Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993 17 búið að upplifa stórgos, sem gætu haft mikil áhrif á veðurfar.“ Og upplýsir jafnframt að þau áhrif yrðu alltaf til kólnunar vegna ryk- mengunarinnar. Forsögulegar náttúruhamfarir ollu veðurfarsbreytingum, sem eyddu stórum hluta lífs á jörðinni um það leyti sem risaeðlurnar dóu út. Vísindamenn deila um hvort gífurleg eldvirkni eða loftsteina- mergð hafí þá valdið gerbreyttu veðurfari og eyðingu lífs. Níels hefur verið viðriðinn rannsókn á slíkum loftsteinaárekstri, sem talið er að hafi orðið á þeim tíma fyrir um 65 milljónum ára. Sá steinn féll í Mexíkó. Fjölmargar tilgátur eru uppi um gagngerar breytingar á lífríki jarðar á þessum tímamót- um, ein af þeim er sú að loft- steinaárekstur hafí haft geysileg áhrif á andrúmsloftið. Þetta gerð- ist á sama tíma og Norður-Atl- antshafið var að opnast. Þetta er, ásamt fjöldamörgu öðru, á dagskrá. Unnið er að því að skeyta saman smáatriðum til að fá af því heimsmynd, eins og Níels orðar það. Og þegar á hann er gengið kveðst hann þeirrar skoðunar að mestu áverkar á and- rúmsloftið, sem menn hafa gert sér grein fyrir, séu líklega fremur af völdum loftsteina en eldgosa. Allt sem hefur gerst getur gerst aftur, ekki satt? „Jú, en sumir atburðir eru af þeirri stærðargráðu að ekki er vitað hvemig á að búa sig undir þá. Um loftslagsbreyt- ingar af völdum eldgosa er það að segja að á þessum stutta sögu- lega tíma hafa breytingamar verið litlar á heimsvísu. Fyrir líðandi stund er áhugaverðastur sá áverki sem verður í eldfjallalandinu sjálfu við gos. Þ.e. staðbundin mengun. Sú afdrifaríkasta varð hér í Móðu- harðindunum 1783 og kom frá hrauni sem var að storkna. Þar er um að ræða sýrar sem berast með landinu fyrir vindum og eitra grös og gróður. Þetta hefí ég ver- ið að skoða. Annað er svo flúor- mengun af öskufalli, en hún verð- ur jafnvel í smæstu Heklugosum. Slík mengun er skammvinn en getur haft mikil áhrif. í Heklugos- inu 1970 varð fjárdauði af þessum sökum og náði flúormengunin allt norður í Húnaþing. Þetta er dæmi þar sem þekking á eðli mengunar- innar getur forðað frá tjóni, sem áður var einfaldlega ekki hægt að bregðast við vegna vanþekking- ar.“ fenginn ískjarna. Með evrópsku samvinnuverkefni á Grænlands- jökli var borað hola, sem komst alla leið niður á botn jökulsins. Norræna eldfjallastöðin fær vænt- anlega aðgang að þessum kjarna, en í honum koma m.a. fram eld- gos sem orðið hafa á íslandi. Þar má sjá að þegar stór eldgos verða hér á landi súrnar úrkoman á Grænlandi, auk þess sem öskulög greinast í kjarnanum. Þar með opnast möguleiki á að tengja eld- gosin við veðurfarssveiflurnar og skoða hvort samhengi er milli eld- gosa og veðurfars langt aftur í tímann. „Við sjáum eldgosasöguna hér nokkuð vel í 9000 ár. Höfum eldgosin í öskulagatímatali Sig- urðar Þórarinssonar. En nú opnast til viðbótar möguleiki á að sjá ennþá lengra aftur. í kjarnanum frá Grænlandi getum við séð niður fyrir það sem hægt er að skoða í jarðvegi og svo langt sem ískjarn- ar leyfa,“ segir Karl Grönvold. Bætir við að þeir Karl og Niels Óskarsson, sem fæst við loftteg- undirnar, vinni saman í þessum rannsóknum á Norrænu eldfjalla- stöðinni. Þarna