðr-
um?
Á hvaða hátt ber að koma á fót
framkvæmda- og stjórnunaráhrif-
um slíkra starfsemi svo mestur
árangur náist?
Á að setja upp landsnefnd með
undimefndum innan kjördæma,
heilsugæsluumdæma eða eins eða
fleiri sveitarfélaga til að vinna að
þessum málum?
Em þín samtök reiðubúin að
leggja fram tillögur um ákveðin
verkefni í þágu aldraðra, hvort þau
verði unnin með vinnuframlagi eða
sérstakri fjáröflun og þá hvemig?
Telja þín samtök nauðsynlegt að
endurskoða gildandi lög um trygg-
ingar og þjónustu við aldraða?
Þarf ný lög, ef svo er í hvaða
málaflokkum?
Er heildarlöggjöf æskileg?
Umræður og viðræður, fóru fram
milli margra aðila. Þyngst áhersla
Sjómannadagssamtakanna var hið
nýja hjúkrunarheimili þeirra við hlið
vistheimilisins í Hafnarfirði, en við
þorðum ekki að leggja í þriðja
áfangann líka, sem yrði einnig
hjúkmnardeild vegna íjárskorts. En
á aðalfundi okkar 1981 var lögð
þung áhersla að þessi hjúkmnar-
deild yrði íbúðarhæf sem allra fyrst
og í samþykkt okkar segir svo orð-
rétt: „Til þess að svo megi verða,
heimilar aðalfundurinn, stjóminni
að gera þær ráðstafanir til fjáröfl-
unar, sem hún telur þörf, þar á
meðal lántökur til að halda bygg-
ingarstarfinu áfram í Hafnarfirði,
þó innan þess ramma sem þegar
hefur verið mótaður af Sjómanna-
dagsráði og fjárhagsgeta samtak-
anna leyfir.
Áfram skal unnið að eflingu fyr-
irtækja samtaka okkar og annarri
starfsemi sem getur fjármagnað
þau verkefni sem að er unnið og
stefnt er að. Samtökin efli jafn-
framt enn frekar eigið starf og sam-
vinnu við aðra aðila þ. á m. sveitar-
félög og verkalýðssamtök til leið-
beiningar, fræðsluþjónustu og
hjálpar við allt sem fellur undir
fyrirbyggjandi starf í öldmnarmál-
um.
Þetta mun stuðla m.a. að því að
aldrað fólk geti sem lengst dvalið
á eigin heimilum í öryggi en með
vaxandi aðstoð ef þörf krefur, og
átt aðgang að heilsufræðilegri og
andlegri þjónustu í samvistum og
nábýli við annað fólk. Samtökin
ÁR ALDRAÐRA
[ EVRÓPU 1993
vinni jafnframt að því að valkostir
séu á sérhönnuðu vernduðu hús-
næði aldraðra, standi sjálf fyrir
byggingu slíks húsnæðis, aðstoði
aldraða og félög þeirra við slíkar
framkvæmdir og við að koma á fót
öryggisþjónustu á heimilum þeirra.
Heildarsamtök launþega beiti sér
fyrir námskeiðum meðal lífeyris-
þega, en þar verði tilsögn og
fræðsla sem stefni að því að aldrað-
ir öðlist meiri lífsfyllingu og verði
því betur í stakk búnir til að mæta
eftirlaunaaldrinum." — Og þetta
tókst. —
Engan þarf því að undra þótt við
á ári aldraðra segðum í fyrirsögn
að aðalfundi okkar 1982: „Gæðum
ellina lífí.“
Við komum tillögum okkar um
náið og markvisst samstarf til hags-
munasamtaka eins og Alþýðusam-
bands íslands, BSRB, FFSÍ, Sam-
bands ís. sveitarstjórna, þjóðkirkj-
unnar, Rauða kross íslands, Odd-
fellowreglunnar, Lions- og Kiwanis-
hreyfingarinnar, sérstökum félög-
um aldraðra og þeim mörgu félög-
um og samtökum kvenna sem vinna
að mannúðarmálum. Og fleiri ný
samtök urðu til, skipuð dugnaðar-
fólki svo sem það er stóð að Skjóli,
sem byggði sitt glæsilega hjúkrun-
arheimili á lóð Hrafnistu í Reykja-
vík og síðar hjúkrunarheimilið Eir
í Grafarvogi sem er að taka til
starfa um þessar mundir.
