Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Gjaldtaka og
náttúruvernd
Sú ákvörðun landeigenda í Dyr-
hólahverfi að innheimta gjald
af ferðamönnum, sem vilja skoða
Dyrhólaey, hlýtur að vekja at-
hygli og umræður. Hingað til hef-
ur það alls ekki verið venjan að
þeir, sem vilja skoða náttúruperlur
Islands, hafí þurft að greiða sér-
stakan aðgangseyri, þótt lengi
hafí verið innheimt gjöld fyrir
tjaldstæði og afnot ýmiss konar
aðstöðu á fjölfamari ferðamanna-
stöðum.
I fréttaskýringu í Morgunblað-
inu í dag kemur fram að Náttúru-
vemdarráð telur ákvörðun land-
eigendanna stangast á við lög, því
að ekki megi selja aðgang að frið-
lýstum svæðum nema með sam-
þykki ráðsins. Burtséð frá því
hvort ákvörðun landeigendanna
stenzt lagabókstaf, hljóta menn
hins vegar að velta því fyrir sér
hvers vegna hún sé til komin og
hvort gjaldtakan sé nauðsynleg
og réttlætanleg.
í samtali við Morgunblaðið í
gær skýrir Gunnar Ágúst Gunn-
arsson, talsmaður landeigenda í
Dyrhólahverfí, frá því að reynt
hafí verið að fá opinbert fé til
þess að hægt yrði að halda uppi
landvörzlu í Dyrhólaey og ráðast
í nauðsynlegustu framkvæmdir til
að ráða bót á ýmsu, sem er ábóta-
vant í öryggismálum, og koma í
veg fyrir að eyjan skemmist af
átroðningi ferðamanna. Umleitan
landeigenda um opinbert framlag
var hins vegar synjað og þess
vegna ákváðu þeir að taka sjálfír
upp gjaldtöku, að sögn Gunnars.
Víða er máium með líkum hætti
farið og í Dyrhólaey. Dimmuborg-
ir í Mývatnssveit eru dæmi um
ómetanlega náttúruperlu, sem er
í hættu vegna átroðnings ferða-
manna. Varanlega göngustíga
skortir og umferð 100.000 ferða-
langa á ári veldur gróðurspjöllum,
sem síðan leiða til uppblásturs og
landeyðingar. Fé hefur einnig ver-
ið af skornum skammti til að halda
uppi nauðsynlegu eftirliti með
umferð á svæðinu. Oft hefur verið
rætt um að taka mætti gjald af
þeim, sem koma í Dimmuborgir,
til þess að hægt væri að ráðast í
bráðnauðsynlegar aðgerðir. Eins
og í Dyrhólaey væri slíkt auðvelt,
þar sem staðurinn er afgirtur.
Svipuð dæmi er víða að finna og
nefna mætti hverasvæðið í
Haukadal, Gullfoss, Landmanna-
laugar og Herðubreiðarlindir.
Við aðstæður sem þessar er
skiljanlegt að hugmyndir um
gjaldtöku komi upp. Þeim hefur
aðeins á einum stað verið hrint í
framkvæmd til þessa, í Höfða við
Mývatn, þar sem Skútustaða-
hreppur innheimtir 100 króna
gjald, sem stendur undir um helm-
ingi kostnaðar við framkvæmdir
á staðnum.
Hins vegar vakna margar
spurningar í sambandi við slíka
gjaldtöku. Hvar á að draga mörk-
in? Er réttlætanlegt að innheimta
gjald aðeins þar, sem aðstæður
bjóða upp á það, til dæmis í Dyr-
hólaey eða Dimmuborgum?
Hvemig ætti til dæmis að koma
við gjaldtöku af þeim, sem vildu
ferðast um Homstrandir, sem em
friðlýst svæði, eða ganga á Heklu?