er semsagt leitað dýpra í jörðina en hægt hefur ver- ið áður eftir fróðleik og vísbend- ingum. Texti: Elín Pálmadóttir Litla hetjan 1 brúnni eftir Steingerði Steinarsdóttur 20. desember síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu viðtal við Þórólf Þór- lindsson prófessor þar sem hann skýrir frá niðurstöðum rannsókna sinna á íslenskri sjómennskuhefð. Það var löngu orðið tímabært að gera úttekt á íslenskum sjómönnum og stöðu þeirra sem er um margt sérstæð. En margt af því sem Þórólf- ur segir í viðtalinu þykir mér í meira lagi liæpið. Hann telur til að mynda að dugnaður áræði, framsækni og athyglisgáfa íslenskra afiaskipstjóra geri það að verkum að þeim takist að fiska meira eftir ár en öðrum. Gögn þau er Þórólfur leggur til grundvallar niðurstöðum sínum eru aflatölur, úthaldsskýrslur, áður birt- ar heimildir og viðtöl við sjómennina sjálfa. Ég hef miklar efasemdir um að þessi gögn mæli svo óyggjandi verði talið eðliskosti einstakra manna umfram aðra. í fyrra tilfellinu er um að ræða tölur sem kunna að miklu leyti að stjórnast af ytri aðstæðum, jafnvel ár eftir ár, og í hinu persónu- legt mat manna sem aldrei verður talið vísindalegur mælikvarði. Ég spyr einnig hvar eru áhafnir aflaskipanna í þessum rannsóknum Þórólfs? Eftir því sem ég best veit eru venjulega úrvals áhafnir á afla- skipum og hvemig er hægt með vís- indalegum rökum og mælingum að færa sönnur á að skipstjórinn sé þar fremstur meðal jafningja? Er ekki hægt að færa jafngild rök að því að það sé t.d. 1. stýrimaður sem jafnoft eða oftar ratar á góð fiskimið eða hásetinn á dekkinu sem sér um að fiskurinn komist fljótt og örugglega um borð? Enginn einn maður veiðir fleiri tonn af fiski ár eftir ár hversu framsækinn, duglegur og athugull sem hann annars er. Svo einfalt er það að oftast er Tómstundaskólinn Mörg ný námskeið VORÖNN Tómstundaskólans hefst mánudaginn 25. janúar nk. Framboð námskeiða á vegum skól- ans er fjölbreytt, en alls er boðið upp á 75 námskeið á kvöldin og um helgar auk námskeiðs fyrir eldri borgara og heimavinnandi fólk á dagtímum. Mörg af námskeiðum Tómstunda- skólans hafa fest sig í sessi á dag- skrá skólans, myndlistamámskeið fyrir börn og fullorðna, ljósmynda- og vídeónámskeið, ýmis saumanám- skeið, tungumálanám og allmörg námskeið um gróður og garðrækt. Allflest nám í Tómstundaskólan- um er tengt frístundum fólks en starfstengdum námskeiðum fer fjölgandi en þar eru greinar eins og almenn skrifstofustörf, bókfærsla og vélritun sem nú er boðið upp á í fyrsta sinn í Tómstundaskólanum. Allmörg ný námskeið eru í boði að þessu sinni og má af þeim nefna rétta liti og förðunarvörur, kynningu á munnhörpu, að reikna í daglega lífinu, lögfræði fjölskyldunnar, að sauma skíðafatnað, fatasaum fyrir unglinga, skapandi störf, Egils sögu og námskeið sem heitir náttúruupp- lifum. Allgóð aðsókn hefur verið að Tóm- stundaskólanum þá daga sem innrit- un hefur staðið yfir. Metaðsókn er í Egils sögu undir leiðsögn Jóns Böð- varssonar, en þetta námskeið er haldið í samvinnu við Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. Mikil aðsókn er einnig að ýmsum öðrum námskeiðum s.s. ljósmyndanám- skeiðum, hattagerð, glerskurði, skrautritun, ýmsum