Morgunblaðið - 20.01.1993, Blaðsíða 32
T
i
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
Helga G. Veturliða-
dóttir — Minning
Fædd 13. ágúst 1917
Dáin 7. janúar 1993
Föðursystir okkar Helga G. Vet-
urliðadóttir, eða Helga frænka eins
og við kölluðum hana, lést á
Borgarspítalanum 7. janúar síðast-
liðinn.
Helstu minningar okkar um
Helgu eru úr Akurgerði 20, en þar
bjó hún með fósturbörnum sínum.
Það var alltaf gott að koma þang-
að, Helga frænka lét okkur öll fínna
að við ættum stað í hjarta hennar
svo innilegar voru móttökur hennar
og viðmót.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast þessari góðu konu sem
hafði svo stóran faðm sem veitti
öllum fósturbörnum hennar öryggi
og skjól.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinzta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimavon góð í himininn.
(V. Briem.)
Við systkinin þökkum allar liðnar
stundir og sendum eiginmanni og
öðrum ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Andrea, Guðrún, Ármann,
Helga og Ágúst.
í dag er borin til moldar Helga
Guðríður Veturliðadóttir, Kársnes-
braut 53 í Kópavogi. Þegar ég svip-
ast um eftir starfsheiti þessarar
merku konu þá streyma þau mörg
og margvísleg fram í hugann:
Fóstra og móðir skjólstæðinga
sinna, uppeldisfrömuður, kennari,
hjúkrunarkona, hagsýslustjóri,
sálusorgari og svo náttúrulega
húsmóðir. Öll eru þessi heiti við
hæfi þegar Helga Veturliðadóttir á
í hlut. Ekki tengjast þau þó skóla-
göngu eða prófgráðum heldur ein-
ungis orðum og athöfnum þeirrar
hugprúðu kærleiksríku konu, sem
við erum í dag að kveðja hinstu
kveðju.
Helga var Vestfirðingur, fædd á
Suðureyri þann 13. ágúst 1917 en
ól mestan bemskualdur sinn að
Vatnadal í Súgandafirði. Á þessum
tíma var fátækt meðal aimennings
landlæg víðast hvar, einnig á Vest-
ljörðum. Helga kynntist henni
snemma en einnig því, að jafnvel
Gamli heimilislæknirinn minn er
fallinn í valinn. Hann var orðinn
háaldraður og farinn að kröftum
og þráði að fara úr þessu jarðvistar-
lífi. Hvað þráir annað gamall og
þreyttur líkami en hvíid, svefn?
Hann var búinn að lifa langan ævi-
dag og búinn að skila miklu og
löngu starfí, var vinsæll og virtur
af sjúklingum sínum og samtíðar-
mönnum.
Ég tel hann hafa verið mikinn
gæfumann. Hann skapaði sér sína
eigin atvinnu, var sjálfs sín hús-
bóndi, var heilsugóður, átti góða
konu sem stóð við hlið hans eins
og klettur og góð böm.
Ég tel að læknar í þá daga hafí
þurft til að bera mikla mannkosti
og vera miklir mannþekkjarar og
einnig sálfræðingar meira að segja
þurftu þeir oft að leysa misklíð á
sá sem ekkert á hefur alltaf eitt-
hvað til að gefa ef vilji og kærleik-
ur eru fyrir hendi. Móðir hennar
bætti umkomulausu bami við
barnahópinn sinn og tólf ára gömul
var Helga farin að miðla þeirri litlu
bóklegu kunnáttu, er henni hafði
hlotnast, til annarra sem minna
máttu sín. Það er augljóst að
snemma beygðist krókurinn til
ákveðinnar iífsstefnu og starfa.
