Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 26

Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 Heilsugæslustöðin Færri leit- uðu lækn- is í síðasta mánuði í SÍÐASTA mánuði leituðu um v550 manns til Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri vegna kvefs, hálsbólgu eða vírus og þá voru tæplega 200 manns þjakaðir af magakveisu í jólamánuðinum, að því er fram kemur í skýrslu um smitsjúkdóma fyrir síðasta mánuð. Fram kemur í ársskýrslu Heil- sugæslustöðvarinnar fyrir árið 1991 að almennt heilsufar hafi verið gott í umdæminu það ár og fækkaði komum til heilsugæslu- lækna um 6% frá fyrra ári. Komum fjölgaði hins vegar umtalsvert til ungbamaeftirlits vegna óvenju- Snargra bameigna á árinu 1990. Samskipti íbúa svæðisins við Heilsugæslustöðina urðu tæplega 74 þúsund árið 1991. Rekstrar- kostnaður, annar en kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins nam ^samtals 133,5 milljónum króna. -----♦ ♦ ♦---- Verður Kaupvangs- stræti að Grófargili? ÁGREININGUR kom upp á fundi bæjarstjórnar Akureyrar um þá tillögu bygginganefndar að breyta nafni Kaupvangs- strætis vestan Hafnarstrætis í Grófargil. Bæjarfulltrúar komu sér þó saman um að senda nafnabreytingamálið aftur til nefndarinnar. i. Heimir Ingimarsson formaður bygginganefndar sagði að svo hefði verið komið að flestir kölluðu götuna Listagil eða Grófargil og fæstir Kaupvangsstræti og þá væri mörgum tamt að tala um Listamiðstöðina í Grófargil. Framsóknarmennimir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Sig- urðsson kváðust ekki í jólaskapi eins og bygginganefnd greinilega hefði verið er hún ákvað nafna- breytingu götunnar á fundi milli hátíða. Það væri málvenja að tala um Gilið er vísað væri til umræddr- ar götu, ekki Grófargil og þá væri ankannalegt að skilja lítinn bút, neðsta hluta strætisins eftir og ^kipta götunni upp í þijár; Kaup- vangsstræti, Grófargil og Þing- vallastræti. Eftir nokkrar umræður um hvort Grófargilsnafnið skyldi ná yfir strætið allt var fallist á að vísa þessari umdeildu breytingu á götunafni aftur til bygginganefnd- ar. -----♦ ♦ ♦---- Starf fjölskyldu- ráðgjafa kynnt Karólína Stefánsdóttir flytur fyr- irlestur á fundi Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð annað kvöld, fímmtudagskvöldið 21. janúar og hefst hann kl. 20.30. Mun Karólína kynna starf fjölskylduráðgjafa hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri í fyrirlestri sínum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Spennan liggur í loftinu Aragrúi af strákum og ein stelpa tóku þátt í afmælismóti Júdódeildar KA sem haldið var á laugardaginn. Eins og vera ber var mikil spenna í loftinu fyrir mótið og keppendur reyndu að spá í úrslitin á meðan Jón Óðinn Óðinsson þjálfari raðaði niður í flokka. Ekki var ákafinn minni hjá foreldrum sem fylgdust spenntir með og hvöttu sína menn óspart. Að lokinni verðlaunaafhendingu var boðið upp á veglegt afmæli- skaffi, en júdódeildin átti fyrir nokkm tiu ára afmæli og var tímamót- anna minnst með þessum hætti. Bærinn tilbúinn með störf fyrir atvinnulausa er svar kemur frá Atvinnuleysistryggingasjóði Atvinnuleysi með því mesta sem þekkst hefur á öldinni - segir Heimir Ingimarsson formaður atvinnumálanefndar AKUREYRARBÆR er tilbúinn að ráða atvinnulaust fólk í vinnu um leið og svör berast við erindi bæjarins til Atvinnutryggingasjóðs þess efnis að svipuðu átaki og var í gangi síðastiiðið haust verði hrundið af stað. Stjórn sjóðsins tók ekki afstöðu til umsóknar bæjar- ins á fundi sínum í vikunni. Hins vegar samþykkti stjórnin að veita fólki í bænum ferðastyrki vildi það leita sér atvinnu annars staðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Atvinnuleysi er nú meira á Akureyri en menn hafa áður þekkt og voru í byijun mánaðarins um 560 manns á at- vinnuleysisskrá auk þess sem áætlað er að um 50-60 manns séu án atvinnu, en ekki á skrá. Þetta kom fram við umræður um atvinnumál á fundi bæjarsljórnar Akureyrar í gær. 134 fengu vinnu Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að bæjaryfirvöld væru tilbúin að hleypa af stað nýju átaki í atvinnumálum líku því sem í gangi var síðastliðið haust. í því átaki voru bætur Atvinnuleysis- tryggingasjóðs notaðar til atvinnu- sköpunar og lagði bæjarfélagið fram fé til viðbótar. í máli Sigurðar kom fram að