Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 Akvarðanir verði teknar um GATT ARTHUR Dunkel, fram- kvæmdastjóri GATT, Almenna samkomulagsins um tolla og viðskipti, sagði í gær að viðræð- umar um nýjan GATT-samning væru á lokastigi. Hann hvatti ríkisstjómir til að taka þær pólitísku ákvarðanir sem nauð- synlegar væni tiL að leiða þær til lykta. Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskipti inn- an framkvæmdastjómar Evr- ópubandalagsins, sagði að hver vika sem Jiði án þess að samn- ingurinn tæki gildi væri afar dýrkeypt fyrir þjóðir heims. Málshöfðun gegn dómur- um Honeckers NOKKRIR þýskir þingmenn sögðu í gær að þeir hygðust höfða mál gegn dómurunum sem kváðu upp þann úrskurð að leysa bæri Erich Honecker, fyrrverandi leiðtoga Austur- Þýskalands, úr haldi. Þeir sögðu að fallið hefði verið frá ákæmnum á hendur honum af pólitískum ástæðum en ekki vegna sjúkdóms hans. Árásir á olíu- stöðvar í Angóla OLÍUVINNSLUSTÖÐVAR Angóla urðu fyrir árásum UN- ITA-skæmliða í gær og stjórn- arerindrekar skýrðu frá hörð- um bardögum í borginni Hu- ambo. Flytja varð erlenda starfsmenn og fjölskyldur þeirra úr olíuborginni Soyo eft- ir árásimar og talið er að skæruliðamir séu að heija um- sátur um borgina. „Tótó“ kveðst saklaus SALATORE „Tótó“ Riina, voldugasti mafíuforingi Ítalíu, hefur neitað því að vera viðrið- inn ítölsku mafíuna, að sögn ítalskra dagblaða í gær. „Það skrímsli sem allir álíta mig vera er ekki til,“ sagði hann við yfír- heyrslur dómara í máli hans. „Það sem er raunverulega til er það sem þið sjáið; vesælt og veikt gamalmenni." Uppgangs ekki að vænta í Þýskalandi STJÓRN Þýskalands sagði í gær að ekki væri að vænta efnahagsuppgangs á árinu en efnahagurinn gæti þó byrjað að rétta úr kútnum í lok ársins takist að draga úr útgjöldum ríkisins og fallist verkalýðsfé- lög á takmarkaðar launahækk- anir. Eftirlaun hækka í Rúss- landi VASÍLÍJ Bartsjúk, Qármála- ráðherra Rússlands, sagði í gær að ákvörðun rússneska þings- ins um að hækka eftirlaun um 90% væri dauðadómur yfir Ijár- lagafmmvarpi stjómarinnar fyrir þetta ár. Taka þyrfti það til endurskoðunar þar sem ákvörðun þingsins þýddi „hækkun launa og allra ann- arra útgjalda". Skoðanakannanir um væntingar Bandaríkjamanna til Clintons Fleirijá- kvæðir en í nóvember New York. Reuter. MUN fleiri hafa jákvæðar skoðan- ir á Bill Clinton, verðandi Banda- rílqaforseta, en áður en hann var kjörinn forseti í nóvember, sam- kvæmt tveimur skoðanakönnun- um sem birtar voru á mánudag. í könnun, sem gerð var fyrir CBS- sjónvarpið og dagblaðið The New York Times, sögðust 45 af hundraði aðspurðra hafa gott álit á Clinton en 19% slæmt. Fyrir kosningamar vom 40% jákvæðir í garð Clintons en 41% neikvæðir. Niðurstaða könnunar ABC-sjón- varpsins og dagblaðsins Washington Post var svipuð. 68% aðspurðra sögð- ust hafa jákvæðar skoðanir á Clint- on, 12 prósentustigum fleiri en fyrir kosningamar, 60% vom ánægðir með val hans á ráðhermm og 81% sögðu að hann hefði staðið vel að undirbúningi valdatökunnar. Rúmur helmingur aðspurðra kvaðst telja að Clinton myndi standa sig betur í for- setaembættinu en George Bush, fráf- arandi forseti. Áður en Bush varð forseti töldu aðeins 23% að hann myndi standa sig betur en fyrirrenn- ari hans, Ronald Reagan. 