Helga sagði mér að hún hefði þráð
mjög að komast á skóla eftir að
hún lauk bamaskólanámi, sem var
bæði stutt og fyrirferðarlítið. En
því var ekki að heilsa. Skólaganga
var munaður efnafólks á þeim
árum. Helga hafði yndi af handa-
vinnu og varð snemma fingrafim
við sauma. Það kom henni vel æ
síðan. Æsku- og fullorðinsár sín á
ísafirði vann hún fyrir sér með
saumaskap. Á þeim ámm varð hún
fyrir slysi og lá þrjú ár á sjúkra-
húsi. Afleiðingar þessa slyss verða
hvorki vegna né metnar hér. Á ísa-
fjarðarárunum giftist Helga og
skildi eftir þrettán ára sambúð.
Hún flutti til Reykjavíkur og giftist
þar aftur árið 1953 Þórði Andrés-
syni. Þau fluttu til Vestfjarða og
hófu búskap að Þórisstöðum í Þor-
skafirði. Það var gott tímabil, sagði
Helga. Hún var þá óðum að koma
til heilsu á ný. Á sumrin hópuðust
börn til þeirra Helgu og Þórðar
bæði vensluð og óvensluð.
Árið 1959 tóku þau hjónin fyrsta
drenginn að beiðni Magnúsar Sig-
urðssonar hjá Barnavemdarráði
íslands. Skömmu síðar kom annar.
Þannig hófst hið ómetanlega
umönnunarstarf Helgu Veturliða-
dóttur fyrir þroskahefta og um-
komulausa unglinga og böm.
Árið 1965 stóðu þau Helga og
Þórður reiðubúin til þess að taka
við forstöðu drengjaheimilisins í
Breiðuvík. Á síðstu stundu breyttist
sú áætlun og þau snem stefni sínu
til Reykjavíkur. Yngri drengurinn
frá Þórisstöðum fylgdi þeim eftir
þangað og brátt voru þau beðin
að taka að sér fleiri böm bæði úr
Breiðuvík og Höfðaskóla. Helga og
Þórður stofnuðu þá svokallað fjöl-
skylduheimili, hið fyrsta sinnar teg-
undar á íslandi og e.t.v. á Norður-
löndum. Þau ráku það á eigin veg-
um og Reykjavíkurborg greiddi
með bömunum svo sem á öðmm
bamaheimilum. Seinna komust þau
Þórður og Helga að því að ráða-
menn borgarinnar greiddu þeim
mun lægra meðlag fyrir umönnun
og uppeldi þessara þroskaheftu
bama allan sólarhringinn heldur
en almennt gerðist. Skyldi ekki
sómakæm fólki sortna fyrir aug-
um?
heimilum og eftir langan vinnudag
þurftu þeir að fara í sjúkravitjanir
og vom í þeim langt fram á kvöld.
Þetta fóra þeir allt gangandi eða
á hjóli.
Það vom margir sem leituðu
til hans löngu eftir að hann hætti
læknisstörfum.
Eiríkur var ákaflega einlægur
og hreinskilinn maður, en einnig
skapstór og tilfínninganæmur
eins og oft er um stórlynt fólk,
og sanngjam.
Ég minnist hans þegar ég kom
fyrst til hans í læknastofuna hvað
hann tók mér vel og hvað hann var
sérfróður um allt. Þegar ég var
búinn að nefna nafnið mitt vissi
hann strax hverrar ættar ég er.
Þetta sýnir hversu mikill fróð-
leiks maður hann var, enda las
„Fjölskylda" Helgu og Þórðar
stækkaði brátt. Þau ákváðu að
kaupa hús handa henni í Nökkva-
vogi. En íbúar þar settu strik í
reikning fjölskyldunnar. Hún hafn-
aði því aftur í leiguhúsnæði. Árið
1969 var Félagsmálastofnun
Reykjavíkur tekin til starfa. Á
hennar vegum keypti Reykjavíkur-
borg húseignina Akurgerði 20, fjöl-
skylduheimilið fluttist þangað og
Helga fékk í fyrsta sinn laun frá
borginni. „Bömin“ voru ýmist fimm
eða sex og Helga og Þórður sáu
ein um heimilið allan sólarhringinn
allt árið. Þau komust aldrei í leyfi
því enginn varð til að leysa þau
af. Nokkur síðustu starfsár sín fékk
Helga greidda vinnu á helgidögum
en aldrei yfírvinnu. Árið 1973 fékk
Helga aðstoðarstúlku hluta úr degi.
