Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1993
Ingimar Eydal
— Minning
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(Vald. Briem.)
Elsku Ásta, Guðný, Inga, Ingi-
mar, Dísa og fjölskyldur. Okkar inni-
tegustu samúðarkveðjur.
Gugga, Fía, Inga og Ragna.
Horfinn er á braut mikill hæfi-
leikamaður, sem sárt er saknað um
land allt. I vöggugjöf hlaut hann
tónlistargáfu sem hann ræktaði af
Joistgæfni og varð öðrum til ánægju
í áratugi. Hann var einstakur elju-
maður, sem skipti sótarhringnum
niður í starfseiningar og stuttan
svefntíma, kátur félagi með gnótt
af græskulausum gamansögum,
fullur áhuga um heilbrigt mannlíf
og mátti ekkert aumt sjá. Stundum
tilfinninganæmur og alvörugefinn
viðmælandi, vandur að virðingu sinni
og fastur fyrir í skoðunum, þegar
rætt var um menn og málefni, mik-
ill félagshyggjumaður og svo hjálp-
samur að hann gat varla sagt nei
'vdð nokkurri bón. Þetta var góður
drengur og íslendingur eins og þeir
verða bestir.
Ingimar Eydal var innfæddur
Akureyringur. Komungur fór hann
að leika á hljóðfæri og varla kominn
af bamaskólaaldri þegar hann var
ráðinn í hljómsveit. Hann stofnaði
sína eigin hljómsveit 1960 og starf-
aði á þeim vettvangi allt til dauða-
dags. Þær hljómsveitir sem hann
stjómaði náðu allar miklum vinsæld-
um og gerðu nafn hans þekkt um
land allt. Hann var líka einstaklega
laginn við að finna hæfileikaríkt fólk
til samstarfs og það virti hann og
dáði. En Ingimar lét sannarlega ekki
staðar numið við hljómsveitarstjóm-
Hann aflaði sér mikillar þekking-
ar á tónlist svo og kennaraprófs í
faginu og 1965 hóf hann kennslu í
Tónlistarskóla Dalvíkur og var þar
jí tvö ár, en eftir það kenndi hann
við grunnskólana á Akureyri, mest
við Gagnfræðaskóla Akureyrar,
einnig að hluta við Barcaskóla Akur-
eyrar í nokkur ár og um 15 ára
skeið að hluta við Oddeyrarskóla.
Ingimar var skemmtilegur kenn-
ari, sem fór á kostum við hljóðfær-
ið, spjallaði við krakkana, sagði þeim
brandara og hló eins og þau. Hann
'stjómaði stómm skólakórum og oft-
ast fór stærð þeirra eftir því hversu
margir vildu vera með, því sönggleði
einstaklinganna á gmnnskólaaldrin-
^im taldi hann skipta meira máli en
afburðaárangur fárra krakka eftir
miklar æfingar og oft strangan aga.
Ég kynntist Ingimari þegar hann
hóf störf hér við skólann og mat
hann því meir sem kynni okkar urðu
lengri. Vinnudagurinn var tvöfaldur
eða jafnvel þrefaldur á við það ssem
almennt gerðist. Hann átti sæti í
ijölmörgum nefndum og ráðum svo
sem æskulýðsráði, áfengisvama-
nefnd, félagsmálaráði, umhverfis-
nefnd og um tíma i skólanefnd svo
eitthvað sé nefnt. Lengi var hann
æðstitemplar stúkunnar Brynju nr.
s99, í stjórn Borgarbíós, virkur félagi
í starfsemi KEA, sat í félagsráði
Tónlistarskóla Akureyrar og einn af
stofnendum Kiwanisklúbbs Akur-
eyrar. Hann tók einnig virkan þátt
í stjómmálum og var um skeið vara-
fulltrúi Framsóknarflokksins í bæj-
arstjóm Akureyrar.
Hann var ákaflega jákvæður og
-iifandi einstaklingur sem lét sér
málefni dagsins varða og til hans
var kallað um störf úr öllum áttum.
Hann var ekki fyrr búinn að loka
hljóðfærinu í skólanum en hann var
farinn á fundi, hljómsveitaræfíngar
eða í hljómleikaferðir vítt og breitt
um landið eða jafnvel til annarra
landa. Ætti hann smugu þurfti hann
oftast að leika á hljóðfæri hér og
þar eða fara í útvarpið, en þar var
hann um langan tíma með hljómlist-
arþætti.
