Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 31

Morgunblaðið - 20.01.1993, Page 31
bogi hefði laumað sér inn í þennan hátíðardans ljóssins. Það var létt að ímynda sér, að einhvers staðar á bak við þetta allt væri sjálfur tónsmiður himinsins að leika á hljómborðið sitt okkur til heiðurs. í þessari minningu skynja ég sterkt návist Ingerar er hún stóð við hlið mér í snjónum og við horfðum uppávið í ljósflæði himinsins. Guð blessi minningu hennar. Svava Jakobsdóttir. Inger Einarsdótir var fædd 23. ágúst 1952 og lést 10. janúar síð- astliðinn, aðeins fertug að aldri, eftir harða baráttu við erfiðan sjúk- dóm. í þeirri baráttu skiptust á skin og skúrir. Fram á síðustu stund neitaði Inger að gefast upp fyrir sjúkdóminum. Hún vildi aldrei við- urkenna annað en að von væri um bata og við það miðaði hún starf sitt. Hún sinnti starfi sínu fram að jólafríi og var það aðdáunarvert að sjá hversu dugleg hún var í sínum veikindum og ég veit að ég þar tala fyrir munn allra samkennara hennar. Inger og sonur hennar Einar tveggja ára fluttust hingað í Bisk- upstungur síðsumars 1991, er Inger kom til starfa hér við Reykholts- skóla í Biskupstungum. Hún tók við 3. og 4. bekk í skólanum og var þá umsjónarkennari. Henni tókst betur til í kennslu en mörgum öðr- um, sem ég hef þekkt í gegnum tíðina, að stilla saman dugnað og greind, og var það greinilega henn- ar vöggugjöf að miðla þekkingu og fá aðra til að vinna, hugsa og greina vandamálin. Á þeim stutta tíma sem Inger átti heima hér í Biskupstungum eignaðist hún marga kunningja og vini, sem nú sakna vinar í stað. Hér í Biskupstungum vildi hún eiga heima og hér leið henni vel. Hún var búin að fá úthlutað kaupleigu- íbúð, sem verið er að byggja hér í Reykholti og verður tekin í notkun snemma á næsta ári. Það var leiðin- legt að þessi draumur hennar um það að fá að setjast að hér í þess- ari fallegu og friðsælu sveit skyldi ekki fá að rætast. Það er von mín að sú sveit sem hún flyst nú í sé bæði sólríkari og fegurri en sú sveit, sem fékk ekki að njóta hæfileika hennar og dugnaðar nema í svo skamman tíma sem raun varð á. Sérstakar samúðarkveðjur sendi ég Einari litla við fráfall móður hans. Einar, þú átt samúð mína alla. Foreldrum Ingerar og bræðr- um sendi ég líka mínar bestu sam- úðarkveðjur. Ég er glaður yfir því að hafa fengið að kynnast Inger og fengið að starfa með henni í Reykholts- skóla í Biskupstungum. Fjölskyldan í skólastjórabústaðnum man hana ELbnr^LFHRinn Vesturgötu 4 Blóm, kransar, skreytingar simi 622707. Erfidrykkjur Glæsileg kaili- lilaðborð íallegir Síilir og mjög gcSð |)jónustíu Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR Hðm LOFTLEIIIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993 31 sem góðan vin og þakkar henni samfylgdina. Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri, Reykholts- skóla, Biskupstungum. Yndisfögur kona í blóma lífsins er látin. Eins og liljublóm, undur- fögur, en viðkvæm og brothætt. Inger Laxdal Einarsdóttir fædd- ist 23. ágúst 1952 í Roskilde í Danmörku. Hún var dóttir hjónanna Einars Pálssonar rithöfundar og skólastjóra og Birgitte Laxdal. For- eldrar Einars voru Páll ísólfsson tónskáld og orgelleikari og fyrri eiginkona hans Kristín Norðmann. Foreldrar Birgittu voru þau Jón Laxdal kaupmaður og tónskáld og þriðja eiginkona hans Inger Laxdal. Inger var yngst bama þeirra Ein- ars og Birgittu. Bræður hennar tveir eru Páll bæjarritari í Vest- mannaeyjum, f. 1949, og Þorsteinn Gunnar deildarstjóri í Búnaðar- bankanum, f. 1951. Einkadóttirin var skírð fullu nafni móðurömmu sinnar, frú Inger Laxdal, sem bjó í Töllöse í Danmörku allt frá því að maður hennar, Jón Laxdal, lést. Inger varð yndi og eftirlæti ömmu sinnar í Töllöse og dvaldi löngum hjá henni á sumrin sem barn og unglingur. Inger ólst upp á menningarheim- ili þar sem fagurt mannlíf og sið- fágun voru samgróin heimilislífínu. Hún bjó við ástúð foreldra og fjöl- skyldu og naut þess einnig að móð- ir hennar, sem var að mestu alin upp í Danmörku, flutti með sér danskar hefðir og siðvenjur og dönsk tunga varð Inger jafntöm og íslensk. Hún var einnig afar næm og átti gott með nám og var feikna vel lesin. Hún hlaut í vögggjöf allar þær gjafír sem verðmætastar eru: óvenjuleg fegurð, sérstaka greind og næmi, góðvild, hlýju og glatt geð. En enginn má sköpum renna og á henni sannaðist að ekki fylgj- ast alltaf að gæfa og gjörvileiki. Þegar Inger var rétt 17 ára hófu örlögin að spinna sinn vef um líf hennar og segja má að þrjú næstu ár hafí mótað þá stefnu sem lífs- hlaup hennar tók. Við sem stóðum henni næst fylgdumst með hetju- legri baráttu hennar og manndómi við að mæta hveq'u áfallinu á fætur öðru. Eftir stúdentspróf dvaldi hún um tíma við nám bæði í Frakklandi og Danmörku. Hún var sérlega næm á tungumál og var frábær kennari. Hún kenndi um árabil útlendingum íslensku við Málaskólann Mími og einnig starfaði