Víðsvegar um land tóku til starfa
nýrri en smærri heimili og þau eldri
voru endurnýjuð sbr. Ás og Grund
og Hrafnistu í Reykjavík.
Þetta fór fram á árunum sem
fylgdu í kjölfar árs aldraðra.
Og þetta var ekki hið eina.
Snemma í janúar 1984 hófst um-
ræða í stjórn Öldrunarráðs um
nauðsyn aðgerða til að auka og
tryggja öryggi þess gamla fólks,
sem sótt hefur um vist innan veggja
verndaðra stofnana, en ekki fengið
og að ljóst væri að byggingarfram-
kvæmdum sem væru ofviða fjárhag
bæði ríkis- og sveitarfélaga á næstu
áratugum.
Þessi staðreynd gerið eindregnar
kröfur til þeirra sem að þessum
málum vinna, bæði lærðra og leikra
að þeir leituðu lausnar á þessum
vanda sem kæmi gamla fólkinu að
notum og væri viðráðanlegir fyrir
þegna þjóðfélagsins í heild.
Hér gæti verið báeði um að ræða
að fá fólkið sjálft til að eiga áfram
sínar íbúðir eins og um 80% íslend-
inga eiga nú þegar, en ef um eigna-
skipti og flutning væri að ræða
yrði það í sérhannaðar íbúðir sem
það fjármagnaði sjálft, en sveitarfé-
lög og aðrir byggðu þjónustu- og
öryggismiðstöðvar.
Eins gætu félög og sjóðir komið
inn í þessa mynd. Áfram yrði unnið
skipulega að því að auka og bæta
við heimahjálp og heimahjúkrun,
hjálpa þeim öldruðu sem heima búa
til sjálfshjálpar. Gera heimaþjón-
ustuna að virkari kvöld- og sólar-
hrings aðstoð, sem næði einnig til
helganna og einstakra helgidaga
og að sú hjálp næði einnig til nauð-
synlegs orlofs fyrir þá sem vilja sjá
um og vinna fyrir þetta gamla fólk.
Ekki skal ég orðlengja þetta frek-
ar, enda er sjón sögu ríkari, því um
nær allt land, má sjá glæsilegar
byggingar með þjónustuíbúðum
aldraðra.
Vissulega eru þær mismunandi
að verði og gæðum og sú þjónusta
og það öryggi sem veitt er mismun-
andi eða allt frá símaþjónustu til
fullkominnar öryggisþjónustu, sem
í té er látin af starfsfólki hjúkrunar-
deilda elliheimila í næsta nágrenni,
en þar getur það einnig fengið alla
aðra þjónustu svo sem dagvistun,
mat, þvott o.fl.
Margt fleira mætti til nefna sem
fylgdi í kjölfar árs aldraðra 1982
en ég ætla að minnast á eitt í við-
bót sem er hið þýðingarmesta —
lögin um málefni aldraðra og fram-
kvæmdasjóð aldraðra.
Þótt mörgum okkar sem að unn-
um þætti seint ganga á Alþingi að
samþykkja þessi lög verður Alþing-
ismönnum ekki um kennt, það voru
aðrir sem létu á sér standa. En
þessi lagabálkur hefur átt dtjúgan
þátt í þeirri gífurlegu uppbyggingu
sem orðið hefur á síðasta áratug í
húsnæðismálum aldraðra um allt
land.
Og þótt nokkur breyting hafí
nýlega verið gerð á ráðstöfun þess
fjármagns sem sjóðurinn hefur til
umráða og stærri hlutur tekinn til
rekstrar en áður, má að nokkru
réttlæta það vegna þess mikla átaks
sem unnið hefur verið á síðustu
árum.
Þó vil ég taka fram og undir-
strika að enn er mikill skortur á
hjúkrunarrými aldraðra á höfuð-
borgarsvæðinu og það ættu ráða-
menn að hafa í huga, að þótt aldr-
að fólk hafi sett allt sitt sparifé í
þjónustuíbúð aldraðra og geti búið
Pétur Sigurðsson
„Meginmarkmið átaks-
ins hér á landi verður
að kynna kjör og stöðu
aldraðra bæði þeim og
öðrum þjóðfélagshóp-
um, efna til menningar-
og listviðburða með
þátttöku aldraðra og
skipuleggja samkomur,
skemmtiferðir og gagn-
kvæmar heimsóknir
aldraðra innanlands og
til og frá Norðurlönd-
unum.“
þar um árabil, getur heilsu þess
eigi að síður hrakað svo að vistun
á hjúkrunarheimili er nauðsynleg.