Ingimar stóð þó ekki einn. Hann
átti úrvalskonu, Ástu Sigurðardóttir,
og með henni fjögur böm sem nú
em uppkomin. Þau heita Guðný
Björk, Inga Dagný, Ingimar og Ás-
dís Eyrún Eydal. Heimilið var honum
homsteinn lífsins og auðfundið var
að skoðanir konu hans skiptu hann
mjög miklu máli.
Margar leiðir
liggja um heim.
Einn er endir
á öllum þeim.
Sumir lifa skemur en aðrir, en
afreka þó meira en margur á langri
ævi. Ingimar Eydal var einn þeirra.
Hann markaði áberandi spor í sam-
tíðina. Spor, sem öll lágu að því
marki að hjálpa, bæta og göfga.
Hans munu margir minnast um
ókomin ár.
Ég flyt eiginkonu hans, bömum
og öðmm ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur. I.Ú.
Fagrar myndir ljóma af Ingimar
Eydal í blámóðu minninga minna.
Þær lýsa á skilnaðarstund og fylla
mig þakklæti fyrir að hafa mátt
njóta vináttu hans og að verða fyrir
áhrifum af honum.
Við kynntumst á því viðkvæma
aldursskeiði í lífi mínu þegar heim-
urinn var hvítur eða svartur, menn
vom algóðir eða ómögulegir, fá-
dæma dirfska birtist í að vera með
bítlakoll og maður laumaðist til að
leika eftir eyranu og bæta bláum
tónum, sjöundum, níundum og svo-
litlu „offbíti" í eymakonfektsupp-
skrift í annars hefðbundnu tónlist-
amámi.
í óvissunni um sjálfan mig, rétta
eða ranga tónlist, hvort hinir heitu
tónar sveiflunnar og krydduðu
hljómar þyldu dagsbirtu kom Ingi-
mar inn í líf mitt.
Ég var formaður fyrir fámennu
tónlistarfélagi MA 1962-1965 og
við urðum okkur m.a. úti um hljóm-
plötur á ameríska bókasafninu í
Geislagötu til að færa út landhelgi
tónlistarheims okkar félaga. Á safn-
inu var djassinn og klassísk tónlist
í sömu rekkum á ósköp jafnaðarlegu
plani og þessu áttum við ekki að
venjast.
Jafnræði þessara jurtategunda í
lystigarði tónanna varð svo endan-
lega innsiglað í huga mínum þegar
Ingimar kjmnti fyrir okkur, lék alla
stílana, talaði eins og honum var
einum lagið um Ellington, Count
Basie, Monk, Coleman og alla hina
svo vel að maður gat búist við að
mæta þeim í kaupfélaginu næsta
dag.
Ekki dugði að vera venjulegur
áheyrandi í viðurvist slíks manns og
fyrst maður blés ekki í lúður og pían-
istum ofaukið, þá varð að láta eigin
barka hljóma.
Við stofnuðum kvartett sem við
vomm feimnir að gefa nafn, því það
hefur aldrei verið til nema einn
MA-kvartett. Fljótlega nutum við
aðstoðar Ingimars og sveiflan fór
að aukast. „Hvemig líst ykkur á
þetta strákar; Deep river boys sungu
þetta svona um árið“, og fylgdi
hljómandi dæmi, fint! útsetningar
fæddust á staðnum, og hvort sem
það vom Djúpárdrengir eða Glerár-
strákar þá srnitaði Ingimar okkur
af sannri söng- og llfsgleði svo við
urðum aldrei samir.
Þetta rifjaðist upp þegar við tók-
um upp þráðinn á 25 ára stúdents-
afmæli okkar 1990, og sungum á
fyrstu MA ’90 hátíðinni í íþróttahöll-
inni á Akureyri og sem fyrr var Ingi-
mar driffjöðurin.
Ingimar var ekki einhamur og það
var hreint með ólíkindum hve vítt
hans áhugasvið spannaði, en velferð
fólks, umhyggja fyrir náunganum
og friður á jörð tengdust oftar en
ekki áhugamálum hans.