Einnig má spyija hvort hver sem
er geti lagt slíkt gjald á. Geta
landeigendur bannað mönnum
aðgang að fagurri náttúru nema
fyrir komi hátt gjald? Hvar ber
að draga mörkin um upphæð
gjaldsins? Væri réttlætanlegt að
t.d. landeigendur, hreppsfélag eða
ríki innheimti svo háan aðgangs-
eyri að náttúravin að hann gerði
meira en standa undir kostnaði
við umhverfisvernd og væri orðinn
að hreinni tekjulind?
Fram kemur í Morgunblaðinu
í dag að Ferðamálaráð og for-
svarsmenn ferðaskrifstofa leggj-
ast eindregið gegn gjaldtöku af
því tagi, sem hér er til umræðu.
Rökin eru þau, að ferðamenn hafí
þegar greitt fyrir aðgang sinn að
landinu í formi ýmiss konar gjalda
og að ferðaskrifstofur muni sneiða
hjá þeim svæðum, þar sem að-
gangseyrir er innheimtur. Gjald-
taka muni því koma niður á ferða-
mannaiðnaðinum.
Þessi rök era allrar skoðunar
verð og spyrja má, hvort tekjur
þær, sem íslendingar hafa af
ferðaþjónustu, myndu minnka ef
ferðamenn þyrftu í auknum mæli
að greiða fyrir aðgang að ýmsum
vinsælustu ferðamannastöðunum
hér á landi. Hins vegar kemur á
móti sú röksemd, að tryggja verð-
ur með einhveijum hætti að nægi-
legt fé fáist til að koma í veg
fyrir náttúraspjöll af völdum
ferðamannanna. Ef gjaldtaka á
einstökum stöðum þykir óæskileg,
verður að tryggja að hæfílegur
hluti af tekjum hins opinbera af
ferðaþjónustu renni til landvörzlu
og náttúraverndar. Eins og mál-
um er nú háttað liggja margar
dýrmætustu gersemar íslenzkrar
náttúru undir skemmdum vegna
þess að framlög úr ríkissjóði era
allsendis ónóg - með öðram orð-
um skila þau gjöld, sem ferða-
menn greiða til hins opinbera, sér
ekki til verkefna á sviði umhverf-
isverndar.
Þær hugmyndir, sem fram eru
komnar um innheimtu aðgangs-
eyris af ferðamönnum, era til
komnar vegna þessa ástands.
Vonandi verða þær til þess að
vekja upp málefnalegar umræður
um það hvernig bezt megi haga
þessum málum í framtíðinni. Hitt
er ljóst, að við núverandi ástand
verður ekki unað, ef Islendingar
vilja standa vörð um náttúru
landsins.
AF INNLENDIIM
VETTVANGI
eftir FRIÐRIK INDRIÐASON
Gjaldíð í Dyrhólaey
kom Náttúruverud-
arráði í opna skjöldu
ÞAU AFORM landeigenda við Dyrhólaey að heimta
gjald af ferðamönnum sem um staðinn fara komu
Náttúruverndarráði í opna skjöldu því ráðið lagðist
gegn svipuðum áformum í fyrra þar sem um frið-
lýst svæði er að ræða. Náttúruverndarráð er nú að
kanna hvort gjaldheimtan samrýmist lögum um frið-
lýst svæði. Þá er gjaldheimtan í Dyrhólaey gagnrýnd
harðlega af forsvarsmönnum þeirra ferðaskrifstofa
sem annast hópferðir erlendra ferðamanna hingað
til lands. Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sam-
vinnuferða segir að hér sé um vont mál að ræða
fyrir landeigendur því gjaldheimta sem þessi ieiði
til þess að ferðaskrifstofur sneiði hjá viðkomandi
svæðum með hópa sína. Goði Sveinsson deildarstjóri
hjá Úrvali-Útsýn gagnrýnir m.a. tímasetninguna því
ferðaskrifstofurnar gáfu út sína verðskrá fyrir þetta
ár í september síðastliðnum og þær verða því að
taka á sig þennan kostnað sjálfar á sama tíma og
reynt er að halda öllu verðlagi í lágmarki. Ferða-
málaráð hefur ekki fjallað sérstaklega um gjald-
heimtuna við Dyrhólaey en Ferðamálaráð hefur
ávallt verið mótfallið gjaldheimtu af ferðamönnum
í þessu formi. Málið hefur enn ekki komið til um-
ræðu innan samgönguráðuneytisins. Þær spurningar
vakna hvort gjaldheimtan sé heimil lögum samkvæmt
og hvort þetta þýði að landeigendur á öðrum vinsæl-
um ferðamannastöðum sem eru friðlýst svæði eins
og til dæmis á Hornströndum geti innheimt svipað
gjald. Gjaldheimtunni við Dyrhólaey er sem kunnugt
er ætlað að standa undir landvörslu, vernd og um-
hirðu eyjarinnar.