49% telja nú að Clinton muni standa sig vel þurfí hann að takast á við kreppu á alþjóðavettvangi, 27 prósentustigum fleiri en fyrir kosn- ingamar. Bandaríkjamenn höfðu þó alltaf mun meira traust á Bush á þessu sviði. ♦ » ♦ Clinton inn - Bush út Bill Clinton verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í dag og verður hún sýnd í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu klukkan 16. Myndin er af vaxmyndum af Clinton og George Bush, fráfarandi for- seta, þegar myndin af Clinton var sett í sýningarsal Tussaud-safnsins í Lundúnum en vaxmyndin af Bush flutt út. Sænskir jafnaðarmenn óánægðir með Myntbandalag Evrópu Taka ekki afstöðu Barcelona býður 260 milljónir San Lorenzo del Escoria. Reuter. DAGBLÖÐ á Spáni hafa skýrt frá því að Barcelona-borg bjóðist til að halda heimsmeistaraeinvígið í skák í haust. Verðlaunaféð sem borgin býður nemur fjórum millj- ónum dala (tæpum 260 m.kr.). Að sögn blaðanna hefur heims- meistarinn Garrí Kasparov lýst sig reiðubúinn til að tefla í Barcelona við áskorandann, sem verður annað- hvort Nigel Short eða Jan Timman. Aðrir staðir sem nú eru til umræðu eru Berlín, Zagreb og Djakarta. 8. febrúar næstkomandi, þremur dögum eftir að einvígi Shorts og Timmans lýkur, ætlar Alþjóðaskák- sambandið, FIDE, að tilkynna hvar einvígið fer fram. til EB-aðildar strax Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. EIN helsta krafa sænska Jafnaðarmannaflokksins, áður en viðræð- umar um aðild að Evrópubandalaginu (EB) hefjast, er að Svíar þurfi ekki að taka afstöðu strax til þriðja og síðasta skrefsins í átt að Myntbandalagi Evrópu, EMU. EB gerir hins vegar þá kröfu að Svíar geri upp hug sinn nú þegar þó að það skýrist ekki fyrr en á ríkisstjórnaráðstefnu EB árið 1996 hvað muni felast í þessu þriðja skrefi. Hafa þvi jafnaðarmenn frestað því að taka afstöðu til aðildar. Á þetta vilja jafnaðarmenn ekki fallast þó svo að þeir gangi ekki jafn langt og ungliðahreyfíng flokksins, SSU, sem á flokksráðsfundi á mánu- dag fór fram á að haldinn verði þjóð- aratkvæðagreiðsla um EMU. Engar tillögur voru uppi á flokksráðsfundin- um um að fresta aðildarviðræðunum en hins vegar ákvað flokkurinn að taka ekki afstöðu til EB-aðildar fyrr en niðurstöður aðildarviðræðnanna liggja fyrir. Þá verður kallað saman auka- flokksþing þar sem stuðningsmenn og andstæðingar aðildar munu kynna mat sitt á samningnum. í framhaldi af því mun flokkurinn ákveða hvort að hann beini því til flokksmanna sinna að samþykkja eða fella aðild þegar þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um málið. Flokkurinn sjálfur mun ekki hafa afskipti af sjálfri þjóð- aratkvæðagreiðslunni heldur eiga flokksmenn að beijast á báðum víg- stöðvum. Þingflokkur jafnaðarmanna sam- Mannskætt óveður í Vestur-Noregi Yfir 400 manns fluttir á brott vegna snjóflóða Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. FÁRVIÐRI gekk yfir vesturhéruð Noregs um helgina, í bænum Odda við Suðurfjörð, er gengur suður úr Harðangursfirði, fórst kona um sjötugt í snjóflóði og nokkur hundruð manns voru flutt á brott. Víða Ienti fólk í hrakningum, samgöngur, þar á meðal lesta- ferðir milli Óslóar og Björgvipjar, fóru úr skorðum og um hríð var óttast um nokkra ferðalanga en ólíklegt er talið að fleiri hafi far- ist. Veðrið var að ganga niður síðdegis í gær. Gauti Amþórsson er yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Odda, tók