Þegar ég kom að utan frá tónlist-
amámi og hóf kennslu á Akureyri
þá var ég með eitt og annað í far-
teskinu sem mér þótti ekki beint
árennilegt sem kennsluefni fyrir
börn og unglinga.
Eitt af því var tónverk eftir
Krzysztof Penderecki er hann samdi
til minningar um þann hildarleik sem
hlaust af atómsprengju þeirri sem
varpað var á Hiroshima en þá ógn
og skelfingu málar hann nístandi
tónalitum.
Ég átti bæði upptöku og nótur
af verkinu og vakti hvort tveggja
mikinn áhuga hjá Ingimar sem
kennsluefni fyrir nemendur í Gagn-
fræðaskóla Ákureyrar í bland við
bítlatónlist og kenndi hann þetta
efni með góðum árangri í mörg ár.
Þar fann Ingimar að áhrif tónlist-
arinnar eru ekki einasta gleði, því
þau spanna allt lífssviðið og geta
jafnvel speglað og magnað hið vo-
veiflega og átt m.a. það erindi að
forða okkur frá hinu illa.
Það er svo margs að minnast og
margt að þakka. Samstarf í stjóm
Tónlistarfélagsins um áraraðir,
kaffiumræður og alla bollana sem
boðnir vom en ekki tími til að
drekka.
Hér verður numið staðar, en lífið
heldur áfram og mikið emm við rík
hér á Akureyri að hafa átt svo gef-
andi þegn sem Ingimar Eydal, þess
mun lengi finna stað.
Við þökkum forsjóninni að mega
deila með öðmm þeirri hamingju að
hafa átt Ingimar að vini.
Við gamlir söngkvartettfélagar:
Haukur Heiðar, Jóhannes, Jón Hlöð-
ver og Valtýr, kveðjum Ingimar í
söknuði en með þakklæti fyrir ljúfar
samvemstundir.
Blessuð sé minning hans og nýir
vegir. Góður Guð styrki og huggi
ástvini hans.
Innilegar kveðjur frá
Jóni Hlöðver, Löllu
og fjölskyldu.
Sjá framtíðarvonimar vekja’ okkur dug,
á varðbergi trúir að standa!
Og brosandi geislamir benda okkar hug
til bjartari hugsjónalanda.
(Guðm. Guðmundsson)
Með Ingimar Eydal kveður stúkan
Brynja nr. 99 á Ákureyri einn sinn
fremsta liðsmann og leiðtoga um
áraraðir.
Ingimar Eydal gekk ungur að
ámm til liðs við bindindishreyfing-
una og var öflugur talsmaður henn-
ar uns yfir lauk. Hann gekk í bama-
stúkuna Samúð nr. 102 þegar hann
var níu ára gamall og starfaði þar
fram á unglingsár. Árið 1959 gekk
hann aftur til liðs við Góðtemplara-
regluna og þá I stúkuna ísafold nr.
1 en færði sig í stúkuna Brynju nr.
99 árið 1968.
Ingimar hafði öll stig Góðtempl-
arareglunnar og starfaði að baráttu-
málum templara innan Reglunnar
og utan. Hann átti um langt árabil
sæti í áfengisvarnanefnd Akureyrar
og mörg síðari ár var hann formað-
ur nefndarinnar.
Ingimar Eydal lifði hinn heil-
brigða lífsstíl, með bindindi á áfengi
og tóbak, öðmm til eftirbreytni.
Hann var óþreytandi að benda fólki
á þessa leið og í fjölmiðlaviðtölum
síðari ára kom hann gjarnan inn á
þessi hugðarefni sín með margvís-
legum hætti, eins og honum einum
var lagið. Ein góð setning, sögð með
hans stíl, gat gert meira en heill
fyrirlestur um málefnið.
Það segir sig sjálft að tónlistar-
maðurinn Ingimar stýrði söng og lék
undir á stúkufundum en auk þess
gegndi hann um langt árabil æðstu
embættum. Hann var umdæmi-
stemplar og þingtemplar í Þingstúku
Eyjafjarðar og æðstitemplar stúk-
unnar Brynju nr. 99 um áratuga-
skeið. En það var ekki hvað síst
fyrir framgang hans sem bindindis-
manns utan reglunnar sem Ingimar
vakti athygli. Árið 1990 heiðraði
Stórstúka Islands nokkra aðila á
Stórstúkuþingi fyrir margvíslegan
stuðning við bindindismál. Ingimar
Eydal var í þeim hópi og var vel að
þeim heiðri kominn.