myndlistarná- mskeiðum fyrir börn og fullorðna, söngnámskeið, að gera við bílinn sinn og saumanámskeiðum skólans. Innritað er fram að þeim tíma er námskeið hefjast. Nánari upplýs- ingar fást hjá Tómstundaskólanum. (FréttatUkynning) plægður akurinn áður en í hann er sáð. Þannig kann vel að vera að uppbygging útgerðar viðkomandi skipstjóra segi meira um árangurinn en persóna hans sjálfs. Til dæmis eru um borð í mörgum skipum til kort er sýna fengsæl fiskimið ásamt dagbókum fyrri skipstjóra sem þegar þær eru vandvirknislega unnar gefa ómetanlegar upplýsingar. Þórólfur segir einnig að langflestir aflaskip- stjóranna séu synir skipstjóra en nefnir ekki hvort og hve mikið af upplýsingum og gögnum þeir höfðu aðgang að af þeim sökum. Það ligg- ur í hlutarins eðli að menn sem leggja af stað með slíkt í höndunum standa ekki við sama rásmark og hinir. Heppni er oft stór þáttur í afla- tölum manna. Þannig nægir að menn séu heppnir eina eða tvær vertíðir til að þeir geti eftir það valið úr úr- vals sjómönnum. Þórólfur segir að aflaskipstjórar yfirgefí oftar en hinir flotann og hafí þannig fundið ný fiskimið. Er þetta nú alveg öruggt? Til að svo væri þyrfti að skoða dagbækur og kort allra íslenskra skipa. Mig grunar nefnilega að þeir sem yfírgefa flotann og hafa ekki erindi sem erfíði þegi um það. Auðvelt að sannfæra sjálfan sig Þórólfur nefnir að gott viðhald á búnaði skips og vilji til að reyna nýjungar sé sameiginlegur meðal mikilla aflaskipstjóra. En hefur hann samanburð við framfaralöngun ann- arra skipstjóra sem vinna hjá útgerð- um sem þeir eiga ekki sjálfír? Það er nefnilega hætt við að skipstjóra reynist erfitt að búa skip sitt nýjustu tækjum í trássi við vilja útgerðarinn- ar. Það hlýtur alltaf að vera auðveld- ara að sannfæra sjálfan sig en aðra um ad dýr, nýr og óreyndur útbúnað- ur sé nauðsynlegur. Hugsanlegt er að þeir skipstjórar sem minna físka haldi sínum búnaði jafn vel við og hinir en hafi "einfald- lega á að skipa lélegri veiðarfærum. Gildir þá einu hversu vel er viðhaldið að húskytra verður aldrei annað en kofí. Einn þeirra manna er nefndur er í viðtalinu er Þorsteinn Vilhelmsson hjá Samheija en er hægt að telja raunhæft dæmi mann sem er sonur afiaskipstjóra og kann að hafa feng- ið sitt fyrsta tækifæri að einhveiju leyti vegna þess. í dag rekur hann eigin útgerð og hefur því algerlega í hendi sér hvemig skip og búnaður er. Þorsteinn vann áður hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa en það er fyrir- tæki sem þekkt er fyrir framsækni og góða stjómun. Ef Þorsteinn hefði byijað sinn feril hjá útgerð sem minna hafði úr að spila er þá alveg víst að hann hefði náð jafn langt eða í það minnsta á jafn skömmum tíma? BV Hand lyfti- vagnar BÍLDSHÖFDA 16 SIML6724 44 Steingerður Steinarsdóttir. „Niðurstöður Þórólfs tel ég afturgengnar kenningar um ofur- menni og hetjur. Slíkar kenningar eru almennt taldar í versta falli hættulegar en í besta falli broslegar.