Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
27
RAD/lUGí YSINGAR
A TVINNUAUGL YSINGAR
Kjötiðnaðarmaður
Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmann. Þarf
að geta unnið sjálfstætt og hafa stjórnunar-
hæfileika.
Tilboð, merkt: „Áhugasamur-2363“, leggist
inn á auglýsingadeild Mbl., fyrir 26. jan.
Véltæknifræðingur
Ný útskrifaður véltæknifræðingur af orku-
sviði (energi), 32 ára og er búsettur á höfuð-
borgarsvæðinu, óskar eftir vinnu nú þegar.
Sérgreinar: Kæli- og varmadælukerfi og loft-
ræstikerfi. Hef 4. stig Vélskóla íslands, mikla
starfsreynslu sem vélstjóri og auk þess þekk-
ingu á Audocab 10 teikniforritinu.
Upplýsingar í síma 74873.
Laus staða
aðstoðardeildarstjóra mæðradeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar-
stjóra við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur. Gerð er krafa um hjúkrunar- og
Ijósmóðurmenntun. Staðan er laus nú þegar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skulu hafa borist starfsmanna-
stjóra heilsugæslunnar í Reykjavík, Baróns-
stíg 47, 101 Reykjavík, á sérstökum um-
sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir
15. febrúar nk.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 22400.
Heilsugæslan í Reykjavík,
stjórnsýsla.
Styrkir til umhverfismála
Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr
Pokasjóði Landverndar.
1. Um styrk geta sótt: Félög, samtök, stofn-
anir og einstaklingar.
2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði
umhverfismála, svo sem landgræðslu,
skórækt, friðun, verndun, fegrun og snyrt-
ingu lands og til fræðslu og rannsókna.
Skilyrði er að verkefnin séu í þágu almenn-
ings.
3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa
að vera vel afmörkuð og skilgreind.
4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af
mörkum mótframlag, sem getur falist í
fjárframlögum, vélum, tækjum, efni eða
vinnu.
5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila
skýrslu um framkvæmd og árangur verk-
efnisins fyrir lok úthlutunarárs.
6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu
Landverndar fyrir kl. 17.00 þann
22. febrúar 1993.
Þeir, sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn,
þurfa að endurnýja þær í samræmi við þessa
auglýsingu.
Umsóknum ber að skila á þar til gerðum
eyðublöðum, sem fást á skrifstofu samtak-
anna.
Landvernd,
Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík,
sími 25242, myndsendir 625242.
Orðsending til Garðbæ-
inga vegna sorphreinsunar
Garðbæingum er vinsamlegast bent á, að
forsenda fyrir því, að unnt sé að hreinsa
sorp frá húsum, er að leiðin að sorpílátunum
sé greiðfær og hafi verið hreinsuð af snjó.
Bæjarverkfræðingur.
Skiptafundur
Skiptafundi í þrotabúi Fórnarlambsins hf.,
Hafnarfirði, kt. 680781-0609, (hét áður Hag-
virki hf.), sem auglýstur var með innköllun
til skuldheimtumanna í Lögbirtingablaðinu
4. og 6. nóvember 1992 og halda skyldi 28.
janúar 1993, er af óviðráðanlegum ástæðum
frestað. Verður fundurinn haldinn í skrifstofu
undirritaðs skiptastjóra búsins í Mörkinni 1,
Reykjavík, fimmtudaginn 18. febrúar 1993
kl. 14.00.
Skrá yfir lýstar kröfur mun liggja frammi í
skrifstofu minni síðustu viku fyrir fundinn.
Ragnar Halldór Hall hrl.
Tilkynning til aðila
í málmiðnaði
Tekið hafa gildi eftirfarandi staðlar um hæfn-
ispróf í málmsuðu:
ÍST/EN 287-1, stál
ÍST/EN 287-2, ál
Hæfnispróf Iðntæknistofnunar er fram-
kvæmt í samræmi við þessa nýju staðla. Um
er að ræða bæði verklegt og bóklegt próf.