Hún tók einnig að sér heimilið svo
að Helga gat farið í leyfí. Þegar
Þórður lá banaleguna fékk Helga
starfslið frá Félagsmálastofnun
Reykjavíkur til þess að vera á
næturvakt hjá fólkinu hennar í
Akurgerði svo að ekkert færi þar
úrskeiðis. Sú skipan hélst í nokkurn
tíma og var Helga sæl með hana.
Hún var síðar afnumin í sparnaðar-
skyni og Helga varð að sinna næt-
urvörslu á ný.
Helga hætti störfum endanlega
árið 1988. Eftirlaun hennar voru
tuttugu og eitt þúsund á mánuði.
Þau segja sitt um launin fyrir öll
hennar störf bæði nætur og daga.
Mér sýnist allt benda til að forráða-
menn Reykjavíkurborgar hafí ekki
kunnað til að meta þau.
Bar þá Helga Veturliðadóttir
ekkert úr býtum fyrir áralanga önn
og erfiði? Jú, það gerði hún sannar-
lega. Öll hennar störf hnigu til sam-
ræmis við bernskuhugleiðingar
hennar og óskir: Að láta gott af
sér leiða fyrir minni máttar og þá
einkum þroskaheft börn. Það virtist
sama hversu vonlaust verkefni
henni var fengið í hendur. Hún
kom, sá og sigraði. Öllum „böm-
um“ sínum kom hún til nokkurs
þroska og lífshamingju. Hún
kenndi þeim og agaði þau til starfs
og hugsunar. Hún útvegaði þeim
vinnu og brýndi fyrir þeim að gæta
fengins ijár. Hún var félagsmála-
ráðunautur þeirra og hagstjóri,
aðstoðaði þau við íbúðakaup og
lántökur og þannig við inngöngu
að nýrri tilvera. Hún fylgdist með
sálarhræringum þeirra jafnt á nótt
sem degi, ávallt reiðubúin til að
hlaupa undir bagga ef mikið lá við
en þó ekki við hvert þeirra kvak
því uppeldi hennar stefndi að því
að hjálpa þeim til sjálfstæðis og
sjálfsbjargar. „Bömin“ hennar, þau
sem ég hef hitt elska hana og virða
án takmarka og orð hennar og
skoðanir eru þeirra boðorð.
Helga hefur þannig skilað miklu,
fögru og árangursríku starfi. Það
em góð laun og þau er henni eflaust
hafa þótt eftirsóknarverðust. Þegar
ég hugleiði hvert er meginafl þessa
starfs þá veit ég að það er kæríeik-
hann mikið og skrifaði bækur
og ritgerðir.
Hann var alltaf að lesa alveg
fram á það síðasta. Það var eins
og hann væri alltaf að leita eins
og við gemm öll. Við töluðum
stundum um tilvemstigin eftir þetta
jarðlíf, sem enginn hefur getað
sannað eða afsannað neitt um. Ég
hef þá trú að fyrir utan þetta hismi
sem við búum í á jörðinni og þegar
við fömm úr því séum við alls stað-
ar, í storminum, þokunni, skýjum
himinsins, regninu og í ljúfum þyti
trjánna.
Ég vil hverfa langt
langt inn í græna skóga
inn í launhelgar tijánna
og gróa þar tré
gleymdur sjálfum mér finna
ró í djúpum
Rótum og þrótt
í ungu Ijósþyrstu laufi
leita svo aftur
með visku tijánna
á vit reikulla manna.
(Snorri Hjartarson)
Ég votta bömum og barnaböm-
um innilega samúð mína.
Matthildur Þ. Matthíasdóttir.
ur. Hann er mestur alls, segir Pét-
ur postuli.