í aldarfjórðung hefur stúkan
Brynja notið starfskrafta Ingimars.
Og þótt hann væri oft önnum kafinn
vantaði hann sárasjaldan á fundi.
Hann mætti hress og kátur ásamt
Ástu konu sinni sem stóð við hlið
hans I stúkustarfinu eins og svo víða
annars staðar.
Við stúkusystkinin þökkum mikið
og heilladijúgt starf liðinna ára.
Ingimar hefur leikið undir sitt síð-
asta lag í stúkunni en hugsjón hans
mun lifa og minningin um fram-
göngu hans í þágu bindindismálsins
mun hvetja okkur til frekari starfa.
Reglusystkinin flytja eiginkonu,
bömum og öðmm ættingjum og vin-
um innilegar samúðarkveðjur.
Allir heilir, uns vér sjáumst næst!
Fyrir hönd stúkusystkina,
Matthías og IVljöll.
Margt gæti ég sagt um Ingimar
Eydal, tónlistarmann frá Akureyri,
og ekkert nema gott. Hann var góð-
semin holdi klædd, góðviljaður og
góðlyndur, hnyttinn, gamansamur
og hrekklaus. Við vomm skoðana-
bræður, báðir íhaldssamir þjóðemis-
sinnar og töldum okkur framsóknar-
menn, og það var gott að eiga Ingi-
mar að samheija og vopnabróður.
Ingimar Eydal kynntist ég fyrir
meira en fjórum áratugum þegar við
bjuggum báðir á Norðurbrekkunni á
Akureyri. Við, sem þá gengum í
Tónlistarskólann á Akureyri, töldum
hann undrabam í tónlist og enginn
var í vafa um að hann fetaði hinn
torsótta og krókótta stíg konsert-
píanistans. En það varð ekki. Þó
efast ég um að margir íslenskir tón-
listarmenn hafi miðlað fleimm af
tónlistargáfu sinni en Ingimar Ey-
dal.
Vil ég þakka honum sérstaklega
það sem hann gerði fyrir Mennta-
skólann á Akureyri og nemendur
hans bæði fyrr og síðar. Ingimar
brást ávallt vel við þegar hann var
beðinn að leika á djasskvöldi í setu-
stofu heimavistar með góðum félög-
um sínum. í þeirri tónlist var sann-
arlega bít og sterk tilfinning. Ingi-
mar Eydal spilaði á skóladansleikj-
um í MA áratugum saman en
ógleymanlegastur verður hann mér
við stúdentaveislur að kvöldi 17da
júní í Sjallanum og íþróttahöllinni í
meira en tvo áratugi. Þar spilaði
hann og skemmti og sagði gaman-
sögur og lék á als oddi, í síðasta
sinn á liðnu sumri þá sjúkur. Um
miðnætti þann dag tók Ingimar á
móti okkur glaður og reifur þegar
við komum frá því að marsjera með
nýstúdentum á Ráðhústorgi og til
að dansa hókí-pókí og hann var jafn-
glaður og ávallt.
Skarð Ingimars Eydals, tónlistar-
manns frá Akureyri, verður vand-
fyllt. Ágætri konu hans, Ástu Sig-
urðardóttur, og börnum þeirra hjóna
votta ég samúð mína.
Tryggvi Gíslason
skólameistari MA.
Á fimmtugsafmælinu mínu í fyrra
hringdi Ingimar Eydal í mig frá
Kaupmannahöfn og bað mig að for-
láta að hann kæmist ekki í afmælis-
veisluna mína. Við töluðum um
heima og geima og hann sagði mér
meðal annars að lífið eftir fimmtugt
væri í rauninni stórkostlegt. Nú,
tæpu ári síðar, er Ingimar allur. Mig
langar að minnast þessa sérstæða
persónuleika og listamanns með
nokkmm orðum.