kostnaður við átakið hefði numið 14,7 milljónum króna og skipst nokkuð jafn milli sjóðsins og bæjarins, en 134 aðilar fengu störf í átakinu og var samtals um að ræða 144 mannmánuði að ræða. „Það kom fram almenn ánægja meðal þeirra sem störfuðu við átak- ið og það sýndi og sannaði að um gott framtak var að ræða á meðan ástandið á vinnumarkaðnum er með þeim hætti sem það nú er,“ sagði Sigurður. „Það er alkunna að atvinnuleysi er með því mesta sem þekkst hefur á þesari öld,“ sagði Heimir Ingi- marsson formaður atvinnumála- nefndar. Hann sagði að síðasta föstudag hefðu 550 manns verið skráðir á atvinnuleysisskrá í bæn- um og væru verkamenn fjölmenn- astir og þá verkakonur. 600 manns án atvinnu Þá ræddi Heimir um óskráð at- vinnuleysi; erfitt væri að átta sig á hversu umfangsmikið það væri, en t.d. fullyrtu fulltrúar Samtaka at- vinnulausra að það væri um þriðj- ungur þess skráða sem þýddi að um 180 manns á Akureyri til viðbót- ar þeim sem skráðir eru væru at- vinnulausir. „Ég tel ekki óvarlegt að áætla að hér sé um að ræða í kringum 50 manns, sem eru at- vinnulausir en ekki skráðir hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni. Þann- ig að um 600 manns eru þá atvinnu- lausir í bænum,“ sagði Heimir. Hann sagði að meiri brögð væru að því nú en áður að smærri vinnu- veitendur segðu upp starfsfólki, oft fólki sem þeir hefðu haldið í þrátt fyrir lægð á vinnumarkaði. Þeir hefðu ef til vill minna bolmagn til að hafa þetta starfsfólk í þjónustu sinni og þá væri líka nefnt að ástandið væri svo um þessar mund- ir að meiri líkur væru til að fá þetta sama starfsfólk aftur til starfa síðar þegar ástandið lagaðist. Enginn fer lengur á vertíð „Nú er líka nær óþekkt að fólk leiti sér árstíðabundinna starfa utan heimabæjar, það hefur minnkað ár frá ári að fólk fari á vertíð og virð- ist nú ekki lengur til í atvinnulífi þjóðarinnar," sagði Heimir. Hann benti á að grípa þyrfti til aðgerða strax, helst þyrfti á næstu vikum að setja atvinnuátak í gang, ekki væri veijandi að bíða vorsins í þeim efnum. Stýrimannsefni á Dalvík vega upp tækjaleysi með því að fara á sjóinn Enginn hermir í stað reynslunnar NEMAR á 2. stigi í Stýrimannadeildinni á Dalvík settust í gær á skólabekk eftir að hafa farið einn túr á togara eftir áramótin. Nemarnir voru sendir í sjóferðina til að vega'upp á móti tækja- leysi sem hijáir deildina, en almenn ánægja ríkti meðal stýrimanns- efnanna með þá kynningu sem þeir fengu af væntanlegu lífs- starfi sínu um borð í togurunum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Allir komu þeir aftur Stýrimannsnemar á Dalvík fóru eftir áramótin á sjó til að kynna sér störf skipstjórnarmanna og þau tæki sem eru um borð í íslenskum fiski- skipum, en þeir voru allir komnir í land í gær og báru þá saman bæk- ur sínar um hvemig til hefði tekist. Strákamir í stýrimannadeild- inni fóru tveir og tveir saman á hvem togara og fengu þeir að fylgjast með störfum skipstjóra og stýrimanna, en togaramir vom Björgvin og Björgúlfur frá Dalvík, Svalbakur og Kaldbakur frá Akur- eyri, Múlaberg frá Ólafsfirði og Kolbeinsey frá Húsavík. Togararnir vom úti frá 8 dögum upp í hálfan mánuð, en allir vom komnir í land í gær og bám menn þá saman bækur sínar um hvemig til hefði tekist. Vom nemamir al- mennt sammála um að vel hefði tekist til, skipstjómarmenn hefðu fúslega miðlað af reynslu sinni og þekkingu og þeir fengið að eiga við tækin í brúnni. „Það kemur enginn hermir í staðinn fyrir þessa reynslu," sagði einn nemanna, en þeir stóðu vaktir í brúnni með skipstjómm og stýrimönnum og kynntust starfinu því vel. Góð tilraun „Þetta var góð tilraun, en ekki alveg gallalaus, við höfum lært af þessu og munum undirbúa málið betur næst, en við vonum svo sannarlega að framhald verði á þessum sjóferðum nemanna," sagði Björn Björnsson kennari við deildina. Hann sagði að ferðin væri farin til að vega upp á móti tækjaleysi í skólanum, en hann hefði ekki yfír að ráða þeim tækja- búnaði sem tíðkast um borð í ís- lenskum fiskiskipum. Mörg séu gömul og úrelt og því sé það kærkomið að geta sent stýri- mannsefnin um borð í skipin til að kynna sér þau tæki sem þar eru og væri almenn ánægja með hvernig til hefði tekist og ættu útgerðir og áhafnir þakkir skildar fyrir góðar móttökur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.