Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
Minning
Inger Laxdal
Einarsdóttir
Fædd 23. ágúst 1952
Dáin 10. janúar 1993
Nú ert þú leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar átt þú hvfld að hafa
hörmunga og rauna fri,
við Guð þá mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
þín hjá lambsins stól.
Dóttir í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elski þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
Með orðum þessa sálms Hall-
gríms Péturssonar, vil ég kveðja
Inger frænku mína og vinkonu. Eg
þakka af heilum hug allar stundim-
ar okkar saman.
Algóður Guð styrki foreldra
hennar, bræður og ijölskyldu þeirra
Ogr þó umfram allt litla drenginn
hennar.
Anna.
Þegar Inger Laxdal Einarsdóttir
er kvödd hinstu kveðju leita á hug-
ann spumingar um rök og tilgang,
en líka ljúfar minningar um allt of
stutta samveru. Þessar minningar
standa upp úr en líka aðdáunarverð
barátta hennar við erfiðan sjúkdóm
þar sem skiptust á skin og skúrir.
í^finig gaf Inger okkur styrk til
lífs og sálar bæði í starfi og leik.
Styrk sem gefur okkur svo mikinn
lærdóm um hinstu rök mannlegrar
tilvem. Samstarfíð við Inger í Reyk-
holtsskóla og á Heilsugæslustöðinni
bar vott um þetta en líka óvenju
fjölþætta hæfileika í starfí.
Auk samstarfsfólks átti Inger
ýmsa góða vini hér, ekki síst aldr-
aða Tungnamenn, sem hún bjó í
nábýli við. Það hallar ekki á neinn
þó að getið sé Eiríks Sveinssonar
frá Miklaholti, sem var henni stoð
og stytta og Einari litla sannkallað-
ur Biskupstungnaafí.
Já, samveran var stutt — aðeins
hálft annað ár — en hún var ómet-
S?Aeg. Með samúðarkveðjum til ást-
vina og framtíðarvonum til Einars
litla lifír hin bjarta minning um
Inger með okkur.
Anna Björg og
Stefán Böðvarsson,
Reykholti, Biskupstungum.
í dag fer fram útför vinkonu
minnar, Ingerar Laxdal Einarsdótt-
ur. Inger lést á krabbameinsdeild
Landspítalans 10. janúar 1993, að-
eins fertug að aldri.
Inger fæddist í Roskilde í Dan-
mörku 23. ágúst 1952. Hún var
ejnkadóttir og yngst þriggja bama
hjónanna Birgitte Laxdal Jónsdótt-
ur húsmóður og Einars Pálssonar,
fræðimanns og fyrrum skólastjóra
Málaskólans Mímis. Inger var skírð
í höfuðið á móðurömmu sinni, en
móðir hennar er kjördóttir Jóns
Laxdals tónskálds og konu hans,
Ingerar Lehmejer. Einar faðir henn-
ar er sonur Páls ísólfssonar, dóm-
organista og tónskálds, og fyrri
konu hans, Kristínar Norðmann.
Inger var glæsileg kona. Hún var
ljóshærð, há og grönn vexti, létt í
spori og bar sig tignarlega. Hún
hafði góða kímnigáfu og næmt
auga fyrir hinum skoplegu hliðum
mannlífsins. Hlátur hennar var dill-
andi og hreif aðra með sér. Hún
var opin og næm. lnger lá ekki á
skoðunum sínum og var ófeimin við
að krefjast skýringa á hlutunum.
Inger hafði gott eyra fyrir tungu-
málum og hafði dönsku, ensku og
frönsku vel á valdi sínu. Dönsku
talaði hún raunar eins og innfædd,
enda móðir hennar ættuð frá Dan-
mörku. Um tíma dvaldist hún í
Frakklandi og talaði frönsku reip-
rennandi.