Skólaárið 1957-1958 urðum við
bekkjarbræður og herbergisfélagar
á Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Að sjálfsögðu var honum falið að
stjórna skólahljómsveitinni, því þótt
hann væri ekkert að flíka hæfileikum
sínum vissu margir hver pilturinn
var. Hann var frumlegur náungi með
sérdeilis persónulega kímnigáfu og
kom manni sífellt á óvart. Hann gat
hermt eftir stíl hvaða píanóleikara
sem var; Fats Waller, Fats Domino,
Eroll Gamer ... jafnvel sjálfum
Arthur Rubinstein — en samtímis
hafði Ingimar þegar komið sér upp
þessum afslappaða og fjörlega stíl
sínum. Hann var líka með þetta
virðulega andlit sem átti það til að
breytast í eitt sólskinsbros á auga-
bragði. Við settum saman svæsið
draugaleikrit fyrir árshátíð skólans.
Tónlistin sem hann samdi við verkið
og flutti sjálfur var svo mögnuð að
áhorfendur sátu stjarfir undir henni
— en hann skrifaði ekki einn einasta
tón niður. Þetta var bara samið og
flutt í hita augnabliksins.
í rauninni leit hann aldrei á sjálf-
an sig sem tónskáld, þótt hann ætti
auðvelt með að ryðja upp úr sér
skemmtilegum, frumsömdum stefj-
um þegar svo bar undir. Þegar ég
spurði hann einu sinni hvers vegna
hann skrifaði lögin sín aldrei niður
sagðist hann hafa um nóg annað
að hugsa. En þrátt fyrir þessa hóg-
værð lét hann sér fátt mannlegt
óviðkomandi. Þegar við voram í
landsprófinu á Laugarvatni var hann
beðinn að taka að sér allskyns verk-
efni og var t.d. falið að kenna við
barnaskólann á staðnum þótt hann
væri sjálfur önnum kafinn við nám
og félagsstörf. Hann var nefnilega
með afbrigðum bónlipur. Ekki vegna
þess að hann kynni ekki að segja
nei, heldur vegna þess að hann virt-
ist hafa brennandi áhuga á því sem
honum var falið að gera. Löngu
seinna, þegar hann var orðinn hljóm-
sveitarstjóri á Akureyri, kennari,
bæjarfulltrúi og í öðram trúnaðar-
störfum, lét hann sig ekkert muna
um að skreppa til Reykjavíkur til
að sinna ýmsum störfum þar. Ég
átti þess kost að fylgjast með honum
taka upp hljómplötu árið 1976 og
vann með honum að næturklúbba-
sýningum í Sjallanum og á Broad-
way rúmum áratug síðar. í öll skipt-
in vann hann bæði hratt og skipu-
lega, enda held ég að honum hafi
lítið verið gefið um að tvínóna við
hlutina.
Það var gott að þekkja Ingimar.
í hver skipti sem við hittumst vora
fagnaðarfundir enda var gaman að
ræða við hann um allt milli himins
og jarðar. Það er erfítt að gera sér
grein fyrir því að hann sé nú allur,
því það er eins og hann hafi skilið
lífsorku sína eftir.
Ég er þess fullviss að minningu
hans verður haldið á lofti meðal þjóð-
arinnar um ókomin ár.
Þorsteinn Eggertsson.
Af eilífðarljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér,
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Hljóðum skrefum fetaði andláts-
fregnin í hópinn okkar félaganna í
Kiwanisklúbimum Kaldbak. Hann
Ingimar er látinn.
Sunnudaginn 10. janúar var þessi
einlægi vinur og kiwanisbróðir kall-
aður héðan á 57. aldursári eftir
harða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Síðast var hann með okkur á jóla-
fundi, þar sem hann stjórnaði söng
að venju og síðan laust fyrir áramót-
in, þá stjómaði hann jólaskemmtun
barna okkar af sinni alkunnu ljúf-
mennsku og vonin fyllti hugi okkar,
því að hugprýðin var slík að ekki
varð séð, að svo skammt yrði kveðju-
stundar.
Þótt harpa hans hljóðni hér, þá
lifa ómar hennar í hugum okkar um
ókomin ár.
Það var mikið lán, þegar Kiwan-
ishreyfingin barst norður til Akur-
eyrar, að hitta fyrir jafn atorkusam-
an félagsmálamann og Ingimar.
Hann heillaðist af markmiðum henn-
ar og þá einkum hinni Gullnu reglu:
„Allt sem þér viljið að aðrir menn
gjöri yður, það skulið þér og þeim
gjöra.“ (Matt. 7.12)
í anda þessara orða starfaði hann
ötull að markmiðinu og ávann sér