Dyrhólaey fellur undir það sem
kallast friðlýst svæði og lög
virðast við fyrstu sýn banna landeig-
endum gjaldheimtu af slíkum stöðum
án heimildar frá Náttúruverndarráði.
Landeigendur við Dyrhólaey sendu
Náttúruverndarráði í fyrra erindi um
gjaldheimtu af ferðamönnum á svæð-
inu og þá lagðist ráðið gegn þeim
fyrirætlunum. í bréfi sem ráðið sendi
landeigendum kemur m.a. fram að
gjaldheimta af þessu tagi samrýmist
ekki lögum um friðlýst svæði og til
þess að af henni geti orðið þurfi und-
anþágu frá Náttúruverndarráði. Þessi
ákvörðun landeigenda nú kom því
Náttúruverndarráði í opna skjöldu
þar sem hún var tekin án vitundar
ráðsins. Þóroddur Þóroddsson fram-
kvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs
segir að ráðið sé nú að kanna málið
frá lagalegu sjónarmiði.
í lögum um skipulag ferðamála er
fjallað um gjaldheimtu af stöðum í
umsjá ríkisins í 34. grein. Öll greinin
hljóðar svo: „Ráðherra er heimilt að
ákveða að fenginni umsögn Ferða-
málaráðs að greitt skuli sanngjamt
gjald fyrir þjónustu sem veitt er á
stöðum í umsjá ríkisins enda sé fé
það sem þannig safnast, að frádregn-
um innheimtukostnaði, eingöngu not-
að til verndar, fegrunar og snyrtingar
viðkomandi staðar og til að bæta
aðstöðu til móttöku ferðamanna.
Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóð-
garða eða annarra svæða á vegum
Náttúruverndarráðs nema samþykki
þess komi til.“ Ef túlka ber orðalagið
„annarra svæða“ í seinni málsgrein
þessarar lagagreinar m.a. sem frið-
lýst svæði virðist tvímælalaust að
Iandeigendum við Dyrhólaey beri að
afla sér samþykkis Náttúruvernd-
arráðs fyrir gjaldheimtu sinni.
Gjald heimt í Mývatnssveit
Aðeins eitt dæmi er til um gjald-
heimtu af ferðamönnum fyrir aðgang
að fagurri náttúru hérlendis. Um
nokkurra ára skeið hefur gjald verið
heimt af ferðamönnum fyrir aðgang
að Höfða í Mýtvatnssveit. Árið 1988
hófu landeigendur við Mývatn gjald-
heimtu af ferðmönnum sem vildu
fara út í Höfða við vatnið. í frétt
Morgunblaðsins frá 22. júlí það ár
um gjaldheimtu þessa segir m.a. að
um nýjung í ferðamálum sé að ræða
og að gjaldheimtunni sé ætlað að
standa undir kostnaði við viðhald,
hreinsun og ræktun á staðnum. Mun-
urinn á þessari gjaldheimtu og þeirri
í Dyrhólaey er að Höfði er í einka-
eign Skútustaðahrepps og fellur ekki
undir umsjá Náttúruverndarráðs.
Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitar-
stjóri Skútustaðahrepps segir að
gjald fyrir aðgang að Höfða hafi ver-
ið í gildi frá 1988 ef undan er skilið
árið 1990 er það var fellt niður. Gjald-
ið nemur nú 100 krónum á mann
Dyrhólaey
fyrir alla eldri en 15 ára. Sigurður
Rúnar segir að gjaldið hafi verið not-
að til að byggja upp aðstöðu fyrir
ferðamenn í Höfða svo sem bíla-
stæði, salerni og göngustíga. Eins
og er stendur gjaldið nú undir um
50% af þeim kostnaði sem Skútu-
staðahreppur hefur af Höfða. „Gripið
var til þess ráðs að innheimta þetta
gjald þar sem erfiðlega gekk að fá
nægilegt rekstrarfé til að standa
undir nauðsynlegum framkvæmdum
á svæðinu," segir Sigurður Rúnar.
„Og gjaldtaka af þessum toga á við
víðar að mínu mati en þar má nefna
sem dæmi Dimmuborgir sem er svæði
sem ekki þolir þann ágang sem á því
er. Verulegt rekstrarfé skortir til að
undirbúa svæðið undir þá umferð sem
um það er.“
Ferðamálaráð og
ferðaskrifstofur mótfallnar
gjaldinu
Magnús Oddsson markaðsstjóri
Ferðamálaráðs segir að gjaldheimtan
í Dyrhólaey sem slík hafi ekki komið
til umfjöllunar innan ráðsins. Hins-
vegar megi benda á að Ferðamálaráð
hafi oft fjallað um gjaldtöku af ferða-
mönnum, m.a. á þennan hátt, og
ávallt lagst gegn slíkum áformum.
„Ég tel öruggt að sama afstaða gildi
hér og bendi á að ekki er sanngjarnt
að þessi atvinnugrein borgi sérgjöld
fyrir afnot af náttúru landsins," seg-
ir Magnús. „Það má einnig nefna að
ferðamenn bæði innlendir og erlendir
hafa greitt ýmis gjöld áður en þeir
koma til Dyrhólaeyjar svo sem flug-
vallaskatta, innritunargjöld, vega-
gjöld, bensínskatta og fleira."
í máli Magnúsar kemur einnig
fram að landeigendur við Dyrhólaey
hafa aldrei sótt um styrk til Ferða-
málaráðs en ráðið veitir mörgum
aðilum milljónir króna til viðhalds og
umhverfisvemdar á ferðamannastöð-
um árlega. Fram kom hinsvegar í
máli forsvarsmanns bænda við Dyr-
hólaey í Morgunblaðinu í gærdag að
þeir hefðu tekið ákvörðun um gjald-
heimtuna þar sem opinbert fjármagn
hefði ekki fengist til að halda uppi
landvörslu.
Helgi Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða segir að hann
telji gjaldheimtu af þessum toga
slæmt fordæmi og það skjóti skökku
við að grípa til svona aðgerða miðað
við þá umræðu sem verið hefur um
hve dýrt sé að ferðast á íslandi.
„Svona gjaldheimta kallar á að fleiri
aðilar leggi hana á en útkoman verð-
ur sú að ferðaskrifstofur sneiða hjá
þessum stöðum með hópa sína,“ seg-
ir Helgi. „Ég get tekið Höfða í Mý
vatnssveit sem dæmi en hópar er-
lendra ferðamanna á vegum Sam-
vinnuferða eru hættir að eiga við-
komu þar eftir að gjaldheimta var
sett á.“
Goði Sveinsson deildarstjóri innan-
landsdeildar hjá Úrvali-Útsýn segir
að þar séu menn afskapiega óhressir
með þessa ákvörðun og telja hana
alveg út í hött. „Það er sérstaklega
tímasetningin sem gera verður at-
hugasemdir við því okkar verðskrá í
ár var tilbúin í september sl. og þá
sendum við ferðabæklinga okkar
utan. Það er síðan búið að bóka tölu-
vert í ferðir hingað samkvæmt því
verði,“ segir Goði. „Við getum ekki
bætt þessu gjaldi á okkar hópa og
verðum því að taka það á okkur sjálf-
ir. Hér getur verið um töluverðar
upphæðir að ræða eða um 10.000
krónur á hvem hóp sem ætlar sér
að skoða Dyrhólaey."
