Morgunblaðið - 20.01.1993, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1993
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Þorkell
ÚTIVERA
Á kvöld-
göngu
Þetta góða fólk brá á
leik þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins hitti
það á kvöldgöngu i Banka-
strætinu fyrir skömmu.
F.v.: Guðvarður Gíslason,
Esther Ólafsdóttir, Guð-
laug Halldórsdóttir og Karl
J. Steingrímsson. Guðvarð-
ur, betur þekktur sem
Guffi, kenndur við Gauk á
Stöng, og kona hans Guð-
laug, reka veitingastaðinn
Jónatan Livingston Máv en
Esther og Karl eiga og reka
verslunina Pelsinn.
Díana og Karl hitta liðsmenn Duran Duran baksviðs í lok hljómleikanna sem um ræðir.
A ferð um landið!
Þessa viku verum við á ferðinni um
landsbyggðina og sýnum allar nýjustu
gerðirnar af vélsleðunum frá YAMAHA.
Boðið verður upp á reynsluakstur ef veður leyfir.
YAMAHA fæst nú á hagstæðu verði og greiðslukjörum!
Við sýnum á eftirtöldum stöðum:
BLONDUOS - KF. HUNVETNINGA
Miðvikudaginn 20. janúar, frá kl. 10 -14.
HVAMMSTANGI - KF. V-HUNVETNINGA
Miðvikudaginn 20. janúar, frá kl. 16 -19.
BORGARNES - VIRNET hf.
Fimmtudaginn 21. janúar, frá kl. 11 -16.
AKRANES - BILAS
Fimmtudaginn 21. janúar, frá kl. 18-21.
M || iKÚl HI
Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 812530
HRYÐJUVERK
Voru Karl og
Díana heppin
að halda lífi?
Sean O’Callaghan, fyrrum morð-
ingi í írska lýðveldishemum,
segir að honum hafí verið fyrirskipað
að myrða bresku ríkisarfana Díönu
og Karl árið 1983 er þau sóttu hljóm-
leika með poppsveitinni Duran Duran
í Lundúnum. Hann átti að setja
bombu í konunglegu stúkuna og
tendra hana með fjarstýringu. Það
varð Karli og Díönu til happs að
þegar þetta átti sér stað hafði
O’Callaghan snúist hugur og hann
var farinn að vinna fyrir breska her-
inn með uppljóstrunum.
O’Callaghan, sem situr í marg-
földu ævilöngu fangelsi fyrir alls 42
hryðjuverk, þar á meðal mörg morð,
segir að sér hefði ekki orðið skota-
skuld úr því að ganga frá Karlí og
Díönu, hann hefði verið orðinn þaul-
vanur og ef honum var treyst fyrir
verki þá vann hann það af samvisku-
semi og alúð. Það vekur athygli að
O’Callaghan leysi frá skjóðunni nú,
en skýringuna mun vera að fínna í
þeirri staðreynd að hann er að rita
æviminningar sínar á bak við fang-
elsismúrana. Söluna vill hann tryggja
og því laumar hann frá sér einstaka
fréttamola. Hann vill að bókin seljist
grimmt ef vera skyldi að hann hljóti
náðun einhvem tíma í náinni framtíð.
Bergsteinn Pálsson verkstjori í heitum samræðum við fulltrúa Náms-
gagnastofnunar sem verið hefur í viðskiptum við Prenttækni frá
stofnun fyrirtækisins.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Michael D. Haskins flotaforingi og yfirmaður varnarliðsins veit-
ir Haraldi Stefánssyni slökkviliðsstjóra æðstu viðurkenningu
sem flotinn veitir borgaralegum starfsmanni.
KEFLA VÍ KURFLU G V ÖLLUR
Fékk æðstu viður-
kenningu hersins
Haraldi Stefánssyni slökkvi-
liðsstjóra á Keflavíkurflug-
velli var nýlega veitt æðsta viður-
kenning, „Navy Superior Service
Award“, sem veitt er borgaraleg-
um starfsmönnum flota Banda-
ríkjanna. Viðurkenninguna veitti
yfirmaður varnarliðsins, Michael
D. Haskins flotaforingi, en Har-
aldur, sem hefur starfað í slökkvil-
iðinu í 36 ár, er fyrsti íslendingur-
inn sem hlýtur þennan heiður.
Haraldur Stefánsson hóf störf
hjá vamarliðinu árið 1955 en hjá
slökkviliðinu árið 1956. Hann varð
varaslökkviliðsstjóri árið 1976 og
slökkviliðsstjóri árið 1986.
Slökkviliðið er eingöngu skipað
íslenskum starfsmönnum sem sjá
um margvísleg verkefni auk
slökkviliðsstarfa og má þar nefna
eldvarnir, ís- og snjóruðning á
flugbrautum og athafnasvæði
flugvéla, fermingu og affermingu
herflutningaflugvéla auk annarr-
ar þjónustu við flugvélar á flug-
vellinum.
Við athöfnina kom fram að
Haraldur fékk viðurkenninguna
fyrir frábæran árangur í starfi
sínu undanfarin þijú ár og að
slökkviliðið og starfsmenn þess
hafa unnið til margvíslegra verð-
launa og hlotið ijölda viðurkenn-
inga fyrir vel unnin störf á undan-
fömum áratug.
- BB