hún nokkuð við al- menna kennslu. Hún vann um tíma í Útvegsbankanum og einnig nokk- ur ár í heilbrigðisráðuneytinu. Fyrir flórum árum innritaðist hún í Kennaraháskóla íslands, en það var langþráður draumur hennar að ljúka kennaraprófi. Um sama leyti átti hún von á sinu fyrsta barni og þrátt fyrir þungt áfall skömmu áður þá var þessi tími einn sá besti í hennar lífi. Hún beinlínis geislaði af hamingju yfir því að eignast sitt fyrsta barn og hafði yndi af náminu. Um vorið fæddi hún fallegan dreng sem var skírður Einar eftir föður hennar. Loksins virtist ham- ingjan brosa við henni og framtíðar- áætlanir voru fullar af bjartsýni. En ekki liðu nema tæpir fjórir mán- uðir frá fæðingu Einars litla þar til aftur dró ský fyrir sólu. Hún greind- ist með krabbamein. En Inger ætl- aði að vinna bug á sjúkdómnum. Hún þráði að sjá son sinn vaxa úr grasi og barðist hetjulega við sjúk- dóminn. Hún þurfti að hægja á náminu og réð sig haustið 1991 til kennslu í Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Þar leið henni og Einari litla afar vel og verður skólastjóra, kennara og vinum hennar fyrir austan seint fullþökkuð öll sú góð- vild og hjálpsemi sem þau sýndu henni. Hún ætlaði að ljúka náminu við Kennaraháskólann með fjar- námi sem átti að hefjast í janúar, en hún fór aðra leið. Það er sárara en tárum taki að horfa upp á þessa fallegu, gáfuðu og hlýju konu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir banvænum sjúkdómi þegar hún loksins leit fram á veginn með von og tilhlökkun. Inger var tengd foreldrum sínum og bræðrum sterkum böndum. Þau veittu henni skjól og öryggi og stóðu ævinlega vörð um velferð hennar. Nú annast þau sólargeislann henn- ar, Einar litla. Ég bið guð að blessa Einar bróður minn og elskulega mágkonu mína Bessie og bræður hennar og íjölskyldur þeirra, og gefa þeim öllum styrk til að bera þessa sorg. Ég og börnin mín kveðjum Inger með sárum söknuði og þakklæti fyrir tryggð og einstaka vináttu. Hvíli hún í friði. Þuríður Pálsdóttir. t Öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu elsku- legs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARNÞÓRS JENSENS fyrrv. pöntunarfélagsstjóra Eskifirði, sendum við hjartanlegar kveðjur og þakkir. Guðný Anna Arnþórsdóttir, Hjálmar Kjartansson, Gauti Arnþórsson, Sólrún Sveinsdóttir, Hlíf Christensen, Bent Cristensen, Sigríður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir og sonur okkar, ÁGÚST PÁLSSON skipasmiður, lést af slysförum í Fredericia 17. janúar. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. janúar kl. 15.00. Elín Marta Pétursdóttir, Pétur Þór Ágústsson, Gunnþórunn Oddsdóttir, Páll Jónsson. t Maðurinn minn og bróðir okkar, ÁRNI JÓN PÁLMASON sérkennari, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 22. janúar kl. 15.00. Eva J. Júlíusdóttir, Elfn Pálmadóttir, Pétur Pálmason, Sólveig Pálmadóttir, Helga Pálmadóttir. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY DAGMAR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Álfsnesi, Grettisgötu 94, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Friðrik G. Jónsson, Baldur Friðriksson, Selma Jónsdóttir, Sigurður Kr. Friðriksson, Unnur Færseth, Hildur Jóna Friðriksdóttir, Sigfús Örn Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um móður okkar, GÍSLNÝJU JÓHANNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Maríubakka 10, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, fóstursonar, bróður okkar, mágs og frænda, GUÐNA VIGNIS GUÐMUNDSSONAR, Hverfisgötu 54. Sigrún Guðlaugsdóttir, Einar Magnússon, Þórunn Guðmundsdóttir, Tryggvi Guðmundsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Birgir Ævarsson, Guðmundur Guðmundsson, Lára Einarsdóttir, Harpa Böövarsdóttir og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGURÐARDÓTTIR frá Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 4. janúar. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jarðað var frá Kópavogskirkju 14. janúar. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða aðhlynningu. Hildur Kjartansdóttir, Óli P.H. Þorbergsson, Sigurður Kjartansson, Arnhildur Jónsdóttir, Baldur Kjartansson, Soffia Richter, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVI BJÖRN ANTONSSON frá Hrísum, Hjarðarslóð 4e, Dalvík, andaðist á heimili sínu 16. janúar. Jarðsett verður frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 23. janúar kl. 11.00. Valgerður Guðmundsdóttir, börn, tengdadóttir og barnabörn. t Móðurbróðir minn, JAKOB ÞORSTEINSSON, Austurgötu 34, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum að morgni 18. janúar. Fyrir hönd systkina, Eyrún Hafsteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, JÓNASAR ÁSGEIRSSONAR, Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Grundar fyrir góða aðhlynningu. Guðmunda Ásgeirsdótttir, Einar Ásgeirsson. -Jít'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.