Goði segir að það sé lágmarkskurt-
eisi af hendi landeigenda að taka
svona ákvörðun með meiri fyrirvara
og jafnframt að gera ferðasicrifstof-
unum grein fyrir í hvað peningarnir
eiga að fara. „Ég hef i sjálfu sér
ekkert við gjaldheimtu að athuga sé
fé frá henni notað til að gera viðkom-
andi ferðamannastað meira aðlað-
andi. Hinsvegar kemur þessi tíma-
setning mjög illa við okkur því við
miðuðum okkar verðáætlanir við að
halda sama verðlagi í ár og var í
fyrra en hagræða og skera niður á
móti. Þetta setur þær áætlanir tölu-
vert úr skorðum.“
Þjóðhagsstofnun spáir 5% atvinmileysi á árinu
Áætlað að verðbóigan
verði um fjögur prósent
ATVINNULEYSI verður að meðaltali um 5% á þessu ári, verðbólgan
verður um 4%, landsframleiðslan er talin verða 1,4% minni á þessu ári en
i fyrra en draga mun úr viðskiptahalla við útlönd og er hann talinn
verða um 9 milljarðar króna samanborið við 14,7 milljarða á síðasta
ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verður um 5V2% minni á árinu en í
fyrra. Spáð er að staða erlendra lána þjóðarbúsins verði komin í 237
milljarða króna í lok ársins eða í ríflega 60% af landsframleiðslu. Hag-
vöxtur verður væntanlega lítill á næstu 2-3 árum, en búast má við að
úr rætist að þeim tíma liðnum. Þetta kemur fram í endurskoðaðri spá
Þjóðhagsstofnunar um efnahagshorfur á þessu ári. í frétt frá Þjóðhags-
stofnun kemur fram að verðbólga frá upphafi til loka síðasta árs var
sú minnsta sem mælst hefur hér á landi í 32 ár eða 2,4% á mælikvarða
framfærsluvísitölunnar.
Landsframleiðsla á íslandi og OECD
1980-1993 Vísitala: Gildin árið 1980 eru sett á 100
1992 er áætlað
I OECD-löndum -
1993 er byggt á spá
t-^T I —I----------1-----1---1----1---1———I-----1-----1----1----1---h 100
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
I U IIUIII
I
r
o
-2
-4
6
1992 er áætlað
1993erbyggtáspá %
-8
Viðskiptajöfnuður á íslandi 1980-1993
sem hlutfall af landsframleiðslu
Áætlað er að útflutningsfram-
leiðsla á föstu verði hafi dregist sam-
an um U/2% á síðasta ári frá árinu á
undan en Þjóðhagsstofnun gerir ráð
fyrir að verðmæti heildarafla á árinu
1993 verði 1,3% minna en á síðasta
ári. Byggir áætlunin á þeirri forsendu
að þorskafli verði um 220 þúsund
tonn á árinu og annar botnfískafli
verði um 380 þúsund tonn. Er gert
ráð fyrir að botnfiskaflinn í heild
minnki um 3% á föstu verði frá árinu
1992, þar af dragist þorskafli saman
um 18V2%. Að öllu samanlögðu reikn-
ar Þjóðhagsstofnun með samdrætti í
útflutningsframleiðslu sjávarafurða
um ‘/2% milli áranna 1992 og 1993.
Viðskiptakjör rýrna
Bráðabirgðatölur benda til að við-
skiptakjör hafi rýrnað um rúm 4% á
milli áranna 1991 og 1992 ogerreikn-
að með að þau rými enn frekar á
þessu ári, einkum vegna þess að gert
er ráð fyrir að meðalverð sjávarafurða
standi í stað í erlendri mynt á árinu
og lækki því að raungildi. Er þetta
breyting frá fyrri spám sem gerðu ráð
fyrir 2% hækkun á verði sjávarafurða
í erlendri mynt. Þá er þess ekki vænst
að verð á áli og kísiljárni hækki um-
talsvert í bráð. Að öllu samanlögðu
er því spáð að viðskiptakjör verði um
3% lakari á þessu ári en í fyrra.