Um það leyti er Helga hætti
störfum sæmdi forseti íslands hana
riddarakrossi fálkaorðunnar.
Síðustu fímm til sex ár hefur
Helga búið með frænda mínum
Sigurgeiri Péturssyni frá Gautlönd-
um. Þau giftu sig í fyrra. Það var
skemmtilegur atburður þótt ekki
skipti hann sköpum í þeirra sambúð
sem mér hefur alltaf fundist eins
og yfirlætislaus perla full af innri
birtu. Við ættingjar og vinir Sigur-
geirs kveðjum Helgu með söknuði
og samhryggjumst öllum aðstand-
endum hennar nær og fjær.
Ásgerður Jónsdóttir.
Kæra vinkonu mína Helgu Vet-
urliðadóttur kveð ég í dag.
Hún var glæsileg kona, merk og
farsæl í störfum. Hér verða ekki
rakin æviatriði, aðeins hjartans
kveðja og þakklæti til konunnar
sem auðnaðist sú gæfa að leysa
fagurlega af hendi — það sérstæða
starf að verða í móðurhlutverki
fjölda barna á ýmsum aldri, sem
henni var treyst fyrir vegna mis-
vinda í lífí þeirra. Hún eignaðist
allt þeirra traust og til þeirra sló
móðurhjartað alla tíð til hinsta
dags.
Guð gaf henni þessa hæfíleika
og farsæld. Góður vinur í raun er
guðs gjöf. Vinátta okkar hefur
auðgað líf mitt.
Með hrærðum huga og virðingu
þakka ég ætíð ávexti okkar kynna,
vináttu sem náði einnig til barna
minna og alls þess sem mér var
kærast. I þessum hughrifum mín-
um nú, bið ég skáldið Stefán frá
Hvítadal að ljá mér orð úr kvæði
sínu Aðfangadagskvöld.
Kveikt er ljós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjömum stráð,
enginn fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
Guð er eilíf ást,
engu hjarta er hætt.
Ríkir eilíf ást,
sérhvert böl skal bætt.
Lofíð guð, sem gaf,
þakkið hjálp og hlíf.
Tæmt er húmsins haf,
alit er Ijós og líf.
í trú minni á guð, ljósið og lífið
sendi ég mínar einlægustu samúð-
arkveðjur til Sigurgeirs eiginmanns
hennar, fósturbarna og systkina
hennar svo og allra aðstandenda.
Dagbjört J. Jónsdóttir.
Helga Guðríður Veturliðadóttir
lést í Borgarspítalanum í Reykjavík
7. þ.m. á 76. aldursári.
Helga fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð 13. ágúst 1917. For-
eldrar hennar vom hjónin Andrea
Guðmundsdóttir og Veturliði Hír-
am Guðnason, formaður og síðar
bóndi í Vatnadal í Súgandafirði.
Helga ólst upp í foreldrahúsum
Kveðja
Eiríkur Björnsson
læknir frá Karlsskála
fyrst á Suðureyri en frá fjögurra
ára aldri og fram um tvítugt í
Vatnadal. Helga var næst elst sex
systkina. Tvö þeirra dóu í frum-
bemsku og elsti bróðirinn, Guð-
mundur, bóndi í Bæ í Súgandafirði
lést árið 1959 í blóma lífsins. Systk-
inin sem eftir lifa eru Guðrún,
matráðskona við Sjúkrahús ísa-
fjarðar um áratuga skeið og Ólafur
Ágúst, múrari og flokksstjóri hjá
Álverinu í Straumsvík.
Frá Súgandafirði lá leið Helgu
um tvítugsaldur til ísafjarðar, en
þar lá hún á sjúkrahúsinu um tíma.
Eftir það starfaði hún um skeið á
Sjúkrahúsi ísafjarðar, auk þess
sem hún sótti saumanámskeið á
ísafirði og vann síðan að hluta til
við sauma. Árið 1941 giftist hún
Elí Ágústi Ingibjartssyni. Þau
bjuggu á ísafirði nokkur ár en slitu
samvistir.