Kynni okkar Ingerar hófust
haustið 1987 er hún hóf störf í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu. Þar starfaði hún um liðlega
eins árs skeið og var ritari ráð-
herra. Starfí sínu sinnti Inger af
mikilli vandvirkni. Þar naut sín vel
sá eiginleiki hennar að eiga auðvelt
með að umgangast fólk. Með okkur
Inger tókst góður vinskapur, sem
hélst allt til dauða hennar. Við kom-
umst fljótt að því að með okkur var
nokkur skyldleiki. Við gátum rakið
ætt okkar til hjónanna Páls Jóns-
sonar, hreppstjóra á Syðra-Seli í
Stokkseyrarhreppi, og Margrétar
Gísladóttur ljósmóður. Synir þeirra
voru m.a. ísólfur, langafí Ingerar,
og Júníus, langafí minn.
Sumarið 1988 ákvað Inger að
fara aftur í skóla og hefja kennara-
nám. Fyrir lá að kennaranámi yrði
breytt og það lengt um eitt ár. Hún
ákvað að afla sér kennararéttinda
áður en af þessari breytingu yrði.
Áður hafði hún stundað kennslu
um lengri eða skemmri tíma, m.a.
vetrarlangt í Hrísey, auk þess sem
hún kenndi mörgum útlendingum
íslensku í einkatímum.
Skömmu eftir að hún settist á
skólabekk í Kennaraháskólanum
fékk hún staðfest að hún væri
bamshafandi. Um sama leyti varð
hún fyrir því áfalli að barnsfaðir
hennar andaðist. Þrátt fyrir það
tókst henni að ljúka fyrsta ári Kenn-
araháskólans að mestu leyti.
Einar, einkason sinn, fæddi hún
22. apríl 1989. Hann var sólar-
geisli í lífi hennar. Vegurinn fram-
undan virtist beinn og breiður.
Námið sóttist vel. Hún horfði björt-
um augum til framtíðarinnar að
loknu námi. Hún hlakkaði til að
takast á við kennsluna, en af því
starfí hafði hún alltaf haft sérstaka
ánægju. Hún taldi einnig að kenn-
arastarfið gæfí henni betri mögu-
leika en mörg önnur störf til að
vera með syni sínum, sem var sann-
kallaður augasteinn hennar.
í september 1989 greindist Inger
með krabbamein. Þarf naumast að
lýsa því hvílíkt áfall það var. Inger
tókst á við sjúkdóminn af einurð
og kjarki. Hún gekkst undir erfíða
aðgerð og hófst síðan handa við að
byggja sig upp andlega og líkam-
lega jafnframt því sem hún stund-
aði námið eftir því sem kraftar
leyfðu. Hún naut ómetanlegs stuðn-
ings foreldra sinna og Þorsteins
bróður síns, en hjá þeim hefur Ein-
ar átt sitt annað heimili.
Um tíma lá sjúkdómurinn niðri.
Hún lauk fyrsta námsárinu haustið
1990 og settist á annað ár. Um
jólin 1990 kom bakslag. Sjúkdóm-
urinn gerði vart við sig á ný og við
tók ný meðferð. Inger var vongóð
um að nú væri hið versta að baki
og réð sig til kennslu við grunnskól-
ann í Reykholti í Biskupstungum.
En örfáum dögum fyrir fertugsaf-
mælið, sem hún hafði ráðgert að
halda uppá austur í Isólfsskála á
Stokkseyri, kvaddi sjúkdómurinn
enn dyra og nú með alvarlegri
hætti en áður. Að lokinni geislameð-
ferð fór Inger aftur austur og sinnti
stundakennslu fram að jólum eftir
því sem heilsa og kraftar leyfðu.
Hún var full bjartsýni um árangur
þessarar meðferðar og hugðist setj-
ast að nýju á skólabekk í byijun
þessa árs og ljúka kennaranáminu
í hinum nýja farskóla Kennarahá-
skólans. Hún hafði ákveðið að setj-
ast að í Reykholti og hafði fengið
vilyrði fyrir kaupum á íbúð þar.
En meinið hafði læst í hana klón-
um og sleppti ekki takinu. Hún
lagðist inn á krabbameinsdeild
Landspítalans um miðjan desember
sl. Heilsu hennar hrakaði ört og hún
andaðist þar að kvöldi sunnudags-
ins 10. janúar sl.