Aukið atvinnuleysi
Atvinnuleysi tvöfaldaðist á síðasta
ári og telur Þjóðhagsstofnun að aukn-
ing þess hafi verið meiri en búast
mátti við miðað við þróun helstu hag-
stærða og reynslu af fyrri samdráttar-
skeiðum. Skýringin felist væntanlega
í hagræðingu í atvinnurekstri og
skipulagsbreytingum í hagkerfinu.
Miðað við þetta og áframhaldandi
samdrátt í þjóðarbúskapnum gerir
Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að atvinnu-
leysi fari í vöxt á næstunni og verði
um 5% af mannafla að meðaltali á
þessu ári.
Hærri verðbólguspá
Þjóðhagsstofnun bendir á að spá
um verðlagsþróun á þessu ári sé óvissu
háð þar sem kjarasamningar eru að
renna út. í verðlagsspá þjóðhagsáætl-
unar og fjárlagafrumvarpi á síðasta
ári var ekki gert ráð fyrir neinum
launahækkunum á þessu ári og föstu
gengi. Af því leiddi að verðbólga var
áætluð um 2% á þessu ári. Verðlags-
áhrif gengislækkunarinnar í nóvem-
ber sl. eru hins vegar metin rúmlega
2% og komu þau að nokkru fram á
síðasta ári. „Ljóst er að verðlag mun
hækka örar á fyrstu mánuðum þessa
árs en þegar líður á árið, meðal ann-
ars vegna áhrifa gengisbreytir.garinn-
ar. Þannig hækkaði vísitala fram-
færslukostnaðar um 1,2% í janúar.
Endurskoðuð verðlagsspá sýnir um
4% hækkun framfærsluvísitölu frá
meðaltali í fyrra til meðaltals í ár.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skatta-
málum sem lögfestar voru í lok sið-
asta árs gera ráð fyrir aukningu
beinna skatta heimilanna um ríflega
4 milljarða króna. Mat Þjóðhagsstofn-
unar er að aukin byrði beinna skatta
heimilanna rýri ráðstöfunartekjur um
fast að 2%. Að öllu samanlögðu fela
forsendur í sér að kaupmáttur ráðstöf-
unartekna á mann verði um 5 lh%
minni á þessu ári en í fyrra. Til saman-
burðar var gert ráð fyrir 1,7% rýrnun
kaupmáttar í þjóðhagsáætlun fyrir
árið 1993,“ segir í greinargerð Þjóð-
hagsstofnunar.
Minnkandi skuldasöfnun
heimila
Gangi áætlanir fjárlaga eftir verður
tekjuhalli ríkissjóðs þriðjungi lægri en
á síðasta ári. í lánsfjárlögum er miðað
við að lánsfjárþörf opinberra aðila
verði 26 milljarðar eða 6,7% af lands-
framleiðslu sem verði að mestu mætt
á innlendum lánsfjármarkaði. Lán-
tökuáform opinberra aðiia á innlend-
um markaði eru ríflega 40% af ný-
sparnaði ársins samanborið við rúm-
lega 60% í fyrra. Þjóðhagsstofnun
bendir á að betra jafnvægi hafi verið
í peningamálum á síðasta ári en árið
á undan, einkum þar sem dró úr iáns-
fjárþörf ríkissjóðs og skuldasöfnun
heimilanna.
Bent er á að nafnvextir hafi lækkað
mun hægar en nemur hjöðnun verð-
bólgu og að raunvextir víxillána og
óverðtryggðra skuldabréfalána hækk-
uðu um 1-1,8% frá 1991-1992. Er
áætlað að mismunur á kjörum verð-
tryggðra og óverðtryggðra lána geti
orðið allt að 2,7% yfir árið í heild.