Á árinu 1953 lá Helga langdvöl-
um á Vífilsstaðaspítala. Þar kynnt-
ist hún Þórði Andréssyni, ættuðum
úr Gufudalssveit, sem þar var þá
einnig sjúklingur. Þau náðu þar
bæði góðri heilsu og héldu þaðan
saman út í lífíð. Þórður var glæsi-
menni mikið, ljúfur og hjartahlýr.
Helga og Þórður giftu sig árið
1955 og hófu búskap að Þórustöð-
um í Gufudalssveit árið 1956, þar
sem Þórður varð oddviti sveitar
sinnar. Lífið í sveitinni átti vel við
Helgu og mun varla ofmælt að
árin á Þórustöðum hafí verið henni
einhver hin bestu.
Þarna byijar starf Helgu og
Þórðar að uppeldismálum þroska-
heftra með því að þau taka í fóstur
dreng úr Reykjavík árið 1959, þá
10 ára gamlan. Hann var sá fyrsti
af einum tíu einstaklingum sem þau
hjónin tóku inn á heimili sitt og
veittu dýrmæta aðstoð við að kom-
ast út í lífíð.
Um þriggja áratuga skeið veitti
Helga forstöðu fjölskylduheimili
fyrir þroskaheft börn og unglinga,
fyrst að Þómstöðum og síðan í
Reykjavík, en þangað fluttu þau
hjónin árið 1966 og héldu þar upp-
teknum hætti þannig að hjá þeim
bjó jafnan hópur ungmenna, sem
þau önnuðust og veittu andlega og
líkamlega aðstoð. Eftir að Þórður
veiktist alvarlega 1973 ríkti nokkur
óvissa um framtíð þessarar starf-
semi hennar og um tíma leit helst
út fyrir að ungmennunum yrði
dreift á stofnanir, en það var þeim
sjálfum mjög á móti skapi. „Okkur
langar til að eiga heimili eins og
önnur börn og vera hjá konu sem
er eins og mamma,“ sögðu þau.
Helga vann eftir megni að þvi að
unnt væri að halda hópnum saman
og það varð úr að Félagsmálastofn-
un Reykjavíkurborgar keypti hús
við Akurgerði 20 og þar var fyrsta
ungmennaheimili sinnar tegundar
í Reykjavík sett á fót.
Þau hjónin Helga og Þórður voru
einkar samhent við að hlúa að þess-
um ungmennum. Þau töluðu ávallt
mikið við þau, gjarnan í léttum
tón, eins og væru þau að ræða við
fullorðna. Þau töluðu hreinskilnis-
lega við þau um andlegt ástand
þeirra og skýrðu fyrir þeim að þau
yrðu öll í sameiningu að reyna að
ná tökum á og vinna upp það sem
þau hefðu misst. Helga og Þórður
fóru með börnunum í ferðalög út
úr borginni eins og um venjulega
fjölskyldu væri að ræða. Einnig bar
við að farið væri í ferðalag til út-
landa, svo sem á sólarströnd við
Miðjarðarhafið.
Þórður lést árið 1977 en Helga
hélt áfram starfrækslu heimilisins.
Með þrotlausri þolinmæði tókst
henni að ná undraverðum árangri
í því að hjálpa fjölda ungmenna,
sem af ytri eða innri orsökum hafa
orðið það sem við köllum þroska-
heft. Þegar nafn Helgu ber á góma
nú í viðræðum við þessi fósturbörn
hennar, sem flest em orðin fullorð-
ið fólk og nýtir þjóðfélagsþegnar,
er eins og ljóma bregði á andlit
þeirra og þau segja með elsku og
aðdáun í röddinni: „Já, hún Helga,
við megum alltaf koma til hennar."
- Helga eignaðist ekki böm sjálf,
en hún sagði oft, um fósturbörnin
sín: „Mér fínnst ég eiga börnin."
Þessa einlægu móðurumhyggju
hennar skynjuðuð börnin vel og