þar við starfi 1. nóvember sl. „Flóðið féll úr fjallshlíðinni vestan megin við fjörðinn sem Odda stendur við,“ sagði Gauti í samtali við Morgun- blaðið. „Bærinn er beggja megin við fjarðarbotninn. Við sjáum þetta vel út um gluggann þar sem við búum. Þetta er ofboðslegt að sjá tilsýndar, magnið virðist vera geysi- legt og hefur runnið yfír byggðina að nokkru leyti. Magnið er held ég meira en í snjóflóðum heima enda eru Ijöllin hér hátt á annað þúsund metrar að hæð, þar snjóar því geysi- lega mikið, og víða eru þau alveg snarbrött fram í sjó. Byggðin er eiginlega öll á mjög mjórri land- ræmu við flöruna og á klettasyllum upp eftir fjallshlíðunum. Þetta minnir svolítið á Týról í Alpafjöllum, alveg ævintýralegt að sjá. Undir- lendi er víðast hvar mjög lítið. Sérfræðingar segja að mesta hættan sé úr sögunni í bili. Það sem getur skriðið er þegar skriðið en auðvitað getur bæst hratt við snjó- inn aftur. Þeir hafa flogið yfir svæð- ið á þyrlum í dag og rannsakað aðstæður. Meira en 400 manns voru flutt af staðnum þar sem flóðið féll en mér skilst að nú sé búið að leyfa þeim að snúa heim á ný. Öldruð kona fórst í flóðinu, lokaðist inni í húsi, og fáeinir meiddust en enginn alvarlega." Gauti sagði að snjóflóð og aur- skriður væru algeng á þessum slóð- um í Vestur-Noregi vegna mikillar úrkomu auk brattans og hæðar fjallanna. Alls búa um 8.000 manns í sveitarfélaginu, meirihlutinn í bænum en þar eru tvær málmverk- smiðjur. Áður var sauðfjárrækt að- alatvinnugrein en iðnaður tók við þegar byijað var að virkja vatnsföll- in á svæðinu. Náttúrufegurð er mikil þarna og jafnan mikið um ferðamenn. þykkti í gær að krefjast þess að Svíar standi fyrir utan EMU þar til eftir ríkisstjómaráðstefnuna 1996. Þá vill þingflokkurinn að ríkisstjómin lýsi því yfir að Svíar muni ekki eiga neina aðild að hemaðarbandalögum og að aðild að Vestur-Evrópusam- bandinu sé því ekki á dagskrá. „Menn verða að vita hvað þeir vilja og við erum þeirrar skoðunar að EB-aðild sé Svíþjóð til framdrátt- ar,“ sagði Carl Bildt forsætisráð- herra þegar hann var spurður um hina breyttu afstöðu jafnaðarmanna á blaðamannafundi í Gautaborg í gær. Bildt tók fram að allir helstu stjómmálaflokkar Svíþjóðar, að Jafnaðarmannaflokknum undan- skildum, hefðu tekið afstöðu í mál- inu. Hann sagði EB-aðild vera mik- ilvæga forsendu þess að hægt yrði að ná niður atvinnuleysinu. „EB- aðild tryggir ekki að lausn finnist á öllum vandamálum. Hins vegar fáum við forsendur til að leysa umhverf- is-, efnahags- og atvinnuvandann í Evrópu á tíunda áratugnum sem og vandamál Austur-Evrópu. Ég vil ekki að Svíþjóð verði jaðarsvæði í evr- ópskri samvinnu. Það eru ekki lengur til neinar þjóðlegar lausnir á evrópsk- um vandamálum," sagði Bildt. -------------» ♦ » Utanríkis- ráðherra Sviss hættir ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. RENE Felber, utanríkisráðherra Sviss, hefur ákveðið að láta af störfum í lok mars af beilsufars- ástæðum. Felber var skorinn upp við krabbameini í blöðru í maí. Felber beitti sér fyrir aðild Sviss að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) og er hlynntur aðild þjóðarinnar að Evrópubanda- laginu (EB). Talið er að neikvæð úrslit þjóðaratkvasðagreiðslunnar um EES hafi frekar flýtt fyrir ákvörðun hans að hætta en hitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.