Mörg raun var lögð á Inger og
undraðist ég þau örlög sem henni
voru búin. Öllum áföllum mætti hún
af kjarki og æðruleysi. Orð Kletta-
fjallaskáldsins
Bognar aldrei - brotnar í
bylnum stóra seinast
þykja mér eiga við um ævi Ingerar.
Fjörutíu mánaða baráttu er lokið.
Inger átti enga ósk heitari en að
sigra í baráttunni við krabbameinið.
Hún þráði að mega fylgjast með
þroska og uppvexti elskulegs sonar.
Sú þrá var sterkasta aflið í hetju-
legri baráttu hennar. En hún gerði
sér grein fyrir að brugðið gæti til
beggja vona. Þetta kom glöggt fram
í einu af síðustu samtölum okkar
skömmu fyrir jól. Hún var vongóð
en horfðist þó í augu við að brátt
kynni að draga til úrslita.
Á sorgarstundu sendum við hjón-
in hugheilar samúðarkveðjur til
sonarins unga, foreldra Ingerar og
fjölskyldu og biðjum þeim öllum
Guðs blessunar.
Blessuð sé minning Ingerar
Laxdal Einarsdóttur.
Dögg Pálsdóttir.
Fyrir mína hönd og Ömólfs vil
ég kveðja elskuiega vinkonu okkar
og þakka henni samfylgdina.
Það skiptast á skin og skúrir í
lífí alls fólks en hjá Inger vom and-
stæðumar óvenjuskarpar, ef til vill
eins og í náttúmnni í fögru og harð-
býlu landi. Fundum okkar bar fyrst
saman að sumarlagi í íslenskri sveit
fyrir tæpum fímm ámm. Náttúran
skartaði sínu fegursta og Inger
geislaði af hamingju og lífskrafti.
Hún var í hestaferð um Snæfellsnes
með ástvini sínum. Það haustaði
síðan allt of fljótt í lífi hennar við
óvænt og raunalegt fráfall hans.
En vorið kom, eins og það gerir
alltaf, og það færði henni nýtt líf.
Það var óviðjafnanlegt að upplifa
með henni gleðina sem fæddist úr
sorginni og þerraði tárin. Eftir-
vænting okkar allra var mikil. Það
var ánægjuríkur tími, margt spjall-
að og spaugað og mikið spáð í líf-
ið, eðli þess og tilgang. Hún var
gagntekin hamingju og litli glókoll-
urinn hennar svo fallegur og mikill
gleðigjafí.
Þá kom haustið aftur með váleg
og miskunnarlaus tíðindi. En Inger
ætlaði að lifa, fyrir soninn unga.
Og hún lifði eins lengi og henni var
frekast unnt. Hún barðist hetjulega,
en enginn má við slíku ofurefli.
Litli glókollurinn sem skírður var
Einar í höfuðið á afa sínum nýtur
nú umhyggju og ástar ömmu, afa
og móðurbróður, og er sannarlega
ekki kotvísað þar. Góður guð geymi
hann og styrki hans unga hjarta
og sefi sorg hans með gleði af minn-
ingunni um góða móður sem gaf
honum allt sem hún átti.
Hún var yndisleg, greind og góð.
Vináttan lifír af dauðann. Við
hlökkum til að hitta hana aftur
káta og hressa.
Helga E. Jónsdóttir.
Fallegan apríldag 1989 heimsótti
ég stolta móður og kæra vinkonu
mína, Inger Einarsdóttur, á fæðing-
ardeild Landspítalans. Þá var einka-
sonur hennar, Einar, nýfæddur. Nú,
tæpum fjórum árum síðar, er hún
fallin frá. Mig langar til að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Við kynntumst fyrir ellefu árum
og með okkur hófst vinátta sem
hefur haldist alla tíð síðan. Við
gátum kannski ekki haft eins oft
samband og við vildum. Annir hins
daglega lífs komu í veg fyrir það.
Við vorum bæði að byggja upp líf
okkar, ég með konu minni og tveim-
ur ungum bömum, hún með Einari
syni sínum.
Inger var glæsileg kona, gædd
miklum mannkostum. Hún var vin-
ur vina sinna, trygg og hreinlynd.