Málmiðnaðarfyrirtæki eru hvött til að kynna
sér staðlana og skipuleggja hæfnispróf með
góðum fyrirvara.
lóntæknistof nun 11
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS
Keidnaholt, 112 Reykjavík
Simi (91) 68 7000
TIL SOLU
Byggingameistarar
- vetrarútsala
Dagana 12.-22. janúar gefum við 30-50%
afslátt af vinnupöllum, stigum, loftastoðum
og vélum.
Pallar, Dalvegi 24, Kópavogi,
sími 641020.
Félagasamtök eða
fyrirtæki athugið
Til leigu er 200 fm hús á fallegum stað, 80
km frá Reykjavík. Mjög góð aðstaða fyrir
barnafjölskyldur. Húsið þarfnast lagfæringa
sem gætu komið upp í leigu. Þá mætti skipta
því í 2 til 3 íbúðir. Stutt í veiði og sund.
Upplýsingar í síma 93-38956.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Félagar í Sölusambandi
ísl. fiskframleiðenda!
Stjórn SÍF boðar til félagsfundar á Hótel
Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 26. janúar
1993, kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Tillaga stjórnar SÍF um stofnun hluta-
félags.
2. Tillaga um félagsslit, skv. 37. grein laga
SÍF, verði tillaga skv. dagskrárlið 1 sam-
þykkt.
Stjórn SÍF.
SJÁLFSTJEDISFLOKKURIHN
FÉLAGSSTARF
IIFIMIMI I UK
Afstaðan til EES
s
Heimdallur heldurfund um afstööu íslensku
stjórnmálaflokkanna til EES-samningsins,
fimmtudagskvöldið 21. janúar. Framsögu-
maður verður Ólafur Þ. Stephensen, blaða-
maður, en lokaritgerö hans til BA-prófs f
stjórnmálafræöi fjallaði m.a. um þetta efni.
Á fundinum mun Ólafur rekja ferli samn-
ingaviðræðanna og fjalla um stefnumótun
stjórnmálaflokkanna í utanríkismálum al-
mennt. Fundurinn verður haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, og hefst kl. 21.00.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
O HELGAFELL 5993012019
IVA/ 2
I.O.O.F. 7 = 1741208'á =9.0.
□ GLITNIR 5993012019 I 1
Frl. Atkv.
REGLA MUSTERISRIDDARA
RMHekla
20.1. - VS
A - FL
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Bibliulestur i kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
SAMBAND ÍSLENZKRA
'ílitíí' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60.
Almenn kristniboðssamkoma í
kvöld kl. 20.30 i Kristniboðssaln-
um. Ræðumaöur verður Skúli
Svavarsson.
Þórður Búason syngur.
Þú ert líka velkomin(n) á sam-
komuna.
KR-konur
Munið aðalfundinn þriðjudaginn
26. janúar kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum nú allar vel.
Stjórnin.
Frá Sálarrann
^ ^ sóknafélagi
íslands
Frá Sálarrannsóknafélagi
islands
Námskeið hjá Keith Surtees
verður haldið laugardaginn 23.
og sunnudaginn 24. janúar fyrir
þá sem lengra eru komnir.
1. Litir og miðilshæfileikar.
Lesið úr litum.
2. Að nálgast heim andans.
3. Andlegir hæfileikar og hvern-
ig við getum nýtt okkur þá,
þróun miðilshæfileika.
4. Svið árunnar. Nýjar aðferðir
við hlutskyggni.
5. Tækni, sem auðveldar
skyggnilestur.
Bókanir eru hafnar.
Stjórnin.
Miðillinn Lesley James
verður með einkafundi til
24. janúar.
Upplýsingar í síma 688704.
Silfurkrossinn.
KENNSLA
Kenni öllum aldri lestur
Laga treglæsi og orðblindu.
Klst. á 750 kr. Sfmi 21902.