En er þá eitthvað eftir að gera
á ári aldraðra 1993, mun einhver
spyrja.
Sei, sei, já. í framhaldi af því sem
ég sagði hér að framan um skort
hjúkrunarheimila á höfuðborgar-
svæðinu verður að vinna að því að
hjúkrunarheimilið Eir verði tekið í
notkun á þessu ári. Hafíst verði
handa við þriðja áfanga Hrafnistu
í Hafnarfírði, sem er hjúkrunar-
heimili og hann væntanlega tekinn
í notkun á næsta ári.
Önnur viðfangsefni ársins sem
vert er að benda á og leita svara
við á árinu eru t.d.:
Möguleikar eldra fólks til þátt-
töku í stjórnmálum og áhrif á þau.
Hvers virði eru aldraðir á vinnu-
markaðnum?
Eru eldri konur annars flokks
borgarar?
50 ára og eldri, vandamál eða
auðlegð?
Hvernig brúum við kynslóðabilið
á 21. öldinni?
Hvernig náum við jafnrétti aldr-
aðra til þátttöku í námi, launþega-
samtökum, á vinnustöðum, í fjöl-
miðlum?
Þýðing umhverfís fyrir aldraða
(húsnæði, heilbrigðisþj., boðskipti
og ferðamöguleikar)?
Á íslandi hefur Öldrunarráð ís-
lands tekið að sér að stuðla að
ýmsum verkefnum vegna þessa.
Hér á landi teljast um 40 þúsund
manns til aldraðra svo málið er fjöl-
mörgum skylt. Skipuð hefur verið
svokölluð elliársnefnd, sem þegar
hefur skilað frá sér nokkrum hug-
myndum um hvemig vekja megi
athygli á ári aldraðra 1993.
Meginmarkmið átaksins hér á
landi verður að kynna kjör og stöðu
aldraðra bæði þeim og öðmm þjóð-
félagshópum, efna til menningar-
og listviðburða með þátttöku aldr-
aðra og skipuleggja samkomur,
skemmtiferðir og gagnkvæmar
heimsóknir aldraðra innanlands og
til og frá Norðurlöndunum.
Má þar nefna sérstaka tónleika,
málverkasýningu aldraðra, kvik-
myndahátíð, ritun greina í blöð og
sérstakur dagur aldraðra í útvarpi
og sjónvarpi. Þá verður gengist fyr-
ir samkeppni um sögur og ljóð og
birtar auglýsingar sem minna á
árið. Leikhópar aldraðra munu
verða með dagskrá víða um land
og þannig mætti lengi telja.
HSfundur er formaður
Öldrunarráðs íslands.
Þátttakendur á námskeiðinu verða faerir um að vinna við tölvuforrit
á flestum sviðum atvlnnulífsins og einkanotkunar. Þelr verða betri
starfskraftar og fá meira sjálfsöryggl ( umgengnl við tölvur.
Dagskró:
Grunnatriöi töivunotkunar og stýrikerfi
Bréf, skýrslur og alhliöa textavinnsla meö Word
Áætlanagerö og línurit meö Excel
Söfnun og úrvinnsla upplýsinga meö FileMaker/Access
Kynningarefnl og útgáfa meö F
Kennd er m. a. gerð kynningarefnis, verölista, markaðs- og
fjárhagsáaotlana, uppsetning söluyfirlita, gerð fróttabréfa,
nafnalista, límmiða og dreifibrófa.
Kennt er tvo daga I viku, mónudaga og miðvikudaga eða
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:30-22:30. Einnig dagtfmar.
Námtö er 81 klukkustund
Hægt er aö velja um Maclntosh eöa Windows/PC
Hófiegt þátttökugjald og góA greióslukjör!
hk-93013
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • stofnaður 1. mars 1986 (^)
15-70%
TEPPABUÐIN
SUÐU RLAN DSBRAUT 26, SÍMAR 681950 OG 814850
kredit
raðgreiðslur