Undanfarið hafa þau Einar búið
fyrir austan, í Reykholti í Biskups-
tungum, þar sem hún var við
kennslu. Þeim leið vel í sveitinni
og Inger var búin að taka þá
ákvörðun að vera um kyrrt og hafði
hún áformað að koma sér upp hús-
næði þar.
Skömmu fyrir andlát hennar
heimsótti ég hana og þá, eins og
oft áður, fékk ég innsýn í huga
þessarar æðrulausu konu. Það er
misjafnt hvað er lagt á fólk og fólk
er misjafnlega sterkt þegar að því
kemur að bera hinar þungu byrðar.
Á Inger voru lagðar þyngri byrðar
en hægt er að hugsa sér að ein
manneskja geti borið. Þó bar hún
þær með slíkri hugprýði að mér
verður það ævinlega minnisstætt. í
huga mínum geymi ég mynd af
Inger og sú mynd sýnir mér hana
ósigraða eftir baráttu lífsins.
Það er oft sagt að þegar stórt
sé spurt verði fátt um svör. Þannig
er það núna. Spurningin um tilgang
lífsins sækir á. Hver og einn verður
að svara henni í hjarta sínu. Ég
sendi Einari syni hennar, foreldrum
og bræðrum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Kjartan Ásmundsson.
Mánudaginn 11. janúar virtist
ósköp venjulegur dagur í fyrstu, en
þegar við komum í skólann um
morguninn fréttum við að Inger,
kennarinn okkar, væri látin og þessi
dagur var ekki lengur venjulegur.
Við vissum að hún hafði verið
veik, en hún var svo dugleg og
ósérhlífín, að við gerðum okkur
ekki grein fyrir hvað veikindin voru
alvarleg. Þess vegna var svo erfitt
að átta sig á þessu. Þetta var svo
óraunverulegt og gerðist svo
snöggt.
Við vildum svo gjarnan að hún
hefði getað gengið með okkur inn
í vorið sem nálgast nú óðum með
hækkandi sól eftir harðan vetur.
Við munum aldrei gleyma því að
hún var góð kona og góður kenn-
ari. Við kveðjum hana með þakk-
læti og söknuð í huga.
Nemendur 5. og 6. bekkjar
Reykholtsskóla, Biskups-
tungum.
Kveðja frá vinkonum
Inger var falleg, vel gefin og
afar listræn. Yfír henni lék bjarmi
þess sem leitar að dýpri skilningi
allra hluta.
Það var svo gaman að ræða við
Inger um lífíð og dauðann og alla
þá skrítnu og flóknu hluti sem eru
þar á milli. Inger var opin. Hún var
opin fyrir lífínu, fyrir fólki, fyrir
fegurð. Fólk kom alltaf ríkara af
hennar fundi. Þegar hún svo eign-
aðist son sinn Einar, þá opnuðust
henni enn nýjar og fagrar víddir.
Sonur hennar var ljósið í iífí henn-
ar. Móðurreynslan var hápunktur-
inn. Hún veiktist og dó því í blóma
lífs síns í orðsins sönnustu merk-
ingu.
En hún skilur eftir sig fagrar
minningar. Rödd hennar, dreym-
andi og íhugul, þegar hún var að
hugleiða lífið og það sem það bar
í sér, kemur upp í hugann. Rök lífs
og dauða voru Inger alla tíð hug-
leikin. Það kom oft fram að hún
hafði fullvissu um að lífíð héldi
áfram handan dauðans og að svar-
anna væri ekki að vænta fyrr en þá.
Megi Guð leiða hana þar sem hún
er nú og gefa henni frið sinn og
fegurð og veita ástvinum hennar
huggun.
Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur.
„Hvar er vorið?“ spyija bom um vetur.
Dagur njólu dylur,
daginn nóttin hylur,
lífið oss frá eiiífðinni skilur.
(Matthías Jochumsson)
Við vinkonur kveðjum og þökk-
um.
Dóra Pálsdóttir,
Dóra Thoroddsen,
Ragnhildur Pála Ófeigs-
dóttir.
Kær vinur verður ekki kvaddur
fyrir fullt og allt þó að hann hverfí
úr augsýn, jafnvel þótt maður viti
að hann eigi ekki afturkvæmt.