„Þótt horfur séu á að lánsfjárþörf hins
opinbera verði ívið minni á þessu ári
en í fyrra verður hún áfram hátt hlut-
Túlkun á lögrim um forfallaþjónusta bænda
Einstakir bændur
geta losnað und-
an greiðsluskyldu
ÓÁNÆGJA er meðal bænda í nokkrum búgreinum með túlkun
landbúnaðarráðuneytisins á lögum um forfallaþjónustu í sveitum.
Samkvæmt henni er niður fallin undanþága nokkurra búgreinafé-
laga, sem staðið hafa utan við forfallaþjónustuna, til greiðslna í
þann sjóð sem kostar afleysingar bænda. Hins vegar geta einstak-
ir bændur farið fram á undandþágu. Stéttarsamband bænda sér
ýmis vandkvæði og kostnað við þessa breytingu.
Með breytingu á lögum um bún-
aðarmálasjóð á árinu 1990 var ein-
stökum búgreinum heimilað að
hætta þátttöku í afleysinga- og
forfallaþjónustu í sveitum. Það
gerðu búgreinafélög garðyrkju-
bænda, hrossabænda, eggjafram-
leiðenda og svínaræktenda. Með
samþykki landbúnaðarráðuneytis
og Stéttarsambands bænda afsöl-
uðu bændur sér rétti til forfalla-
þjónustu samhliða því að felld var
niður innheimta gjalda til starfsem-
innar af framleiðslu þeirra.
Lögum breytt í vor
Lögum um forfallaþjónustu í
sveitum var breytt í vor. Samkvæmt
þeim nær ofangreind undanþága til
búgreina aðeins til þeirra félags-
manna búgreinafélagsins sem stað-
fest hafa með undirskrift sinni að
þeir séu ekki lengur aðilar að for-
fallaþjónustunni. Stéttarsamband
bænda hefur, að sögn Hákonar Sig-
urgrímssonar framkvæmdastjóra,
litið svo á að þetta ákvæði næði
aðeins til þeirra búgreinafélaga sem
eftir gildistöku laganna óskuðu
undanþágu frá forfallaþjónustunni
og framkvæmdin héldist óbreytt
gagnvart þeim sem áður fengu
undanþágu. Nú hefur landbúnaðar-
ráðuneytið gefið út þá túlkun lag-
anna að þetta eigi við allar búgrein-
ar, enda sé það tilgangur laganna
að þeir bændur sem kjósa að njóta
réttar til forfallaþjónustu glati hon-
um ekki vegna ákvörðunar viðkom-
andi félags.
Greiða þjónustu við aðra
Með þessu er kippt grundvellin-
um undan undaþágu garðyrkju-
bænda, eggjaframleiðenda, svína-
ræktenda og hrossabænda frá
greiðslu til forfallaþjónustunnar, að
mati Hákons. Einstakir bændur
geta hins vegar krafist undanþágu.
I flestum þessarra búgreina er mik-
ið um að bændur hafí aðstoðarfólk
í vinnu. Reglur um forfallaþjón-
ustuna kveða hins vegar á um Kið
afleysingin nái aðeins til bóndans
sjálfs og konu hans. Fyrir nokkra
hafnaði búnaðarþing að breyta
þessu. Þessar búgreinar greiða því
mun meira en nemur þeirri þjón-
ustu sem bændur í þeim eiga rétt á.
Hákon Sigurgrímsson sagði að
mikil óánægja væri meðal bænda í
þessum búgreinum með túlkun lag-
anna. Þá virtust vera vandkvæði á
framkvæmd reglnanna, meðal ann-
ars innheimtu. Benti hann á %ð
búnaðarmálasjóðsgjaldið væri inn-
heimt af heildarinnleggi til afurða-
stöðva en ekki skipt eftir framleið-
endum. Það þyrfti nú að gera og
hefði verulegan kostnað í för með
sér.
Stéttarsambandið hefur ákveðið
að kalla saman fund til að fy'alla
um það hvernig eigi að framkvæma
lögin samkvæmt þessari nýju túlk-
un. Þangað hafa meðal annars ver-
ið boðaðir fulltrúar ráðuneytis,
landbúnaðarnefnda og búgreina.
fall af áætluðum nýsparnaði. Jafn-
framt má reikna með að eftirspum
heimila verði töluverð ekki síst í ijósi
þess að þrengja mun að tekjum þeirra.