“ Slíkt er ekki hægt að sanna né af- sanna. Sama máli gegnir um þá feðga á Guðbjörginni frá ísafirði. Á fáum ef nokkru skipi í íslenska flot- anum er jafnmiklu fjármagni veitt í viðhald og búnað skips og einmitt þar. Er víst að svo væri ef þeir feðg- ar réðu ekki sjálfír ferðinni? Því fer þó íj'arri að ég vilji gera lítið úr dugn- aði og hörku þessara manna en hins vegar leiðist mér að sjá þá upphafna á kostnað annarra sem kunna að líða eingöngu af skorti á sömu tækifær- um. Afturgengin ofurmenni Þórólfur nefnir að viðhaldi skips og búnaðar fari hrakandi ár frá ári eftir að aflaskipstjóri yfírgefur það. En skyldi það vera eingöngu vegna þess að skipstjórinn er farinn? Oft fylgir úrval áhafnar eða áhöfnin öll skipstjóra sínum milli skipa. Það kann líka að reynast þeim manni er tekur við af aflamanni erfitt að sann- færa útgerðina um að hann geti það sama og hinn og eigi því skilið að jafn miklu fjármagni sé í hann eytt. Fjárhagsstaða útgerðarinnar kynni líka að hafa breyst, tíð mannaskipti um borð í skipinu o.s.frv. gætu ekki síður haft áhrif á rýmun búnaðar. í viðtalinu er aldrei nefnt hvort Þórólfur er eingöngu að tala um tog- veiðiskipstjóra eða hvort hér er einn- ig um að ræða menn er stunda aðrar veiðar. Getum við verið viss um að sömu eðliseiginleikar henti öllum gerðum veiðarfæra? Geta t.d. góðir síldveiðiskipstjórar ekki verið við- kvæmir, vanafastir menn sem hafa gaman af skáldskap? Það er hugsan- legj; að með gögnum Þórólfs sé hægt að leiða fyliilega gild rök að því að svo sé. Margir skipstjórar mega ein- ungis veiða ákveðinn kvóta og gera það á örskömmum tíma ár eftir ár. Hvar eru þeir í samanburði við hina sem eiga stærri kvóta? Hvor er meiri aflaskipstjóri, sá sem á stóra kvótann eða hinn sem fær minna? Þetta getur Þórólfur sagt okkur því hann mælir bara athyglisgáfu, framsækni og dugnað beggja. Niðurstöður Þórólfs tel ég aftur- gengnar kenningar um ofurmenni og hetjur. Slíkar kenningar eru al- mennt taldar í versta falli hættulegar en í besta falli broslegar. Það kann vel að vera að íslenskir aflaskipstjór- ar hafí ákveðna sérstöðu í saman- burði við kollega sína en slíkt er ekki hægt að sanna nema með raun- hæfum samanburðarhópum. Hetju- kenningum af þessu tagi hefur fyrir löngu verið hafnað í sagnfræði og fleiri fræðigreinum enda þykir nú sýnt að flest ofurmenni sögunnar hafi byggt á reynslu þeirra er á und- an fóru og snilld samstarfsmanna sinna ekki síður en sjálfs sín. Senni- lega hefði lítið lagst fyrir kappann Hitler ef ekki hefði komið til áróðurs- meistarar á borð við Göbbels og her- stjórnarmenn líkir Rommel. Napó- leon hefði sennilega endað bóndi á Sikiley ef ekki hefði komið til sú upplausn er ríkti í Frakklandi á hans tímum og honum tekist að koma að nýju á skipulagi í vel þjálfuðum her Frakkakonunga. Meðan ekki verður sannað að til séu ofurmenni ætla ég að leyfa mér að halda í þá skoðun mína að vinna um borð í skipi bygg- ist á sameiginlegu átaki margra og að hetjan í brúnni sé hvorki stærri né breiðvaxnari en sú sem á dekkinu stendur. Höfundur er blaðamaður. ÞEGAR ÞÚ NOTAR BOÐKERFIÐ HRINGIR ÞÚ FYRST í og í beinu framhaldi númer viðkomandi boðtækis. Þá heyrist rödd sem segir: „VELDU TALNABOÐ" Þá átt þú að slá inn t.d. símanúmerið þitt eða það númer sem handhafi boðtækisins á að hringja í. Að lokum ýtir þú á Röddin heyrist þá aftur og staðfestir: 2 „BOÐIN VERÐASEND" Leggðu síðan á. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.