Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 21 Spánverjar andvígir EES án aðildar Sviss SPÆNSKA dagblaðið E1 País skýrði frá því um helgina að Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, væri þeirrar skoðunar að samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hafi misst gildi sitt þar sem Svisslendingar hafa hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann telji að það sé „ekki þess virði“ að hefja samningaviðræður að nýju um breytingar á sanmingnum og ráðlegra sé að leggja allan reglugerða- pakka innri markaðar Evrópubandalagsins (EB) til grundvallar í fyrir- huguðum viðræðum við Austurrikismenn, Finna og Svía, sem hefjast í febrúar, og hugsanlegum viðræðum við Norðmenn í mars um inn- göngu þessara þjóða í bandalagið. E1 País segir að með því að hafna samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið hafi Svisslendingar skapað álíka lagaflækju og Danir þegar þeir höfnuðu Maastricht-sátt- málanum um aukinn samruna EB- ríkjanna. Pólitískt vægi EES-samn- ingsins sé hins vegar minna og því hafi hann ekki skapað jafn miklar deilur innan EB. Blaðið segir að laga- flækjan felist meðal annars í því að eitt af aðildarríkjum Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA), Liechtenstein, hafi staðfest EES- samninginn en Sviss, sem það sé í tollabandalagi með, hafi hins vegar hafnað honum. E1 País segir að framkvæmda- stjóm EB vilji að samið verði um viðauka þess efnis að Sviss sé ekki aðili að samningnum og að fyrirhug- aðar stofnanir EES verði látnar um að leysa lagaflækjurnar eftir að hann hefur verið staðfestur. Spænska stjórnin er hins vegar andvíg staðfestingu samningsins í núverandi mynd, ekki aðeins vegna lögfræðilegu vandamálanna, heldur einnig vegna þess að hún telur brott- hvarf Svisslendinga hafa raskað því „pólitíska og efnahagslega jafnvægi" sem samið hafí verið um. Samningur- inn hafí meðal annars átt að bæta lagalega stöðu 90.000 Spánveija, sem starfa í Sviss, auk þess sem fella átti niður tolla á ávexti og græn- meti, sem flutt er til landsins. Enn- fremur hafí Spánverjar átt að fá hluta framlags Svisslendinga í þró- unarsjóð Evrópubandalagsins. Fram- lag Sviss átti að vera 27% af heildar- framlagi EFTA-ríkjanna. Gildistaka samningsins gæti hæglega tafist frekar E1 País segir að spænsk sendi- nefnd hafí nýlega rætt við ráðamenn í Sviss um möguleikann á því að gerður verði tvíhliða samningur milli EB og Svisslendinga til að leysa ein- hver af þeim vandamálum, sem sköp- uðust vegna brotthvarfs Sviss úr EES. Blaðið segir niðurstöðuna þá að framkvæmdastjórn EB telji stað- festingu EES-samningsins aðeins tæknilegt vandamál en spænska stjómin líti svo á að hér sé um grun- vallarspurningu um framtíðarupp- byggingu Evrópu að ræða. Gonzalez sé þeirrar skoðunar að fljótfæmisleg staðfesting EES-samningsins yrði slæm byrjun á viðræðum um stækk- un Evrópubandalagsins. Miðjarðar- hafsþjóðirnar óttist að skandinavísku þjóðirnar myndi ríkjablokk innan Evrópubandalagsins og að innganga Austurríkismanna styrki „ger- manska svæðið“. E1 País segir að gildistaka EES- samningsins geti hæglega tafíst frekar þar sem öll þjóðþing aðildar- ríkjanna verði að leggja blessun sína yfír viðaukann. Fulltrúadeild spænska þingsins hefur samþykkt EES-samninginn þar sem gengið er út frá aðild Svisslendinga. Óldunga- deildin hefur hins vegar frestað því að staðfesta samninginn til að geta kannað hvernig staðfestingu viðauk- ans verður háttað og þá án aðildar Svisslendinga. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis Spánverjai1 komast ekki upp með að skemma EES BJÖRN Bjarnason, formaður utanrikismálanefndar Alþingis, sagði, þegar Morgunblaðið bar frétt E1 Pais undir hann, að hann teldi ólík- legt að Spánveijar kæmust upp með það innan EB, að eyðileggja EES-samninginn. Að hans mati væri hér um vandamál innan Evrópu- bandalagsins að ræða. Masako Owada. Fylltist hugarang- ist eftir bónorðið Tókýó. Reuter. MASAKO Owada, unnusta Naruhitos, krónprins í Japan, lýsti því fyrir fréttamönnum í gær hvernig hugarangist hefði gagntekið hana er prinsinn bað hennar nú í haust. Naruhito fékk í gær opinbert samþykki fyrir ráðahagnum. Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Jap- ans, tilkynnti þá að konunglegur hirðfundur hefði komist samhljóða að þeirri niðurstöðu að heimila trú- lofunina. Hjónaefnin komu síðan saman fram á fréttamannafundi. „Ég fékk ábyrgðarmikil verkefni hjá utanríkisráðuneytinu og hugar- angist mín var mikil þegar ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að hætta starfi mínu,“ sagði Owada. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að lífið í keisarahöllinni yrði erfítt. „En hans hátign, sem vissi um áhyggjur mínar, hét mér því að hann myndi vernda mig af öllum mætti." Masako sagðist hafa tekið bónorðinu í desember síðastliðnum eftir að Naruhito trúði henni fyrir því að hann hefði líka áhyggjur af því hvort hún gæti orðið hamingju- söm í keisarahöllinni. „í fréttinni er sagt frá því að þeir Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, og Felipe Gonz- alez, forsætisráðherra Spánar, hittist á flokkspólitískum fundi sósíalista í Frakklandi laugardaginn 16. janúar sl. og þar ætli Gonzales að ítreka mótbárur Spánveija gegn EES á þeim forsendum, að þeir tapi mestu við brottfall Svisslendinga. Ég er þeirrar skoðunar að hér sé um vandamál innan Evrópubanda- lagsins að ræða. Er augljóst, að Spánveijar hafa sífellt leitast við að nota EES-samninginn sjálfum sér til framdráttar innan EB; þeir hafa áður haft í hótunum um að spilla fyrir framgangi EES. Staðreynd er, að spænska þingið getur eyðilagt samn- inginn, þar hefur þó neðri deildin samþykkt hann en öldungadeildin bíður með afgreiðslu sína eftir niður- stöðunni vegna brottfalls Sviss,“ sagði Bjöm Bjarnason. Hann bætti við að afstaða Spán- veija og tilraunir þeirra til að spilla enn fyrir EES nú á lokastiginu voru kunnar eftir utanríkisráðherrafund EB-landanna hinn 21. desember sl. „Engu að síður samþykkti neðri deild belgíska þingsins EES-samninginn með 130 atkvæðum gegn 27 hinn 7. janúar. Hinn 12. janúar sam- þykkti framkvæmdastjórn EB síðan samningsumboð, er miðar að því að leysa öll vandkvæði varðandi EES, sem tengjast brottfalli Sviss. Þar var meðal annars ákveðið að krefjast þess ekki af EFTA-ríkjum í ESS, að þau greiði hlut Svisslendinga í þróun- arsjóði til styrktar bágstöddum EB- ríkjum. Mér fínnst ólíklegt að Spánveijar komist upp með það innan EB að eyðileggja EES-samninginn. Hlytu að hafa komið fréttir um það, ef Delors hefði fallist á sjónarmið Gonz- alez á kratafundinum á laugardag- inn,“ sagði Björn. Wijk aan Zee Anatólíj Karpov tapaði í 12 leilgum ANATÓLÍJ Karpov fyrrverandi heimsmeistari í skák tapaði í tólf leikj- um fyrir bandaríska stórmeistaranum Larry Christiansen í annarri umferð Hoogovens-skákmótsins í W(jk aan Zee. f fyrsta sinn er útslátt- arfyrirkomulag á mótinu þannig að Karpov er nú úr leik. Karpov sem var með svart lék af sér manni í 11. leik og kaus þá að gefast upp. Höfðu keppendur þá ein- ungis notað 41 mínútu af umhugsun- artíma sínum sem var samtals fjórir tímar á fjörutíu leiki. Margeir Péturs- son skákskýrandi Morgunblaðsins minnist ekki jafnstuttrar tapskákar Karpovs í kappskákmóti. Frægt varð er Karpov tapaði fyrir Viktor Kortsnoj í nítján leikjum í einvígi þeirra árið 1974. Hér á eftir fer þessi stutta tapskák Karpovs: Hvítt: Larry Christiansen Svart: Anatólíj Karpov 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4 a3 Ba6 5. Dc2 Bb7 6. Rc3 c5 7. e4 cxd4 8. Rxd4 Rc6 9. Rxc6 Bxc6 10. Bf4 Rh5 11. Be3 Bd6?? 12. Ddl og svartur gafst upp enda getur hann ekki bjargað báðum léttu mönnunum, sem eru í uppnámi, ridd- aranum á h5 og biskupnum á d6. Þú pantar eina og færð aðra á hálfvirði Pizzupar l izza llut kynmr frábæra nýjung. Þú kaupir eina pizzu, miðstærð, stóra eða júmbó, með því sem þér þykir best. Síðan kaupir þú aðra, annaðhvort með því sama eða velur álegg sem öðrum í fjölskyldunni þykir best og færð 50% afslátt af þeirri pizzu Með Pizzupari eykur þú fjölbreytnina og allir fá eitthvað við sitt hæfi. Ókeypis heiinsendingarþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.