Þá hafa reglur um gjaldeyrisviðskipti
verið rýmkaðar og stefnt er að frek-
ari breytingum í þá átt á þessu ári.
Þótt eftirspum fyrirtækja eftir lánsfé
verði sennilega lítil áfram er að öllu
óbreyttu vafasamt að reikna með að
raunvextir lækki mikið í bráð,“ segir
í greinargerð stofnunarinnar.
Einkaneysla minnkar -
samneysla vex
Spáð er að einkaneysla muni drag-
ast saman um 3,8% en samneysla
aukist um 2% á árinu, fjárfesting
dragist saman um 10 1/2%, mest hjá
atvinnuvegunum eða um tæp 22%.
Er áætlað að þjóðarútgjöld lækki um
tæplega 4% milli áranna 1992 og
1993.
Nýjustu upplýsingar benda til að
viðskiptahalli á síðsta ári hafi numið
14,7 milljörðum en horfur eru á að
viðskiptahalli minnki verulega á þessu
ári. Þetta stafar af því að gert er ráð
fyrir að eftirspurn eftir innfluttum
vörum og þjónustu minnki um 8% á
milli ára. Hins vegar er talið að út-
flutningur vöru og þjónustu minnki
mun minna eða um 0,6% og vöru-
skiptajöfnuðurinn verði því hagstæð-
ari á þessu ári. Alls er búist við að
viðskiptahallinn verði um 9 milljarðar
á þessu ári sem svarar til 2,3% af
landsframleiðslu og er það þriðjungi
minni halli en á síðasta ári og helm-
ingi minni halli en árið 1991.
Greiðslubyrði erl. lána 28,6%
af útflutningstekjum
Áætlað er að löng erlei.f1 .an hafi
numið 227 milljörðum króna í lok sft-
asta árs sem svarar til 54,4% af lands-
framleiðslu. Lánsfjáráætlun gerir ráð
fyrir 32,5 milljarða kr. erlendum lán-
tökum á þessu ári. Miklar afborganir
falla til á árinu og því verður hreint
innstreymi fjármagns um 10 milljarð-
ar króna. Gangi þetta eftir yrði staða
erlendra lána 237 milljarðar kr. í árs-
lok eða ríflega 60% af landsfram-
leiðslu. Horfur eru á að greiðslubyrði
erlendra lána þyngist enn á árinu og
muni nema 28,6% af útflutningstekj-
um en til samanburðar bendir Þjóð-
hagsstofnun á að greiðslubyrðin var
að meðaltali 19% árin 1985-1991.
Hagvöxtur fer að glæðast 1996
■T
Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að
hagvöxtur verði lítill næstu 2-3 árin.
Nokkrar líkur séu á að hægt verði
að auka sókn i þorskstofninn á ný að
3 árum liðnum og að verð stóriðjuaf-
urða fari að hækka á ný á næstu 2-3
árum. Þrátt fyrir það sé ósennilegt
að nýtt álver taki til starfa hér innan
næstu 5 ára. Þannig spáir Þjóðhags-
stofnun því að útflutningstekjur lands-
manna muni standa í stað á næstu 3
árum en líkur séu á nokkrum vexti,
e.t.v. um 4% á ári upp frá því. „Sé
gert ráð fyrir að stjórnvöld fylgi að-
haldsstefnu í peninga- og ríkisfjárm&i-
um þannig að jöfnuður náist á við-
skiptum við útlönd innan næstu 5 ára
þá má búast við að hagvöxtur verði
nánast enginn að jafnaði 1993-1995,
en glæðist í 2-3% á ári frá 1996.
Atvinnuleysi verður meira en verið
hefur á næstu 3 árum en minnkar
síðan með auknum hagvexti," segir i
greinargerð Þjóðhagsstofnunar.