Huga sínum ræður hver maður
sjálfur, þar lifa minningamar og
kærleikurinn, einnig þar liggja
gagnvegir til góðs vinar.
Inger Laxdal Einarsdóttir var
heimilisvinur okkar hjóna um ára-
bil. Okkur þótti æ vænna um hana
því_ betur sem við kynntumst henni.
í myndum sem hugurinn geymir
af samvistum við Inger birtast eðlis-
kostir hennar. Hún var gáfuð og
skemmtileg, hreinskiptin og heiðar-
leg. Hún hafði yndi af listum og
heimspeki, útiveru og ferðalögum.
Ég held að hún hafði verið náttúru-
barn í sér; mér fínnst í endurminn-
ingunni sem hún hafí oftar komið
hjólandi eða gangandi í heimsókn
fremur en í bíl; ég sé fyrir mér
brosið á andlitinu og heiðríkjuna í
svipnum er hún „renndi í hlað“ hér
í Skeijafírðinum til þess að heilsa
uppá og spjalla, geislandi af heil-
brigði og lífsorku.
Samræður snerust oft um lífið
og tilveruna í þess orðs fyllstu
merkingu. Inger kunni þá list að
opna hug sinn fyrir vini en ætíð
af innborinni kurteisi. í viðleitni
sinni til að lifa lífinu farsællega og
takast á við vandamál þess, stór
og smá, virtist mér hún hafa að
leiðarljósi gullvæga reglu sem segir
að maður skuli þekkja sjálfan sig.
Þannig öðlaðist hún þroska og
hjálpaði ekki bara sjálfri sér heldur
líka öðrum. Fyrir það er mér ljúft
að þakka.
Og sannarlega reyndi á þroska
hennar síðustu æviárin. Sambýlis-
mann sinn, Ira Marin Cela, missti
hún árið 1988 og bar þá bam und-
ir belti. Einar litli fæddist í apríl
1989, og var móður sinni sannkall-
aður gleðigjafí. Öll framtíðaráform
stefndu að því að búa litla drengn-
um heimili. En aðeins fáum mánuð-
um eftir fæðingu hans tók Inger
illkynjaðan sjúkdóm. Þjáningarnar
sem hún leið getur enginn tíundað
en hitt skal í minnum haft að sálar-
þrek hennar og kjarkur í baráttunni
fyrir lífi og heilbrigði var með ein-
dæmum. Öll grið reyndust stundar-
grið en við hvert nýtt áfall tók Ing-
er á næstum ofurmannlegum styrk
og herti lífróðurinn. Hún hélt heim-
ili fyrir drenginn sinn uns yfír lauk
og stundaði nám og starf eins og
kraftar leyfðu. í þessum löngu og
ströngu veikindum naut hún
ástríkra foreldra, Birgitte Laxdal
og Einars Páissonar, sem gerðu
allt sem í mannlegu valdi stóð til
að létta henni byrðamar. Við Jón
Hnefíll vottum þeim og Einari litla
innilega samúð okkar á þessari
stundu sem og bræðrum hennar og
öðmm ástvinum.
Einu sinni fyrir allmörgum ámm
ákváðum við Inger að létta okkur
skammdegi og hversdagsamstur og
dvöldumst eina helgi í sumarhúsi
fyrir austan fjall. Þetta var í desem-
ber og vetrarríki eins og nú, frost
og snjór yfír öllu. Við fómm út að
kvöldlagi, óðum djúpa skafla á
göngunni, Inger ruddi brautina og
ég fetaði í fótsporin. Það var varla
göngubjart þrátt fyrir stjörnuskin.
Allt í einu var umhverfið baðað í
birtu. Fegurstu norðurljós sem
nokkum tíma hafði borið fyrir augu
okkar flæddu í kvikandi bylgjum
um gjörvallt himinhvolfíð. Ljósbelt-
in ýmist greiddust í sundur eða
ófust saman í svo litríkri hrynjandi
að við stóðum agndofa, ekki aðeins
mjólkurhvít vom þau heldur slikjuð
af gulu, bláu og grænu líkt og regn-